Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 28

Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STEFÁN Ásmundsson,þjóðréttarfræðingur hjásjávarútvegsráðuneytinu,segir það mjög vafasamt af hálfu bandarískra stjórnvalda ef ákveðið verði að grípa til við- skiptatengdra refsiaðgerða gegn Íslandi vegna ákvörðunar stjórn- valda um að hefja hvalveiðar í vís- indaskyni sem að auki séu full- komnlega löglegar. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Philip Reeker, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins á fréttavef AFP, að með ákvörðun sinni um að hefja hvalveiðar að nýju gætu Íslendingar átt á hættu að sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjamanna á grund- velli svonefndra Pelly lagaviðbóta. Bandaríkjaforseti heimilar aðgerðir Bandaríkjaþing samþykkti Pellyákvæðið árið 1971. Það var breytingartillaga við lög til vernd- ríkjaforseta á því að hann ríki stundi veiðar á sjáv sem grafi undan friðun miðum alþjóðasamtaka o úr virkni þeirra. Forset ríkjanna hefur heimild til innflutningsbanni á fi viðkomandi ríkja eftir að ingarkæran liggur fyrir ar fiskistofnum. Upphaflegt mark- mið þess var að vernda laxastofna á Norður-Atantshafi, sem þá hafði verið sett veiðibann á, gegn veið- um danskra sjómanna en hval- veiðar falla einnig undir sama ákvæði. Samkvæmt því á við- skiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Banda- Stefán Ásmundsson þjóðréttarfræðingur um Pelly-ákvæð Ekki í neinu við umfang Bandarísk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að Íslendingar eigi á hættu að sæta við- skiptaþvingunum í kjöl- far ákvörðunar um að hefja hvalveiðar. Bandaríkin hafa aldrei gripið til beinna að- gerða af því tagi gegn nokkru ríki. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið sendi frá sér nýja yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhuguðum vísindaveiðum Íslendinga á hrefnu er mótmælt og þær harmaðar. Eru Íslendingar hvattir til að endurskoða ákvörðun sína um hvalveiðarnar. Talsmenn ráðuneytisins gagnrýndu veiðiáætl- unina einnig harðlega í gær og sögðu þá að veiðarnar kynnu að leiða til viðskiptarefsiaðgerða í samræmi við svonefnt Pelly-ákvæði í bandarísk- um fiskverndarlögum. Ekki er minnst á refsiaðgerðir í yfirlýsingunni í dag en bandarískir embættismenn segja að þær komi enn til greina. „Það er enn uppi á borðinu,“ hefur AFP fréttastofan eftir einum embætt- ismanni. Þegar embættismenn í utanríkisráðuneytinu voru spurðir hvers vegna gefin væri út yfirlýsing um málið tæpum sólarhring eftir að fjallað var um það á blaðamannafundi ráðuneytisins í gær, sögðu þeir að þetta endurspeglaði þá þýðingu sem Bandaríkin telja málið hafa. „Við vildum að öllum væri ljós afstaða okkar,“ sagði embættismað- urinn. Segja vísindaveiðar grafa undan veiðistjórnunarreglum „Bandaríkin harma mjög og lýsa harðri andstöðu við tilkynningu rík- isstjórnar Íslands frá 6. ágúst 2003 um áform um að hefja vísindaveiðar á hvölum,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Þar segir að vísindaáætlunin, sem gerir ráð fyrir að veiða 38 hrefnur í ár, sé óþörf og muni grafa undan stuðningi íslenskra stjórnvalda við nýj- ar veiðistjórnunarreglur sem unnið er að innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Bandaríkin telja að dráp á hvölum í vísindaskyni sé ekki nauðsynlegt og hægt sé að afla vísindalegra gagna með öðrum hefðbundnum aðferð- um,“ segir í yfirlýsingunni. „Til viðbótar teljum við að vísindaveiðiáætlun Íslendinga grafi undan tilraunum Alþjóðahvalveiðiráðsins til að þróa áhrifaríka og gegnsæja veiðistjórnunaraðferð fyrir hvalveiðar í atvinnu- skyni.“ „Bandaríkin hvetja Ísland enn á ný til að endurskoða þá ákvörðun sína að hrinda þessari áætlun í framkvæmd,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að bandarískir embættismenn hafi ítrekað hvatt íslensk stjórn- völd til að hætta við þessi áform eftir að vísindaáætlunin var lögð fyrir hvalveiðiráðið í vor. Bandaríkin senda frá sér nýja yfirlýs- ingu um vísindaveiðar Íslendinga Hvetja Íslendinga til að endurskoða ákvörðun sína STÓRIR netfjölmiðlar á borð við og CNN hafa greint frá ákvörðun lendinga um að hefja hvalveiðar og sama gildir um marga af helst fjölmiðlunum í Skandinavíu en sv virtist sem nær engar fréttir hefð birst um málið í stærstu landsblö unum í Þýskalandi í gærdag. Í frétt Berlingske Tidende er greint frá því að formaður Alþjó hvalveiðiráðsins, Daninn Henrik Fischer, hafi sagt við Ritzau- fréttastofuna, að vísindaveiðar Ís lendinga á hrefnu hefðu engin áh viðkomu stofnsins, hann sé að minnsta kosti eina milljón dýra o Norðmenn stundi veiðar úr stofn í atvinnuskyni. Í frétt CNN er talað um Ísland Noreg og Japan, sem þær þrjár þ sem hlynntar eru hvalveiðum (pr Sagt frá ák um hvalvei erlendum f Náttúruverndarsamtökin W Wildlife Fund, WWF, hafa sen sér ályktun þar sem ákvör stjórnvalda um að hefja hvalve í vísindaskyni í þessum mánuð fordæmd og þau hvött til að en skoða afstöðu sína. Segir þa ákvörðunin grafi undan Alþj hvalveiðiráðinu og tilraunum t komast að samkomulagi í umd WWF fordæmir Grefur und NAUÐSYNLEG „HVALADRÁP“ OG ÓNAUÐSYNLEG Viðbrögð við þeirri ákvörðunríkisstjórnarinnar að hefjahvalveiðar á nýjan leik eru þegar farin að koma í ljós. Líkt og búast mátti við hafa ýmis samtök umhverfissinna þegar gagnrýnt þessa ákvörðun harkalega. Þá hefur Bandaríkjastjórn lýst yfir vonbrigð- um. Í Morgunblaðinu í gær er eftir- farandi haft eftir talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins: „Allt frá því að Íslendingar tilkynntu fyrr á þessu ári að þeir hygðust byrja dráp á hvölum, hafa Bandaríkin hvatt Íslendinga til að láta ekki verða af þeim fyrirætlunum.“ Þótt veiðarnar séu að mati ráðuneytisins „tæknilega löglegar“ samkvæmt al- þjóðasáttmála um stjórn hvalveiða séu hvaladráp ónauðsynleg. Þá hefur verið haft eftir banda- ríska utanríkisráðuneytinu að með því að hefja hvalveiðar að nýju geti Íslendingar átt á hættu að sæta við- skiptaþvingunum af hálfu Banda- ríkjanna. Í bandarískum lögum er til staðar svokallað Pelly-ákvæði sem heimilar refsiaðgerðir á hvers kyns útflutning til Bandaríkjanna frá ríkjum er stunda veiðar á hvöl- um og sölu á hvalaafurðum. Því verður vart trúað að Banda- ríkin grípi til slíkra aðgerða. Ekki síst í ljósi þess að Bandaríkin eru einmitt sjálf eitt örfárra ríkja í heiminum er stunda hvalveiðar. Bandaríkjunum hefur verið heim- ilað að stunda svokallaðar frum- byggjaveiðar á hvölum á síðustu ár- um og veiða allt að 67 sléttbaka árlega. Er það mat Bandaríkjanna að þau „hvaladráp“ séu „nauðsyn- leg“? Ef menn telja á annað borð að hvalveiðar séu ekki réttlætanlegar sem slíkar hlýtur það að jaðra við skinhelgi að telja þær samt sem áð- ur réttlætanlegar þegar maður sjálfur á í hlut. EFTIRSÓTTUR HRAFNAGALDUR Allt frá því að Hrafnagaldur Óð-ins, tónverk Hilmars Arnar Hilmarssonar, hljómsveitarinnar Sigur rósar og Steindórs Andersen, var frumflutt í Barbican-listamið- stöðinni í London á síðasta ári hef- ur verkið vakið athygli. Það var flutt á Listahátíð í Reykjavík skömmu eftir frumflutninginn og í lok júlí á þessu ári var verkið flutt á Ólafshátíðinni í Þrándheimi. Nú hefur borist boð um að fá Hrafna- galdur Óðins á tónlistarhátíðina La Musica dei Cieli, sem haldin verður á Ítalíu í nóvember, og fyrr í sumar var greint frá því að yfir stæðu við- ræður um flutning verksins í Frakklandi á næsta ári. Hrafnagaldur Óðins er verkefni Listahátíðar, þótt ekki hafi hann verið frumfluttur þar. Þórunn Sig- urðardóttir, stjórnandi Listahátíð- ar, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að segja megi að listútflutn- ingur sé nýr þáttur í starfsemi há- tíðarinnar. Hins vegar séu margir möguleikar, með því að vera „vak- andi fyrir því er hægt að gera mjög mikið til þess að koma nýstárlegum íslenskum verkefnum á framfæri“. Segir hún að nokkur verkefni og listamenn sem voru á síðustu Listahátíð hafi komist lengra út í heim fyrir milligöngu hátíðarinnar og nefnir nafn Helenar Jónsdóttur, sem fékk góðar móttökur á alþjóð- legu listahátíðinni í Galway í lok júlí og var boðið að semja stórt dansleikhúsverk fyrir næstu hátíð. Þetta er frábær árangur ís- lenskra listamanna sem vert er að styðja við og sýnir að þegar vel er að verki staðið opnast ýmsar leiðir. Það gerist hins vegar ekki sjálf- krafa og því má ekki slá slöku við í kynningarstarfi á borð við það sem greinilega hefur verið unnið á veg- um Listahátíðar. SÓÐALEGUR MIÐBÆR Vandi miðborgar Reykjavíkurhefur margsinnis verið til um- ræðu á síðustu árum og því marg- sinnis verið lýst yfir af stjórn- málamönnum og hagsmunasamtökum að nauðsyn- legt sé að efla miðborgina. Hnign- un miðbæjarins heldur hins vegar hægt og sígandi áfram. Margar verslanir í miðborginni hafa á undanförnum árum hætt rekstri eða flutt rekstur sinn í verslunar- miðstöðvar utan miðbæjarkjarn- ans. Nú síðast hefur tískuverslunin Noa Noa ákveðið að loka verslun sinni við Laugaveg en fyrirtækið rekur einnig verslun í Kringlunni. Ragnhildur Anna Jónsdóttir, ann- ar eigandi Noa Noa, lýsir ástæð- unum með eftirfarandi hætti í Morgunblaðinu í gær: „Það er leiðinlegt að segja það en um- hverfi Laugavegs er orðið sóða- legt og meðan ekkert er gert fyrir miðbæinn er lítið sem við sem rek- um verslanir getum gert. Það er skelfilegt að segja það, en satt. Ég er mikil miðbæjarmanneskja og vildi gjarnan reka verslun við Laugaveg en við sjáum okkur það einfaldlega ekki fært.“ Miðborgin er kjarni allra borga og helsta lífæð. Það væri sorglegt ef miðbær Reykjavíkur hlyti sömu örlög og miðborgir allt of margra borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa orðið undir í samkeppni við úthverfi um verslun og við- skipti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.