Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 11
„ÞAÐ ER erfitt að fá vinnu og var
það sérstaklega þegar ég var að
leita sem mest að vinnu fyrir hálfu
ári,“ segir Sigmundur S. Jónsson,
19 ára, sem starfar á trésmíða-
verkstæði Fjölsmiðjunnar. Í sama
streng tekur Silja Hanna Guð-
mundsdóttir, 17 ára, úr Breiðholti.
Hún starfar nú í mötuneytinu í
Fjölsmiðjunni enda segist hún hafa
mikinn áhuga á matreiðslu. Þau
segjast bæði hafa fengið vinnu í
Fjölsmiðjunni í gegnum vinnu-
miðlun en Silja bendir á að hún
hafi fyrst heyrt um Fjölsmiðjuna
og þá starfsemi sem þar fer fram í
fjölmiðlum. „Ég var búin að vera á
atvinnuleysisbótum í tvo mánuði
áður en mér var bent á Fjölsmiðj-
una og núna hef ég verið hér í
rúma fimm mánuði,“ segir Sig-
mundur. Silja hefur verið skemur í
vinnu hjá Fjölsmiðjunni eða í fjór-
ar vikur.
„Mig langaði að prófa þetta,“
segir Sigmundur spurður um
ástæður þess að hann ákvað að
fara í vinnu í Fjölsmiðjunni og Silja
segir það sama eiga við um sig.
„Það er mjög gaman að vinna
með jafnöldrum sínum, það eru fín-
ir krakkar hérna, góður félags-
skapur,“ segir Silja. Sigmundur er
sammála. „Það að vinna með jafn-
öldrum er aðallega það sem er
skemmtilegt við þetta,“ útskýrir
hann og segir hópinn samheldinn.
Sigmundur segir vinnuna á tré-
smíðaverkstæðinu fjölbreytta og
nefnir sem dæmi að undanfarið
hafi starfsmennirnir verið að setja
saman sumarhús og klæða þau.
„En það eru líka mörg önnur verk-
efni sem tengjast tré.“ Hann hafði
ekki áður komið nálægt smíðum en
segist hafa fengið góða leiðsögn á
trésmíðaverkstæðinu. „Ég veit það
ekki, kannski,“ svarar hann spurð-
ur um hvort hann vilji verða smið-
ur í framtíðinni en játar að áhugi
sinn á greininni sé nú kveiktur.
Silja segir sömuleiðis nóg að
gera í eldhúsinu en starfsmenn-
irnir þar sjá um morgunmat og há-
degismat. „Ég hef mikinn áhuga á
matreiðslu og hef kannski áhuga á
að læra hana,“ segir Silja. „En það
kemur mjög margt annað líka til
greina.“
Silja og Sigmundur stefna bæði
að því að fara í nám fljótlega, Sig-
mundur hyggst hefja framhalds-
nám til stúdentsprófs um áramótin
og Silja á eftir að gera upp við sig
hvað hún vilji læra. Þau nýta sér
bæði það nám sem boðið er upp á í
Fjölsmiðjunni sem þau segja góðan
undirbúning fyrir frekara nám.
Silja Hanna Guðmundsdóttir og Sigmundur S. Jónsson vinna í Fjölsmiðjunni
Skemmti-
legt að
vinna með
jafnöldrum
Silja Hanna Guðmundsdóttir vinn-
ur í mötuneyti Fjölsmiðjunnar.
Sigmundur S. Jónsson er að sögn kunnugra listasmiður en hann starfar á
trésmíðaverkstæði Fjölsmiðjunnar og segist kannski vilja verða smiður.
FJÖLSMIÐJAN er sjálfs-
eignarstofnun þar sem
starfrækt er verkþjálf-
unar- og framleiðslusetur
fyrir ungt fólk á aldrinum
16–24 ára, sem hætt hefur
námi og ekki fótað sig á
vinnumarkaði. Hugmyndin
er fengin frá dönsku „Pro-
duktion“-skólunum, en slík
starfsemi þekkist víða í
Evrópu þótt Danir séu
taldir fremstir á þessu
sviði. Hefur Fjölsmiðjan
átt mjög gott samstarf við
slíkan skóla í Óðinsvéum,
og þegið þaðan góð ráð.
Markmiðið er að bjóða fjöl-
þætta verkþjálfun og
fræðslustarfsemi því unga
fólki er þar starfar og
greiða fyrir störf þeirra
sem svarar til atvinnuleys-
isbóta. Þar vinna um 40
nemar í 7–10 manna verk-
deildum undir verkstjórn
fagfólks. Eftirtaldar deildir
eru í boði: Trésmíðadeild,
hússtjórnar- og mat-
reiðsludeild, tölvu- og
prentdeild og bílaþvotta-
deild.
Fjölsmiðjan er líka þjálf-
unar- og endurhæfing-
arstaður fyrir ungt fólk,
sem þarf undirbúning fyrir
frekara nám eða störf.
Hún er ekki meðferð-
arstofnun, heldur hentugur
vinnustaður fyrir ungt fólk
sem er að fóta sig að nýju
úti á lífsins vegum eftir
áföll. Það getur skipt um
verkdeild eftir að það hef-
ur störf, ef því sýnist
önnnur deild áhugaverðari
en sú er þeir völdu í upp-
hafi. Framleiðsla og þjón-
usta Fjölsmiðjunnar er
seld á markaði og tekj-
urnar standa undir hluta
af þeim kostnaði sem hlýst
af rekstri hennar.
Fjölsmiðjan var formlega
stofnuð 15. mars árið 2001.
Stofnendur eru félagsmála-
ráðuneytið/Vinnu-
málastofnun, Rauði kross
Íslands, Reykjavíkurborg,
Hafnarfjarðarbær, Kópa-
vogsbær, Seltjarn-
arnesbær, Mosfellsbær,
Garðabær og Bessa-
staðahreppur. Mennta-
málaráðuneytið stuðlaði
einnig að stofnun Fjöl-
smiðjunnar og á fulltrúa í
stjórn hennar.
V
IÐ erum ekki meðferð-
arúrræði heldur vinnu-
staður fyrir ungt fólk.
Við erum kannski svo-
lítið öðruvísi vinnu-
staður að því leyti að þegar mæting
starfsmannanna er orðin góð, þeir
farnir að ná tökum á vinnunni og
geta látið sér lynda við samstarfs-
fólkið, sem við teljum mjög mik-
ilvægt, viljum við losna við þá,“ seg-
ir Þorbjörn Jensson, forstöðumaður
Fjölsmiðjunnar í Kópavogi, þriggja
ára tilraunaverkefnis sem byrjaði
fyrir rúmum tveimur árum. Í júlí á
næsta ári verður árangur starfsins
metinn og ákvörðun um framhaldið
tekin.
Þorbjörn segist stoltur af unga
fólkinu sem sótt hefur vinnu í Fjöl-
smiðjunni á þessum tíma. Um 40
ungmenni á aldrinum 16-24 ára
vinna þar að jafnaði. Þau eiga það
sammerkt að hafa flosnað upp úr
skóla og vinnu af ýmsum ástæðum.
Þorbjörn segir að stutt sé við
bakið á ungmennunum með ýmsum
hætti í Fjölsmiðjunni. Þar sé
strangt eftirlit með mætingu og ár-
angri og þegar krakkarnir standa
sig vel er þeim umbunað með ýms-
um hætti. „Við reynum að vera vinir
þeirra og þau geta leitað til okkar í
fullum trúnaði með ýmis mál,“ út-
skýrir hann en sjö manna starfslið
er unga fólkinu innan handar á
vinnusetrinu. Hann leggur áherslu
á að í gegnum vinnu og nám sé
sjálfstraust þeirra byggt upp en
margir séu nú ekki borubrattir er
þeir hefji störf í Fjölsmiðjunni.
Hann bendir á að oft hafi ungmenn-
in sótt um fjölmörg störf, en íslensk
fyrirtæki virðast hafa tamið sér að
svara ekki einu sinni starfs-
umsóknum. Það skilur umsækj-
endur eftir í óöryggi og getur haft
slæmar afleiðingar á ungt fólk sem
ekki er fullt sjálfstrausts fyrir.
Fjölsmiðjan á sér danska fyr-
irmynd en hugmyndin var þó út-
færð og aðlöguð að íslenskum að-
stæðum. Margskonar starfsemi fer
þar fram og eru fyrirtæki og stofn-
anir jafnt sem einstaklingar í hópi
dyggra viðskiptavina.
Smíðað, bónað,
prentað og eldað
Á trésmíðaverkstæðinu sem er
vel tækjum búið er smíðað allt frá
gluggakörmum upp í sumarhús. Þá
er rekin bón- og bílaþvottastöð þar
sem vandvirknin er höfð ofar öllu að
sögn Guðmundar Þorsteinssonar,
sem hefur umsjón með þvottastöð-
inni. „Við viljum frekar skila góðri
vinnu heldur en flýta okkur,“ segir
hann og blaðamaður sannfærist er
hann sér ungan mann bóna af mik-
illi varfærni. Í prent- og tölvudeild-
inni fást ungmennin við ýmis verk-
efni tengd tölvum, frágang á
ýmsum verkum, prenta á plastkort,
gorma bæklinga og ljósrita svo fátt
eitt sé nefnt. Vörum frá Heilsuhús-
inu er pakkað á annarri starfsstöð í
húsinu og þá vinna ungmennin
einnig í mötuneytinu sem starfsfólk
Landspítala - háskólasjúkrahúss
sækir.
Kennari starfar í Fjölsmiðjunni
og geta ungmennin ráðið því hvort
þau stundi nám hluta vinnutímans.
Guðlaug Teitsdóttir kennari segir
að mörg þeirra ákveði í kjölfarið að
hefja nám í framhaldsskóla að
hausti eða um áramót.
Ungmennin geta einnig fengið út-
rás fyrir listsköpun sína og víða má
sjá listaverk á veggjum sem ung-
mennin hafa sjálf unnið.
Gistihús og útgerð
Þorbjörn segist sjá enn frekari
uppbyggingu Fjölsmiðjunnar fyrir
sér verði áframhald á verkefninu.
Hann bendir t.d. á þann möguleika
að reka gistiheimili í gamla Holds-
veikraspítalanum sem er rétt hjá
Fjölsmiðjunni. Þá segir hann hug-
myndir um útgerð enn lengra á veg
komnar. „Við erum sjávarútvegs-
þjóð og því væri útgerð alveg til-
valin,“ segir hann.
Ungmennin starfa mislengi hjá
Fjölsmiðjunni. Er þau eru komin á
rétt ról aðstoðar starfsfólkið þau við
að sækja um vinnu annars staðar.
Þorbjörn segir reynsluna af
starfseminni góða og sífellt sé betri
árangur að nást. Um 80% þeirra
sem sótt hafa þar vinnu og „útskrif-
ast“ hafa annaðhvort farið í skóla
eða fengið vinnu annars staðar.
Hann segir það sparnað fyrir fé-
lagsmálayfirvöld og sveitarfélögin
til lengri tíma litið að krakkarnir
vinni í Fjölsmiðjunni í stað þess að
vera á bótum sem eru örlítið lægri
en atvinnuleysisbæturnar sem laun
ungmennanna í Fjölsmiðjunni mið-
ast við.
Þó að vel sé stutt við bakið á
Fjölsmiðjunni og tekjur af starf-
seminni séu þó nokkrar má betur
gera ef duga skal. Fjölmörgum um-
sækjendum þarf að vísa frá þar sem
vinnusetrið getur ekki haft nema 40
ungmenni í vinnu á hverjum tíma.
Þorbjörn bendir á að ávinningurinn
af starfinu sé mikill og margskonar.
Hann segist hafa séð margt ung-
mennið springa út og blómstra í
Fjölsmiðjunni, sem ekki verður
metið til fjár.
Vinnusetrið Fjölsmiðjan í Kópavogi hefur 40 ungmenni í vinnu í margs konar störfum
Morgunblaðið/Þorkell
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir árangur af starfinu góðan. Kringum 80% þeirra sem
stundað hafa þar vinnu hingað til hafa í kjölfarið fengið vinnu á almennum vinnumarkaði eða farið í skóla.
Ungt fólk
búið undir
almennan
vinnumarkað
Í Fjölsmiðjunni í Kópavogi starfar ungt fólk
sem hefur hætt námi og ekki náð að fóta sig á
almennum vinnumarkaði. Sunna Ósk Loga-
dóttir kíkti í heimsókn og komst að því að með
því að byggja upp sjálfstraust ungmenna í
gegnum vinnu og nám er heilmargt unnið.
Markmið
Fjölsmiðj-
unnar