Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur BjörgvinGuðmundsson
fæddist í Hafnar-
stræti 9 á Akureyri
7. janúar 1958 og bjó
þar alla sína ævi.
Hann varð bráð-
kvaddur þriðjudag-
inn 23. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Jónsson, f.
18.12. 1933, d. 4.8.
1996, og Þórunn
Guðmundsdóttir, f.
13.8. 1937, d. 23.6.
2002. Ólafur ólst upp
hjá ömmu sinni og afa þeim Sig-
urbjörgu Jóhannsdóttur, f. 3.3.
1908, d. 24.7. 1971, og Guðmundi
Snorrasyni, f. 29.9. 1898, d. 14.4.
1981. Ólafur átti átta hálfsystkini.
Þau eru: 1) Jón Guðmundsson, f.
29.5. 1960, d. 5.7. 1963. 2) Ólafía
Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1961. 3)
Einar O. Guðmundsson, f. 10.6.
1963. 4) Haukur Guðmundsson, f.
19.6. 1964. 5) Jóna M. Guðmunds-
dóttir, f. 8.2. 1966. 6) Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, f. 19.1. 1968. 7)
Hrefna Guðmundsdóttir, f. 21.7.
1972. 8) Guðmundur Guðmunds-
son, f. 4.9. 1973.
Hinn 23. október 1982 kvæntist
Ólafur Ragnheiði Antonsdóttur, f.
3.2. 1958. Foreldrar hennar eru
hjónin Anton Baldvin Finnsson, f.
14.6. 1920, skipasmíðameistari á
Akureyri, og Steinunn Ragnheið-
ur Árnadóttir, f. 5.8. 1920, hús-
1995 starfaði hann hjá Vélsmiðju
Akureyrar við fjölbreytt viðgerð-
arstörf s.s. við vinnuvélar, lyftara,
lyftur, þurrkara, gufukatla, alla
almenna járnsmíði o.fl. Einnig við
endurbætur í Krossanesi og Kís-
iliðjunni í Mývatnssveit. Á starfs-
tíma hans hjá Vélsmiðju Akureyr-
ar var hann einnig í langtíma-
verkefnum við smíði og þróun
fiskvinnsluvéla hjá Jóni A. Pálma-
syni og á vélaverkstæði Akureyr-
arbæjar. Frá 1995 var hann flokks-
stjóri hjá Slippstöðinni og verk-
stjóri við framkvæmdir Slipp-
stöðvarinnar á Grundartanga árið
1998. Frá 1999 var Ólafur við störf
sem skoðunar- og eftirlitsmaður
hjá Vinnueftirliti ríkisins. Ólafur
sótti einnig fjöldann allan af nám-
skeiðum m.a. hjá ríki og Iðntækni-
stofnun.
Ólafur var trúnaðarmaður
starfsmanna Vélsmiðju Akureyrar
1991–1995. Hann gegndi stöðu for-
manns og stjórnarmanns í foreldr-
arfélögum við Tónlistarskólann á
Akureyri, var einn af stofnendum
Bílaklúbbs Akureyrar 1974 og hef-
ur verið þar formaður og stjórn-
armaður til margra ára. Ólafur
starfaði til margra ára í ýmsum
nefndum í þágu akstursíþrótta á
vegum Landssambands íslenskra
akstursfélaga og var við mótun á
keppnis- og öryggisreglum í tor-
færu. Fyrir hönd félags síns á Ak-
ureyri starfaði Ólafur allt frá upp-
hafi að öllu keppnishaldi norðan
heiða. Ólafur var einnig mikill tón-
listaráhugamaður og studdi börn-
in sín öll til tónlistarnáms á æsku-
árum.
Útför Ólafs fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
freyja á Akureyri.
Börn Ólafs eru: 1)
Björgvin Ólafsson, f.
23.3. 1976, maki Kar-
ólína Baldvinsdóttir;
börn þeirra: Þorri og
Sunna. 2) Jóhanna
Sigurbjörg Ólafsdótt-
ir, f. 18.6. 1982. 3) Ant-
on Ólafsson, f. 1.7.
1985.
Ólafur lærði ketil-
og plötusmíði frá 1975
og lauk sveinsprófi
frá Slippstöðinni á Ak-
ureyri 1979. Hann ók
eigin vörubifreið á
Stefni 1979–1982, meðal annars
kranabifreið.
Á árunum 1982–1984 sá hann
um viðgerðir hjá verktakafyrir-
tækinu Barði s/f., og sérhæfði sig í
viðgerðum á vörubifreiðum, jarð-
ýtum, gröfum, hjólaskóflum,
dráttarvélum, loftpressum og
ýmsum smærri tækjum. Einnig sá
hann á sama tíma um viðhald
byggingarkrana og fleiri tækja í
eigu Ýr h/f.
Árin 1984–1985 starfaði hann
hjá Vélsmiðjunni Atla h/f., meðal
annars í Kröfluvirkjun við viðhald
á gufuveitunni og við endurbætur í
Kísiliðjunni í Mývatnssveit. 1986–
1989 var Ólafur kominn aftur í
Slippinn sem flokksstjóri í við-
gerðardeild Slippstöðvarinnar.
Sumarið 1989 sá hann um við-
gerðir á verkstæði Árna Helgason-
ar vélaverktaka á Ólafsfirði. 1989–
Óli kom fyrst inn í líf okkar fyrir
tæpum 30 árum er hann tók að
venja komur sínar á heimili okkar í
Ránargötu, 16 ára gamall. Þessi
hressi og elskulegi drengur gekk
síðar að eiga dóttur okkar og þá
eignuðumst við einhvern þann ynd-
islegasta tengdason sem hægt er
að hugsa sér. Hann átti síðan eftir
að reynast okkur æ betur eftir því
sem árin færðust yfir okkur og
heilsan tók að láta sig eins og
gengur.
Umhyggju hans og hjálpsemi
var við brugðið, í stóru jafnt sem
smáu. Hann var sívakandi yfir því
hvar aðstoðar væri þörf og hvar
taka þyrfti til hendi. Sjaldnast
þurfti að biðja hann eins eða neins
því ef hann vissi af einhverju sem
gera þurfti þá gekk hann í verkið
óbeðinn og áður en maður vissi af.
Óteljandi eru handtökin hans við
að byggja upp og hlúa að sum-
arbústaðnum á Kleifum í Ólafs-
firði, sælureit okkar í ellinni; allt
frá því að hann flutti húsið úteftir
fyrir okkur fyrir 25 árum og til síð-
asta dags, því eitt síðasta verk
hans daginn sem hann varð bráð-
kvaddur var að ganga frá bústaðn-
um fyrir veturinn sem nú fer í
hönd.
Þau voru líka mörg ferðalögin
sem við fórum saman að frum-
kvæði hans og við vissum að stofn-
að var til gagngert í því skyni að
gleðja okkur þótt ekki væru höfð
um það mörg orð. Í þessum ferð-
um var hann einstaklega skemmti-
legur ferðafélagi, áhugasamur og
fræðandi um allt sem fyrir augun
bar. Þannig var Óli, á bak við jafn-
aðargeð hans og rólyndi leyndist
lifandi áhugi á öllu í kringum hann
og hann hafði skýrar og velmót-
aðar skoðanir á mönnum og mál-
efnum þótt hann væri ekkert að
flíka þeim að óþörfu.
Það var mikil gæfa fyrir Ragn-
heiði dóttur okkar að eignast þenn-
an góða mann og sömuleiðis fyrir
börnin þeirra, Björgvin, Hönnu
Björgu og Anton, að eiga hann að
föður. Með þeim hjónum hefur alla
tíð ríkt mikill innileiki og fjölskyld-
an öll hefur verið samhuga og sam-
hent í blíðu og stríðu svo af bar.
Söknuðurinn er því mikill og sorg-
in djúp nú þegar Óli hefur verið
kallaður burt svo fyrirvaralaust að-
eins 45 ára að aldri.
Hafðu ástarþakkir okkar fyrir
allt og allt, kæri tengdasonur, og
guð blessi bjarta minningu þína.
Við biðjum líka góðan guð að
blessa Raggý og börnin og styrkja
þau í söknuði þeirra og sorg.
Steinunn Ragnheiður
Árnadóttir og Anton
Baldvin Finnsson.
Stórt skarð er höggvið í okkar
samheldna fjölskylduhóp við fráfall
Óla Badda sem var bráðkvaddur
23. september síðastliðinn. Enn og
aftur fáum við staðfestingu á því
að þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.
Við kynntumst Óla Badda eins
og hann var alltaf kallaður fyrir
tæpum 30 árum, þegar hann og
Raggý systir felldu hugi saman.
Óli var strax tíður gestur á Rán-
argötunni og tekinn sem einn af
fjölskyldunni.
Vð viljum með örfáum orðum
minnast Óla sem átti sér engan lík-
an. Hann var einstaklega hjálp-
samur. Ef eitthvað þurfti að gera
var Óli ávallt kominn til að hjálpa.
Hvort sem það var við bílaviðgerð-
ir, smíðar, garðyrkjustörf, veislu-
höld eða barnapössun, ekkert var
honum óviðkomandi. Margar
skemmtilegar stundir áttum við
saman í Ólafsfirði á sumrin, í stof-
unni í Hafnarstræti, þorrablótum
fjölskyldunnar, jólaboðum og
svona getum við lengi talið. Við
áttum öll notalega stund saman á
Ránargötunni tveim dögum áður
en kallið kom. Hann sagði okkur
sögur á sinn gamansama hátt sem
kom okkur öllum til að hlæja.
Á síðustu árum var hann meðal
annars farinn að dunda sér við að
mála vatnslitamyndir, allt var svo
einfalt hjá honum. Hann var einn
af þessum mönnum sem geta allt.
Minningin um góðan dreng lifir í
hjarta okkar.
Elsku Raggý, Björgvin, Hanna,
Anton, Lína, Þorri og Sunna, miss-
ir ykkar er mikill. Við biðjum guð
að styrkja ykkur og varðveita í
þessari miklu sorg.
Jóhanna og Jakob,
Ingibjörg og Þórarinn,
Árni Freyr og Dóra
og fjölskyldur.
Þegar börnin mín voru að vaxa
úr grasi fóru þau að spyrja ýmissa
spurninga um lífið, tilveruna og
dauðann. Ein spurningin var sú:
„Hvernig deyr fólk?“
Ég var í vandræðum með svarið
en ákvað að gefa þá skýringu á
dauðanum að þá stoppi hjartað.
Síðan heyrði ég þau stundum segja
þegar þau heyrðu að einhver hefði
dáið, að hjartað hans hafi stoppað.
Þannig fór fyrir Óla vini okkar.
Hjartað hans stoppaði. Jafnvel
hjarta úr gulli geta stöðvast en
þannig var hjartað hans Óla. Það
er erfitt að skilja þennan dauða. Af
hverju er maður á besta aldri kall-
aður yfir móðuna miklu frá ástríkri
eiginkonu, börnum og stórri fjöl-
skyldu? Fjölskyldur okkar og Óla
kynntust fyrir um það bil átján ár-
um og þá tókst með okkur einlæg
vinátta sem aldrei mun rofna.
Dætur okkar eru æskuvinkonur og
voru að koma frá útlöndum á sama
tíma og Óli lést. Heimkoma þeirra
var því ekki eins ánægjuleg og til
stóð að yrði. Fjölskyldur okkar
áttu ófáar stundir saman í mörgum
afmælis– og jólaboðum, fjölskyldu-
boðum, Ólafsfjarðarferðum o.fl. Óli
var dverghagur, sérstaklega á járn
og bílaviðgerðir. Það voru ófá
skipti sem hann kom mér til hjálp-
ar þegar eitthvað bilaði hjá mér og
þá skyldi gera hlutina strax.
Mér er það minnisstætt að fyrir
örfáum dögum bað ég hann að
smíða svolítið fyrir mig úr járni, og
sagði ég honum á að mér lægi ekki
á að fá það gert.
Hann sagði hins vegar að við
skyldum gera þetta strax og fórum
við því saman það kvöld og vann
hann fyrir mig verkið. Þegar ég
hugsa til baka aðeins þremur dög-
um síðar finnst mér eins og það
hafi verið eitthvað óútskýranlegt
að hann vildi gera þetta strax því
annars hefði honum ekki unnist
aldur til að ljúka verkinu.
Óli var mikill áhugamaður um
gamla bíla og átti hann nokkra
slíka. Hann tjáði mér nú fyrir
nokkrum dögum að honum hefði
tekist að finna vél í gamlan amer-
ískan bíl sem hann var að gera upp
og sagði vélina vera á leið til lands-
ins. Hann ljómaði af ánægju þegar
hann sýndi mér bílana sína og tjáði
mér hugmyndir og framtíðaráform
um þá. Óli var ekki bara áhuga-
maður um bíla. Það var alltaf fjöl-
skyldan sem var númer eitt.
Æskuástin og eiginkonan Raggý
stóð sem klettur við hlið manns
síns og börn þeirra Björgvin,
Hanna og Anton voru augasteinar
þeirra. Bræðurnir erfðu áhuga
pabba síns á bílum og sameinuðust
hugir þeirra í umræðum um þá.
Raggý lagði lítið til í þeim um-
ræðum en sá alltaf til þess að þeir
gætu rækt sín áhugamál. Einka-
dóttirin Hanna, eins og við köll-
uðum hana, er nýorðin stúdent úr
MA, leikur íshokkí með Íslands-
meisturum SA og býr ennþá í for-
eldrahúsum.
Það er ekki hægt að rita minn-
ingargrein um Óla án þess að
minnast á fjölskylduböndin. Við
hjónin töluðum oft um það hvað
samband Óla og Raggýjar var
gott. Takmarkalaus virðing hvors
fyrir öðru svo eftirtektarvert var.
Börn þeirra voru svo sannarlega
alin upp í faðmi pabba og mömmu.
Raggý var lengst af heimavinnandi
húsmóðir og taldi það mikilvæg-
asta starf lífs síns.
Hún vildi vera heima þegar
börnin kæmu úr skólanum, gefa
þeim að borða, og aðstoða við
skólavinnuna. Hún er húsmóðir
eins og þær bestar geta verið og
öllum mæðrum góð fyrirmynd. Þá
má ekki gleyma hvernig Óli um-
gekkst aldraða tengdaforeldra
sína. Honum þótti sjálfsagt að létta
þeim lífið eftir því sem hann gat.
Því er ég viss um að söknuður
þeirra er mikill þegar þau sjá á
bak ástkærum tengdasyni. Nú er
góður vinur og drengur góður
genginn.
Við munum áfram rækta vinskap
við Raggý og fjölskyldu og reynum
að láta lífið ganga sinn vanagang.
Elsku vinir, Raggý, börn, og fjöl-
skyldur. Við vottum ykkur samúð
okkar og biðjum fyrir velferð ykk-
ar í framtíðinni.
Óli, Bente og börn.
Við fráfall Ólafs Björgvins Guð-
mundssonar eða Óla Badda eins og
hann var alltaf nefndur, sjáum við
á bak góðum nágranna og kærum
vini. Hann var á besta aldri, 45 ára
gamall, þegar hann varð bráð-
kvaddur við iðju sína, fyrirvara-
laust og öllum að óvörum. Við svo
váleg tíðindi setur menn hljóða og
við finnum sárt fyrir vanmætti
okkar gagnvart örlögum sem geta
verið svo vægðarlaus.
Fljótlega eftir að við fluttum í
Innbæinn árið 1980 tókust góð
kynni með okkur og fjölskyldunni í
Hafnarstræti 9. Eins og gengur
voru börnin fyrstu snertipunktarn-
ir, Björgvin elsti sonur þeirra
Raggýar og Óla Badda var á sama
reki og Palli yngsti sonur okkar og
þeir urðu strax leikfélagar og vin-
ir. Síðan þróaðist sambandið þann-
ig að úr urðu traust vináttubönd
foreldranna sem hafa haldist þenn-
an tæpa aldarfjórðung.
Þau hjónin voru kornung þegar
við kynntumst þeim, bæði 22-ja
ára, og höfðu þá búið saman á
æskuheimili Óla Badda í tvö ár
ásamt öldruðum afa hans. Eftir á
að hyggja finnst okkur ótrúlegt að
þau skuli hafi verið svona ung því
þau komu okkur frá upphafi fyrir
sjónir sem sérlega þroskuð og heil-
steypt. Líklega hefur það mótað
Óla Badda að þessu leyti að hann
ólst upp hjá fullorðnum móðurfor-
eldrum sínum og upplifði ungur að
aldri andlát ömmu sinnar. Eftir
það bjó hann með Guðmundi afa
sínum allt þar til hann lést háaldr-
aður árið 1981. Þessi uppvaxtar-
skilyrði hljóta að hafa þroskað Óla
Badda og innrætt honum þá trú-
mennsku og umhyggju fyrir hans
nánustu sem einkenndu hann alla
tíð.
Aðaláhugamál Óla Badda fyrir
utan fjölskyldu og ástvini voru
bílar og honum þóttu þeir því
áhugaverðari sem þeir voru eldri
og meira viðgerðarþurfi. Það var
því ekki ónýtt að eiga hann að þeg-
ar heimilisbíllinn hikstaði eða neit-
aði að fara úr sporunum. Þá var
hann jafnan sóttur og það stóð
aldrei lengi á því að hann kvæði
upp rétta sjúkdómsgreiningu og
gerði við það sem úr lagi var, ef
viðgerð á staðnum var möguleg á
annað borð. Fyrstu Innbæjarárin
okkar hafði Óli Baddi hesta á húsi
uppí Búðargili. Þegar Birgir sonur
okkar réðst í að kaupa sér hest
fyrir fermingarpeningana var það
auðsótt mál að fá að hýsa hann hjá
Óla Badda.
Enda þótt Óli Baddi hafi þannig
átt sér umfangsmikil áhugamál
sem stundum eru kennd við dellu
þá fór því fjarri að sjóndeildar-
hringur hans einskorðaðist við þau.
Þvert á móti var hann áhugasamur
um flesta hluti, vel lesinn og fróð-
ur. Á yfirborðinu gat hann virst
hlédrægur og fáskiptinn en í góðra
vina hópi var hann alltaf hress og
viðræðugóður. Svo var hann líka
prýðilega listfengur, um það vitna
jólakortin sem við geymum frá
fjölskyldunni í Hafnarstræti 9,
með geðþekkum vatnslitamyndum
eftir húsbóndann. Það er til marks
um þann góða anda eindrægni og
alúðar sem ríkir á því heimili að
þaðan hafa aldrei verið send út
búðarkort á jólum, heldur hjálpast
fjölskyldan öll að við að búa þau til
af mikilli smekkvísi.
Að leiðarlokum þökkum við Óla
Badda fyrir viðkynninguna og þær
góðu minningar sem hann skilur
eftir. Okkar kæru vinkonu Raggý
og börnunum þremur, Björgvini,
Hönnu Björgu og Antoni, svo og
öðrum aðstandendum vottum við
innilega samúð.
Sigurbjörg, Finnur og synir.
ÓLAFUR BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning