Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN 12. mars sl. voru liðin 75 ár síðan stofnfundur Sambands ís- lenskra karlakóra (SÍK) var hald- inn. Stofnfundurinn var haldinn á skrif- stofu Óskars Nor- manns kaupmanns í Bankastræti. Hálfum mánuði fyrr hafði verið haldinn undirbún- ingsfundur í lestrarsal Háskólans í Alþingishúsinu. Fundinn sátu stjórnir KFUM, Söngfélags stúd- enta og Karlakórs Reykjavíkur. Hugmyndin var ekki ný, henni hafði verið hreyft af karlakórnum Geysi á Akureyri og nefnd hafði verið skipuð. Í nefndinni voru Hallur Þorleifsson kaupmaður, Arreboe Clausen kaupmaður og Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur. Nefndin samdi drög að lögum fyrir sambandið sem send voru karlakórunum Geysi og Þröstum í Hafnarfirði. Fyrsti formaður var kjörinn Óskar Norðmann, en meðstjórn- endur þeir Björn E. Árnason, Ólafur Þorgrímsson (ritari), Hall- grímur Sigtryggsson og Skúli Ágústsson (gjaldkeri). Aðdragandinn að stofnuninni var sá að söngmálanefnd vann að undirbúningi Alþingishátíðarinnar 1930. Þetta var fyrsta viðfangsefni hins nýstofnaða sambands. Eitt af fyrstu verkum stjórnar var að fara á fund Sigfúsar Einarssonar sem var formaður söngmálanefndar Al- þingishátíðarinnar og leita hófanna um fjárstyrk til sambandsins. Næsta starfsár var helgað und- irbúningi söngmóts sem átti að halda í tengslum við Alþingishátíð- ina og svo söng á sjálfri hátíðinni. Af því tilefni var settur saman sér- stakur sambandskór. Aðalsöngstjórinn (Jón Halldórs- son) setti saman söngskrána og var á förum milli sambandskór- anna ásamt Sigurði Birkis og þjálfaði söngmenn. Allir kórar SÍK tóku þátt í sam- söngnum á Alþingishátíðinni: Vís- ir, Siglufirði (19 söngmenn), Karlakór Reykjavíkur (35), Stúd- entakórinn (14), Karlakór KFUM (37), Geysir (26) og Karlakór Ísa- fjarðar (19). Alls um 150 söng- menn. Ég held að það sé orðið óhætt að bera saman þátttöku SÍK á Lýðveldishátíðinni 1994 sem er söguleg og kemur fram hér í fyrsta sinn. Ljóst er að þar gekk ekki sem skyldi og hitnaði mönn- um í hamsi. Lítum á fundargerðir stjórnar SÍK. Þó þær séu ekki undirritaðar sýnist mér að ritari stjórnar, Þorsteinn R. Helgason, riti: (1994) – Störf stjórnarmanna felast að mestu í viðræðum við framkvæmdastjórn og fram- kvæmdastjóra Lýðveldishátíðar á Þingvöllum sem haldin var hinn 17. júní. Fulltrúar SÍK (Ragnar Ingólfsson form. og Þorsteinn R. Helgason) höfðu í upphafi (undir- búnings) fellt sig við tillögur nefndarinnar sem fólu í sér söng kóra SÍK, sameinaðra, þótt þeim væri úthlutaður naumur tími, ca. 20 mín. samfelldur söngur … Á fundi með nefndinni hinn 14. mars fór framkvæmdastjóri og 2 við- staddir nefndarmenn þess á leit að kór SÍK væri minnkaður í u.þ.b. 100 söngvara og að stjórn SÍK annist úrtaksval úr hinum ýmsum karlakórum SÍK. Þessari tillögu höfnuðu RI og ÞRH alfarið. Annaðhvort tæki SÍK þátt í sameinuðum söng karlakóra á Íslandi, sem þess ósk- uðu eða Lýðveldisstjórnin hefði á þessu annað fyrirkomulag.– Samdægurs kom bréf þar sem hátíðarnefndinni var sagt að annar háttur yrði hafður á kórsöng. Fleiri „heit“ orð féllu úr penna rit- ara stjórnar sem bíða betri tíma. Það var stórhugur í söng- mönnum í lok seinna stríðs því: – Á aðalfundi SÍK 29. júní 1945 var samþykkt að sambandið gang- ist fyrir söngför ca. 40 manna úrvalskórs til Norðurlanda á kom- andi vori, eða síðar þegar ástæður leyfa. – Kórinn var þannig skip- aður að úr Fóstbræðrum voru ca. 30 söngmenn, en úr Karlakórnum Geysi á Akureyri voru 10 söng- menn. Söngstjóri var Jón Hall- dórsson og fyrsti varasöngstjóri Ingimundur Árnason. Hljómleikar voru haldnir á öllum Norðurlönd- unum að meðtöldum Færeyjum. SÍK hefur haft forgöngu um samsöng karlakóra í gegnum árin en nú er það meira í höndum landshluta, en landinu er skipt milli tveggja landshlutasambanda, Kötlu, sem er samband kóra sunn- an jökla, og Heklu, sem er sam- band kóra norðan heiða. Frekari upplýsingar um aðildar- kóra má finna á heimasíðu sam- bandsins www.sikk.is en þar eru jafnframt tenglar í heimasíðu þeirra kóra sem halda úti eigin heimasíðum með miklum dugnaði. Það er mín trú að karlakórs- söngur eigi eftir að lifa enn um sinn. Margir ungir menn ganga til liðs og stilla sína strengi. Megi karlakórssöngur fá í fram- tíð það metið að verðleikum sem hann á skilið. Samband íslenskra karlakóra 75 ára Eftir Gísla Baldvinsson Höfundur er formaður SÍK. Í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 var settur saman sérstakur sambandskór sem söng á hátíðinni. Aðalsöngstjórinn, Jón Halldórsson, setti saman söngskrána. RAGNAR Arnalds er frægur fyrir margt, m.a. fyrir að hafa ver- ið á móti EFTA, EES-samn- ingnum og núna að- ildarviðræðum við Evrópusambandið. Í grein sem hann skrifar í Morgun- blaðið laugardaginn 26. júlí síðastliðinn, sem svar við grein Björgvins G. Sigurðssonar alþing- ismanns, er Ragnar enn og aftur komin í ham og lýsir yfir ragna- rökum ákveði Íslendingar að sækja um aðild að ESB. Reynsla Íslendinga af alþjóðlegu samstarfi er hins vegar þveröfug við alla þá spádóma sem Ragnar hefur sett fram með heimsendatali sínu. Atvinnuleysi mun verða 24% á Íslandi Í alþingisumræðum um EES- samninginn segir Ragnar Arnalds: „En auðvitað er það ljóst að ef inn á íslenskan vinnumarkað flæðir vinnuafl á komandi misserum og árum í einhverjum mæli verða þessar tölur býsna fljótar að breytast og atvinnuleysi, sem er í dag þrisvar sinnum meira en áður var eða eitthvað í kringum 4%, getur verið komið upp í 14%, jafn- vel 24% áður en nokkur veit af.“ Ragnar hafði rangt fyrir sér. At- vinnuleysi varð ekki 24%, 14% eða 10%, þvert á móti minnkaði at- vinnuleysi og er í dag um 4%. Menntamenn munu hverfa af landi brott Enn fremur hélt Ragnar því fram í tengslum í umræðu um áhrif EES-samningsins að há- skólamenntað fólk myndi hverfa af Rangur Arnalds Eftir Hinrik Má Ásgeirsson Í TILEFNI alþjóðlegrar brjósta- gjafarviku langar mig að segja nokkur orð. Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á að uppfræða foreldra um gildi brjóstamjólkur fyrir börn. Brjóstamjólk- in er sérhæfð fyrir mannsbarnið. Móð- urmjólkin er ekki alltaf eins, því hún er sérhönnuð fyrir hvert einstakt barn. Samsetn- ing hennar fer eftir meðgöngu- lengd, aldri barns og hversu oft það drekkur á sólarhring. Allt þetta hefur áhrif á móðurmjólkina fyrir hvert einstakt barn. Barn fæðist um fæðingarveg, það er álitið að barnið kynnist þannig eðlilegri þarmaflóru móður sinnar og síðan fær það með brjóstamjólk- inni upplýsingar og vörn við þess- um ákveðnu bakteríum, þannig hefst uppbygging ónæmiskerfis brjóstmylkingsins, þ.e.a.s. móðirin forritar ónæmiskerfi barns síns í gegnum brjóstamjólkina. Þannig að í upphafi lífs síns er brjóstabarnið varið fyrir þeim bakteríum sem eru í nánasta umhverfi þess. Þrátt fyrir að mikil vinna hafi verið lögð í að efla brjóstagjöf af hálfu áhuga- félaga og áhugasamra starfsmanna heilbrigðiskerfisins hefur ekki náðst nægilega mikill árangur. Næstum öll börn fara á brjóst, en lengd brjóstagjafar er ekki nægileg hér á landi miðað við markmið Al- þjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Núna í sumar ók fjölskyldan fram á ferðalanga í vandræðum sínum. Auðvitað var stoppað og rætt við fólkið, barst í tal að þarna voru tvö börn 8 og 18 mánaða sem bæði voru enn á brjósti, en „alltof hraust“ að sögn mæðra þeirra. Þær sögðu mér það að í Kanada væri sá háttur hafður á að strax og þær kæmu heim af fæðingardeildinni fengju allar konur heimsókn brjóstagjafarráðgjafa til að athuga hvort þær legðu barnið rétt á brjóst og ef ekki væri allt í lagi væri þeim fylgt eftir. Allar mæður eru hvattar til að koma í „Opið hús“ fyrir mjólkandi mæður, þar lærðu þær um mikilvægi brjósta- mjólkur og styddu hver aðra. Nú er það svo hér í Reykjavík að þær konur sem ganga í gegnum eðlilega fæðingu, eru sjálfar hraust- ar og eignast heilbrigð börn fá meiri þjónustu en aðrar. Þær út- skrifast fljótt og fá þjónustu ljós- móður til sín fyrstu dagana. Þær konur sem liggja eilítið lengur inni á sængurkvennadeild, oft vegna veikinda sinna eða barnsins, fá ekki þessa þjónustu heim til sín og ung- barnaeftirlit hefst oftast ekki fyrr en viku eftir heimkomu. En vanda- mál við brjóstagjöf byrja oft eftir fyrstu þrjá sólarhringana, einmitt þegar þessar konur eru nýkomnar heim. Einmitt á fyrstu ævidögum barns fáum við fyrstu upplýsingarnar um hæfni nýburans til að næra sig og sumir þurfa einfaldlega bara hjálp, það þarf að kenna þeim að sjúga og taka brjóst rétt, kenna móðurinni að leggja barn á brjóst. Í byrjun þarf oft sérkennslu í því mikilvæg- asta: listinni að næra sig. Til að hjálpa fjölskyldum að eiga jákvæða reynslu af brjóstagjöf þarf heilbrigðisstarfsfólk að auka þekk- ingu sína svo hægt sé að styðja á áhrifaríkan hátt við brjóstagjöf. Brjóstagjafarráðgjafi er sérfræð- ingur sem er þjálfaður upp til að veita fræðslu og umhyggju fyrir brjóstagjöf mæðra og barna þeirra og koma í veg fyrir vandamál. Markviss ráðgjöf getur skipt sköp- um þegar lítill brjóstmylkingur er veikur, hvort hann hættir á brjósti eða heldur áfram. Því miður er oft farin sú leið að brjóstagjöf lýkur þegar alvarleg veikindi koma upp. Brjóstagjöf getur haldið áfram og er mikilvægt að hún haldi áfram þótt truflanir verði á henni tíma- bundið. Því verðum við öll sem önn- umst brjóstmylkinga að vita hvern- ig hægt er að koma inn í til að bæta heilsu barnsins án þess að rjúfa brjóstagjöfina. Alltaf má hefja brjóstagjöf aftur þó að henni hafi verið hætt, ef heilsa barnsins krefst þess, enda hafa konur víða um heim mjólkað fósturbörnum sínum, ýmist alfarið eða með hjálp hjálpar- brjósts SNS. Heilsa nýburans er mikilvæg og hann þarf brjósta- mjólkina. Fyrstu dagana ræðst mjólkurmyndun móður af horm- ónum en á fjórða til fimmta degi ræðst mjólkurmyndunin af fram- boði og eftirspurn, barnið sér um að mynda þá mjólk sem í boði er, og ef barnið getur ekki strax í byrjun náð í þá mjólk vegna van- þroska þarf að skaffa barninu mjólkina með mjaltavél þar til það hefur náð nægilegum þroska og hæfni til að örva móður sína. Mark- mið brjóstagjafarráðgjafa er að gera móðurina sjálfbjarga með brjóstagjöfina. Best að þessi þjón- usta væri veitt á öllum heilsugæslu- stöðvum, þá að minnsta kosti allt fyrsta árið og lengur ef móðir og barn kjósa. Brjóstamjólk – dýrmæt gjöf móður til barns Eftir Arnheiði Sigurðardóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur og LLL-leiðbeinandi sem stundar nám í brjóstagjafarráðgjöf. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.