Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurbjörn GuðniSigurgeirsson
fæddist í Reykjavík
1. desember 1981.
Hann lést hinn 20.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Margrét Erla
Benónýsdóttir, f.
23.10. 1956, og Sigur-
geir Ingimundarson,
f. 25.11. 1955. Systk-
ini Sigurbjörns eru:
1) Benóný Hilmar
Sigurgeirsson, f.
25.11. 1976, unnusta
Vigdís Kristjánsdótt-
ir. Dóttir Benónýs er Sunneva
Lind, f. 19.8. 2001, móðir hennar
er Katrín Ásbjörnsdóttir. 2) Guð-
laug Íris Sigurgeirsdóttir, f.
20.10. 1978. Hálf-
systkini Sigurbjörns
eru: Yrsa Þöll Sigur-
geirsdóttir, f. 22.10.
1997, móðir Særún
Gunnarsdóttir; Sig-
tryggur Kjartan Sig-
urgeirsson, f. 4.8.
2003, móðir hans og
eiginkona Sigur-
geirs er Barbara Þ.
Kjartansdóttir.
Sonur Sigurbjörns
er Grétar Rafn Sig-
urbjörnsson, f. 9.8.
1999, móðir Birgitta
Birgisdóttir, f. 4.2.
1983.
Útför Sigurbjörns verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
„Innra með mér er myrkt, en hjá
þér er ljós. Ég er einmana en þú
lætur mig ekki eftir einan. Veikur
er ég en hjá þér er hjálp. Ég er
órólegur en hjá þér er friður. Innra
með mér er biturleiki en hjá þér er
þolinmæði. Ég skil ekki vegu þína
en þú þekkir veginn sem ég á að
ganga. Amen.“(Bonhoeffer)
Elsku Sigurbjörn minn. Ég vona
að þér líði betur núna þó að það sé
erfitt að skilja af hverju þú valdir
þessa leið út úr lífinu þar sem þú
hafðir svo margt að lifa fyrir. Þú
átt yndislegan son, sem fær að vita
hvað hann átti sterkan og duglegan
pabba sem hann getur alltaf verið
stoltur af. Fyrirgefðu að ég hlust-
aði ekki nógu vel á það sem þú
hafðir að segja og reyndi ekki að
sýna áhugamálum þínum meiri at-
hygli. Ég vildi að ég gæti breytt
svo miklu, en það er orðið of seint
núna. Ég mun biðja fyrir þér og
minnast þín sem hetju sem gerði
sitt í lífinu til að gleðja aðra. Ég
mun alltaf elska þig og ég á eftir að
sakna þín mikið, en ég vona að þú
og Benni afi, sem við litum báðir
svo mikið upp til, vaki yfir okkur
öllum og styrki okkur í gegnum
súrt og sætt.
Þinn stóri bróðir
Benóný.
Ég bíð þess að þú vekir mig upp
úr þessum vonda draumi og segir
mér að allt muni verða í lagi. Þar
er erfitt að vita að þú sért farinn og
komir ekki aftur, að ég geti aldrei
aftur talað við þig og haldið utan
um þig. En til að hjálpa mér á
þessum erfiðu stundum hef ég allar
þær fallegu minningar sem þú hef-
ur gefið mér.
Margt er það, og margt er það,
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
Aldrei var mér heitara
en undir vængnum mjúka.
Fjaðrir hans sem flýgur hæst,
fékk ég að strjúka.
(Davíð Stefánsson.)
Þó er ég glöð að hafa fengið að
kynnast þér, elska þig og vera með
þér, og að þú hafir tekið allan þann
tíma úr lífi þínu til að vera með
mér. Ég sakna þín meira en orð fá
lýst, og aldrei mun ég gleyma þér
og þeim yndislegu stundum sem
við áttum saman.
Þú varst minn vetrareldur.
Þú varst mín hvíta lilja,
bæn af mínum bænum
og brot af mínum vilja.
Við elskuðum hvort annað,
en urðum þó að skilja.
Ég geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkar
slær ævintýraljóma.
Og þó mér auðnist aldrei
neinn óskastein að finna,
þá verða ástir okkar
og eldur brjósta þinna
ljós á vegi mínum
og lampi fóta minna.
(Davíð Stefánsson.)
Þín
Signý.
Elsku Sigurbjörn minn. Ég veit
eiginlega ekki hvað ég get sagt á
stundu sem þessari. Að kveðja þig
reynist mér og öllum sem þig
þekktu ólýsanlega erfitt. Ég kynnt-
ist þér fyrst fyrir um það bil níu ár-
um og þótti strax vænt um þig,
enda varstu slíkur demantur að
það var ekki hægt annað en að
sýna þér væntumþykju. Þú varst
alveg einstakur strákur, góðhjart-
aður, síbrosandi og gast grínast
endalaust í manni með þessum
skemmtilega kaldhæðnishúmor
sem tilheyrir þinni fjölskyldu. Það
var ósjaldan sem ég var heima hjá
þér og þínum og hló mig máttlausa
af vitleysisganginum í ykkur systk-
inunum. Svo var alltaf gaman að
heyra einhverja kjánalega rödd
svara í símann hennar Írisar að
reyna að plata mig. Ég mun sakna
þess.
En nú er komið að því að kveðja
þig í síðasta sinn. Elsku Sibbi
minn, ég vona að þú hafir vitað
hvað mér þótti vænt um þig og
þykir enn og ég mun aldrei gleyma
þér. Megi Guð blessa þig og varð-
veita að eilífu.
Elsku Magga mín, Benni minn,
Íris mín, Didda mín og aðrir að-
standendur, Guð blessi ykkur og
styrki í sorg ykkar og missi.
Jóna Hlín.
SIGURBJÖRN GUÐNI
SIGURGEIRSSON
✝ Stefanía Ásbjarn-ardóttir hjúkrun-
arkona fæddist á
Guðmundarstöðum í
Vopnafirði 18. nóv-
ember 1919. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Sundabúð á Vopna-
firði miðvikudaginn
17. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ásbjörn
Stefánsson, bóndi á
Guðmundarstöðum,
f. 27. október 1877, d.
4. júní 1947, og Ást-
ríður Kristjana Sveinsdóttir, f. 6.
desember 1886, d. 12. nóvember
1956. Foreldrar Ásbjarnar voru
Stefán Ásbjarnarson, bóndi á Guð-
mundarstöðum, og Stefanía Jóns-
dóttir. Foreldrar Ástríðar voru
Sveinn Valdimarsson og Anna
stöðum, hún stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugum 1938–
1939 og lauk síðan námi frá Hjúkr-
unarskóla Íslands 1952. Stefanía
starfaði á lyflækninga- og hand-
lækningadeild Landspítalans fyrstu
mánuðina að námi loknu en hóf síð-
an störf á skurðstofu Landspítalans
þar sem hún starfaði nær óslitið til
ársins 1965 en þá fór hún til Odense
amts og bys sygehus þar sem hún
var í tvo mánuði að sérhæfa sig í
sótthreinsun og starfar síðan á sótt-
hreinsunardeild Borgarspítalans í
nokkur ár. Frá árinu 1970 til ársins
1979 starfaði hún við heimahjúkrun
aldraðra og í Sjálfsbjargarhúsinu
Hátúni 12. Stefanía bjó í Reykjavík
þar til hún fluttist til Vopnafjarðar í
september árið 2000 þar sem hún
bjó í Sundabúð, dvalarheimili aldr-
aðra, til dauðadags. Stefanía var
ógift og barnlaus.
Útför Stefaníu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði þar sem Stef-
anía mun hvíla við hlið Guðrúnar
Ólafíu systur sinnar.
Guðnadóttir. Systkini
Stefaníu voru: Stefán,
f. 4. október 1910, Þór-
dís, f. 9. desember
1911, d. 19. júní 1912,
Kristjana, f. 21. sept-
ember 1913, d. 13.
febrúar 1990, Björn, f.
21. desember 1914, d.
14. desember 1936,
Guðrún Ólafía, f. 19.
júní 1916, d. 16. októ-
ber 2002, Sighvatur, f.
8. ágúst 1918, d. 3.
febrúar 1999, Anna
Sigríður, f. 9. apríl
1922, d. 22. janúar 1950, Ástríður
Sólveig, f. 26. janúar 1926. Uppeld-
issystur Stefaníu voru Ástríður
Helgadóttir, f. 14. júlí 1933, og
Hrönn Jónsdóttir, f. 28. apríl 1944
en hún er dóttir Guðrúnar Ólafíu.
Stefanía ólst upp á Guðmundar-
STEFANÍA
ÁSBJARNARDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
TOVE JÓSEPSSON,
Álasundi, Noregi,
áður búsettri á Patreksfirði.
Guðbjörg Þórðardóttir, Jens Ringstad,
Anna Þórðardóttir, Steinþór Agnarsson,
Edith Þórðardóttir, Auðbergur Magnússon
og barnabörn.
Sérstakar þakkir til tónlistarfólksins sem gerði
útför
HALLDÓRS J. HANSEN
fyrrverandi yfirlæknis,
ógleymanlega.
Einnig þakkir til þeirra sem önnuðust hann á
5-L Landspítala Landakoti og þeim mörgu sem
vottuðu honum virðingu sína með heimsóknum
og minningarkortum.
Agla Marta Marteinsdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir hans.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, systur, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
ÞORBJARGAR HALLMANNSDÓTTUR
frá Króki í Ölfusi.
Guðmundur Einar Pálsson,
Reynir Pálsson, Maríe LaCour Hansen,
Sigurður Ingi Óskarsson, Gunnhildur Aagot Gunnarsdóttir,
Hallmann Ágúst Óskarsson, Erna Pétursdóttir,
Björgvin Snævar Edvardsson,
Björg Óskarsdóttir, Guðni Andreasen,
Garðar Óskarsson, Árný Guðrún Jakobsdóttir,
Óskar Þór Óskarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Jón Ólafur Óskarsson, Þórdís Sigurþórsdóttir,
Sigurður Hallmannsson,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs,
barnabarns og frænda,
ÍVARS GUÐJÓNSSONAR,
Klapparbraut 14,
Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Erla Elísdóttir, Guðjón Ívarsson,
Heiða Björk Guðjónsdóttir, Carl Jóhann Gränz,
Elísabet Guðjónsdóttir,
Úrsúla María Guðjónsdóttir,
Ívar Magnússon, Ursula Magnússon,
Ásdís Elva Gränz.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
ÞORSTEINN SNORRI AXELSSON,
Teigaseli 3,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 2. október kl. 13.30.
Aðalheiður Björg Þorsteinsdóttir, Grétar Sigurðsson,
Axel Þórarinn Þorsteinsson, Veronica Nyman Karen,
Helga Guðrún Þorsteinsdóttir,
Ulf Christer Snorri, Kolbrún, Þórdís, Lovísa og Sylvia,
Óskar Egill,
Ingimundur,
Steinunn,
Hallgrímur og Guðlaug,
Lárus og Hugrún,
Páll og Kristjana,
Erla og Bjarni Torfi.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HÁRLAUGS INGVARSSONAR,
Hlíðartúni,
Biskupstungum.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Guðrún S. Hárlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Ingvar R. Hárlaugsson, Svala Hjaltadóttir,
Guðmundur Hárlaugsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir,
Elín M. Hárlaugsdóttir, Garðar Sigursteinsson
og barnabörn.