Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 2
ÞAÐ getur reynst erfitt að mála ut-
anhúss í haustrigningum og vindi,
að ekki sé talað um í roki, en þess-
um málara tókst ætlunarverkið á
húsi við Laugaveginn í Reykjavík.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hann lét utanaðkomandi áhrif ekki
trufla sig við nákvæmnisverkið og
einbeitti sér að því sem mestu máli
skipti, að mála gluggapóstana fyrir
veturinn.
Póstar málaðir
fyrir veturinn
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL SPARNAÐUR
Með því að lengja skólaár fram-
haldsskólanna um fimm kennslu-
daga og fækka prófadögum um
fimm á ári er hægt að stytta náms-
tíma til stúdentsprófs um eitt ár.
Það þýðir að kennsludagar á ári
verði 155 í stað 145 og skólaárið 180
dagar í stað 175. Heildarkennslu-
stundum til stúdentsprófs fækkar úr
2.707 í 2.170 eða um 20%. Breytingin
myndi hafa í för með sér sparnað
upp á um 1,7 milljarða króna.
Fjárfesting í Finnlandi
Kaupþing Búnaðarbanki hefur
eignast 30,35% hlutafjár í finnska
fjárfestingarfélaginu Norvestia Oyj.
Kaupþing Búnaðarbanki fer með
54,44% atkvæðisréttar í félaginu og
greiðir fyrir Norvestia með útgáfu
33,2 milljóna nýrra hluta, en and-
virði kaupanna er um 5,5 milljarðar
króna.
Juppé fyrir dómara
Fyrrverandi forsætisráðherra
Frakklands, Alain Juppé, kom fyrir
dómara í París í gær er þar hófust
réttarhöld sem standa munu í þrjár
vikur og varpa eiga ljósi á meinta,
ólöglega fjármálaumsýslu í flokki
Jacques Chiracs forseta fram á
miðjan síðasta áratug. Chirac var þá
borgarstjóri í París. Juppé var for-
sætisráðherra á árunum 1995–1997
og er einn nánasti ráðgjafi Chiracs.
Alþjóðleg skákhátíð
Skákfélagið Hrókurinn gengst
fyrir alþjóðlegri skákhátíð á Suður-
landi 28. október til 7. nóvember.
Tvö sterk skákmót verða á Hótel
Selfossi og er annað þeirra eitt
sterkasta skákmót sem haldið hefur
verið á Íslandi. Friðrik Ólafsson
verður verndari mótsins og Daninn
Bent Larsen skákskýrandi.
Setning Alþingis
Alþingi Íslendinga, 130. löggjaf-
arþing, kemur saman á morgun,
miðvikudag. Þingsetningin fer venju
samkvæmt fram í Alþingishúsinu að
lokinni guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni. Þingið er annað þingið eftir al-
þingiskosningarnar í vor. Það kom
saman í sumar skömmu eftir kosn-
ingarnar.
Átök í Írak
Bandarískir hermenn beittu
skriðdrekum og árásarþyrlum til að
skjóta sér leið út úr fyrirsátum í
gær, er herflutningalestir hernáms-
liðsins í Írak urðu fyrir árásum
skæruliða á vegum úti, í héraði
súnní-múslima vestur af Bagdad. Að
minnsta kosti einn hermaður beið
bana.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 12 Íþróttir 37
Erlent 14/15 Minningar 32/36
Höfuðborgin 17 Bréf 40
Akureyri 18 Dagbók 42/43
Suðurnes 19 Kvikmyndir 52
Landið 21 Fólk 48/53
Daglegt líf 22/23 Bíó 50/53
Listir 24/25 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
LÍFSHORFUR krabbameinssjúk-
linga í 22 Evrópulöndum eru einna
bestar hjá sjúklingum á Norðurlönd-
um og kemur Ísland vel út miðað við
hin norrænu löndin. Til dæmis var Ís-
land í efsta sæti varðandi horfur sjúk-
linga með magakrabbamein. Þá var
Ísland einnig mjög ofarlega varðandi
horfur fyrir krabbamein í leghálsi,
brjóstum og blöðruhálskirtli og í efsta
sæti hvað varðar lífshorfur barna með
krabbamein.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
sem náði til 22 landa í Evrópu en að
henni standa 56 krabbameinsskrár í
þessum löndum. Bornar voru saman
fimm ára lífshorfur krabbameins-
sjúklinga miðað við horfur jafnaldra í
hverju landi. Náði rannsóknin til 1,8
milljóna fullorðinna og tæplega 24
þúsund barna sem greindust á árun-
um 1990 til 1994 og var þeim fylgt eft-
ir til 1999.
Laufey Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélags Íslands, er
fulltrúi Íslands í verkefninu. Segir
hún tilgang rannsóknarinnar að
kanna mismunandi lífshorfur krabba-
meinssjúklinga hjá hinum ýmsu Evr-
ópuþjóðum og öðlast skilning á orsök-
um þess með samanburði á
aðdraganda greiningar og meðferð til
að unnt sé að ráðast í umbætur þar
sem þörf krefur.
Laufey segir horfur krabbameins-
sjúklinga mjög mismunandi milli
landanna. Þær séu bestar á Norður-
löndunum, nokkuð góðar í Austurríki,
Frakklandi, á Spáni og í Sviss en lé-
legar í löndum Austur-Evrópu, Dan-
mörku, Bretlandi og fremur lélegar í
Portúgal og á Möltu. „Almennt hafa
horfurnar batnað talsvert frá því
Eurocare-rannsóknin hófst, á árunum
1983 til 1985, en minnst í löndum
Austur-Evrópu,“ segir Laufey og
bendir á að mikill munur sé milli ein-
stakra meina. „Þannig eru horfur alls
staðar góðar fyrir krabbamein í vör,
eistum og skjaldkirtli, einnig fyrir
sortuæxli og Hodgkins-sjúkdóm en
horfurnar eru lakari fyrir krabbamein
í lungum, brisi og lifur. Þá höfðu kon-
ur alls staðar betri horfur en karlar.“
Laufey segir að horfur séu almennt
verri eftir því sem meinin greinist á
hærra stigi og að það skýri stóran
hluta af mismunandi horfum milli
landa fyrir krabbamein í meltingar-
vegi, brjóstum, skjaldkirtli og sortu-
æxli í húð. „Fyrir mein í þvagrás og
blöðruhálskirtli var skýringa á mun-
inum einkum að leita í ólíkum grein-
ingaraðferðum og fyrir mein þar sem
til er árangursrík lyfjameðferð, eins
og krabbamein í eistum og Hodgkins-
sjúkdóm, var lítill munur milli land-
anna.“
Laufey tekur fram að vegna fá-
mennis séu niðurstöðurnar stundum
ónákvæmar fyrir Ísland.
Horfur barna með krabba-
mein einna bestar á Íslandi
„VIÐ erum afskaplega stoltir af
því að fimm ára lífslíkur skuli
áfram vera með því besta sem
gerist í Evrópu,“ segir Sigurður
Björnsson, sérfræðingur í
krabbameinslækningum, um
niðurstöður rannsóknar
krabbameinsskránna.
Sigurður segir að margir
þættir stuðli að þessum árangri.
Nefnir að margir sjúkdómar
greinist tiltölulega snemma hér
og nánast allir sjúklingar sem
greinist með krabbamein eigi
völ á meðferð. Þá séu lífsgæði
mikil og heilbrigðisþjónusta
góð. Sigurður nefnir sér-
staklega að Íslendingar standi
vel varðandi krabbamein í
blöðruhálskirtli þar sem 76%
líkur séu á að sjúklingur sé á lífi
eftir fimm ár, á móti til dæmis
40% í Danmörku, en tekur fram
að það þurfti ekki endilega að
endurspegla lífslíkur. Eins séu
horfur hér bestar varðandi leg-
hálskrabbamein vegna öflugs
leitarstarfs.
Hins vegar telur hann að hér
mætti standa betur að málum
varðandi ristilkrabbamein, þar
séu íslenskir karlar fyrir neðan
meðallag í Evrópu samkvæmt
þessari rannsókn. Sumar þjóðir
hafi náð góðum árangri á því
sviði með leitarstarfi.
Áfram með því besta
VINNUMÁLASTOFNUN hefur
farið þess á leit við Impregilo að
fulltrúi stofnunarinnar fái að vera
viðstaddur útborgun launa til starfs-
manna Tecnoservice en þeir eiga að
taka við fyrstu greiðslu launa á morg-
un, 1. október. Fer Vinnumálastofn-
un fram á að Impregilo svari beiðn-
inni eigi síðar en á hádegi í dag.
Starfsmenn Vinnumálastofnunar
vinna nú að því að yfirfara gögn um
launagreiðslur til erlendra starfs-
manna sem starfa við uppsetningu
vinnubúða á vegum Impregilo á
Kárahnjúkasvæðinu og segir í til-
kynningu stofnunarinnar að verið sé
að kanna hvort þær upplýsingar sem
þar er að finna um launakjör erlendu
starfsmannanna reynist fullnægj-
andi.
Enn nokkur atriði
sem standa út af
Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar í samráðsnefnd um virkjanasamn-
ing við Kárahnjúkavirkjun áttu
óformlegan fund með lögmanni
Impregilo í gær en stefnt er að því að
halda formlegan fund í samráðs-
nefndinni í dag sem fulltrúar bæði at-
vinnurekenda og verkalýðshreyfing-
arinnar sitji. Þorbjörn Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Samiðnar,
sem sæti á í samráðsnefndinni, segir
að stefnt sé að því að leysa ágrein-
ingsefnin. „Það er alveg klárt en það
er auðvitað ekki samkomulag um allt
en vinnulagið er að klára málin. Að
mínu viti liggur málið nokkuð ljóst
fyrir. Það eru þarna tvö þrjú atriði
sem við þurfum að ná saman um en
að öðru leyti hafa menn lagt málið
nokkuð vel niður fyrir sig.“
Þorbjörn segir ferlið nokkuð flók-
ið, menn ræði saman fyrir sunnan,
síðan þurfi að senda upplýsingar
austur að Kárahnjúkum og þaðan
fari þær síðan til Mílanó þaðan sem
svör séu send til Íslands. Þetta taki
því allt nokkurn tíma þar sem allar
stærri ákvarðanir séu teknar í Míl-
anó. „Þetta er því ekki einfalt í fram-
kvæmd.“
Aðspurður um ágreiningsatriði
segir Þorbjörn að verið sé að skoða
hvar laun séu greidd. Það standi
mest í mönnum en lögmenn muni
setjast yfir það mál í dag. Þorbjörn
segist telja það æskilegt að öll laun
starfsmanna verði greidd á Íslandi en
nokkuð erfitt virðist að ná sátt um
það mál, m.a. vegna þess að starfs-
menn á vegum starfsmannaleiga séu
í ráðningarsambandi erlendis.
Í fréttatilkynningu Vinnumála-
stofnunar segir að fjallað verði um
launamál erlendra starfsmanna á
fundi samstarfsnefndar á föstudag
en í henni eiga sæti fulltrúar félags-
málaráðuneytis, Vinnumálastofnun-
ar, ASÍ, SA og Útlendingastofnunar.
„Mun nefndin m.a. fjalla um fyrir-
komulag á afgreiðslu þeirra umsókna
um atvinnuleyfi sem nú bíða af-
greiðslu og þeirra sem eiga eftir að
berast vegna framkvæmdanna við
Kárahnjúka,“ segir í tilkynningu
Vinnumálastofnunar.
Vilja fá að
fylgjast með út-
borgun launa
ATHUGUN lögreglunnar á Eg-
ilsstöðum á vinnuvélarétt-
indum starfsmanna við Kára-
hnjúkavirkjun hefur leitt í ljós
að sex erlendir starfsmenn
voru ekki með tilskilin vinnu-
vélaréttindi, svo sem á jarð-
ýtur, hjólaskóflur og slík tæki.
Mega þeir búast við sektum ef í
ljós kemur við nánari rannsókn
hjá sýslumanni að háttsemi
þeirra reynist refsiverð. Við at-
hugun lögreglunnar kom enn-
fremur í ljós að í tveimur til-
vikum höfðu menn ekki
tilskilin réttindi til að flytja
hættulegan farm. Þurfa menn
að uppfylla svokallaðar ADR-
reglur til þess. Einnig var gerð
athugasemd við geymslu á
sprengiefni sem fannst eftir-
litslaust á vörubílspalli, en ís-
lenskt fyrirtæki mun bera
ábyrgð á sprengiefninu.
Alls voru gerðar 13 skýrslur
á málin og heldur rannsókn
áfram hjá sýslumanni.
Sumir
starfsmenn
án vinnu-
vélaréttinda