Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Spenna og
spaug
Verðlaunasaga Yrsu full af húm-
or og frásagnargleði | Listir 24
Verður með
í Hamborg
Hermann Hreiðarsson tilbúinn í slag-
inn gegn Þjóðverjum | Íþróttir 47
Allt er best
í hófi
Hófleg hreyfing er jafngóð og
mikil áreynsla | Daglegt líf 22
BANDARÍSKIR hermenn beittu skrið-
drekum og árásarþyrlum til að skjóta sér
leið út úr fyrirsátum í gær, er herflutn-
ingalestir hernámsliðsins í Írak urðu fyrir
árásum skæruliða á vegum úti, í héraði
súnní-múslima vestur af Bagdad. Að
minnsta kosti tveir hermenn biðu bana.
Þá var íröskum stjórnmálamanni –
sjíta-klerki sem á þátt í smíði nýrrar
stjórnarskrár Íraks – sýnt banatilræði í
fyrrinótt sem hann lifði naumlega af.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins
samþykktu í gær ályktun þar sem ein-
dregið er hvatt til þess að stjórnartaum-
arnir í Írak verði innan „raunhæfs“ frests
skilað í hendur lögmætrar, kjörinnar
stjórnar heimamanna. Og Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
að tillaga að nýrri ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um Íraksmálin yrði
lögð fram á næstu dögum.
Margra tíma bardagi
Að sögn vitna varð bandaríska herliðið
fyrir miklum skaða í fyrirsátarárásum
gærdagsins, sem gerðar voru með jarð-
sprengjum, sprengjuvörpum og hríð-
skotarifflum. Til átakanna kom norðvest-
ur af bænum Kalkiyah og nærri Fallujah.
Við Kalkiyah stóðu þau yfir í yfir fjóra
tíma.
Talsmenn Bandaríkjahers staðfestu að
tveir hermenn hefðu fallið í átökunum.
Sögðu þeir þrjá hafa særzt. Fjórtán Írak-
ar hefðu verið handteknir, og 92 aðrir í
áhlaupum á svæðinu norður af Bagdad.
Átökin hófust í gærmorgun, er sprengj-
ur sprungu sem komið hafði verið fyrir
þar sem bandarískar herbílalestir áttu
leið um, nærri bæjunum Habbaniyah og
Khaldiyah.
Hörð átök
setuliðs og
skæruliða
Khaldiyah, Bagdad. AP, AFP.
MEÐ því að lengja skólaár fram-
haldsskólanna um fimm kennslu-
daga og fækka prófadögum um
fimm á ári er hægt að stytta náms-
tíma til stúdentsprófs um eitt ár.
Það þýðir að kennsludagar á ári
verði 155 í stað 145 og skólaárið 180
dagar í stað 175. Heildarkennslu-
stundum til stúdentsprófs fækkar
úr 2.707 í 2.170 eða um 20%. Miðað
við núverandi fyrirkomulag verja
íslenskir nemendur tæplega 14%
fleiri klukkustundum í stúdents-
nám en ungmenni á hinum Norð-
urlöndunum. Breytingin myndi
hafa í för með sér sparnað upp á um
1,7 milljarða króna.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
menntamálaráðuneytisins sem
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra kynnti í gær. Hann segir
þetta grundvallarbreytingu á ís-
lensku menntakerfi sem ákvörðun
verði tekin um í lok ársins. Fyrst
mun fagfólk og fulltrúar hags-
munasamtaka koma að undirbún-
ingi málsins í starfshópum ráðu-
neytisins.
Samhliða hefur verið opnað um-
ræðuþing á vefnum menntagatt.is
sem er vettvangur skoðanaskipta
þeirra sem láta sig málið varða.
Starfshóparnir munu taka tillit til
athugasemda sem þar birtast, sem
er nýmæli við undirbúning stjórn-
arfrumvarps.
Styttist námstíminn um eitt ár
fækkar nemendum og hægt væri að
fækka stöðugildum kennara um
155 sem nemur um 12% af heild-
arfjölda framhaldsskólakennara í
febrúar 2002. Lenging skólaársins
og breytt fyrirkomulag kallar á
nýja kjarasamninga við kennara.
Þörf á húsnæði fyrir framhalds-
skóla myndi minnka sömuleiðis.
Mögulegur heildarsparnaður sök-
um þessa yrði um 1,7 milljarðar
króna á höfuðborgarsvæðinu, sem
myndi nást á allmörgum árum eða
jafnvel áratugum segir í skýrslunni.
Grófleg áætlun gerir ráð fyrir að
rekstrarkostnaður skólanna gæti
lækkað um tæp 18%.
Samstiga ung-
mennum í Evrópu
Menntamálaráðherra segir þó
ekki markmið með þessum tillögum
að draga úr útgjöldum ríkisins held-
ur að íslenskir nemendur séu sam-
stiga ungmennum í Evrópu og eigi
kost á þriggja ára undirbúnings-
námi fyrir háskóla. Þá útskrifist
samkeppnishæfir nemendur á
skemmri tíma en áður.
Spara má 1,7 milljarða með því að stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár
Skólaárið verði lengt og
prófdögum fækkað
Grundvallarbreyting/28–29
ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg-
ir tillögur um styttingu námstíma til stúdentsprófs þýða mikla vinnu af
hálfu kennarasamtakanna á næstunni.
Hún segir að tillögurnar snerti starfsfólk framhaldsskólanna faglega
og ekki síður nám nemenda.
Kjarasamningar kennara verða lausir í lok apríl á næsta ári. Elna
Katrín segir deginum ljósara að þrátt fyrir að talað sé um þriggja ára
undirbúningstíma þurfi að taka næsta skrefið í komandi kjarasamn-
ingum, komi þessar breytingar til framkvæmda.
Verði rætt í komandi samningum
VILLTUR þorskur forðast þær slóðir í
sjónum þar sem lyktar gætir frá laxeld-
iskvíum. Þetta er niðurstaða nýrrar
norskrar rann-
sóknar.
Eftir því sem
greint er frá í
Óslóarblaðinu
Aftenposten
hafa vísinda-
menn við fiski-
fræðistofnunina
Fiskeriforskning komizt að því, að villtur
þorskur forðist að synda nálægt laxeld-
iskvíum, sem nú orðið er að finna í ótal-
mörgum fjörðum norsku strandlengj-
unnar.
Segir í niðurstöðum rannsóknarinnar,
að eldiskvíarnar raski náttúrulegum
gengdarleiðum þorsksins. Margar til-
raunir í tilraunastöð Fiskeriforskning-
stofnunarinnar í Tromsö í Norður-
Noregi hafi sýnt að villtur þorskur, ung-
fiskur sem fullþroskaður, forðist sjó þar
sem „eldislaxlyktar“ gæti. Frekari rann-
sóknir eru þó nauðsynlegar áður en hægt
verður að fullyrða með vissu um spillandi
áhrif eldiskvía á hefðbundna fiskigengd.
Villtur þorskur
forðast lyktina
frá laxeldi
BREZKI ævintýramaðurinn David Hempleman-
Adams varð í gær fyrstur manna til að fljúga einsam-
all yfir Atlantshaf í opnum tágakörfu-loftbelg. Hann
fagnar hér eftir að hafa lent heilu og höldnu á túni
nærri Blackpool á NV-Englandi undir kvöld í gær,
eftir rúmlega þriggja sólarhringa flug frá Sussex í
New Brunswick-fylki í Kanada. Metflugið tók ná-
kvæmlega 83 tíma, 14 mínútur og 35 sekúndur.
Þetta var þriðja atlaga Hempleman-Adams að
slíku Atlantshafsflugi. Meðal rauna sem hann lenti í
á leiðinni var hagl- og snjóhríð og hljóðmúrshvellur
– eða öllu heldur -skellur – frá Concorde-þotu, sem
skall á loftbelgnum með látum, í 4.200 metra hæð.
Reuters
Á opnum tágakörfuloft-
belg yfir Atlantshaf
Fékk skell frá hljóðmúrs-
rofi Concorde-þotu
David Hempleman-Adams í loftbelgskörfunni.
FYRRVERANDI forsætisráðherra
Frakklands, Alain Juppé, kom fyrir
dómara í París í
gær er þar hófust
réttarhöld sem
standa munu í
þrjár vikur og
varpa eiga ljósi á
meinta ólöglega
fjármálaumsýslu í
flokki Jacques
Chiracs forseta
fram á miðjan síð-
asta áratug. Chir-
ac var þá borgarstjóri í París.
Juppé var forsætisráðherra á ár-
unum 1995–1997 og er einn nánasti
ráðgjafi Chiracs. Juppé er þekktastur
27 manna sem eru sakborningar í
málinu – flestir eru starfsmenn
flokksins eða kaupsýslumenn – en
það snýst um greiðslur frá borgaryf-
irvöldum og einkafyrirtækjum sem
greiddu laun fjölda starfsmanna
flokks Chiracs, RPR.
Chirac er sjálfur rækilega flæktur í
málið vegna skjals sem ber undir-
skrift hans, en sem forseti nýtur hann
friðhelgi frá saksókn. Engu að síður
mun réttarhaldið vekja spurningar
um hversu mikið hann vissi um meint
svindl, sem formaður flokksins.
Niðurstaða málsins mun hafa mikil
áhrif á feril Juppés, sem er formaður
flokksbandalagsins UMP, er fylgir
Chirac að málum, og borgarstjóri í
Bordeaux. Hann hefur verið nefndur
sem hugsanlegur arftaki Chriacs á
forsetastóli, en verði hann fundinn
sekur um að hafa „notið ólöglegra
fríðinda“ á hann yfir höfði sér allt að
fimm ára fangelsi.
Juppé
fyrir rétti
í París
París. AFP.
Alain Juppé
♦ ♦ ♦