Morgunblaðið - 26.08.2003, Page 9

Morgunblaðið - 26.08.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 9 ÍSLENSK hænsn eru litskrúðug hvort sem er undir Eyjafjöllunum eða annars staðar á landinu. Þessa fugla fangaði fréttaritari við bæinn Raufarfell og ekki var þvotturinn síður litskrúðugur. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Litskrúðug hænsn UMFJÖLLUN fjölmiðla og ásakan- ir um aðgerðarleysi barnaverndar- nefndar Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðarhrepps vegna kynferðis- brotamáls þar sem karlmaður var nýlega dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku, eru á misskilningi byggðar, segir í fréttatilkynningu barnaverndar- nefndar. „Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-53/2003 er rannsókn um- rædds máls rakin. Þar kemur fram að fórnarlamb kynferðisofbeldis greindi hjúkrunarfræðingi frá kyn- ferðislegri áreitni í viðtali 17. októ- ber 2001. Jafnframt kemur fram, að sú frásögn var ekki kærð til lögreglu fyrr en eftir að barnaverndarnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar- hrepps ræður félagsráðgjafa að mál- inu í apríl 2002. Ekki verður annað séð af umræddum gögnum Héraðs- dóms Vestfjarða en að barnavernd- aryfirvöld hafi ekkert aðhafst frá 17. október 2001 til þess tíma sem fé- lagsráðgjafinn, fyrir hönd nefndar- innar, kærir málið. Enginn fulltrúi úr barnaverndar- nefndinni var kallaður fyrir Héraðs- dóm Vestfjarða vegna þessa máls en látið duga að kalla fyrir réttinn fé- lagsráðgjafann sem tók við málinu frá því í apríl 2002. Því kemur hvergi fram í gögnum dómsins að nefndin vann í málinu frá fyrsta degi, þ.e. eft- ir að hjúkrunarfræðingur kynnir barnaverndarnefnd málið í fram- haldi áðurnefnds viðtals 17. október 2001. Eðli málsins samkvæmt getur barnaverndarnefnd ekki upplýst um einstaka þætti starfa sinna frá því að máli er skotið til hennar. Hins vegar má upplýsa, að fulltrúi úr barna- verndarnefnd kynnti málið fyrir starfsmanni Barnaverndarstofu eft- ir að nefndin var upplýst um málið og leitað leiðsagnar. Leiðsögn starfs- manns Barnaverndarstofu var fylgt. Umfjöllun fjölmiðla og ásakanir um aðgerðarleysi nefndarinnar byggjast á orðanna hljóðan í dómi Héraðsdóms Vestfjarða. Eins og að framan er rakið eru þær ásakanir á misskilningi byggðar,“ segir í frétta- tilkynningunni. Ásakanir um að- gerðarleysi á mis- skilningi byggðar ENGIN stofnun innan heilbrigðis- geirans hér á landi fæst á skipu- lagðan hátt við svokallað öldrunar- þunglyndi en talið er að um 5% aldraðra þjáist af þunglyndi. Ásgeir Bragason, öldrunargeðlæknir í Osló og formaður öldrunardeildar norska Geðlæknafélagsins, segir það vel þekkt meðal geðlækna að þunglyndi hjá eldra fólki sigli oft undir fölsku flaggi. Sjúklingarnir eigi til að létt- ast án þess að vitað sé af hverju, auk þess sem gjarnan fylgi líkamleg einkenni og verkir sem fólk kvarti yfir í stað þess að viðurkenna að það sé þunglynt. Á nýafstöðnu geðlæknaþingi sem haldið var í Reykjavík fjallaði Ás- geir um uppbyggingu öldrunargeð- þjónustu í Noregi undanfarin 30 ár. Síðastliðin 10 ár hefur uppbygging- in verið hröð og einungis tvö af 19 fylkjum bjóða ekki upp á slík úr- ræði í dag. Mjög algengt er að á hverju upptökusvæði séu reknar bæði göngudeild og legudeild. Segir Ásgeir að hvað Ísland snerti væri unnt að reka tvær slíkar stofnanir hér á landi miðað við mannfjölda. Almennar bráðageðdeildir of hávaðasamar Hann segir margt mæla gegn því að aldraðir séu meðhöndlaðir við þunglyndi á almennum bráðageð- deildum. Þær séu oftar en ekki mjög illa búnar til að sinna gömlu þunglyndu fólki, þær séu hávaða- samar og oftast læstar auk þess sem þær mótist oft af ungu fólki með alvarleg vandamál en slíkt um- hverfi geti í sumum tilvikum verkað mjög ógnvekjandi á aldraða. Hluti af þeim kjarnahópi sem öldrunargeðdeildir í Noregi fást við eru heilabilaðir með atferlisvanda- mál og geðræn vandamál. Ásgeir segir að þótt þessum hópi sé sinnt hér á landi sé öldrunarþunglyndum sjúklingum ekki sinnt sérstaklega. Í Noregi hefur meðferð við þunglyndi hjá öldruðum gefist vel. Stofnanirn- ar eru reknar í náinni samvinnu við ættingja og heilsugæslu og sjúk- lingar að jafnaði útskrifaðir eftir 6–8 vikur. Ásgeir segir algengt að þung- lyndi komi upp hjá öldruðum um leið og alvarlegir líkamlegir sjúk- dómar. Vel þekkt sé hins vegar að meðferð við þunglyndi bæti líkur sjúklingsins hvað líkamlega sjúk- dóma snertir. „Það er mjög mikilvægt að þess- ari meðferð sé beitt því þetta er sjúkdómur sem getur hreinlega leitt fólk til dauða og alls ekki alltaf vegna sjálfsvígs heldur vegna þess að fólk sveltir sig, það léttist og fær líkamlega sjúkdóma í kjölfarið,“ segir Ásgeir Bragason. Um 5% aldraðra þjást af þunglyndi Ekki skipulögð með- höndlun hérlendis alltaf á föstudögum Bankastræti 14, sími 552 1555 Buxur og vattkápur með hettu frá Þri. 26/8: Indverskur pottréttur og gulrótarbuff m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 27/8: Hnetusteik & Waldorfsalat m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim 28/8: Ítalskur pottréttur og linsubuff m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 29/8: Ofnbakað grænmeti og dahl m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 30. - 31/8: Gestakokkar töfra fram kræsingar. Mán. 1/9: Girnilegur grænmetispottréttur. Matseðill www.graennkostur.is Siffon skyrtur Samkvæmis buxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Aðhald án sauma Þú minnkar um 1 númer Póstsendum Ný sending af síðbuxum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði Verið velkomnar Haustveisla Öðruvísi fatnaður Peysur • pils • buxur • jakkar • töskur • klútar • húfur • hattar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18 • lau. kl. 10-14. Útijakkar - úlpur - vesti BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur einnig þrírétta matseðill Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 H au st 2 0 0 3 Laugavegi 63, sími 551 4422 HAUSTVÖRURNAR KOMNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.