Morgunblaðið - 03.09.2003, Side 21

Morgunblaðið - 03.09.2003, Side 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 21 Verið velkomin í verslun okkar á Þýskum dögum. Fjöldi tilboða og sérstök afsláttarkjör í ljósadeild. Þýskir dagar! Umboðsmenn um allt land. 69.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Aktionspreis (tilboðsverð) 8.900 kr. stgr. Farsími - A50 Aktionspreis (tilboðsverð) 79.900 kr. stgr. Þvottavél WXL 1241 Aktionspreis (tilboðsverð) OD DI HF K0 15 1 LANDSBÓKASAFN Íslands – há- skólabókasafn gengst fyrir málstofu í Þjóðarbókhlöðu kl. 16 á morgun, fimmtudag. Hún er í tengslum við sýningu safnsins Eins og í sögu – samspil texta og myndskreytinga í barnabókum 1910–2000. Erindi flytja: Margrét Tryggva- dóttir bókmenntafræðingur: Lestur upp á líf eða dauða; Þórarinn Eld- járn rithöfundur, Sigrún Eldjárn myndlistarmaður: Málmynd og myndmál og Andri Snær Magnason rithöfundur, Áslaug Jónsdóttir myndlistarmaður: Leiðin til bláa hnattarins. Málstofa í tengslum við barna- bækur Áslaug Jónsdóttir Þórarinn Eldjárn PÉTUR Már Gunnarsson myndlistarmaður opnar sýn- ingu sína Bréfasprengjur kl. 17 í dag, fimmtudag, í Galleríi Dvergi við Grundarstíg 21. Til sýnis og sölu verða heimagerð, borgaraleg vopn og ástarbréf, einskonar tilbrigði við Guern- icu Picassos. Þetta er önnur einkasýning Péturs Más. Pétur lauk B.A.-námi frá LHÍ árið 2002. Sýningin er opin fimmtudag til sunnudags k. 17–19, til 14. september. Borgaraleg verk í Gall- eríi Dverg TRÍÓ Reykjavíkur er nú að hefja sitt 14. starfsár í samvinnu við Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Tónleikaröðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrstu tónleikarnir verða sunnudag- inn 7. september og hefjast kl. 20. Á efnisskránni verður tríó í e-moll eftir Joseph Haydn og tríó í C-dúr eftir Jó- hannes Brahms. Að auki mun tríóið flytja Out og the Gothic North, píanó- tríó eftir John Speight. Verkið var samið fyrir hollenska tríóið Osiris og frumflutt þar í landi árið 1996. Tríó Reykjavíkur frumflutti verkið á Ís- landi vorið 1998, en gefur áheyrend- um nú kost á að heyra verkið aftur fimm árum síðar. John Speight hefur starfað á Ís- landi um áratuga skeið, sem tónskáld, söngvari og kennari. Hann er eitt af- kastamesta tónskáld hérlendis og hafa tónsmíðar hans vakið æ meiri at- hygli á undanförnum árum. Jólaóra- tóría hans hlaut góðar viðtökur bæði áheyrenda og gagnrýnenda og voru honum veitt Íslensku tónlistarverð- launin fyrir hana við síðustu úthlutun. Næstu tónleikar í röðinni verða hinn 16. nóvember og bera þeir yf- irskriftina Mozart að mestu. Þar mun Sigurður Yngvi Snorrason klarin- ettuleikari leggja tríóinu lið og eins og nafnið bendir til mun Mozart eiga þar stóran hlut að máli. Nýárstónleikarnir með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni verða á sínum stað hinn 25. janúar. Síðustu tónleikarnir verða síðan 28. mars. Þá verður frumflutt nýtt píanó- tríó eftir bandaríska tónskáldið Ger- ald Shapiro, en verkið er sérstaklega samið fyrir og tileinkað Tríói Reykja- víkur. Aðrir gestir á tónleikunum verða bandarísku hjónin, fiðluleikarinn og víóluleikarinn Almita og Roland Vamos, en þau eru heimsþekktir kennarar og flytjendur. Með þeim mun tríóið leika verk eft- ir Kodály og Dvorák. Morgunblaðið/Ásdís Tríó Reykjavíkur: Pétur Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Tríó Reykja- víkur að hefja 14. starfsárið LEIKFÉLAG Kópavogs heldur á leiklistarhátíðina Aidas í Litháen í lok september með sýninguna Grimmsævintýri. Af tilefninu býð- ur leikfélagið gestum að sjá fjór- ar sýningar í Félagsheimili Kópa- vogs á næstunni. Sú fyrsta annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20, sunnudaginn 7. sept. kl. 14 og laugardaginn 13. sept. kl. 14 og kl. 16.30. Sýningin var m.a. valin athygl- isverðasta áhugasýning ársins í fyrra og fór á fjalir Þjóðleikhúss- ins í kjölfarið. Einnig fékk hún sérstök verðlaun samtakanna Barna og bóka fyrir framlag til barnamenningar. Leikfélagið sýndi Grimms- ævintýri á leiklistarhátíð í Sví- þjóð í fyrra og í kjölfarið fékk fé- lagið boð um að koma með sýninguna til Rússlands, Hvíta- Rússlands og Litháens. Boðinu frá Litháen var tekið og heldur hópurinn þangað 24. september næstkomandi. Undanfarið hefur leikhópurinn verið að æfa sýn- inguna undir stjórn Ágústu Skúladóttur leikstjóra. Sýning LK samanstendur af fimm Grimmsævintýrum og er sagan af Hans og Grétu þeirra kunnust. Hin ævintýrin eru Gull- gæsin, Spunakerlingarnar þrjár, Hérinn og broddgölturinn og Herra Kuskan. Sjö leikarar taka þátt í sýningunni og auk þeirra eru á sviðinu tveir hljóðfæraleik- arar sem sjá um tónlist og leik- hljóð. Nánari upplýsingar um sýn- inguna er einnig hægt að fá á vef Leikfélags Kópavogs www.kop- leik.is. Grimm aftur á svið Grimmsævintýri í sýningu Leikfélags Kópavogs. VEGNA veikinda fiðluleikarans Maxims Vengerovs falla viðhafnar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, sem áttu að fara fram annað kvöld, niður. Miðarnir á tónleikana fást endurgreiddir í miðasölu Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir að það sé tap í öllum skilningi að þurfa að fella tónleikana niður. „Þetta er tap í listrænum skilningi fyrir okkur öll, að missa af þessum snillingi. Það er mikið tap fjárhags- lega, því við erum búin að leggja út fyrir ýmsum kostnaði, fyrir utan að þurfa að endurgreiða miða. Þar að auki verður búið að æfa hljómsveit- ina í eina viku, - tíma sem hefði verið hægt að nýta í annað hefði verið hægt að sjá þetta fyrir. Þetta er því áfall fyrir okkur.“ Þröstur segir hljómsveitina ekki tryggða fyrir áföllum af þessum toga, enda séu þau sjaldgæf. „Ég hef ekki spurst fyrir um það hjá trygg- ingarfélögunum, en sjálfsagt er hægt að kaupa tryggingu á ýmsu, - til dæmis rekstrartryggingu. Oft er það nú þannig að við vitum um forföll með meiri fyrirvara og þá er hægt að fá aðra til að hlaupa í skarðið. Það gerir maður ekki með svo litlum fyr- irvara, og alls ekki með nafn sem hefur sömu merkingu í hugum fólks og nafn Vengerovs.“ Þröstur segir að umboðsskrifstofu Vengerovs hafi verið tilkynnt að þennan skaða þyrfti að bæta upp með tónleikum, og er þegar farið að huga að dagsetningu síðar í vetur. „Vengerov er undir miklu álagi, og búinn að vera að spila stanslaust frá því hann var smákrakki. Hann ætlar að taka sér frí á næsta ári, og er þess vegna að keyra sig í botn á þessu ári. En við reynum allt sem við getum til að fá hann.“ „Tap í öllum skilningi“ Morgunblaðið/Golli Maxim Vengerov er veikur og leikur ekki hér á landi á morgun. Tónleikar Sinfóníunnar með Vengerov falla niður TÓNLEIKASKRÁ Salarins starfs- árið 2003–2004 er komin út og fjöl- breytt starfsemi Salarins í þann mund að hefjast að loknu sumarleyfi. Tónleikaskránni hefur verið dreift á öll heimili í Kópavogi, en einnig verð- ur hægt að nálgast skrána í Salnum, á bókasöfnum og víðar. Fyrirferðarmest er tónleikaröðin Tíbrá sem hefst laugardaginn 7. september, að venju á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og heiðursborgara Kópavogs, og teygir hún sig til 11. maí, en það er afmæl- isdagur bæjarins. Í Tíbrá eru að þessu sinni 44 tón- leikar með ólíkum viðfangsefnum og meðal flytjenda, sem eru yfir hundr- að á starfsárinu, er að finna marga listamenn í fremstu röð, íslenska og erlenda. Miðasala á alla tónleika í Tíbrá er í miðasölu Salarins. Tónleikaskrá Salarins komin út Sigfús Halldórsson Skattur á fyrirtæki nefnist ný hand- bók sem hefur að geyma um þúsund tilvitnanir í dóma og úrskurði skatt- yfirvalda hér á landi og Norðurlönd- unum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, héraðsdómslögmaður og for- stöðumaður skattasviðs endurskoð- unarfyrirtækisins Grant Thornton, skráði. Bókin skiptist í þrjá þætti. Fjallar fyrsti þáttur um hugtakið at- vinnurekstur, hvaða tekjur tilheyra honum og hvenær, það er, á hvaða ári atvinnurekanda telst hafa hlotnast þær. Í öðrum þætti ræðir svo um frá- drátt frá þessum tekjum. Bókinni lýk- ur svo á greinargerð um skattlagningu einstakra fyrirtækjaforma, svo sem hlutafélaga, sameignarfélaga og ein- staklingsfyrirtækja, og skattfrjálsa umbreytingu þeirra úr einu rekstr- arformi í annað. Útgefandi er þekkingarfélagið SkattVís, samlagsfélag. Ritið er 885 bls. Verð: 9.700 kr. agv@skattvis.is. Skattur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.