Morgunblaðið - 16.08.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.08.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Oxford Street Wigm ore S treet Grosv enor Squar e Grosv enor S treet Kensington Road Bayswater Road Paddington Station Knigh gsbrid ge Ki ng s R oa d Sloan Street St. Jam es's Street Baker Street G loucester Street Edgware Roadt Westmister Bridge O ld Bond Street N ew Bond Street Victo rya Stre et River Thames Covent Garden Soho W aterloo Bridge Pic cad illy Pa ll M all Oxford Street New Oxfo rd Regent Street Regent Street H aym arket C haring C ross R oad Picadilly Circus Hide Park Green Park Marylebone Henry VIII Churchill Inter Continental Thistle Kensington Palace Mayfair Bloomsbury Knightsbridge Notting Hill Sherlock Holmes Millennium Mayfair Jurys Doyle Clifton Ford K-West www.icelandair.is London www.icelandair.is/london Eyða einum degi í Westbourne Grove og Notting Hill, fjarri skarkala helstu verslunar gatnanna. Fara á markaðinn á Portobello Road á laugardegi. Í London þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Henry VIII, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 16. jan. og 21. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Verð frá 29.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina HEITU laugarnar í Landmannalaugum njóta stöðugra vinsælda ferðamanna. Margir hafa komið í Land- mannalaugar í sumar og flestir baða sig í laugunum. Þessi mynd var tekin kl. 8 um morguninn og þá strax voru nokkrir ferðamenn komnir í laugarnar og nutu góða veðursins, heita vatnsins og náttúrufegurðar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mæta snemma í laugarnar TALSVERT vantar upp á að reglur er varða að- búnað og starfskjör starfsfólks verktakafyrirtæk- isins Impregilo við Kárahnjúka séu uppfylltar, að mati fulltrúa launþegasamtaka í samráðsnefnd um virkjunarframkvæmdir. Að sögn Þorbjörns Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Samiðnar, sem m.a. á sæti í nefndinni, fóru fyrrnefndir fulltrúar um virkjunarsvæðið í síðustu viku til að kynnast aðstæðum á svæðinu. Aðbúnaður starfsfólks var m.a. skoðaður og farið var yfir stöðu launamála. Var ferðin farin að beiðni aðaltrúnaðarmanns starfsmanna á svæðinu. Talið er að um 500 til 600 manns vinni á svæðinu. Að sögn Þorbjörns var skrifuð „heilmikil grein- argerð“ að ferðinni lokinni, þar sem fyrrgreindir fulltrúar gera ýmsar athugasemdir við aðbúnað og starfskjör starfsfólks. Greinargerðin var afhent fulltrúum Impregilo og fulltrúum Landsvirkjunar í vikunni. Forsvarsmenn Impregilo hafa, að sögn Þorbjörns, óskað eftir tíma fram á fimmtudag til að koma með svör. „Við göngum út frá því að þá komi fram efnisleg svör. Við munum líka óska eftir því að þau svör verði skrifleg. Við viljum t.d. fá ná- kvæmt tímaplan yfir það hvenær og hvernig þessi mál á að leysa.“ Aðstaða í mötuneyti áhyggjuefni Í greinargerðinni segir m.a. að allnokkur dæmi séu um að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit varðandi launakjör; menn hafi ráðið sig upp á ákveðin kjör sem ekki hafi verið staðið við. „Og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur Impregilo ekki látið í té nein gögn sem staðfesta að laun erlendra starfsmanna séu í samræmi við gildandi virkjunar- samning og sterkur grunur er um að laun þeirra nái ekki þeim lágmarkslaunum sem í samningnum eru skilgreind,“ segir í útdrætti úr greinargerð- inni. Auk þess eru ýmsar athugasemdir gerðar við hollustuhætti og aðbúnað. T.d. er tekið fram að að- staða starfsfólks í mötuneytum sé sérstakt áhyggjuefni. Þau séu lítil, án sérinngangs með for- stofu. „Þar er ekki salernisaðstaða, hvorki fyrir starfsfólk mötuneytisins, né matargesti. Ekki eru til staðar skolvaskar fyrir matvöru og ekki hand- laugar fyrir starfsfólk í eldhúsinu. Ennfremur er ljóst að aðstöðu til geymslu matvæla er verulega ábótavant.“ Þorbjörn segir ljóst að Impregilo verði að hlíta sömu skilmálum og leikreglum og íslensk fyrir- tæki. „Það hlýtur líka að vera krafa atvinnulífsins að þarna hafi enginn sérkjör til að hafa fólk á verri launum eða í verri aðstæðum.“ Hann segir að margbúið sé að fara yfir þessi atriði með forsvars- mönnum Impregilo; þeir viti á hvaða kjörum starfsmenn þeirra eigi að vera. „Við lítum svo á að ef ekki verður tekið á þessu núna sé málið komið í öngstræti, þ.e. ef niðurstaðan verður sú að þarna vinni sárafáir Íslendingar og [erlendir] hópar und- ir lágmarkslaunum þá verður engin sátt um þetta.“ Framkvæmdastjóri Samiðnar um vinnuskipulag við Kárahnjúka Impregilo hlíti sömu skil- málum og íslensk fyrirtæki ÍSLENSKU menntasamtökin (ÍMS) hafa kært til félagsmála- ráðuneytisins ákvörðun bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar um upp- sögn samnings Hafnarfjarðar- bæjar og ÍMS um rekstur leikskólans Tjarnaráss í Áslandi. Krefjast samtökin þess að upp- sögnin verði felld úr gildi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var uppsögnin samþykkt á auka- bæjarstjórnarfundi 4. maí sl. Tók bærinn í kjölfarið við rekstri skól- ans. Í rökstuðningi með kærunni er því m.a. haldið fram að ákvörðun um riftun samningsins hafi ekki verið „nægilega vandlega undirbú- in efnislega og að verulega [hafi skort] á að ákvörðunin hafi verið byggð á lögmætum málefnalegum sjónarmiðum sem eiga sér stað í samningi aðila[...]“ Auk þess er því haldið fram að bærinn hafi gerst sekur um „stórfellda og ítrekaða vanrækslu á því að gæta að góðum stjórnsýsluháttum í málinu öllu.“ Er þess sérstaklega krafist í kær- unni að ráðuneytið veiti Hafnar- fjarðarbæ áminningu vegna van- rækslu í því efni. Bréfaskipti milli aðila Í kærunni er farið ítarlega yfir málavexti og m.a. minnt á að samningurinn um rekstur leikskól- ans milli umræddra aðila hafi verið gerður hinn 19. júlí 2001. Var hann í upphafi gerður til 31. júlí 2004 og skyldi endurskoðaður tímanlega fyrir lok samningstímabilsins. Greint er frá því að leikskólastjóri og aðstoðarleikstjóri Tjarnaráss hafi sagt upp störfum í febrúar á þessu ári og að mánuði síðar hafi þrír af fimm stjórnarmönnum í foreldrafélagi skólans ritað leik- skólanefnd Hafnarfjarðar bréf þar sem m.a. var tekið fram að ekki „hefði tekist að leysa ákveðna erf- iðleika í innra starfi skólans.“ Kom þar jafnframt fram sá vilji að best færi á því að Hafnarfjarðarbær tæki yfir reksturinn. Í kjölfarið fóru fram bréfaskipti milli ÍMS og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þar sem m.a. var fjallað um mögulega yfirtöku bæjarins á rekstrinum. Að lokum fór það svo að bæj- arstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að segja upp samningnum við ÍMS, eins og áður kom fram. Var heimild til uppsagnarinnar reist á 18. gr. samningsins þar sem segir: „Ef verulegar vanefndir verða á einstökum ákvæðum samningsað- ila að mati verkkaupa og þær varða velferð barna í leikskólanum er honum heimilt að segja upp samningnum og fellur hann þá þegar úr gildi.“ Skortir málefnalega heimild til riftunar Í rökstuðningi með kærunni kemur m.a. fram að í „riftunar- yfirlýsingum“ Hafnarfjarðarbæjar sé hvergi vísað til þeirra einstöku ákvæða samningsins sem riftunin sé byggð á, sem 18. gr. geri þó kröfu um. Í bréfum bæjarins sé einungis almennt lýst áhyggjum vegna starfsmannamála. Segir því m.a. í kærunni að Hafnarfjarð- arbæ hafi skort lögmæta og mál- efnalega heimild til að lýsa ein- hliða yfir riftun samningsins. Íslensku menntasamtökin hafa kært ákvörðun Hafnar- fjarðarbæjar um að rifta samningi um leikskóla í Áslandi Gagnrýna stjórn- sýsluhætti bæjarins FLUGVÉL á leið frá Búdapest til Bandaríkjanna lenti á Kefla- víkurflugvelli um miðnættið í gær eftir að flugmenn ákváðu að snúa vélinni við sakir raf- magnsleysisins í Bandaríkjun- um. Bilanirnar ollu því að ekki hafi verið unnt að senda öll skeyti með hefðbundinni tækni. Rafmagnsleysið raskaði ekki flugi Flugleiða. Flugvélar fé- lagsins fóru til Bandaríkjanna frá Keflavík á fimmta tímanum í gærdag líkt og venja er, og ekki var útlit fyrir annað en að áætlun stæðist. Guðjón Arn- grímsson, talsmaður Flugleiða, sagði að samkvæmt upplýsing- um Flugleiða væri starfsemi á flugvöllum í New York að kom- ast í eðlilegt horf. Rafmagnsleysið í Norður-Ameríku Ungversk vél lenti í Keflavík ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og eiginkona hans, Dorrit Mouss- aieff, halda til Alaska í dag og munu dvelja þar í boði Franks Murkowskis, ríkis- stjóra. Dagskrá for- setans í Alaska er ströng, en hann flytur m.a. erindi á alþjóð- legri ráðstefnu vís- indamanna um mál- efni norðurslóða, nýtingu náttúruauð- linda og framtíðar- horfur á svæðunum. Einnig mun hann flytja fyrirlestur á málþingi for- ystumanna í stjórnmála- og at- vinnulífi Alaska þar sem hann fjallar um verkefni ríkja á norð- urslóðum og vaxandi samvinnu þeirra. Þá mun Ólafur Ragnar sitja fundi með ríkisstjóranum, öldungadeildarþing- mönnum og öðru for- ystufólki í fylkinu. Þessi heimsókn er liður í því að hvetja til aukinnar samvinnu þjóða á norðurslóðum en eins og kunnugt er var Rannsóknarþing norðursins stofnað að frumkvæði forseta Ís- lands og er nú stýrt af Háskólanum á Akur- eyri. Í för með forsetan- um verða Gunnar Pálsson, sendiherra og formaður Norðurskautsráðs, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og forystumenn úr ís- lensku fjármála- og atvinnulífi. Forsetinn heldur til Alaska í dag Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.