Morgunblaðið - 16.08.2003, Page 8

Morgunblaðið - 16.08.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Kaupmannhöfn www.icelandair.is/kaupmannahofn Fá þér smørrebrød og bjór hjá Idu Davidsen, Store Kongensgade 70. Opið til kl. 17:00 virka daga, lokað um helgar. Þar upplifir þú sanna danska stemningu. Í Kaupmannahöfn þarftu að: Verð frá 29.900 kr. á mann í tvíbýlí í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Hótel Admiral, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 8. nóv., 16. jan. og 20. mars. Christianshavn Miðbærinn Tívolí Amalienborg Plads Kul Torvet Central Station Christiania Kongens Nytorv Copenhagen Admiral Hotel Graa- broedre Torv Latínu hverfið Ny Carlsberg Glyptotek N ør re Vo ldg ad e Str øg et Ch ris tia ns Br ygg e Ka lve bo d B ryg ge Ves trbr oga de Tie tge nsg ade Kon geve j Ved Ves terp ort Kampmannsgade Gothersgade Bernstorffsgade HC Andersens Blvd Nyhavn St or e K on ge ns ga de Br ed ga de To ld bo dg ad e Købm agergade NyØstergade Str øget Øst erga de Krø npr ins en- gad e Rådhus- pladsen Palace Hotel Imperial Hotel Hotel Du Nord DGI-byen Hotel Absalon C olbjö rnsensgade H elgolandsgade Vester Farim ags gad e ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 21 70 5 07 /2 00 3 Segðu kauða „að svona gera menn ekki“ hr. Davíð. Fyrirtækjakeppnin Hjólað í vinnuna Allir saman nú einn tveir þrír FyrirtækjakeppninHjólað í vinnunahefst mánudaginn 18. ágúst næstkomandi og stendur yfir í eina viku. Að verkefninu stendur Ís- land á iði í samstarfi við Bylgjuna, Landssamtök hjólreiðamanna, Íslenska fjallahjólaklúbbinn, Hjól- reiðanefnd Íþróttasam- bands Íslands og Hjól- reiðafélag Reykjavíkur. Gígja Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri Íslands á iði. – Hvaðan kemur hug- myndin að þessu hjólreiðaátaki? „Ísland á iði hóf göngu sína árið 2002, það er fræðslu- og hvatningar- verkefni á vegum Íþrótta- sambands Íslands og Ólympíu- sambands Íslands. Með verkefninu viljum við hvetja fólk til að „segja sófanum stríð á hendur“, þ.e. að fá landsmenn á öllum aldri til að hreyfa sig meira í hinu daglega lífi, nota stigann í stað lyftunnar og fara frekar fótgangandi eða hjólandi á milli staða. Hjólað í vinnuna er liður í þessu verkefni en hug- myndin að því kemur frá Norð- urlöndunum, þá aðallega frá Danmörku þar sem þátttakan í sambærilegu verkefni var gríð- arlega góð. Íþróttasamband Ís- lands hlaut styrk Alþjóða Ólymp- íunefndarinnar (IOC) til að hrinda átakinu Hjólað í vinnuna af stað. Er átakinu ætlað að vekja athygli fólks á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfis- vænum og hagkvæmum sam- göngumáta. Hjólað í vinnuna er heilbrigð og skemmtileg fyrir- tækjasamkeppni og vonandi að sem flestir taki þátt.“ – Er hjólamenning á Íslandi? „Miðað við frændur okkar Dani erum við líklega á steinald- arstigi hvað hjólamenningu snertir. Fullorðnir Íslendingar hjóla að minnsta kosti almennt ekki mikið í hinu daglega lífi og hér er oft ekki gert sérstaklega ráð fyrir hjólreiðafólki. Hjólaum- hverfið er þó allt að koma til með fleiri stígum og betri tengingu þeirra, auk þess sem tillitssemi ökumanna gagnvart hjólandi um- ferð hefur aukist, en betur má ef duga skal. Vinnustaðir geta stutt við bakið á starfsfólki sínu, til dæmis með því að bjóða því góða geymsluaðstöðu fyrir hjól og jafnvel búningsaðstöðu. Það tek- ur minni tíma en margir halda að hjóla á milli staða og eins er það ekki jafn mikið erfiði og fólk ímyndar sér. Veðrið vill gjarnan setja strik í reikninginn hér á landi en Íslendingar þurfa bara að læra að klæða sig almenni- lega, þá er þetta ekkert mál. Í maí sl. sendi Íþróttasamband Ís- lands handbókina Viltu létta þér lífið? inn á öll heimili í landinu. Þar er meðal annars að finna ít- arlegan kafla um hjólreiðar, hvernig á að stilla hjólið og annað sem kemur að góðum not- um áður en hjólað er af stað. Mikilvægt er að muna alltaf eftir að setja á sig hjólahjálminn, þar er jafn mikilvægt og að spenna á sig öryggisbeltið í bílnum. Við fullorðna fólkið megum ekki gleyma því að við erum fyrir- myndir barnanna í þessum efn- um.“ – Hvernig fer keppnin fram ? „Fyrsta skrefið er að skrá sig og sitt fólk til keppni inn á vef- síðu Hjólað í vinnuna á www.isi- sport.is. Það geta verið allt að 10 manns í hverju liði, í stórum fyr- irtækjum má skrá meira en eitt lið innan fyrirtækisins. Það getur verið tilvalið að skipta vinnu- staðnum upp, miða við deildir á sjúkrahúsi, útibú í bönkum eða annað slíkt. Eins geta smærri fyrirtæki slegið saman í lið ef vill. Hvert lið hefur sinn liðstjóra sem sér um að hvetja hópinn áfram og skrá inn á netið hversu margir hjóluðu þann daginn og hversu marga kílómetra. Verð- laun verða veitt í þremur flokk- um, fyrir flesta hjólaða daga og flesta hjólaða kílómetra auk þess sem veitt verða aukaverðlaun fyrir glæsilegustu liðin. Glæsilegt lið kappkostar ekki endilega að vera á flottustu hjólunum heldur frekar að geisla af gleði og bera með sér hreysti og samstöðu. Verðlaunin eru veglegir verð- launaskildir sem Alþjóða ólymp- íunefndin gefur. Bylgjan mun fylgjast með keppninni og greina frá stöðu mála hverju sinni.“ – Hverju vonist þið til að ná fram með átakinu? „Við vonum auðvitað að átakið vekji fólk til umhugsunar og að- gerða. Það fær vonandi sem flesta til að uppgötva að það er minna mál að nota hjól sem sam- göngutæki en þeir halda og hversu verðmættt það er að flétta hreyfingu inn í daglega líf. Á vefsíðu Hjólað í vinnuna er að finna góð ráð um hjólreiðar og reynslusögur fólks sem hjólar reglulega í vinnuna. Við ætlum okkur að halda Hjólað í vinnuna aftur að ári og láta það þá jafnvel vara í heilan mánuð. Nú er um að gera að byrja á því að hita sig upp og taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu í dag. Það er von- andi að þangað fjölmenni Íslend- ingar, enda geta allir fundið þar vegalengdir við sitt hæfi, og að þeir mæti síðan galvaskir á hjól- inu til vinnu eftir helgi.“ Gígja Gunnarsdóttir  Gígja Gunnarsdóttir er fædd í Danmörku árið 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1994 og íþróttakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Nú í vor lauk Gígja BS prófi í íþróttafræði/heilsuþjálfun frá Kennaraháskólanum. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Kvennahlaups Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands (ÍSÍ) frá árinu 2001, verkefnisstjóri Ís- lands á iði 2002 og sviðsstjóri al- menningsíþrótta- og umhverf- issviðs ÍSÍ síðan í september 2002. Hún er í sambúð með Þor- keli Guðjónssyni viðskiptafræð- ingi. Segjum sófanum stríð á hendur ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur skipað nýtt Jafnrétt- isráð, með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýr formaður ráðsins er Fanný Gunnarsdóttir kennari í Reykjavík. Á síðasta kjörtímabili var Elín R. Líndal formaður Jafn- réttisráðs. Nýtt Jafnréttisráð skipa auk Fannýjar, Þórhallur Vilhjálmsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, en hann er jafnframt varaformaður ráðsins, Ísleifur Tómasson, til- nefndur af ASÍ, Þórveig Þormóðs- dóttir, tilnefnd af BSRB, Guðni El- ísson, tilnefndur af Háskóla Íslands, Kristín Þorsteinsdóttir, til- nefnd af Kvenfélagasambandi Ís- lands, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, til- nefnd af Kvenréttindafélagi Íslands, Gústaf Adolf Skúlason, til- nefndur af Samtökum atvinnulífsins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fanný, Ísleifur, Gústaf og Stein- unn Valdís eru ný í ráðinu. Nýtt Jafnréttisráð skipað JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir mik- ilvægt að málefni bæklunarlækna og Trygginga- stofnunar ríkis- ins fari fyrir bæði dómstigin; héraðsdóm og Hæstarétt, áður en hægt verði að taka ákvarðanir um framhaldið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er sjálfstætt starfandi bæklunarlækn- um, sem gert hafa samning við TR, heimilt, þrátt fyrir samninginn að vinna læknisverk fyrir sjúkra- tryggða einstaklinga, gegn greiðslu frá sjúklingunum og án þátttöku TR, að því tilskildu að sjúkling- urinn óski þess sjálfur. Er þetta niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík- ur í máli sem læknar höfðuðu á hendur TR. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, sagði í Morgunblaðinu gær að dómnum yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Jón Kristjánsson tekur undir þá ákvörðun. „Þarna er um mjög stórt mál að ræða,“ segir ráðherra, „og ég tel í ljósi umfangs þess að við verðum að fá niðurstöðu í því á báð- um dómstigum. Ég styð því þá ákvörðun TR að áfrýja málinu.“ Ráðherra segist af þeim sökum, þ.e. vegna þess að málið væri enn í „meðferð“ ekki vilja tjá sig efn- islega um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. „Það er eins og Karl Steinar sagði hálfleikur í málinu. Ég tel nauðsynlegt að niðurstaða fáist í dómskerfinu. Við munum síð- an taka ákvarðanir um framhaldið í ljósi þeirrar niðurstöðu.“ Aðspurður kveðst ráðherra leggja áherslu á að fá endanlega niðurstöðu sem fyrst. Heilbrigðisráðherra um dóm í máli bæklunarlækna Niðurstaða fáist hjá báðum dómstigum Jón Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.