Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 33 TÓNLISTARSTARF í Langholts- kirkju hefst miðvikudaginn 10. september. Við kirkjuna starfa sjö kórar og eru þátttakendur frá fjögurra ára aldri. Undanfarin ár hefur fjöldinn í kórastarfi verið á þriðja hundrað. Kór Langholtskirkju æfir mánu- dags- og miðvikudagskvöld kl. 20– 22 og kórinn nýtur raddþjálfunar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Kórinn syngur í messum að með- altali annan hvern mánuð en oftar á stórhátíðum. Fyrstu tónleikar vetrarins verða 20. nóvember á degi tónlistarinnar og verður þá flutt óratorían Messí- as eftir Händel með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir eru liður í hátíðahöldum kórsins í tilefni 50 ára afmælis. Kórinn hef- ur flutt verkið á yfir tuttugu tón- leikum, m.a. í Ísrael. Fjöldi eldri kórfélaga mun taka þátt í flutn- ingnum og er vonast til að fjöldi þátttakenda verði á annað hundr- að. Einsöngvarar eru allir úr hópi þeirra fjölmörgu sem hafið hafa söngferil sinn í kórnum, en þeir eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir sópranar, Marta Hrafnsdóttir alt, Björn I. Jónsson tenór og Bergþór Pálsson og Við- ar Gunnarsson bassar. Árlegir jólasöngvar verða 19.–21. desem- ber. Næsta sumar verður farið í tón- leikaferð til Færeyja þar sem lok- ið verður þriggja ára samstarfs- verkefni milli Tritonuskórsins í Danmörku og kammerkórsins Skýrák í Færeyjum. Á hverju ári eru samin og frumflutt þrjú ný kirkjuleg verk, eitt frá hverju landi, og næsta sumar lýkur verk- inu með tónleikum og plötuupp- töku í Færeyjum. Hægt er að bæta félögum við í allar raddir. Blómin úr garðinum Eitt af því sem Kór Langholts- kirkju stendur fyrir á afmælis- árinu er tónleikaröð þar sem fram koma söngvarar sem sprottið hafa upp úr þeim jarðvegi sem kór- starfið er. Fyrstu tónleikarnir voru í maí sl. þar sem Marta Hrafnsdóttir söng við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Fyrstu tónleikarnir á haustinu verða 14. september nk. þar sem Bergþór Pálsson mun syngja ásamt karlakvartett lög eftir laga- smiðinn Stephen Foster. Síðar í tónleikaröðinni koma svo Margrét Bóasdóttir, Björk Jónsdóttir, Harpa Harðardóttir, Þóra Ein- arsdóttir og Björn Jónsson sem munu flytja Ítölsku ljóðabókina eftir Hugo Wolf, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stefánsson munu flytja jóla- og aðventu- tónlist m.a. eftir Cornelius og J.S. Bach. Kvart- ettinn Út í vorið verður m.a. með í tónleikaröð- inni. Kammerkór Langholtskirkju er fimmtán manna kór. Kór- inn hreppti fyrstu verðlaun í flokki kammerkóra í alþjóðlegri kórakeppni í Danmörku fyrir ári og tók þátt í kórahátíðinni í Tampere sl. sumar þar sem hann hreppti ein gullverðlaun. Fyrsta verkefni vetrarins verður upptaka á sálmalagaplötu fyrir Skálholts- útgáfuna. Graduale Nobili er úrvalskór stúlkna sem hafa sungið með Gra- dualekórnum. Fjöldi kórfélaga er bundinn við 24 og er kórinn full- skipaður. Kórinn hefur hlotið margar viðurkenningar síðan hann var stofnaður fyrir tveimur árum. Á komandi vetri og næsta ári mun kórinn m.a. syngja í Jóns- messunæturdraumi eftir Mendels- sohn með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og verða fulltrúi Íslands á Norræna kirkjutónlistarmótinu í Danmörku. Gradualekór Langholtskirkju æfir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17–19. Kórinn er fyrir aldurshóp- inn 11–17 ára. Kórinn er nú í Finnlandi á „International Choral Sympaatti“-kórahátíðinni í Finn- landi. Á hátíðina er boðið sex af- burða barnakórum víðs vegar að úr heiminum. Skipulögð er viku tónleikaferð um Finnland auk sameiginlegra tónleika allra kór- anna í Lahti og Helsinki. Að ferð- inni lokinni verða elstu kórfélag- arnir að yfirgefa kórinn en kórfélagar eru á aldrinum 12–18 ára. Hægt er að bæta við í allar raddir er starfið hefst 11. sept- ember. Stjórnandi kóranna er Jón Stef- ánsson. Messías meðal verkefna í Langholtskirkju Jón Stefánsson Viðar Gunnarsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir SEPTEMBERTÓNLEIKAR Sel- fosskirkju eru að hefja göngu sína á nýjan leik og verða fyrstu tónleik- arnir í kvöld kl. 20.30. Orgel Selfoss- kirkju hljómar á öllum tónleikunum, sem eru fimm, enda verður upphaf þessarar tónleikaraðar rakið til stækkunar þess árið 1991. Á fyrstu tónleikunum leikur Glúmur Gylfa- son, organisti Selfosskirkju. Annan þriðjudag leikur Marco Lo Muscio frá Róm. 16. september leik- ur Rose Kirn, Hamborg. 23. septem- ber leika sellóleikarinn Gunnar Björnsson og Haukur Guðlaugsson orgelleikari. Björn Steinar Sólbergs- son rekur lestina á síðustu tónleik- unum, 30. september. Allir tónleikarnir byrja kl. 20.30 og eru innan við 50 mín. langir. September- tónleikar Selfosskirkju BENTÍNA Sigrún Tryggva- dóttir heldur námsstyrktartón- leika í Hafnarborg annað kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20. Bentína lauk 8. stigi við Söngskólann í Reykjavík síð- astliðið vor og mun halda til London í fram- haldsnám við The Royal College of Music nú í haust. Af þessu tilefni hefur Bentína fengið til liðs við sig vini og vandamenn til að skemmta tón- leikagestum með fjölbreyttri dagskrá. Þeir sem koma fram á tón- leikunum eru Ásgeir Páll Ágústson, Bentína Sigrún Tryggvadóttir, Elísabet Ólafs- dóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Margrét Eir, Monika Abend- roth, Ólafur Vignir Albertson, félagar úr Vox Femine, Þórunn Marinósdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Kynnir er Bjarni Snæbjörns- son. Á efnisskrá eru m.a. verk eft- ir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Ásgeirsson, Sigvalda Kaldalóns, Richard Strauss, Johannes Brahms, Saint-Saëns og Tsjajkovskíj. Námsstyrkt- artónleikar í Hafnarborg Bentína Sigrún Tryggvadóttir Frönskunámskeið hefjast 15. september innritun 1. til 13. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Viðskiptafranska. Lagafranska. Nýtt heimilisfang Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.