Morgunblaðið - 26.08.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.08.2003, Qupperneq 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Regal Princess og Crystal Symphony koma og fara í dag. Helgafell og Hanseduo koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Krylow kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Handavinnu- stofan opin, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13.30 létt ganga. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, pútt- völlurinn opinn kl. 9– 16.30. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 op- in vinnustofa, leikfimi byrjar aftur 2. sept., kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 12 hár- greiðsla. Bókabíllinn er í fríi til 9. sept. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13, biljard kl. 13.30, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 boccia. Veit- ingar í Kaffi Berg. S. 575–7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um. frá kl. 9–17, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöð- in,kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 14 félagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apó- tekum. Gíró-og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endur- hæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560- 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588- 9390. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggðasafn- inu hjá Þórði Tóm- assyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814 og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557- 4977. Í dag er þriðjudagur 26. ágúst, 238. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.)     Á Deiglunni.com fjallarEðvarð Jón Bjarna- son um skattamál. „Frá upphafi samfélagsmynd- unar hefur skattlagning verið órjúfanlegur hluti samfélagsins sjálfs. Í fyrstu má ætla að skatt- lagning hafi verið í formi vinnuskyldu til uppbygg- ingar sameiginlegra hagsmuna. Síðar voru skattar settir á eignir, neyslu og viðskipti bæði sem tollar og söluskatt- ar. Megintilgangur skatta hefur verið að afla tekna svo hægt sé að hrinda í framkvæmd til- teknum verkefnum og stuðla að hagvexti en einnig að veita þjónustu og hafa áhrif á hegðun skattgreiðenda. Þannig lögðu Rómverjar sem dæmi á sérstakan skatt á einstæða menn með það fyrir augum að stuðla að fólksfjölgun,“ segir Eð- varð Jón. Hann segir einnig frá því að Róm- verjar hafi tekið upp á því að setja skatt á þvag.     Eðvarð segir að þróunskattlagningar hafi verið þannig að hún verði sífellt umfangs- meiri. „Þessi þróun hefur verið áberandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Það er orðið áhyggjuefni bæði hversu mikil skatt- lagningin er orðin og hversu misskipt skatt- byrðin í raun er,“ segir hann. Eðvarð segir að heppi- legt væri að lækka tekju- skatt verulega eða af- nema hann alveg. Hann telur hins vegar að ólík- legt sé að pólitísk sátt náist um slíka aðgerð. Í staðinn leggur hann til að skattgreiðendur fái val um það hvernig skattfé þeirra sé varið.     Þannig fengi fólk tæki-færi til að „ráðstafa tekjuskattinum sínum eða hluta af honum til þeirra málaflokka eða verkefna sem það kysi. Þegar skattframtali væri skilað gætu skattgreið- endur eyrnamerkt ákveðnar upphæðir til þeirra málaflokka sem þeir teldu að skatt- greiðslu sinni væri best varið. Þannig gæti hver og einn haft áhrif á hversu miklu hann verði af tekjuskatti sínum til öryggismála, heilbrigð- ismála, samgöngumála og annarra málaflokka.“     Svo segir hann: „Þessileið myndi ekki sjálf- krafa leiða til samdráttar tekna ríkisins heldur ein- ungis takmarka ákvörð- unarvald þess yfir því hvernig þeim fjármunum sem það hefur hingað til aflað með tekjuskatti væri varið. Sé þátttaka skattgreiðenda aukin þegar kemur að ráð- stöfun skattgreiðslnanna mun það hafa í för með sér að ábyrgð skattgreið- enda á ráðstöfun tekna sinna eykst og þeir yrðu virkari þátttakendur í rekstri samfélagsins. Hvort tveggja mjög já- kvætt og líklegt til þess að bæta samfélagið.“ STAKSTEINAR Aukið frelsi skattgreiðenda Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins ereinn þeirra sem eiga erf- itt með að sætta sig við þá staðreynd að hvalveiðar hafa verið hafnar á ný. Ekki svo að skilja að hann beri einhverjar sérstakar tilfinn- ingar til hvala umfram aðrar dýrategundir. Vissulega eru hvalir stórkostlegar skepn- ur. Víkverji komst einu sinni í návígi við stóran hval í sigl- ingu á Faxaflóa og það var að mörgu leyti ógleymanleg upplifun. Hins vegar eru litlu lömbin sem hlaupa um holt og móa (að ekki sé minnst á þjóðvegi landsins) ekki síður falleg og sæt. Það vefst hins vegar ekk- ert fyrir Víkverja að skella lambafilé á grillið og hann á heldur ekki í neinu sálarstríði þegar kemur að því að leggja sér hvalkjöt til munns. x x x HINS vegar er það svo að við búumí heimi þar sem mjög margir eru á annarri skoðun þegar hvalir eru annars vegar. Víkverji bjó í nokkur ár á meginlandi Evrópu og man vel eftir því hversu mikil andstaðan var við hvalveiðar Íslendinga á sínum tíma. Jafnvel mörgum árum eftir að hvalveiðum var hætt voru hvalveiðar það fyrsta sem mörgum datt í hug þegar Ísland bar á góma. Þessi sjón- armið hafa ekki breyst og jafnvel má gera ráð fyrir því að andstaðan hafi aukist með árunum eftir því sem lengri tími líður frá því að hval- veiðum var hætt. x x x AF VIÐBRÖGÐUM erlendra fjöl-miðla má dæma að þeir telji upphaf hvalveiða á Íslandi vera stór- frétt og blöð víða um heim, hvort sem er í Singapore, Suður-Afríku, Nýja- Sjálandi eða Alabama í Bandaríkjunum, sem lík- lega hafa aldrei áður séð ástæðu til að segja fréttir frá Íslandi, slá nú upp fréttum um hvalveiðar okk- ar dag eftir dag. Auðvitað má segja sem svo að við séum sjálfstæð þjóð og getum gert það sem við viljum í okkar lög- sögu. Við verðum þá hins vegar jafnframt að taka af- leiðingum gjörða okkar og þar stendur hnífurinn í kúnni. Víkverji á mjög erf- itt með að sjá þann hag sem við kunnum að hafa af hvalveiðum í framtíðinni. Neysla á hvalkjöti hér á landi verður aldrei nema lítið brot af annarri kjöt- neyslu og ekki hefur verið sýnt fram á að neinn markaður sé fyrir útflutn- ing á hvalaafurðum. x x x EF EITTHVAÐ er að markaóformlega könnun meðal ungra stúlkna í kringum börn Víkverja bendir jafnframt margt til að ís- lenska ungviðið líti hvali svipuðum augum og fólk á meginlandi Evrópu. Þannig voru ungu stúlkurnar með tárin í augunum er þær sáu myndir í fréttatíma sjónvarps af hvalveiðum. Bara skoða, ekki drepa? Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MIKIÐ er ég ánægður með það sem ég þykist sjá á hjólaferðum mínum um borgina þessa dagana. Það hefur lengi farið í taug- arnar á mér veggjakrotið sem er alls staðar og eng- um til ánægju. Nú bregður svo við að farið er að mála yfir krot í ýmsum undir- göngum í borginni. Bara nokkuð mörg sem ég hef farið um og búið er að gera fín. Reyndar er það líka svo að í sumum göng- um hefur verið málað yfir veggjakrot jafnóðum í all- an vetur. Ég ætla bara ekki að segja hvað ég er ánægður með þetta framtak. Eftir því sem ég kemst næst þá er heiðurinn gatnadeildar borgarinnar og færi ég því heiðursfólki mínar bestu þakkir með von um enn frekari átak í þessum efnum. Kátur hjólreiðamaður. Tvær fyrirspurnir ÉG vil koma þeirri fyrir- spurn á framfæri til Lýsis ehf. hvort lúðulýsisperlur komi ekki aftur á mark- aðinn og hvers vegna þær voru teknar af markaði. Þegar farið var í feluleik í gamla daga var farið með vísuna Úllen, dúllen doff. Er ég búin að gleyma rest- inni af þessari vísu. Ef ein- hver getur gefið mér upp- lýsingar um vísuna þá vinsamlega hringið í síma 431 1409. Allan enska boltann á Sýn HÆTTIÐ þið nú að snuða áskrifendur Sýnar um stórleikina sem eru hafðir á Stöð 2 á laugardögum. Þetta er eins og að sýna fjórða hvern þátt úr spennumyndaflokki á ann- arri stöð. Ég hvet nýráðna yfirmenn Sýnar til dáða í þessu máli. Ekki svíkja dygga áskrifendur Sýnar um laugardagsleikinn. Jóhanna Pálsdóttir, áskrifandi að Sýn til margra ára. Tapað/fundið Peningar týndust í Bónus ÉG er ung kona, nýfarin að búa, og var að kaupa í matinn í Bónus við Smára- torg, ásamt fleira til bús- ins. Við innganginn í búðinni hafa peningar, kr. 12.000, dottið í gólfið þegar ég tek upp minnismiða sem var með peningunum, en pen- inginn hafði ég nýverið tekið úr banka og veskið mitt var lokað þar til ég opnaði það í versluninni. Ég stóð eins og asni peningalaus við kassann og hóf að leita um búðina og elskulegir starfsmenn búðarinnar spurðust fyrir um hvort peningurinn hefði fundist og leituðu með mér án árangurs. Það er greinilegt að ein- hver hefur fundið pen- ingana og hefur ekki haft í hyggju að koma þeim til skila. Þetta eru einu pen- ingarnir okkar sem þurfa að duga okkur til mánaða- mótanna og ríflega það. Bið ég þann sem fann peninginn að hugsa sig tvisvar um og bið viðkom- andi aðila að skila þeim aftur annaðhvort til mín eða þá til starfsfólks Bón- uss. Valgerður s. 663-7828. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst á Sundlaugarvegi (á horninu við Laugalæk) föstudaginn 22. ágúst. Upplýsingar í síma 553 0447 (e. kl. 17) eða 438 1632. Blá Speedo- taska týndist BLÁ Speedo-taska, með grárri flíspeysu og rauðum og bláum regnjakka, týnd- ist í Grasagarðinum eða Húsdýragarðinum sl. fimmtudag milli kl. 14 og 16. Skilvís finnandi hafi samband í síma 695 4843. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÞRÍR gullfallegir 3 mán- aða kisustrákar fást gef- ins. Eru allir kolsvartir með lítinn hvítan blett á bringunni og maganum. Eru kassavanir, gæfir, góðir, kelnir og ekki mat- vandir. Eru tilbúnir til að fara að heiman, á góð, ábyrg og áreiðanleg heim- ili. Einungis heimili þar sem þeir komast út koma til greina. Nánari upplýs- ingar í símum 588 2378 og 861 2378. Kettling vantar heimili ÞRIGGJA mánaða gul- bröndóttan fress vantar framtíðarheimili. Upplýs- ingar í síma 517 2603. Goggi er týndur GRÁR dísarpáfagaukur týndist sl. laugardag frá Þórufelli. Hann sást fljúga yfir Asparfellið. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn vinsamlega hafi samband í síma 894 5056. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Veggjakrot í burtu LÁRÉTT 1 daga að sumri, 8 hníf- um, 9 erfiðar, 10 neðan, 11 nemur, 13 svarar, 15 hugboðs, 18 stunda smíð- ar, 21 skynsemi, 22 metta, 23 kynið, 24 bögu- mælið. LÓÐRÉTT 2 kæpur, 3 vesæll, 4 dep- ill, 5 málms, 6 smábátur, 7 ósoðinn, 12 greinir, 14 tek, 15 næðing, 16 furða sig á, 17 álftar, 18 þrátta, 19 vömb, 20 geta gert. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hlunk, 4 kopar, 7 norpa, 8 rétta, 9 met, 11 autt, 13 grút, 14 ertur, 15 þjöl, 17 óvit, 20 ára, 22 túlum, 23 sulla, 24 ragar, 25 spaka. Lóðrétt: 1 henda, 2 umrót, 3 kram, 4 kort, 5 pútur, 6 róast, 10 eitur, 12 tel, 13 gró, 15 þýtur, 16 öflug, 18 vilpa, 19 tjara, 20 ámur, 21 asks. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.