Morgunblaðið - 03.09.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.09.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Búdapest er nú orðin einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Hér getur þú valið um góð 3ja og 4ra stjörnu hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Búdapest í haust frá kr. 28.550 Fimmtudaga og mánudaga í október 3, 4 eða 7 nætur Verð kr. 28.550 Flugsæti til Búdapest, 20. okt. með 8.000.- kr. afslætti. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 39.950 Helgarferð, 2. október, Tulip Inn með morgunmat, m.v. 2 í herbergi, 4 nætur. Flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 26. sept. – 21 sæti 2. okt. – 29 sæti 6. okt. – 11 sæti 9. okt. – laust 13. okt. – uppselt 16. okt. – uppselt 20. okt. – laust 23. okt. – 19 sæti 27. okt. – laust 30. okt. – 39 sæti Síðustu sætin GÍSLI Pálsson, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, hefur ásamt Agnari Helgasyni, dokt- or í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri erfða- greiningu, rann- sakað erfðasögu ínúíta. Munnvatnssýn- um úr 350 ínúít- um á Cambridge Bay á Viktor- íueyju og nokkr- um stöðum á Grænlandi var safnað saman og hefur Agnar unnið að því að rannsaka DNA- samsetningu þeirra. Að sögn Gísla eru þetta yfirgripsmestu gögn sem vísindamenn hafa haft undir höndum um erfðasögu ínúíta fram að þessu. Stefnt er að því að birta niðurstöður rann- sóknarinnar á næstu mánuðum. „Þetta hefur verið tvö ár í und- irbúningi. Það var mjög flókið að afla tilskilinna leyfa, bæði hjá vísindasiðanefnd hér innanlands og hlutaðeigandi yfirvöldum í Kanada og Grænlandi, og var þess krafist að við færum á stað- inn og töluðum við heimamenn, bæjarráð og öldungaráð í Kan- ada, sem var forvitnileg og skemmtileg reynsla,“ segir Gísli. Gísli fór í apríl í fyrra til Kan- ada til að afla leyfa og semja við fólk sem annast sjálfa sýnatök- una. Samstarfsmenn á Græn- landi eru bæði læknar í Nuuk og Háskóli Grænlands. „Síðan gerðu heimamenn, bæði í Græn- landi og Kanada, þá kröfu að við kæmum aftur og skiluðum nið- urstöðum og við gerum ráð fyrir að fara í október og upplýsa fólk um hvað er í gögnunum.“ Fyrsta blöndun Gamla og Nýja heimsins? Meginmarkmið rannsóknar- innar er, að sögn Gísla, að öðlast yfirsýn yfir ferðir ínúíta um N- Ameríku í gegnum tíðina og skyldleika ólíkra hópa. „En um leið erum við að skoða hugs- anleg mót tveggja ólíkra mann- hópa, ínúíta sem fikruðu sig austur á bóginn og norrænna manna sem sigldu til Íslands og yfir til Grænlands og stofnuðu nýlendur þar. Á einhverju stigi mætast þessir mannhópar og það er spurning hvort hugsan- lega sé fyrsta blöndun Gamla og Nýja heimsins í kjölfar norrænu nýlendunnar á Grænlandi, eða síðar.“ Að sögn Gísla hafa Agnar Helgason og hann fóstrað hug- myndina í nokkurn tíma og koma að henni úr ólíkum áttum. Agnar er sérfræðingur í erfða- sögu og hefur m.a. skrifað marg- ar vísindagreinar um erfðasögu Íslands og doktorsritgerð um sama efni við Oxford-háskóla. Sjálfur kem ég að þessu úr annarri átt. Ég hef m.a. verið að skrifa ævisögu Vilhjálms Stef- ánssonar sem er að koma út í októberbyrjun.“ Ljóshærðir og bláeygðir ínúítar Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður öðlaðist heimsfrægð árið 1912 fyrir yfirlýsingar um að fólk sem hann hefði heimsótt og rannsakað á Viktoríueyju liti út öðruvísi en aðrir ínúítar og að ástæðan kynni að vera sú að um væri að ræða erfðablöndun ínúíta og norrænna manna úr nýlendunum á Grænlandi. „Það varð mikið fjaðrafok um svokall- aða ljóshærða og bláeygða ínúíta og fjölmiðlar ýktu þetta og skrumskældu en Vilhjálmur baðaði sig í sviðsljósinu. Það hefur löngum verið umdeilt, hvort þetta sé hugsanleg tilgáta eða út í hött og sýnist sitt hverj- um.“ Að sögn Gísla kunna niður- stöðurnar að snerta túlkun manna á afdrifum norrænu ný- lendunnar á Grænlandi sem lagðist af á 15. öld og enginn hefur fyllilega skýrt þrátt fyrir áratuga deilur. „Við teljum að rannsóknir á erfðaefni ínúíta í dag kunni að varpa nýju ljósi á þessa sögu, e.t.v. að prófa í eitt skipti fyrir öll hvort Vilhjálmur hafði rétt fyrir sér eða ekki,“ segir Gísli Pálsson. Erfðarannsóknir íslenskra vísindamanna á ínúítum og tengslum við norræna menn Gísli Pálsson Gætu varpað ljósi á hugs- anlegan skyldleika Agnar Helgason Umfangsmiklar rannsóknir á ferðum ínúíta um Norður-Ameríku og afdrifum norrænna manna á Grænlandi á miðöldum og hugsanlegum skyldleika og blöndun þessara hópa, gætu opnað nýja möguleika á túlkun á norrænni byggð á Grænlandi. NOTUÐ kornþreskivél, sem Bújöf- ur-Búvélar hf. flutti inn með ferj- unni Norrönu fyrir fimm korn- bændur í Vopnafirði, verður að sögn yfirdýralæknis snúið við sömu leið þar sem tilskilin leyfi voru ekki fyrir innflutningnum og vélin illa hreinsuð. Bændurnir eru ósáttir við þessa ákvörðun og segir einn þeirra að um „valdníðslu“ stjórn- valda sé að ræða. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir innflutningnum til landbúnaðarráðuneytisins. Því sé ekki hægt að veita undanþágu fyrir innflutningnum. Opinbert sótt- hreinsivottorð hafi reyndar fylgt vélinni en það sé einskis virði þar sem leyfi hafi vantað. Segir Halldór að vélin hafi að auki verið mjög illa hreinsuð. Korn hafi verið farið að spíra inni í henni og óhreinindi ver- ið mikil á sumum stöðum. „Veldur okkur milljónatjóni“ Kornþreskivélin kom með Nor- rönu frá Danmörku 21. ágúst sl. og átti að nota hana við fyrstu upp- skeru bændanna í Vopnafirði næstu vikurnar. Búið var að sá korni í 15 hektara lands við þrjá bæi. Helgi Sigurðsson, bóndi á Háteigi, segir þá félaga vera í miklum vanda tak- ist ekki að útvega þreskivél í tæka tíð. Búið sé að greiða Bújöfri- Búvélum fyrir vélina, sem kostað hafi um eina milljón króna. Óttast Helgi að 100 tonn af korni eyðilegg- ist ef ekki fáist tæki til að skera upp og þreskja. Slíkar vélar séu í fullri notkun á nálægum svæðum eins og í Þingeyjarsýslu og á Héraði. „Ef við fáum ekki vélina mun það valda okkur milljóna króna tjóni. Það getur farið svo að við þurfum að plægja kornið niður. Við teljum að um valdníðslu sé að ræða ef vélin verður stöðvuð,“ segir Helgi. Kornþreskivélin umdeilda sem staðið hefur óhreyfð á Seyðisfirði frá því að hún kom hingað til lands með ferjunni Norrönu 21. ágúst sl. Á neðri mynd- inni sést vel hvar kornið er farið að spíra inni í vélinni. Senda á kornþreskivél til baka með Norrönu Kornbændur í Vopnafirði óttast að 100 tonn af korni eyðileggist ÁÆTLAÐ er að Kárahnjúkavirkjun kosti tæplega 107 milljarða króna með virðisaukaskatti, 85,5 milljarða króna án virðisaukaskatts, að því er fram kemur á vefsíðu virkjunarinn- ar. Við þessa upphæð munu bætast 11 milljarðar vegna flutningsvirkja, þ.e. raflína og meðfylgjandi búnaðar frá virkjun að álveri Alcoa í Reyð- arfirði. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni eru dæmi um að verk- þættir hafi verið dýrari en ráð var fyrir gert og aðrir verið undir áætl- unum. Í heildina litið verði fram- kvæmdakostnaður nálægt upphaf- legri áætlun. Fengist hafa tilboð eða verið gengið frá samningum um 80% verk- legra framkvæmda við virkjunina. Tilboð í stöðvarhúsið var tæpum tveimur milljörðum yfir áætlun en tilboð í vélar og rafbúnað rúmum milljarði undir áætlun. Í áætluninni er reiknað með 9 milljörðum í „fyr- irséðan“ kostnað, rúmum 11 millj- örðum í „ófyrirséðan“ kostnað og 16 milljörðum í verk sem boðin verða út síðar. Stærstu liðir þar eru hliðar- stíflur við Kárahnjúk og Hrauna- veita. Kárahnjúkavirkjun Áætlaður kostnaður 107 millj- arðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.