Morgunblaðið - 16.08.2003, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 53
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.30, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Kl. 8 og 10. B.i. 16.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2 og 4.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
Sýnd með
íslensku tali
KRINGLAN
kl. 8 og 10.10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
Stranglega bönnuð börnun innan 16 ára.
Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og
Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta
mynd sumarsins í USA.
ll i j i
i i i i l
i í .
Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og
Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta
mynd sumarsins í USA.
ll i j i
i i i i l
i í .
98% aðspurðra í USA sem höfðu
séð myndina sögðu “góð”
eða“stórkostleg”!
98% aðspurðra í USA sem höfðu
séð myndina sögðu “góð”
eða“stórkostleg”!
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð
myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
SG DV
MBL
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.10 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4 og 8. Enskt tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4, 6. Ísl tal
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4, 6. Ísl tal
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Kl. 1.45, 3.45 og 5.50
KRINGLAN
kl. 1.40, 3.45 og 5.50
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4, 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8.
Frumsýning
FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK
ATH! Munið eftir Sinbað
litasamkeppninni á ok.is
SG. DV
SG. DVÓ.H.T Rás2
MEÐ
ÍSLENSKU
OG
ENSKU
TALI
FYRIR ýmsar sakir hefur dreg-
ist úr hófi að fjalla um þennan
geisladisk Ókindar sem kom út
fyrir nokkru. Það er hið versta mál
í sjálfu sér en þó
aðallega fyrir það
að færri en ella
hafa haft af því
spurnir hvílíkur
afbragðsgripur
hér er á ferð, enda
er Ókind ein efni-
legasta rokksveit sem starfandi er
hér á landi í dag, svo mikið er víst.
Ókindar er fyrst getið fyrir það
er sveitin varð í öðru sæti á Mús-
íktilraunum 2002 en Búdrýgindi
sigruðu. Síðan hefur sveitin verið
nokkuð dugleg við spilamennsku
og sendi frá sér þann gæðadisk
sem hér er gerður að umtalsefni.
Sveitarmenn gefa diskinn út sjálfir
og vinna að öllu leyti umbúðir og
innihald, en platan er tekin upp í
Grjótnámunni.
Það eina sem er út á Heimsenda
18 að setja, og eins gott að koma
því frá, er að hljómur á plötunni er
full leðjulegur ef svo má segja
(„Hraðbanki“, eitt besta lag skíf-
unnar, til að mynda, hefði orðið
enn betri með smá snerpu í
hljómnum). Hann er þó merkilega
góður í ljósi þess að platan var tek-
in upp á einni helgi – geri aðrir
betur.
Steingrímur Karl Trague er fyr-
irtaks söngvari, að vísu með nokk-
uð eintóna rödd, en er ófeiminn við
að beita henni. Víst hefði hljóð-
blöndun á röddinni mátt vera
markvissari, en segja má að eitt
helsta sérkenni Ókindar sé söngur
Steingríms Karls svo hann á sér-
stakt hrós skilið. Textarnir skrif-
ast líka allir á hann og þeir eru
misjafnir að gæðum, hnyttnir en
ekki alltaf gott að greina innihald-
ið. Sumir eru skemmtilega marg-
ræðir, eins og til að mynda textinn
við „Hraðbanka“.
Þessi plata Ókindar er mikil gít-
arplata, oft bráðskemmtilegt gít-
arurg og gelt, trommu og bassa-
leikur er hreint fyrirtak og í þeim
lögum þar sem hljómborð fær að
njóta sín lyftir það þeim til muna.
Þeir Ingi Einar Jóhannesson gít-
arleikari og Ólafur Freyr Frí-
mannsson trommuleikari eiga báð-
ir stjörnuleik á plötunni og Birgir
Örn Árnason er framúrskarandi
bassaleikari.
Ókind er nokkuð sér á báti í ís-
lensku nýbylgjurokki, þeir félagar
bræða saman ólíka strauma, lag-
línulegt gítarrokk og skemmtilega
súra hljómborðskafla með góðum
árangri, skapa eigin stíl. Dæmi eru
inngangurinn að „Ókind“, einu
besta lagi skífunnar, og síðan loka-
kafli lokalagsins, „Snýtubréf“ sem
stingur skemmtilega í stúf við það
sem á undan er komið.
Í sem fæstum orðum sagt:
Heimsendi 18 er hreinasta afbragð
og hljómsveitinni Ókind til sóma.
Tónlist
Sér á báti á
heimsenda
Ókind
Heimsendi 18
Eigin útgáfa
Heimsendi 18 með hljómsveitinni Ókind.
Sveitina skipa þeir Ingi Einar Jóhann-
esson gítarleikari, Steingrímur Karl
Trague söngvari og hljómborðsleikari,
Ólafur Freyr Frímannsson trommuleikari
og Birgir Örn Árnason bassaleikari.
Árni Matthíasson
PILTARNIR í Jagúar hafa verið iðn-
ir við kolann undanfarið. Væntanleg
er 12 tommu vínyl-útgáfa með lög-
um hljómsveitarinnar þar sem verða
þrjú lög af síðustu plötu þeirra, Get
the Funk Out, sem kom út árið 2001.
„Aidan Gibson heitir maður sem
er stjórnandi á klúbbnum Jass Café í
Bretlandi þar sem við höfum spilað,“
segir Samúel Jón Samúelsson, bás-
únuleikari hljómsveitarinnar. „Hann
er að byrja með nýtt plötufyrirtæki,
Freestyle Records, og þetta er fyrsta
platan sem kemur út hjá þeim.“
Freestyle Records kemur til með
að einbeita sér að 12 tommu útgáfu
og kemur plata þeirra Jagúarliða út
í Bretlandi og víðar, en áætlaður út-
gáfudagur er 8. september.
Sammi jánkar því að tónlist þeirra
eigi vel heima á vínyl: „Það hefur
alltaf staðið til að gefa næstu plötu
okkar út á vínyl og jafnvel eldri plöt-
ur líka. Maður nær líka ekki til þessa
afmarkaða hóps plötusnúða og
grúskara öðruvísi.“
Hljómsveitin vinnur að nýjum
diski en Samúel segir ekkert ráðið
með útgáfudag, þó stefnt sé á haust-
mánuði. Framundan eru hjá hljóm-
sveitinni tónleikar í Lundúnum í
október, og hugsanlega í Bandaríkj-
unum í september. Einnig munu þeir
standa fyrir uppákomu á Airwaves
tónlistarhátíðinni í samstarfi við
fyrrnefndan djassklúbb Aidan Gib-
son í Lundúnum.
Í kvöld munu þeir taka þátt í
Menningarnótt, en hljómsveitin
fagnar einmitt 5 ára afmæli í dag
enda tróðu þeir fyrst upp á Menn-
ingarnótt árið 1998. „Við erum bún-
ir að bjóða fyrrverandi meðlimum
að spila,“ segir Samúel. „Við ætlum
bara að hafa gaman af þessu og spila
nýtt og gamalt efni í bland.“
Hljómsveitin Jagúar fagnar fimm ára afmæli og gefur út vínylplötu
Fönkí í fimm ár
Hljómsveitin Jagúar lék fyrst á
Menningarnótt fyrir 5 árum.
Tónleikar Jagúar á Menningarnótt
verða í Þjóðleikhúskjallaranum
og húsið opnað á miðnætti.
asgeiri@mbl.is
TOPP 20 mbl.is