Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 37 ✝ Guðni Gíslasonfæddist á Grund- arstekk á Stöðvar- firði 8. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristborg Eiríksdótt- ir, f. í Beruneshreppi 16. desember 1891, d. 30. apríl 1942, og Gísli Stefánsson, f. í Breiðdalshreppi 15.10. 1890, d. 16.4. 1952. Bræður Guðna voru Magnús, f. 1917, Eiríkur, f. 1919, og Níels, f. 1923. Magnús lifir bræður sína. Sambýliskona Guðna er Sigríð- ur Magnúsdóttir, f. í Hergilsey á Breiðafirði 19. ágúst 1927. Börn Sigríðar og fyrrum eiginmanns hennar, Gunnars Guðmundssonar, eru: Ásthildur Gréta, gift Ómari Haraldssyni, þau eiga fimm börn, Guðmunda Magnea, sambýlismað- ur Svavar Indriðason, hún á tvo syni, Margrét Jenný, gift Guðlaugi Jó- hannssyni, þau eiga þrjú börn og Óskar Tryggvi er yngstur. Kristborg, móðir Guðna, lést þegar hann var 10 ára og þeir feðgar bjuggu áfram á Grundar- stekk en Gísli var út- vegsbóndi, átti trillu og reri, en var auk þess með kú og nokkrar kindur. Guðni fór snemma að taka til hendinni og fór fyrir fermingu að róa með föð- ur sínum. Þegar Guðni var 18 ára gamall lést faðir hans. Þá lá leiðin til Fáskrúðsfjarðar þar sem hann stundaði sjó með Einari Eiríks- syni, móðurbróður sínum. Guðni flutti síðan til Reykjavíkur og starfaði í hartnær 40 ár hjá Land- helgisgæslunni, eða til starfsloka. Útför Guðna var gerð frá Foss- vogskirkju 4. mars. Þegar ég var lítil, á öðru ári, þá komst þú inn í líf mitt og þegar ég óx og dafnaði kynntist ég þér, Guðni minn. Fyrir litla stelpu sem þekkti eng- an afa var það svolítið flókið hvað ég átti að kalla þig, eftir miklar pæl- ingar þá kom nafnið Guðni „platafi“ til sögunnar. Í dag þegar ég minnist þessa þá hugsa ég oft af hverju „platafi“? Þú hefur ekki verið mér neitt annað en afi í öll þessi ár. Þú stóðst við hlið ömmu og varst henni félagi og vin- ur, þú tókst mömmu og systur hennar opnum örmum, að ég tali ekki um okkur börnin og barna- börnin. Alltaf hafðirðu áhuga á því sem ég hafði fyrir stafni og gladdist þeg- ar ég gladdist. Svo þegar ég kynnt- ist Janusi þá gafstu af þér enn eina ferðina og bauðst hann velkominn í fjölskylduna. Ég gleðst yfir því í dag að hafa talað við þig um daginn og fengið að segja þér hvað allt gengur vel hér í Danmörku hjá okkur og að hafa kvatt þig þó þetta sé mín hinsta kveðja. Elsku Guðni minn, ég veit þú ert í góðum höndum, mundu bara að þú ert geymdur í hjarta mínu og við sjáumst svo þegar minn tími kemur. Finndu samt engil til að vaka yfir ömmu því þú veist jafn vel og ég að það á hún skilið. Ástarkveðjur. Þitt barnabarn, Tinna. GUÐNI GÍSLASON ✝ Sigrún Ólafsdóttirfæddist í Reykja- vík 1. október 1916. Hún lést á Droplaug- arstöðum 1. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson, f. 28.9. 1893 á Grímslæk í Ölfusi, d. 3.5. 1973, og kona hans Ingv- eldur Einarsdóttir, f. 10.8. 1889 í Árbæ í Ölfusi, d. 19.11.1966. Systkini Sigrúnar sem öll fæddust í Reykjavík eru: Einar, f. 1917, d. 1984; Vilborg, f. 1919; Ingólfur, f. 1921, d. 1966; Gunn- ar, f. 1923; Ragnar, f. 1925, d. 1995: Anna Marta, f. 1926; Ólaf- ur Kjartan, f. 1927; Ágústa, f. 1929; og Jón Abraham, f. 1931, d. 1986. Dóttir Sigrúnar og Jóhanns Ottesen, verslun- armanns, f. 29.9. 1910, d. 10.7. 1943, er Jóhanna Ottesen, við- skiptafræðingur, f. 25.2. 1943 í Reykjavík, gift Þóri Oddssyni, f. 19.5. 1941, vara- ríkislögreglu- stjóra. Synir þeirra eru: Odd- ur, f. 1970, og Jó- hann Ottesen, f. 1986. Oddur er kvæntur Dag- björtu Reginsdóttur, f. 1978. Frá fyrra hjónabandi á Oddur Gunnhildi, f. 1995, og Þóri, f. 1997. Útför Sigrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég nú við lát Sigrúnar Ólafsdóttur, tengdamóður minnar, lít yfir farinn veg allt frá því er ég kynntist henni árið 1960 koma upp í hugann tvö orð: ósérhlífni og barngæska. Þessi orð lýsa þeim eiginleikum sem helst einkenndu hana. Ég ætti líka að bæta við orð- inu heiðarleiki því sú dyggð var henni í blóð borin. Það má raunar segja að hún hafi ekki þurft á skráðum lögum og reglum að halda til að vita skil á réttu og röngu. Kristin siðfræði var hennar veganesti þótt hún hefði ekki mörg orð þar um. Hún bara lifði eftir þeirri sannfæringu sinni að láta gott af sér leiða og gaf ómælt af sér. Ósérhlífni hennar, einkum þegar hún annaðist börn, sín eigin barna- börn, þá Odd og Jóhann eða börn annarra ættingja eða óskyldra voru lítil takmörk sett. Í raun var umgengni við börn það sem gaf henni mesta lífsfyllingu og kallaði fram það besta sem hún átti að gefa. Þau eru mörg, sem áður voru börn, er nú hugsa með söknuði og eftirsjá til Rúnu frænku og ömmu Rúnu. Sigrún vann allan sinn starfs- aldur við verslunarstörf hjá föður- bróður sínum, Kristni Einarssyni, í verslununum K. Einarsson & Björnsson og Dyngju, fyrst í Bankastræti 11 og síðan að Lauga- vegi 25 eða í liðlega hálfa öld. Hjá K. Einarsson & Björnsson vann einnig Vilborg systir hennar. Þar voru seld leikföng og ýmsar gler- vörur og það var því ekkert skrýt- ið að þær systur vissu alltaf hvað gefa ætti börnum í afmælis- og jólagjöf og voru pakkarnir frá þeim systrum sérstakt tilhlökkun- arefni enda oft „harðir“ og margir stórir. Vegna starfa sinna í vin- sælli verslun í Reykjavík í gamla daga kynntist Sigrún ótal mörgu fólki og undraðist ég það oft hversu minnug hún var og ættfróð um fólk sem hún hitti þegar ég var nærri. Mér fannst hún bókstaflega þekkja alla og allir þekktu hana. Hún var að eðlisfari félagslynd og lét sig sjaldan vanta í afmælisveisl- ur og aðrar samkomur í fjölskyld- unni og þær voru margar, en Sig- rún átti níu systkini. Sigrún hélt alla ævi heimili með systur sinni Vilborgu og foreldrum þeirra á meðan þeir lifðu. Einar bróðir þeirra bjó hjá þeim systrum í sex ár til dauðadags eftir heilsu- brest. Árið 2001 fluttist Sigrún á hjúkrunarheimilið að Droplaugar- stöðum og naut þar frábærrar umönnunar og er öllu starfsfólki færðar einlægar þakkir og því beð- ið blessunar Guðs. Sigrún ferðaðist talsvert, bæði innan- og utanlands. Eftir miðjan aldur fór ferðunum fjölgandi og er ég viss um að þau ár voru einhver bestu ár ævi hennar. Hún ferðaðist ýmist með ferðahópum eða okkur Jóhönnu. Hún las mikið alla tíð og fylgdist af áhuga með flestu því sem gerðist í umhverfi hennar. Hún hélt alla tíð andlegri reisn og ég er þess fullviss að hún kvaddi okkur öll sátt við Guð og menn. Það er gömul saga og ný að fólk sem þeim sömu eiginleikum var búið og prýddu Sigrúnu lagði grunninn að þeirri velferð sem við búum við í dag. Þetta fólk neitaði sér um margt eða átti ekki kost á því sem nú til dags telst ómissandi þáttur í tilverunni. Tímarnir eru vissulega breyttir og ástæðulaust annað en að nýta flest af því sem ný tækni og betri lífskjör hafa fært landslýð. Öllum er þó hollt annað veifið að bera saman tímana tvenna og sýna í verki þeirri kyn- slóð sem nú er að kveðja þá virð- ingu og þökk sem henni ber. Ég fyrir mitt leyti tel það til sérstakra lífsgæða að hafa átt tengdamóður mína að og kynnast þeirri siðfræði sem var hennar leiðarljós. Blessun Guðs fylgi henni alla daga. Þórir Oddsson. Amma Rúna skammaði mig eig- inlega aldrei þegar ég var lítill og pínulítið óþekkur. Í staðinn sagði hún: „Hún Ingveldur móðir mín átti sex stráka og þegar þeir hegð- uðu sér illa þurfti hún bara að líta á þá og þeir hættu strax öllu bralli.“ Ég skildi mæta vel af hverju bræður hennar sex hlýddu móður sinni. Hún var óárennileg kona í peysufötum á mynd uppi á vegg sem ég var alltaf hálf smeykur við og hefði sem barn gert hvað sem hún hefði sagt hefði hún verið á lífi. Amma Rúna var ekki óárenni- leg, hún var góðleg og hlý og fal- legasta amma í heimi og ég hlýddi henni af því að ég elskaði hana eins mikið og hún elskaði mig. Hún var elst tíu systkina sem hún var alltaf góð við og þegar þau urðu stór var hún góð við börnin þeirra og barnabörn. Hún var amman úr ævintýrunum sem vann meira að segja í dótabúð og sjoppu þegar ég var yngri. Hún kenndi mér að sættast við fólk, sagði að það skipti ekki máli hver hefði átt upptökin, maður ætti að „elska friðinn og strjúka kviðinn“. Hjá ömmu Rúnu voru börn alltaf í fyrsta sæti, fullorðnir í öðru. Líf hennar snerist um börn, þau voru yndi hennar og ánægja og tilgang- ur lífsins. Á Hrefnugötunni bjuggu þær saman alla mína tíð, amma og syst- ir hennar Bogga. Bogga er sú skynsama, hélt sig meira til hlés og leyfði ömmu að njóta sín, en ekki síðri manneskja, hin amma mín á Hrefnugötunni og ég er henni þakklátur fyrir hvað hún reyndist ömmu alltaf vel. Eitt sinn rakst ég á spakmæli sem voru á þá leið að þegar maður dæi skipti engu hvernig bíl maður hefði átt, hús eða peninga. En að hefði maður skipt máli í lífi barns gæti heimurinn smám saman orðið betri. Amma Rúna skipti sköpum í mínu lífi, hún sýndi mér takmarka- lausa ást og örlæti og í hennar minningu mun ég alltaf vera góður við börn. Oddur. Elskuleg föðursystir mín, Sigrún Ólafsdóttir, kvaddi þennan heim hinn 1. ágúst síðastliðinn. Rúna frænka, eins og hún var ávallt köll- uð, var elst í tíu systkina hópi þar sem faðir minn var yngstur. Syst- urnar voru fjórar og bræðurnir sex auk þess sem Jóhanna, dóttir Rúnu, ólst upp á heimilinu. Rúna hélt heimili með systur sinni Vilborgu og voru þær Rúna og Bogga yfirleitt nefndar í sömu andránni. Rúna frænka var ímynd gjafmildinnar og reyndar þau systkini öll. Rúna og Bogga bjuggu saman og störfuðu saman. Vinnustaðir þeirra voru spennandi í augum okkar frændsystkinanna. Þær störfuðu um árabil í leikfanga- verslun K. Einarssonar & Björns- sonar og jafnframt unnu þær marga stundina í sjoppunni á Laugalæk hjá Ragnari bróður sín- um. Dótabúð og sjoppa eru jú ákaflega spennandi staðir í augum barna. Rúna frænka var ákaflega ætt- rækin og hafði mikið yndi af því að fylgjast með fjölskyldunni stækka. Hún vissi nöfn og fæðingardaga allra og skráði í bók. Það varð snemma til ákaflega skemmtileg afmælishefð hjá okkur systkina- börnunum og var haldið upp á öll barnaafmæli og öllum systrunum boðið! Í byrjun þótti manninum mínum erfitt að þekkja systurnar í sundur og talaði því oft um þær sem Rúnu-Boggu-Dúu-Gústu. Heimili þeirra systra var um árabil á Hrefnugötu 1. Einar bróð- ir þeirra naut þar umhyggju þeirra sín síðustu æviár og Ragnar bróðir þeirra hafði þann sið að borða með þeim systrum daglega til dauða- dags. Öll börn elskuðu að koma á Hrefnugötuna og þaðan fór enginn svangur! Þegar heilsan fór að gefa sig flutti Rúna á Droplaugarstaði. Þar var hún glöð og fannst gott að vera. Heilsan var ekki upp á marga fiska, en Rúna komst þó öðru hverju af bæ og naut þess sérstaklega að hitta fjölskylduna. Rúna frænka var í mínum huga hornsteinn fjölskyldunnar og ímynd góðrar og heiðarlegrar manneskju. Við systkinin megum þakka fyrir svo margt, já, ræktar- semi Rúnu við fjölskylduna var einstök. Sjaldan hef ég kynnst jafn barn- elskri konu og þau eru mörg börn- in, sem hún setti á hné sér og söng fyrir. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa gefið okkur hana Rúnu frænku. Við kveðjum hana með söknuði og virðingu. Blessuð sé minning hennar. F.h. okkar systkinanna votta ég Boggu frænku og Jóhönnu og fjöl- skyldu samúð okkar. Helga Jónsdóttir. Það er ekki hægt að hugsa sér betri frænku þegar maður er strákur. Rúna föðursystir mín, í samfloti með systkinum sínum Ragnari og Vilborgu, hitti alltaf á að gefa manni eitthvað æðislegt í afmælisgjöf og jólagjöf. Þau þrjú voru ótrúlega gjafmilt og hjarta- hlýtt þríeyki. Heimsóknirnar til þeirra Boggu á Hrefnugötuna voru sannkölluð ævintýri út af fyrir sig. Maður var spurður hvort maður vildi kók eða fresca, en ekki bara hvort maður vildi gos yfirleitt. Þær áttu alltaf nammi og smákökur. Þær áttu í fórum sínum leikföng sem var æðislega spennandi að leika sér að. Og væri gist á Hrefnugötunni voru þær frænkur ekki stífar á því hvenær maður átti að fara að sofa, þær fóru sjálfar seint í háttinn og voru ekki að reka ungan frænda sinn í rúmið fyrr en þá. Síðan var alltaf mikill helgisið- ur að fá pulsur hjá Rúnu, skornar í bita með soðnum kartöflum og dýft í tómatsósu. Annar helgisiður var að færa þeim systrum súkku- laðiköku um hálfþrjúleytið á að- fangadag, og voru góðgerðir þeirra í formi góðgætis aldrei meiri og hátíðlegri en þá. Rúnu var annt um fólkið sitt og lét sig aldrei vanta í afmæli, ferm- ingarveislu eða á önnur mannamót. Þetta þótti mér alltaf merkilegt, því Rúna var slæm í fótum, og stiginn upp í íbúðina á Hrefnugötu var lygilega brattur, svo brattur að maður fór upp hann með sömu varfærni og maður klífur fjöll. Og stigarnir voru alls staðar, og Rúna lét sig hafa þá alla. Þetta varð enn merkilegra síðustu æviárin, þegar hún var orðin töluvert veikburða og gat varla gengið á eigin fótum. En til hins síðasta mætti Rúna gal- vösk á öll mannamót, hvað sem öll- um stigum og veikindum leið. Gleði hennar yfir því að vera innan um fólkið sitt lét aldrei á sjá. Ég hef aldrei fyrirhitt aðra eins ættfræðimanneskju og Rúnu. Hún kunni ættartré okkar utan að, og var með ættartengsl okkar við marga þekkta Íslendinga á tæru löngu fyrir daga gagnagrunna og Netsins. Hún var í fararbroddi þegar 100 ára afmælis ömmu var minnst árið 1989, og aftur af sama tilefni vegna afa nokkru síðar. Í bæði skiptin hélt Rúna langar töl- ur og sagði sögur af foreldrum sín- um af mikilli innlifun. Mér er minnisstætt þegar ég sagði Rúnu af ferð minni í Hlíðarvatn fyrir nokkrum árum, en þar reyndist afi hennar hafa fæðst og alist upp. Ég er þess fullviss að Rúna kunni ætt- artengsl okkar við hvern einasta bæ í Ölfusi utan að. Nú hefur ein besta sál þessa heims fengið hvíld. Hún var ótrú- lega góðhjörtuð kona, einstök móð- ir, amma, langamma og frænka. Ég votta Jóhönnu, Þóri, Boggu, Oddi, Jóhanni og barnabarnabörn- um samúð mína á þessari stundu. Jón Einar. Núna er hún Sigrún mín farin, þegar ég átti alls ekki von á því. Ég vona að hún sé hressari núna, frænka mín og vinkona. Ég man þegar ég var lítil og kom með mömmu í heimsókn til þín og Boggu á Hrefnugötuna. Þið tókuð ævinlega vel á móti okkur með sælgæti, gosi og bakkelsi. Það sem var samt skemmtilegast var hvað þú varst áhugasöm. Hvaða full- orðna manneskja önnur en þú hefði sýnt dagsdaglegum hlutum í lífi barns áhuga? T.d. hvað var í nesti þann daginn í leikskólanum eða hvort maður náði eftirsóttu bleiku skóflunni. Einu sinni þegar ég kom í heimsókn til þín óvænt í hádeginu höfðuð þið systurnar eld- að fisk sem þið gáfuð mér með ykkur á disk. Mér fannst fiskurinn vondur og ég sagði þér það. Þú sagðir bara allt í lagi, það finnst ekki öllum fiskur góður. Þú varst ekkert með þetta dæmigerða að reyna að pína fiskinn í mig. Einu sinni keypti ég handa þér rauðar dvergrósir í potti. Þú varst mjög þakklát fyrir þær og hafðir á besta stað í stofunni. Svo komuð þið í barnaafmæli til mín, þú, Bogga, Jóhanna og Jóhann. Það var svo skemmtilegt. Þú varst ein af mik- ilvægustu gestunum í mínum aug- um. Ég er skírð í höfuðið á þér og ég er ánægð með það. Fyrir utan að eiga sameiginlegt nafn eigum við líka sameiginlegt fermingar- vers, sem er: Vertu trúr allt til dauða og guð mun veita þér lífsins kórónu. Ég er viss um að þú hafir verið trú og sért því á góðum stað. Einhvern veginn hef ég alltaf séð framtíðina fyrir mér þannig að þú sért í henni viðstödd alla stóru við- burðina sem eiga vonandi eftir að verða í mínu lífi. Því miður verður það ekki þannig og ég verð að hugga mig við það að hugsa til baka til góðu stundanna. Ég óska þér alls hins besta þarna hinum megin og seinna munu vegir okkar liggja saman aftur, því lífið er stutt. Anna Sigrún. SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.