Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 23 Líffæri kornabarna eru viðkvæm, ekki síst gagnvart mengun og skordýraeitri. Því er ráðlegt að gefa smábörnum barnamat sem framleiddur er úr lífrænt ræktuðu hráefni. Lífræn ræktun notar hvorki kemískan áburð né skordýraeitur. Töluverð umræða hefur verið um það í seinni tíð að börn séu orðin óæskilega þung hérlendis, m.a. vegna óhóflegrar sykurneyslu frá unga aldri. Börn eru fljót að ánetjast sætabragðinu, því er heppi- legt að forðast það frá upphafi. Babynat er laust við viðbættan sykur. Nokkrir af kostum Babynat barnamatar • Aðeins hráefni úr vottaðri lífrænni ræktun • Við samsetningu næringarefna er stuðst við nýjustu rannsóknir um næringarþörf barna • Ekkert hráefni úr erfðabreyttum matjurtum • Hvorki salti né sykri bætt í Babynat býður m.a. upp á þurrmjólk fyrir börn frá fæðingu, ávaxtasafa fyrir börn frá fjögurra mánaða aldri, grauta úr korni og grænmeti, mauk úr ávöxtum, grænmeti og öðrum mætvælum fyrir börn frá fjögurra mánaða aldri. Þrátt fyrir lífræna ræktun er Babynat á afar sanngjörnu verði. Kynningartilboð til 22. ágúst: Þú kaupir 2 glös og færð 3ja í kaupbæti! Kynningartilboð Babynat lífrænn barnamatur MIKILL verðmunur er á skóla- vörum um þessar mundir og þeg- ar Morgunblaðið kannaði verðið í gær kostaði 80 síðna A4 stílabók með gormum minnst 72 kr. í Off- ice 1, en mest 185 kr. í Penn- anum-Eymundssyni Austurstræti, og er munurinn 157%. Enn meiri munur var á öðrum vörum, lausblaðamöppur með vír- um voru fimmfalt dýrari í Griffli en í Bónus og Fjarðarkaupum, en þar getur verið um mismunandi vörur að ræða. Hægt er að tala um verðstríð á Boxy-strokleðrum. Þau voru ódýrust í Office 1 á 25 kr. en dýr- ust í Skólavörubúðinni Kópavogi og Bókabúð Böðvars, 95 kr. Í Bókabúð Böðvars var einmitt ver- ið að vinna að því að lækka verð og var því ekki lokið þegar könn- unin var gerð. Kannaðar voru bæði algengar vörur og ákveðin vörumerki. Þar sem vörur í þessum ákveðnu vörumerkjum voru ekki til voru oftast nær til aðrar sambærilegar vörur í versluninni. Víða var tals- verður verðmunur á algengum vörumerkjum. Til dæmis munaði 88% á verði UHU-límstiftis af minnstu gerð, og var það ódýrast í Griffli, 93 kr., en dýrast í Máli og menningu Síðumúla, 175 kr. Verðmunur á 10 númeruðum millispjöldum í möppur var einnig talsverður. Lægsta verðið var 68 kr. í Fjarðarkaupum, en mest kostuðu þau 129 kr. í Pennanum- Eymundssyni og Máli og menn- ingu. Munurinn á hæsta og lægsta verði er því um 90%. Verslun með skólavörur er að komast á skrið, segir Gunnur Vil- borg Guðjónsdóttir, verslunar- stjóri í Pennanum-Eymundssyni í Austurstræti. Hún segir harða samkeppni ríkja á þessum mark- aði: „Allir hafa metnað til að vera með besta verðið.“ Stórmarkaðir „fleyta rjómann“ „Við getum ekki keppt við stór- markaðina,“ segir Þorgerður Nielsen, eigandi Bókabúðar Böðv- ars. Hún bendir á að bóka- og rit- fangaverslanir selji allan ársins hring á meðan stórmarkaðir „fleyti rjómann“ af skólavöru- versluninni og jólabókasölunni. „Þessi sala skiptir þá engu máli, þeir eru bara að þessu til að fá fólkið inn í búðina. En þeir þurfa ekki á því að halda, fólk þarf að kaupa í matinn, en þetta er það sem við lifum á. Þeir leggja ekkert á þetta.“ Þorgerður segir að til dæmis sé heildsölu- verð á Boxy-strokleðri um 65 krónur með virðisaukaskatti og því ljóst að þau séu seld langt undir kostnaðarverði. Þó sé hægt að fá aðrar tegundir af strokleðr- um mun ódýrari, allt niður í 19 kr. Verðkönnun á skólavörum í ritfangaverslunum og stórmörkuðum 157% verðmunur á stíla- bókum með gormum             ! " #$#    %&' ( )  *' &( #+  ,  ,"   # - ) ( ./.  ((  0   % 1 %  % 1 ,  % "! %"  /( 2' "!" 3)"""" ( ( 4    /   5" "" ,  )""" 6 1 7)(( (   !! 8-) # 9("!)! 8!! 6   1 " 5               !" #$ %  & #% !% ' " "! %%  "&  ' ' (" ' (%  #  % ($ " " %% &% !% #& !% $$ "% % " %$ (( % &" #! #% ## #" #% #& ! ( % %( % %&  %(  "% !!$    !  & "  #'  % #'   % &$ %( '$ %%  (%  & "     /( ( SÖFNUN á notuðu skóladóti fer fram á Skóladögum í Smáralind, sem standa fram til 24. ágúst, og mun það dót sem safnast fara til skólabarna í Kamerún í Vestur-Afríku. Mikill skortur er á ýmsu í Kamerún, og mikil þörf fyrir til dæmis notaða penna og blýanta, strokleður, hálfnotaðar stíla- bækur, reglustikur, pennaveski eða skólatöskur, segir Jenný Jóakimsdóttir, einn af aðstand- endum verkefnisins. Söfnunin er samstarfsverkefni Junior Cham- ber Garðabæ og Kópavogi (JC GK) og Junior Chamber í bæn- um Mamfe í Kamerún. Mamfe er 21.000 manna bær í suð- vesturhluta Kamerún við landamæri Nígeríu. Um 20% íbúa búa við varanlegt atvinnu- leysi og er mikil fátækt á svæð- inu. Morgunblaðið/Kristinn Nokkuð hafði safnast af skólavörum á söfnunarborði JC GK í Smáralind seinnipartinn á föstudag þegar ljósmyndara bar þar að garði. Safna notuðu skóladóti fyrir börn í Kamerún FRAMLEIÐENDUR lífrænt ræktaðs grænmetis verða með úti- markað á Káratorgi, á mótum Kárastígs og Frakkastígs, milli klukkan 14 og 18 í dag. Á þessari lífrænu uppskeruhátíð koma sam- an framleiðendur hinna ýmsu teg- unda lífrænna vara, grænmetis, jógúrts, brauðs o.fl. og selja vöru sína. Tónlistarmenn verða á svæð- inu og ósvikinni markaðsstemn- ingu lofað. Lífrænn mark- aður á Káratorgi PENNINN-Eymundsson og tón- listarverslunin 12 tónar hafa gert með sér samning um sölu á geisla- diskum 12 tóna í verslun Pennans- Eymundssonar í Austurstræti. Forsvarsmenn Pennans-Ey- mundssonar segja að með þessu sé verið að koma til móts við þarfir viðskiptavinanna, sem vilji gjarnan geta keypt bækur og tónlist á sama stað. „Þarna getur fólk sam- einað áhuga á bókum og tónlist og gefið sér góðan tíma til að njóta hvors tveggja“, segir Ingþór Ás- geirsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs. Tónlistarverslunin 12 tónar bjóða upp á gott úrval af framandi tónlist ásamt því að vera umboðs- aðili fyrir mörg heimsþekkt út- gáfufyrirtæki. Lárus Jóhannesson, annar eigenda 12 tóna, segir þetta vera mikla þjónustuaukningu fyrir viðskiptavini, enda bókaverslunin opin til 22 öll kvöld. Penninn-Ey- mundsson í sam- starf við 12 tóna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.