Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 32

Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að góða við strúktúr- alismann er að hann formúlerar sjálfsagða hluti. Það góða við póst- strúktúralismann er að hann ríf- ur niður sjálfsagða hluti. Það góða við það sem kemur á eftir póststrúktúralisma hlýtur þá að vera að það býr til ný við- mið sem verða jafn sjálfsögð og þau sem við höfum nú glatað. Eða hvað? Verður kannski ekkert sjálf- sagt aftur? Mér dettur ekki í hug að svara þessari spurningu strax. Ég ætla að flækja málið svolítið fyrst með því að tala um rísóm þeirra Gilles Deleuze og Félix Guattari. Hvers vegna, kann einhver að spyrja. Og svarið er: Vegna þess að rísómið er ein af öfga- fyllstu afurð- um póst- strúktúral- ismans og ef okkur tekst að tala um það á nokkurn veginn fordómalausan hátt og skilja það þá getum við hugsanlega haldið áfram veginn. Rísóminu er stefnt gegn trénu sem rís upp úr jörðinni, stendur styrkum rótum ofan í jörðinni og ber laufkrónuna sem stolt sitt og æðsta takmark. Rísóminu er stefnt gegn tvenndarhugsun og hvers konar stigveldishugsun – að eitt sé hátt og annað lágt, að eitt sé aðalatriði og annað auka- atriði, að eitt sé gott og annað vont. Í bókinni Mille Plateux: Capitalisme et schizophrénie (1972) segjast Deleuze&Guattari nota tvenndir til þess að rífa nið- ur aðra tvennd. Þeir stilla upp andstæðum kerfum til þess að ganga endanlega frá öllum kerf- um. Þetta gera þeir í fyrri hluta Mille Plateux, sem nefnist L’anti Oedipe (og Rísóm er inngangs- kafli að) þar sem þeir stilla svo- kallaðri skitsóanalýsu upp and- stætt síkóanalýsu, í fyrsta lagi til að gagnrýna sálgreiningu og í öðru lagi til að ganga frá henni og að endingu til að ganga frá öllum tilraunum til þess að búa til með- ferð sem lítur á mannlega hegðun sem „geðtruflun“. Þeir styðjast sem sé við tvenndarhugsunina þrátt fyrir að vera að vinna gegn henni sem grundvelli vestrænnar lífsskoðunar. Í þeirra huga verð- ur tvenndarhyggja tæki til að tor- tíma sjálfri sér, hún er sjálfstor- tímandi ef hún er keyrð í botn. Rísóm er hugtak af þessu tagi. Rísóm er rótarflækja sem vex í allar áttir lárétt og er stefnt gegn trénu sem vex bara upp í loft. Hugur fólks er frekar eins og gras en tré. En okkur er kennt að hugsa eins og tré. Rísóminu er stefnt gegn valdi, fasískri miðju. Hugsun bókarinnar er línuleg, hugsun prentsins er línuleg, rök- leg, eitt tekur við af öðru í línu- legri, röklegri framvindu. Þannig er hugsun okkar takmörkuð af miðlinum sem við hugsum í. En rísómið segir að bók hafi hvorki viðfang né höfund, ekkert upp- haf, engan endi, því hún heldur áfram, hún er í eðli sínu mergð, hún tengir og klippir. Texti er ekki eitthvað eitt, hann segir ekki eitthvað eitt og hann er settur saman úr mergðum annarra texta; hann er ekki eitthvað eitt sem byrjar og endar heldur er hann upphafslaus og endalaus, annars myndum við ekki halda áfram að skrifa. Allt getur tengst öllu, allt skarast, segja Deleuze& Guattari. Allt er í stöðugri verð- andi, ekkert bara er. Það eru eng- in mörk, þau eru að minnsta kosti á sífelldri hreyfingu, eins og mörk skáldsögunnar og mörk menningarinnar. Deleuze& Guattari kannast ekki við vís- indahyggju eða hugmyndafræði, þeir þekkja aðeins samsetningar, eins og þeir kalla þær. Það er ekki lengur til nein þrískipting í svið veruleikans (heimsins), svið framsetningar og hugmynda (bókarinnar) og svið sjálfsver- unnar (höfundarins). Samsetning tengir mergðir úr öllum þessum sviðum. Sem þýðir að bók á sér ekki framhald í þeirri næstu og hefur ekki heiminn að viðfangs- efni né býr sjálfsvera hennar í einum eða fleiri höfundum. Þeir tala um bókina sem samsetningu við hið ytra gegn bókinni sem ímynd heimsins. Bókin getur ekki speglað heim- inn, bókin getur ekki speglað manninn, nema sem mergð, sem samsetningu úr og við óteljandi mergðir – texta, sjálfa og heima. Bók er afrit – annarra bóka, viðtekinna hugtaka, núverandi, fyrrverandi og komandi heims, segja Deleuze&Guattari. Rísóm á sér hvorki upphaf né endi, það er alltaf í miðjunni, á milli hlutanna, millivera. Í huga Deleuze&Guattari eru bókmenntir ekki afstrakt hugtak, heldur miklu frekar samsafn bóka sem tengjast eða mynda samsetningar með fyrrgreindum hætti. Sumar bækur kunna að vera skrifaðar eins og tré en eðli bókarinnar er rísómið. Bók sem byggist á trjáhugsun myndi væntanlega hafa rætur, það er að segja dulda merkingu, og (stig- veldislega) byggingu sem líktist tré með fjölmörgum undirplott- um sem hvíldu í skugga trjákrón- unnar. Rísómísk bók myndi hins vegar líkjast grasi. Gras er alltaf á hreyfingu ólíkt trénu, gras er alltaf að mynda tengsl við aðra hluti þar sem það vex upp um hóla og hæðir og breiðist yfir aðra hluti. Gras vex ekki upp, það breiðir úr sér. Rísómið er heimspeki verðand- innar, það er ekki heldur er sífellt að verða til. Heimspeki verðand- innar á sér meðal annars rætur í rómantíkinni. Jenahópurinn í Þýskalandi rómantíkurinnar gerði sér sömu hugmyndir um ljóðlistina og Deleuze&Guattari um rísómið. Þeir sögðu að róm- antísk ljóðlist væri enn í stöðugri verðandi, og það væri hennar rétta eðli að hún væri ávallt og eingöngu verðandi og myndi aldr- ei geta fullkomnað sig. Ef við svörum nú spurningunni um það hvort einhver sjálfsögð viðmið séu í sjónmáli þá hlýtur svarið að vera á þessa leið: Það eina sem við getum gengið að sem gefnu héðan í frá er að það er ekkert gefið. Lífið er langavit- leysa og ef eitthvað þá er alltaf vitlaust gefið. Engin ný viðmið? Það eina sem við getum gengið að sem gefnu héðan í frá er að það er ekkert gefið. Lífið er langavitleysa og ef eitt- hvað þá er alltaf vitlaust gefið. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Pétur IngiSchweitz Ágústsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1954. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 21. septem- ber. Foreldrar hans eru Ágúst Júlíus Gíslason, f. 24. apríl 1920, og Inger Birthe Schweitz Gíslason, f. 19. mars 1925. Systkini Pét- urs Inga eru: 1) Jörgen Schweitz Ágústsson, starfs- maður danska hersins, f. 1.11. 1942, sambýliskona Else Marie Christensen. 2) Erik Schweitz Ágústsson, rafvirkjameistari, f. 10.4. 1948, maki Jónína Guð- jónsdóttir, 3) Einar Schweitz Ágústsson, húsgagnasmiður, f. 15. apríl 1952, maki Linda Hrönn Ágústsdóttir. 4) Inger María Schweitz Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 30.8. 1958, maki Bergsveinn Jens Ólafsson. Hinn 8. október 1977 kvæntist Pétur Ingi Guðrúnu Steingríms- dóttur, f. 23.2. 1958, foreldrar hennar voru Steingrímur Þórð- arson, húsasmiður, f. 10.5. 1912, d. 24.7. 1984, og Arnheiður Inga Elíasdóttir, f. 28.6. 1924, d. 5.11. 1999. Börn þeirra eru: 1) Arn- heiður Schweitz Pétursdóttir, starfsm. hjá Hag- kaupum, f. 14.9. 1975. 2) Anna Kristín Pétursdótt- ir, leikskólakenn- ari, f. 13.6. 1977, maki Ragnar Ólaf- ur Ragnarsson, bif- vélavirki, f. 25.12. 1968, dóttir þeirra er Berglind Ragn- arsdóttir, f. 27.11. 2002. 3) Inger Birta Pétursdóttir, nemi, f. 1.11. 1983. Pétur Ingi ólst upp í Rafstöðinni við Elliðaár. Eftir hefðbundna skólagöngu vann hann ýmis störf í Hvolhreppi, meðal annars hjá Braga Runólfssyni á Mið- húsum. Hann starfaði sem verk- taki við Sigölduvirkjun og gerði út vörubíl við flutninga á bygg- ingarefni frá Reykjavík á virkj- unarsvæðið. Hann stundaði sjó- mennsku eina vertíð á Eliasi Steinssyni frá Vestmannaeyjum. Eftir það hóf hann störf hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni Kletti, seinna Faxamjöl hf., nú Grandi hf. Samhliða verk- smiðjustarfinu gerði hann út loftpressu og vann við múrbrot og annað sem til féll þar til hann veiktist. Útför Péturs Inga fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þær eru ófáar myndirnar í albúminu af honum með bjór í annarri, töng í hinni og grill með vænni steik á fyrir framan sig, en þetta voru fastir liðir í útilegum ár eftir ár, að ógleymdum sumarbú- staðarblundunum. Alla tíð hef ég litið upp til pabba fyrir hans sterka og hlýja per- sónuleika. Hann var maðurinn sem lyfti stemningunni, alltaf uppi með smitandi hlátri sínum, hvert sem hann fór og alls staðar var vel tek- ið á móti honum. Sama hversu mikið ég þoldi ekki fiskifýluna sem hann kom með sér úr vinnunni hvern dag þá saknaði ég hennar mjög þegar hún hvarf. Ég á bágt með að trúa því að hreystimennið sé farið og komi ekki til aftur, en lít til baka á endalausar góðar minningar sem hughreysta mig. Ég mun endalaust sakna hans sárt. Inger Birta Pétursdóttir (Ungi litli). Elsku pabbi. Hver hefði trúað því að hreystimennið sjálft hefði farið svona snemma frá okkur? Sjálfsagt enginn. En það sem yljar okkur á þessum erfiðu tímum eru minningarnar um hláturinn. Hann var alveg einstakur, hann heyrðist hvort sem pabbi var glaður eða skelkaður. Eins og þegar fjöl- skyldan fór í Dyrhavsbakken í Danmörku og við vissum alltaf hvar rússíbaninn var þar sem pabbi hló allan tímann. Ég man þegar ég og Anna systir fengum að fara með pabba í vinnuna. Við sátum þá nokkrar ferðir í vöru- bílnum eins og kóngar í ríki sínu. Oft rifjum við þessa daga upp og segjum: „Manstu þegar pabbi keypti ísinn?“ Þá hafði pabbi orð á því að ef þeir hefðu verið fleiri hefðum við ekki munað svona vel eftir þeim. Elsku amma, passaðu pabba vel. Ég kveð þig í bili. Arnheiður (Heiða). Ég man ekki öðruvísi eftir mér en Ingi væri partur af mínu lífi, hann kom í sveit að heimili mínu þegar ég var lítil og var viðloðandi heimili mitt fram á fullorðinsár. Hann var alveg óbilandi duglegur og alltaf tókst honum að dreifa um sig gleðistjörnum með blik í aug- um og sínum einstaka hlátri. Hann hafði frábæran húmor og var gæddur þeim hæfileika að geta gert grín að sjálfum sér. Ein hans stærsta gæfa í lífinu var að kynn- ast Gunnu, konunni sinni, þau voru sem eitt, svona pipar og salt, ómissandi hvort með öðru, krydd í tilveruna. Aldrei neikvæðni eða barlómur, alltaf til í allt. Ingi hafði afskaplega góða nærveru svo að maður gat fyrirgefið honum allt. Nokkrum sinnum kom það fyrir að síminn hringdi seint um kvöld, það var Ingi sem hringdi til þess að spjalla um daginn og veginn. Eftir þau símtöl gekk ég alltaf til hvílu með bros á vör og hefði aldrei vilj- að missa af þeim. Þegar ég hugsa um líf Inga, sem var þó allt of stutt, þá finnst mér hann hafa átt gott líf. Alla þá eiginleika sem honum voru gefnir fyrir þetta líf nýtti hann sér til hins ítrasta. Þær stundir sem mín fjölskylda átti með Inga og Gunnu verða aldrei fullþakkaðar. Elsku Gunna, Heiða, Anna Kristín og Inger, missir ykkar er mikill. Megi Guð varðveita ykkur og styrkja. Láttu nú augun þín ljóma og lýstu veginn, og láttu nú hlátur þinn hljóma hinum megin. (Kristján Hreinsson.) Takk fyrir allt, kæri bróðir. Særún Steinunn Bragadóttir og fjölskylda. Hann Ingi var okkur hjónunum alla tíð miklu meira en mágur og svili. Hann var frekar eins og bróðir, en um leið okkar besti vinur. Hann hafði alveg óviðjafnanlega þægilega nærveru og greiðvikni hans var við brugðið. Hann hafði í hávegum hinar fornu dyggðir eins og heiðarleika, samviskusemi, hjálpsemi, stundvísi og trú- mennsku. Enda ávann hann sér alls staðar traust og virðingu hvort heldur var á vinnustað, meðal ætt- ingja eða í vinahópi því það var alltaf hægt að leita til hans um góð ráð eða fá hann til að rétta hjálp- arhönd. Hann hafði ótrúlega smit- andi hlátur, svo smitandi að hann gat komið heilu samkvæmunum til að springa úr hlátri með því að gefa frá sér smá sýnishorn af þessu dillandi tísti sem eflaust á eftir að hljóma í huga okkar um ókomna tíð. Ingi gerði oft grín að sjálfum sér fyrir það hvað hann væri nískur, en það var hann í rauninni alls ekki, heldur var það bara ekki hans stíll að eyða um efni fram. Hann auðgaði ekki lána- stofnanir landsins með vaxta- greiðslum af lánum því hann keypti aldrei neitt á afborgunum eða raðgreiðslum. Hann hafði mikla ánægju af að gleðja aðra sem sýndi sig einna best í veisl- unni sem hann hélt er hann varð fertugur. Þá ljómaði okkar maður eins og sól í heiði enda þeirrar veislu lengi minnst sem einhvers skemmtilegasta viðburðar sem við- staddir höfðu upplifað. Hann var alla tíð óhemju vinnusamur og ósérhlífinn og hefur örugglega fyr- ir löngu skilað meðal starfsævi enda þótt hann hafi eflaust hugsað sér að bæta einum tuttugu árum þar við. Hann Ingi elskaði lífið og hafði mikla ánægju af að ferðast innan lands og utan. Ekki til að hvílast því honum leiddist aðgerð- arleysi heldur til að kynnast áður ókunnum stöðum. Hann var göngufélagi okkar í litla ferðafélaginu „Strandvörðum“ og fór í allar ferðir þess, meðal annars s.l. sumar sárþjáður. Eins og oft áður í ferðum okkar tók hann sig á stundum út úr hópnum og fór einn eða í félagi við eitt- hvert okkar aðeins aðra leið en við hin. Í þetta sinn var það þó ekki bara til að svala forvitninni eða komast í nánari snertingu við nátt- úruna heldur vegna þess að honum leið ekki vel og vildi hlífa sam- ferðafólkinu við að horfa upp á hve veikur hann var. En að hætta við eða gefast upp kom aldrei til álita. Hann hafði aldrei snúið hesti sín- um í miðri á og ætlaði ekki að taka upp á því nú. Það hjálpaði Inga mikið í erfiðum veikindum hans að hann fann víða fyrir miklum stuðn- ingi, hjá fjölskyldu sinni sem nú stóð jafnvel þéttar saman en nokkru sinni fyrr, vinnufélögum, ættingjum og vinum. Enda var það ekki að ástæðulausu að hann var svo vinmargur sem raun bar vitni. Að heimsækja þau hjónin var allt- af alveg sérstök upplifun, gestrisn- in og hlýjan voru með þeim hætti að erfitt er til að jafna. Á erfiðri kveðjustund er samt ekki hægt annað en hrósa happi yfir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast manni eins og Pétri Inga Ágústssyni. Nánustu aðstandendum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Guðmundur og Guðmunda. Alltaf er maður jafn ósáttur þegar vinir og ástvinir kveðja þennan heim. Perlan hann Ingi barðist hetjulega við sinn sjúkdóm fram til síðasta dags. Við vissum að Ingi myndi ekki lifa þessi miklu veikindi af en allan tímann vonaði ég og fleiri að kraftaverk myndi gerast. Hann Ingi mágur minn og vinur okkar var yndisleg persóna, ávallt glaður í fasi og hló mikið, svo smitandi að þeim hlátri gleymir enginn. Ingi var mjög vinnusamur og féll sjald- an verk úr hendi. Það var fátt sem hann ekki gat gert, hvort sem það var að smíða, leggja flísar eða laga bíla, enda hjálpaði hann öllum sem til hans leituðu. Ég hef þekkt Inga frá því Gunna systir mín kynntist honum aðeins 16 ára gömul. Síðan hafa þau lifað í sátt og tekið lífinu á frábæran hátt, skapað fallegt og hlýlegt heimili. Þau eiga þrjár yndislegar dætur þær Heiðu, Önnu Kristínu og Inger Birtu. Allar eru bær frábærar enda ekki við öðru að búast. Anna Kristín færði beim góðan tengda- son og þeirra fyrsta barnabarn, hana Berglindi. Við hefðum viljað að hann Ingi okkar hefði fengið að vera með okkur mikið lengur. Maður er ekki alltaf tilbúinn að skilja þessa röð í lífnu en við verð- um að skilja að hans er þörf ann- ars staðar og þar verður vel tekið á móti honum. Hjá okkur verður PÉTUR INGI SCHWEITZ ÁGÚSTSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.