Morgunblaðið - 16.08.2003, Page 17

Morgunblaðið - 16.08.2003, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 17 NÝI leigjandinn í herbergi 601 var hæglátur, útlendur múslimi sem einungis fór út á nóttunni til að kaupa matvörur og grænmeti í búðunum í kring. Hann þótti ekk- ert sérkennilegur á neinn máta, eða svo töldu taílenskir nágrannar hans þar til á mánudag þegar hóp- ar óeinkennisklæddra lögreglu- manna réðust inn í blokkina þeirra, brutust inn í íbúðina hans og færðu hann á brott. Hann hafði komið til borgarinnar Ayutthaya í Taílandi tveimur vikum áður undir því yfirskyni að hann væri verka- maður frá Malasíu sem þyrfti dvalarstað til þriggja mánaða. Íbúðin sem hann valdi var látlaus með einu herbergi, baðherbergi og svölum. Riduan Isamuddin, oftast kall- aður Hambali, var einn hættuleg- asti hryðjuverkamaður heims. Hann var handtekinn í sameig- inlegri aðgerð taílensku lögregl- unnar, bandarísku alríkislögregl- unnar FBI og hersins á mánudag. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað segja hvar hann var handtekinn en taílensk yfirvöld segja hann hafa verið handtekinn í borginni Ayutthaya. Hann mun hafa haft sprengiefni og vopn undir höndum sem talið er að hann hafi ætlað að nota til að fremja hryðjuverk á ráð- stefnu Samvinnustofn- unar Kyrrahafsríkja sem halda á í Taílandi í október en á meðal gesta hennar verður George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hambali sem er Indónesi þótti rólynd- ur, kurteis maður sem lifði einföldu lífi og forðaðist athygli eftir bestu getu. Hann var þó framkvæmdamaður mikill og stjórnaði baráttu íslamskra öfgamanna í Austur- Asíu sem færði hon- um nafnbótina „Bin Laden Aust- ursins“. Hann var æðsti maður framkvæmda hjá hryðjuverka- samtökunum Jemaah Islamiyah og háttsettur meðlimur al-Qaeda- samtakanna. En ólíkt öðrum ísl- ömskum öfgamönnum sem senda gjarnan frá sér harðorðar yfirlýs- ingar og hótanir hefur Hambali ætíð haldið sig til hlés, unnið hljóðlega á bak við tjöldin og skipulagt blóðböð víðs vegar um Asíu. Mörg ríki vilja hann framseldan Bandaríkin, Asíuríki og Ástralía fögnuðu handtöku Hambalis og mörg Asíuríki vilja fá hann fram- seldan svo hægt sé að láta hann svara til saka fyrir ýmis ódæði. Meðal annarra eru þar yfirvöld í Indónesíu, Singapúr, Malasíu og á Filippseyjum en listinn yfir hryðjuverk í Asíu, sem hann er talinn hafa átt þátt í, er langur. Hann er talinn vera höfuðpaur- inn á bak við hryðjuverkaárásina á skemmtistað á Balí í október á síð- asta ári þar sem 202 manns létu lífið. Í Singapúr hefur hann verið ásakaður um að hafa skipulagt til- ræði árið 2001 þar sem sprengja átti ýmis vestræn skotmörk í borgríkinu en upp komst um áætl- unina áður en af varð. Þá er talið að hann hafi skipulagt árásir á kirkjur kristinna manna í Indón- esíu á aðfangadagskvöld árið 2000 þegar 19 biðu bana en einnig sprengjuárásir á járnbrautarkerfið í Manila á Filippseyjum sem hann skipulagði ásamt sjö öðrum í des- ember 2000 og banaði 22 manns. Bandarísk yfirvöld telja að hann hafi einnig tekið þátt í áætlunum um að tendra sprengjur í 12 bandarískum far- þegaflugvélum á leið yfir kyrrahaf árið 1995 en sú áætlun er talin fyrirmynd að til- ræðunum 11. sept- ember. Einnig á hann að hafa skipulagt í Malasíu fundi tveggja flugræningjanna sem tóku þátt í tilræðinu í Bandaríkjunum 11. september 2001. Auk þessa hafa samtökin Jemaah Islamiyah einnig gegnt lykilhlutverki í bardögum á milli kristinna manna og múslima á Kryddeyjum sem tilheyra Indónesíu en um 5.000 manns hafa látið lífið í þeim átökum frá 1999. Var heittrúaður frá unga aldri Hambali fæddist 1966 í litlu þorpi á eyjunni Jövu í Indónesíu. Fjölskylda hans var fremur fátæk og hann var einn 13 systkina. Strax á unga aldri var hann hæg- látur en guðhræddur múslimi. Trúarhita hans varð fyrst vart í trúarlegum skóla í Indónesíu og á táningsárunum gekk hann til liðs við samtökin Jemaah Islamayah. Hann fór til Afganistan til að berj- ast gegn Sovétmönnum 1987–1991. Eftir það settist hann að í litlu þorpi í Malasíu rétt utan við höf- uðborgina Kuala Lumpur þar sem hann lifði fábreyttu lífi innan um fleiri indónesíska innflytjendur. „Hambali var hugsuðurinn. Hann talaði lítið, var annt um að fara leynt, lagði áherslu á þjálfun og skipulagði stríðið fram í tímann,“ segir Rohan Gunaratna, öryggis- málasérfræðingur og höfundur bókarinnar, Inside al-Qaeda. Hambali dvaldi í Malasíu þar til hann varð að leggja á flótta eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Hann er nú talinn vera í haldi Bandaríkjamanna sem yfirheyra hann á leynilegum stað. Hryðjuverkamaðurinn Hambali var nefndur Bin Laden Austursins Var hæglátur, kurteis og talaði sjaldan Riduan Isamuddin, öðru nafni Hambali. AP Í þessu húsi hafðist hinn illræmdi Hambali við er hann var handsam- aður, að sögn taílenskra yfirvalda. Hong Kong, Ayutthaya, Singapúr. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.