Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 18

Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁNI Karli Bragasyni píanóleikara var veitt viðurkenning úr Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar, kr. 150.000 á fundi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs ný- lega. Menning og listir auðga líf ein- staklinganna og hafa mikla þýðingu fyrir velferð þeirra og samfélagsins í heild, segir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Kristján Karl er nemi í Tónlistaskóla Reykjavíkur og þykir með efnilegri píanó- leikurum og hlýtur viðurkenningu fyrir að stuðla með hæfileikum sínum á sviði tón- listar að öflugu og frjóu lista- og menning- arlífi í Dalvíkurbyggð. Efnilegur píanóleikari heiðraður á Dalvík „HANN Haraldur er heilt Ísland. Það er ekki einvörðungu að Haraldur hafi vaxið úr frjórri skagfiskri mold heldur hefur hann á langri ævi orðið fágaður heimsmaður og gert Kýrholt að heimsögulegu óðalssetri í vitund þeirra sem til þekkja,“ sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri í ávarpi sem hann flutti í kveðjuhófi háskólans sem haldið var um helgina, en Haraldur Bessason fyrsti rektor Háskólans á Akureyri hefur lát- ið af störfum. Hann og eiginkona hans Mar- grét Björgvinsdóttir flytja nú í vikunni bú- ferlum vestur um haf, til Toronto í Kanada. Börn þeirra hjóna búa öll í Kanada, raunar er langt á milli þeirra því þau búa í Toronto, Winnipeg og Calgary. „Það er jafnlangt fyrir okkur að fara frá Toronto til Calgary eins og frá Íslandi til Toronto,“ sagði Haraldur. Hann tók við starfi rektors Háskólans á Akureyri þegar skólinn var stofnaður árið 1987 og gegndi því til ársins 1994 en hefur eftir það kennt íslensku við kennaradeild há- skólans. Áður kenndi hann í röska þrjá ára- tugi við Manitoba-háskóla og er heið- ursdoktor hans auk þess að vera heiðurs- borgari Winnipeg-borgar. Haraldur var kjörinn fyrsti heiðursdoktor Háskólans á Ak- ureyri árið 2000. Hversdagurinn að stórfenglegu ævintýri Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagði vöxt háskólans eitt þýðing- armesta skref í byggðamálum á síðari hluta 20. aldar og þar hefði Haraldur unnið mikið brautryðjandastarf. Nemendur skólans fyrsta starfsárið voru 30 talsins, „og skólinn átti eina bók, en óx og dafnaði þó svo margir hefðu ekki hugað honum líf,“ eins og Þor- steinn komast að orði. „Við þessi kaflaskil í ævi Haraldar þegar hann leggst aftur í víking til Vesturheims þá er ekki ljóst hvernig best er að reyna að nálgast þessa sögueyju sem Haraldur er. Á að nálgast Skagfirðinginn Harald, ýtumann- inn Harald, háskólakennarann Harald, fræði- manninn Harald, rektorinn Harald eða tölvu- manninn Harald eða þennan ákaflega ljúfa og elskulega mann sem hefur umgengist okkur hér í skólanum í tæp sextán ár og hef- ur þetta sérkennilega lag á því að gera hversdaginn að stórfenglegu ævintýri með svo ótrúlegum tilsvörum og sögum að maður dregur stundum andann djúpt og spyr sig: Er þetta að gerast í alvöru?“ Þetta sagði Guðmundur Heiðar og rifjaði upp hinar ýmsu sögur. Hver var ráðinn? Ein þeirra tengist tölvumanninum Haraldi og er á þá leið að fyrir allmörgum árum var rætt um það lengi dags á fundi í háskólanum að þörf væri á nýjum netþjóni. „Ekki fer sögum af niðurstöðu fundarins en nokkrum dögum síðar spurði Haraldur Ólaf Búa, hægri hönd sína uppalinn í slökkviliðinu og þúsundþjalasmið, hver hefði verið ráðinn netþjónn.“ Nefndur Ólafur Búi sagði söguna hins veg- ar sanna svona: „Við sátum nokkur á fundi og ræddum m.a. nauðsyn þess að fá nýjan netþjón. Eftir töluverðar umræður segir Haraldur: Búi, þú veist vel að við höfum ekki efni á að ráða fleira fólk!“ Rektor færði Haraldi skjöld með vin- arkveðju háskólamanna og Haraldur, sem þakkaði þann góða hug sem þeim hjónum fylgdi vestur um haf, færði Þorsteini að lok- um lykil sem hann kvað ganga að öllum vist- arverum háskólans, þar á meðal peninga- skápnum. Hann vissi að vísu ekki hvar sá góði skápur væri, „en lykillinn gengur að honum, svo mikið er víst“. Haraldur hefur um ævina stundað ritstörf af kappi og „nú fer ég að skrifa eitthvað á tölvuna,“ sagði hann spurður um áform sín í Kanada. „Maður fær hvergi vinnu orðið, það vill mann enginn í vinnu,“ sagði hann, en um Akureyri þetta: „Fallegt fólk, gott veður.“ Háskólamenn kveðja fyrsta rektor skólans sem flytur á ný vestur um haf Haraldur er heilt Ísland Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haraldur Bessason: Skagfirðingur, ýtumaður, háskólakennari, fræðimaður, rektor og tölvu- maður. Vísindavefur | Anna Elísa Hreiðarsdóttir leikskólakennari flytur fyrirlestur á fyrsta fræðslufundi skólaþróunarsviðs kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri í dag, þriðju- daginn 30. september. Hann hefst kl. 16.15 í stofu 16 í Þingvallastræti 23 og nefnist hann Vísindavefur. Greint verður frá vef á heima- síðu leikskólans Iðavallar, en hann var valinn til úrslita í samkeppni eSchola um 100 bestu upplýsinga- og samskiptatækniskóla í Evrópu (eLearning awards) og hefur verið kjörinn í samkeppni 10 bestu verkefnanna. Lögfræðitorg | Prófessor Luigi Capogrossi Colognesi mun flytja fyrirlestur á Lög- fræðitorgi Félags- og lagadeildar Háskólans á Akureyri í dag, þriðjudaginn 30. september kl. 16.30 í stofu 14 við í Þingvallastræti 23. Fyrirlesturinn nefnist: Hvað gagnast okkur Rómarréttur í lögfræði nútímans? Hann er prófessor í Rómarrétti við „La Sapienza“ há- skólann í Róm. GUÐRÚN Þóra Björnsdóttir, kenn- ari í Glerárskóla, nýtir sér tæknina við kennslu en hún talar til nemenda sinna í gegnum hljóðkerfi. Það er ekki vegna þess að nemendur henn- ar séu svo hávaðasamir, heldur fór hún að nota slíkan búnað eftir skjaldkirtilsaðgerð. Hún hefur notað hljóðkerfi í tæpt ár og sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði reynst sér mjög vel í kennslunni. Einn annar kennari við skólann nýtir sér einnig þessa tækni. „Mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverri kennslustofu eftir að hafa nýtt mér þessa tækni. Ég finn mikinn mun á mér og þarf ekkert að vera að misbeita röddinni, heldur get ég hækkað og lækkað í tækinu eftir þörfum. Þetta kemur sér mjög vel, ekki síst í fjölmennari bekkjunum og ég hef ekki fundið fyrir særindum í hálsi eftir að ég fór að nota tækið. Þá hafa krakkarnir tekið þessu mjög vel.“ Guðrún Þóra er umsjónarkennari í 7. bekk en kennir einnig nem- endum í 8., 9. og 10. bekk. Hún út- skrifaðist frá kennaradeild Háskól- ans á Akureyri og um áramótin 1996–1997 og hefur stundað kennslu við Glerárskóla frá árinu 1997. „Ég var hér í æfingakennslu og það lá beint við hefja kennslu við skólann að loknu námi.“ Guðrún Þóra Björnsdóttir, kennari í Glerárskóla, notar hljóðkerfi við kennsluna Ætti að vera staðalbúnaður í hverri stofu Morgunblaðið/Kristján Guðrún: Misbeiti ekki röddinni, heldur hækka og lækka í tækinu eftir þörfum. Aðalfundur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akureyri og nágrenni heldur aðal- fund annað kvöld, miðvikudagskvöldið 1. októ- ber á Græna hattinum, Hafnarstræti 96, og hefst hann kl. 20.30. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf og þá verða kjörnir fulltrúar á kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi og landsfund hreyfingarinnar. Að aðalfundinum loknum verður skemmti- dagskrá og hlutavelta. TVÆR athugasemdir bárust við breytingar á deiliskipulagi við Búðargil, en frestur til að skila þeim inn er nýlega runninn út. Sæluhús á Akureyri sem hyggjast reisa orlofsbyggð í Búð- argili óskuðu eftir því að gera breytingar á deiliskipulagsskil- málum, vildu hækka þak húsanna um einn metra, úr 4 í 5. Á fundi umhverfisráðs nýlega var lagður fram uppdráttur sem sýndi snið í gegnum orlofshús og á hvern hátt breyting á skipulagi hefði áhrif á útsýni íbúa í Teigahverfi. Þetta erindi Sæluhúsa var sent í grenndarkynningu og bárust að henni lokinni tvær athugasemir. gróðursetningu ef hún ylli skertu útsýni og loks gera íbúarnir at- hugasemd við umferðarmál innan í og kringum orlofshúsabyggð- ina. Þá barst athugasemd frá íbú- um við Miðteig þar sem mótmælt var fækkun grænna svæða í bæn- um auk þess sem íbúarnir lýstu þeirri skoðun sinni að fráleitt væri að byggja orlofshúsabyggð í miðjum kaupstað með því ónæði sem slíkri byggð fylgdi. Umhverfisráð samþykkt til- lögu Sæluhúsa og heimilaði hækkun húsanna, en fól skipu- lags- og byggingafulltrúa að svara þeim athugasemdum sem fram komu. við þessar götur. Einnig var því mótmælt að orlofshúsabyggð risi í Búðargili sem og fyrirhugaðri Var önnur frá 25 íbúum við Mið- og Mosateig þar sem mótmælt var skerðingu á útsýni frá húsum Hækka orlofshúsin í óþökk nágranna         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.