Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 14
RUTH og Charles Miller stilla sér upp fyrir
framan skóhúsið sem þau eru nýbúin að selja
eftir að hafa verið eigendur þess og umsjón-
armenn. Nú vilja þau leggjast í ferðalög. Þau
bjuggu ekki í húsinu, þótt það sé vel íbúðar-
hæft; þar eru þrjú svefnherbergi, tvö bað-
herbergi, eldhús og dagstofa.
Skóhúsið stendur við Shoe House Road
(Skóhúsveg) í bænum Hellam í Pennsylvaníu
í Bandaríkjunum. Það var byggt 1948 og er
dæmi um svonefndan „vörumerkisarkitekt-
úr“, þ.e., byggingar sem bera svip af þeirri
starfsemi sem fer fram innandyra. Meðal
slíkra húsa, sem nú eru talin til furðufyrir-
bæra frá liðinni tíð, eru Kaffibollaveitinga-
húsið í Bedford í Pennsylvaníu, Stóra öndin í
Flanders í New York, skeljarlaga Shell-
bensínstöð í Winston-Salem í Norður-
Karólínu og pylsulaga pylsuvagn í Los Ang-
eles-borg í Kaliforníu. AP
Skóhúsið
selt
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GORDON Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, hélt eldmóðsræðu við
setningu flokksþings brezka Verka-
mannaflokksins í
Bournemouth í
gær; brýndi hann
flokkssystkin sín
að láta ekki ólgu-
sjó síðustu miss-
era hagga trúnni á
getu flokksforyst-
unnar til góðra
verka í ríkisstjórn.
Var ræðan af
mörgum stjórnmálaskýrendum talin
undirstrika að Brown geri tilkall til
þess að verða eftirmaður Tonys
Blairs forsætisráðherra þegar að því
kemur að hann láti af embætti. Vin-
sældir Blairs hafa verið á hraðri nið-
urleið í skoðanakönnunum frá því í
vor. Samkvæmt könnun í Daily Tele-
graph í gær eru nú 74% kjósenda
óánægð með frammistöðu ríkisstjórn-
arinnar. 70% sögðu Blair vera „dott-
inn úr sambandi við venjulegt vinn-
andi fólk“ og 54% að það hefði verið
rangt að taka þátt í Íraksstríðinu.
Blair flytur ræðu á þinginu í dag.
Brown
brýnir
flokkinn
Bournemouth. AFP.
Gordon Brown
STUÐNINGSMENN Kyoto-bókun-
arinnar urðu fyrir vonbrigðum í gær
þegar Vladímír Pútín, forseti Rúss-
lands, skýrði frá því að rússnesk
stjórnvöld hefðu ekki enn ákveðið
hvort þau ættu að fullgilda bókunina.
Hún getur ekki tekið gildi nema
Rússar fullgildi hana.
117 ríki hafa fullgilt Kyoto-bók-
unina frá 1997 við loftslagssáttmála
Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir
vegna vaxandi hita í andrúmsloftinu
en bókunin getur aðeins tekið gildi ef
hún er fullgilt af a.m.k. 55 ríkjum
sem báru ábyrgð á a.m.k. 55% af
koltvísýringslosun iðnríkjanna árið
1990. Ríkin 117 bera ábyrgð á 44,2%
losunarinnar. Þar sem Bandaríkja-
menn, sem standa á bak við 36,1% af
losuninni, ákváðu að fullgilda ekki
bókunina beinist nú athyglin að
Rússlandi sem ber ábyrgð á 17,4%
koltvísýringslosunar.
„Rússneska stjórnin er að kanna
þetta mál til hlítar og öll þau erfiðu
vandamál sem tengjast því,“ sagði
Pútín þegar hann setti fimm daga al-
þjóðlega ráðstefnu í Moskvu um
loftslagsbreytingar í heiminum.
„Ákvörðunin verður tekin þegar
þessari vinnu lýkur og í samræmi við
hagsmuni Rússlands,“ sagði forset-
inn. Hann bætti við að Rússar ættu
ekki að lögleiða „mengunartakmark-
anir sem hindruðu hagvöxt og sam-
félagslega þróun“.
„Skref aftur á bak“
Um 1.200 sérfræðingar frá 43
löndum sækja ráðstefnuna og stuðn-
ingsmenn Kyoto-bókunarinnar
höfðu vonast til þess að Pútín myndi
tilkynna að rússnesk stjórnvöld
stefndu að því að fullgilda hana.
„Þetta er óneitanlega skref aftur á
bak,“ sagði Enno Harders, sem fer
fyrir þýsku sendinefndinni á ráð-
stefnunni. „Með því að halda þessa
vísindaráðstefnu staðfesta Rússar
að þeir hafa áhuga á baráttunni gegn
loftslagsbreytingum,“ sagði franski
umhverfisráðherrann Roselyne
Bachelot. „Við hefðum viljað að þeir
gengju lengra og fullgiltu Kyoto-
bókunina.“
Rússneski vistfræðingurinn Alex-
ej Jablokov sagði að ummæli Pútíns
endurspegluðu „pólitískt prútt“ sem
Rússar hefðu hafið á bak við tjöldin
um Kyoto-bókunina. „Rússar vilja
knýja fram eins mikinn pólitískan
ávinning og mögulegt er af því full-
gilda bókunina,“ sagði hann.
Rússneskir sérfræðingar hafa
sagt síðustu daga að ákvörðun
stjórnarinnar í Moskvu muni fyrst
og fremst byggjast á efnahagslegum
og pólitískum forsendum. Embætt-
ismaður í Kreml sagði í vikunni sem
leið að Rússar myndu ekki fullgilda
Kyoto-bókunina nema þeir fengju
tryggingu fyrir fjárfestingum og
sölu losunarkvóta. Embættismenn í
nokkrum Evrópulöndum hafa þegar
útilokað þann möguleika og sagt
hann óraunhæfan.
Vegna samdráttarins í iðnfram-
leiðslu Rússlands frá 1990 er gert
ráð fyrir því að koltvísýringslosunin í
landinu verði 11–25% minni árið
2010 en hún var á viðmiðunarárinu.
Rússar gætu því selt mengunar-
kvóta þegar Kyoto-bókunin tæki
gildi.
Pútín gaf til kynna á leiðtogafundi
í Jóhannesarborg fyrir ári að Rússar
myndu fullgilda bókunina. Síðan
hafa yfirlýsingar rússneskra emb-
ættismanna um málið verið misvís-
andi.
Eftir ræðu Pútíns á ráðstefnunni í
gær sagði formaður umhverfis-
nefndar dúmunnar, neðri deildar
rússneska þingsins, að dúman kynni
að fullgilda bókunina á næstu mán-
uðum þar sem hún væri „Rússum
mjög hagstæð“.
Vladímír Pútín setur alþjóðlega ráðstefnu í Moskvu um loftslagsbreytingar
Rússnesk yfirvöld hafa ekki
gert upp hug sinn um Kyoto
Moskvu. AFP.
Reuters
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
BANDARÍSKA dómsmálaráðu-
neytið hefur hafið formlega rann-
sókn á því hvort einn eða fleiri emb-
ættismenn Hvíta hússins hafi brotið
lög með því að segja til eins af starfs-
mönnum CIA. Er það gert að ósk
George Tenets, yfirmanns CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar, en
starfsmaðurinn, sem um ræðir, er
Valerie Plame, eiginkona Josephs C.
Wilsons, fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Gabon. Hann upp-
lýsti á síðasta ári, að fullyrðingar
Breta um tilraunir Íraka til að
kaupa úran í Níger væru byggðar á
fölsuðum skjölum.
CIA sendi Wilson til Níger
snemma á síðasta ári til að kanna
réttmæti upplýsinganna um hugs-
anleg úrankaup Íraka þar og komst
hann að sömu niðurstöðu og Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunin, að
skjöl þar að lútandi væru fölsuð.
Þrátt fyrir það hélt George W. Bush
Bandaríkjaforseti því fram í stefnu-
ræðu sinni í janúar sl., að Írakar
hefðu reynt að kaupa úran í Níger.
Í grein eftir Wilson í New York
Times í júlí sl. gagnrýndi hann Bush
fyrir þetta og sagði, að bandaríska
leyniþjónustan hefði „rangfært og
ýkt hættuna af Íraksstjórn“.
„Einfaldlega hefnd“
Skömmu síðar birtist nafn Valerie
Plame í fjölmiðlum og The Wash-
ington Post hefur það eftir ónefnd-
um embættismanni, að tveir starfs-
menn Hvíta hússins hafi komið því
áleiðis til útvalinna fréttamanna, „að
minnsta kosti sex“, til að klekkja á
Wilson.
Er hér hugsanlega um lögbrot að
ræða og starfsmenn CIA segja, að
lekinn geti skaðað heimildamenn
Plame í áranna rás. Hefur hún unnið
að ýmsum leynilegum verkefnum
fyrir CIA varðandi gereyðingar-
vopn.
The Washington Post hefur það
eftir heimildamanni sínum, að lek-
inn hafi „einfaldlega verið hefnd“
fyrir þau vandræði, sem Wilson hafi
valdið Bush, og tilgangurinn sá að
gefa í skyn, að Plame hafi ráðið því,
að Wilson, maður hennar, hafi verið
sendur til Níger. Segir heimilda-
maðurinn, að þetta hafi verið mjög
misráðið því að lekinn hafi í engu
rýrt trúverðugleika Wilsons. Sjálfur
heldur Wilson því fram, að lekinn sé
runninn undan rifjum Karls Roves,
eins helsta ráðgjafa Bush, en því var
í gær harðlega neitað af Scott
McClellan, talsmanni Hvíta hússins.
Jay Rockefeller, öldungadeildar-
þingmaður og helsti talsmaður
demókrata í leyniþjónustunefnd
deildarinnar, segir hins vegar, að
þetta sé lýsandi dæmi um starfs-
hætti núverandi ríkisstjórnar. „Hún
ræðst á þá, sem henni líkar ekki
við.“
Talsmenn Hvíta hússins sögðu
um helgina, að fullt samstarf yrði
haft við dómsmálaráðuneytið við
rannsókn málsins en demókratar
krefjast óháðrar rannsóknar. Segja
þeir, að ríkisstjórninni sé ekki
treystandi til að rannsaka sjálfa sig.
Furða sig á áhugaleysinu
Howard Dean, einn þeirra, sem
sækjast eftir útnefningu sem for-
setaefni demókrata, sagði um
helgina, að Bush hefði haft uppi
stórar yfirlýsingar um heiðarleika
þegar hann tók við embætti en nú
væri kominn tími reikningsskilanna.
Demókratar segjast einnig furða
sig á áhugaleysi Hvíta hússins á
þessu máli og minna á, að 1999 hafi
George H.W. Bush, fyrrverandi for-
seti, fyrrverandi yfirmaður CIA og
faðir núverandi forseta, sagt, að það
væri einn „mesti glæpur föðurlands-
svikara“ að segja til bandarískra
njósnara.
Var hulunni svipt af CIA-
njósnara í hefndarskyni?
Embættismenn neita ásökunum um að
hafa lekið nafni njósnarans í fjölmiðla
Washington. AP, AFP.
STJÓRNENDUR Bolshoj-ball-
ettsins í Moskvu brutu landslög
með því að reka eina af þekkt-
ustu ballerín-
um Rúss-
lands,
Anastasíu
Volotsjkovu,
úr ballett-
flokknum á
þeirri for-
sendu að hún
væri of hávax-
in og þung.
Hefur eftir-
litsstofnun atvinnumálaráðu-
neytisins úrskurðað að Volotsjk-
ova eigi að fá starf sitt aftur.
Ballerínan kvaðst finna til
mikils léttis yfir þessari niður-
stöðu þar sem hún hefði orðið
fyrir „gríðarlegu áfalli“ þegar
hún var leyst frá störfum.
Stjórnendur Bolshoj höfðu sagt
að Volotsjkova, sem er sögð
vera 168 sm á hæð, væri of há-
vaxin og þung til að óhætt væri
fyrir dansfélaga hennar að lyfta
henni. Rússneskir fjölmiðlar
segja að deilan snúist miklu
frekar um eigingirni og ráðríki
ballerínunnar en hæð hennar.
Elsti maður
heims deyr
ELSTI maður heims, Japaninn
Yukichi Chuganji, lést á heimili
sínu í Ogoori-borg í suðurhluta
Japans í fyrrinótt. Hann var 114
ára gamall.
Chuganji hafði fengið nafn
sitt skráð í Guinness-heims-
metabókina sem elsti núlifandi
maðurinn í janúar 2002. Hann
bjó með dóttur sinni, Kyoko, en
hún er eina barn hans sem enn
er á lífi.
Chuganji fæddist árið 1889,
kvæntist árið 1914 og eignaðist
fjóra syni og eina dóttur. Hann
átti sjö barnabörn og tólf barna-
barnabörn.
„Hann sagði ’takk fyrir, þetta
var gott’ þegar Kyoko færði
honum heimatilbúin eplasafa
um kl. 6 og það reyndust hans
hinstu orð,“ sagði Tadao Haji,
frændi Chuganjis þegar hann
tilkynnti um andlátið.
Anastasía
Volotsjkova
Brottvikn-
ingin var
ólögleg