Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Arnarfell, kemur í
dag. Coimbra og Ey-
kon fara í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun
þriðjudaga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað og vinnustofa, kl.
9 jóga, kl. 13 postu-
línsmálun.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
9–12.30 bókband, kl. 9
leikfimi, kl. 9.30 dans,
kl. 9.45 boccia, kl. 13–
16.30 smíðar, kl. 20.30
línudans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–
16 handavinna, kl. 10–
11.30 sund, kl. 14–15
dans.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist, kl. 9–16.30
púttvöllurinn opinn.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan op-
in og vefnaður, kl.
13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16
vinnustofa, tréskurð-
ur, postulín, kl. 10–11
leikfimi, kl. 12.40
verslunarferð, kl.
13.15–13.45 bókabíll.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 10 leir-
list, kl. 12.50 leikfimi
karla, kl. 13.30 tré-
skurður.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Opnað kl. 9. Frjáls
prjónastund, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl. 11.30,
brids og saumar kl.
13, biljard kl. 13.30.
Púttæfingar á
Hrafnistuvelli kl. 14–
16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13. Alkort
spilað kl. 13.30.
Miðvikud.: Göngu-
Hrólfar ganga frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl.
10.
Félagsstarf eldri
borgara, Mosfellsbæ.
Opið kl. 13–16, kl. 17
spænska. Félag aldr-
aðra í Mosfellsbæ
boðar til almenns
fundar í Safnaðar-
heimilinu í Þverholti
3, miðvikudaginn 1.
okt. kl. 20.30, í tilefni
ársafmælis félagsins.
Söngsveit Vorboðanna
syngur. Allir 60 ára
og eldri velkomnir.
Kaffiveitingar. Skrif-
stofan opin á þriðju-
dögum kl. 10–12 í Hlé-
garði.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar frá
hádegi silasalur opinn,
kl. 13. boccia.
Gjábakki, Fannborg
8. Kl. 9–17 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl.
9.05 og kl. 9.55 leik-
fimi, kl. 10.50 róleg
leikfimi, kl. 14 ganga,
kl. 14.45 boccia, kl. 19
brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulín,
kl. 10 ganga, kl. 13–16
handavinna.
Hraunbær 105. Kl. 9
postlín og gler-
skurður, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl.
12.15 verslunarferð,
kl. 13 myndlist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–10 boccia, kl. 9–
16.30 handavinna, kl.
13.30 helgistund.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Kl.
9.15–12 skinnasaum-
ur, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9.15–
16 postulín, kl.10.15–
11. 45 enska, 13–16
spilað og bútasaumur.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morgun-
stund, kl. 10 leikfimi,
kl. 13 handmennt, og
postulín, kl. 14 félags-
vist.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa saln-
um kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag
aldraðra í Kópavogi.
Leikfimi kl. 11.20 í
Digraneskirkju.
FEBK. Brids spilað
kl. 19 í Gjábakka.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Blóðbankabíllinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blod-
bankinn.is
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, Hátúni 12.
Kl. 20 bingó.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík,
heldur fund fimmtu-
daginn 2. október kl.
20 í safnaðarheimilinu
Laufásvegi 13, gestur
fundarins verður með
snyrtivörukynningu.
Kaffiveitingar.
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur, fyrsta
„opna hús“ vetrarins
verður haldið á þriðju-
dagskvöldið 30. sept-
ember kl. 20.30 í Álfa-
bakka 14a. Gömlu
dansarnir. Allir vel-
komnir.
Í dag er þriðjudagur 30. sept-
ember, 273. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Ég, ég er Drottinn,
og enginn frelsari er til nema ég.
(Jes. 43, 11.)
Alþingi verður sett ámiðvikudaginn.
Nokkrir þingmenn ræða
komandi þing á heimasíð-
um sínum.
Einn yngsti nýkjörniþingmaðurinn, Dagný
Jónsdóttir, lýsir helginni
hjá sér og segir m.a.: „Ég
reyndi að nota helgina vel
enda alveg ljóst að ekki
verður mikill frítími
næstu vikur. Byrjaði gær-
daginn á að skella mér í
leikfimi og sýndi síðan
nokkrum fjölskyldu-
meðlimum hinn nýja
vinnustað. Anddyri gamla
þinghússins er orðið
tilbúið eftir gagngerar
breytingar í sumar og er
það stórkostlegt. Það var
fært í upprunalegt horf
og hefur heppnast afar
vel ... Nú er ný vika hafin
og á miðvikudag verður
130. löggjafarþingið sett
við hátíðlega athöfn. Ég
hlakka mikið til enda
mörg mál sem gaman
verður að fást við, en
einnig erfið mál sem
kannski erfiðara verður
að kyngja. Þannig er
þetta bara. Verð að við-
urkenna að það er mjög
góð tilfinning að vera bú-
in að halda jómfrúarræð-
una, man hvað ég var
stressuð yfir henni í vor.“
Öllu reyndari þingmað-ur, Björn Bjarnason
dóms- og kirkju-
málaráðherra, segir á
sinni síðu: „Hjól efna-
hagslífsins eru farin að
snúast hraðar á nýjan leik
og tekjur þjóðarbúsins
vaxa. Efnahags- og at-
vinnustefna stjórnvalda
hefur enn og aftur skilað
árangri og ekki er unnt
að saka þau um að halda
ekki skynsamlega á þeim
málum. Fjárlagafrum-
varpið og umræður um
það munu setja mestan
svip á þingstörfin fram að
áramótum.
Engin skýr átakamál
blasa við í upphafi þings.
Fjölmörg stjórnarfrum-
vörp um ýmsa þætti þjóð-
lífsins verða lögð fram og
tekin til umræðu. Stjórn-
arandstaðan mun einnig
leggja fram sín mál, en
líklegt er, að hún reyni
helst að draga að sér at-
hygli með umræðum utan
dagskrár eða fyrirspurn-
um og óskum um skýrsl-
ur. Kapphlaupið meðal
þingmanna stjórnarand-
stöðunnar við að tryggja
sér mál til að taka upp ut-
an dagskrár er oft næsta
undarlegt.“
Annar gamalreyndurþingmaður, Jóhanna
Sigurðardóttir, skrifar á
vef sinn að á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í
mars sl. hafi Davíð Odds-
son boðað „að skatta-
lækkanir sem skiptu
milljarðatugum yrðu lög-
festar strax á komandi
þingi og tímasett hvenær
þær komi til fram-
kvæmda.“
Svo segir Jóhanna: „Nú
er bara að bíða og sjá
hvort Davíð standi við
stóru orðin, þannig að á
komandi þingi verði
skattalækkanir lögfestar
og tímasett hvenær þær
komi til framkvæmda á
kjörtímabilinu.“
STAKSTEINAR
Þingmenn hlakka til
Víkverji skrifar...
FÁIR gamanþættir í sjónvarpi eruVíkverja minnisstæðari en Já,
ráðherra, sem síðar varð Já, for-
sætisráðherra. Þetta breska eðal-
grín, sem sýnt var í Ríkissjónvarp-
inu á níunda áratugnum, féll vel að
húmor Víkverja. Frábærlega vel
skrifaðir og leiknir þættir um kostu-
leg samskipti hins vammlausa ráð-
herra, James Hacker, og ráðuneyt-
isstjórans slæga, Sir Humphrey
Appleby. Dásamlegri karaktera
minnist Víkverji vart úr sjónvarpi.
Leikendurnir, Paul Eddington og
Nigel Hawthorne, eru nú báðir látn-
ir en snilli þeirra lifir – á skjánum.
Það er ekki tilviljun að Víkverji
rifjar þetta upp núna. Þannig er
nefnilega mál með vexti að þættirnir
eru endursýndir um þessar mundir
á sjónvarpsstöðinni BBC Prime,
sem næst á Fjölvarpinu. Nánar til-
tekið kl. 21:30 á virkum dögum.
Svona fyrir áhugamenn um klassískt
grínefni í sjónvarpi. Og þeir eru ófá-
ir.
x x x
ÞAÐ getur verið varasamt að siglaundir fölsku flaggi. Víkverji
kann góða sögu um það. Það var fyr-
ir mörgum árum í gömlu 4. deildinni
í knattspyrnu hér heima að ónefnt
félag var í vandræðum með að
manna lið fyrir leik vegna forfalla
leikmanna. Var þá brugðið á það ráð
að virkja krafta leikmanns, sem ekki
var skráður í félagið. Var honum ein-
faldlega „lánað“ nafn og kennitala
annars leikmanns sem ekki gat leik-
ið enda enginn tími til að tilkynna fé-
lagaskipti. Hófust svo leikar og lék
nýi maðurinn við hvurn sinn fingur,
eins og kýrnar forðum, skoraði mark
og lagði upp tvö önnur. Allt gekk að
óskum og engan grunaði neitt.
Að leik loknum kárnaði hins vegar
gamanið. Blaðamaður nokkur vatt
sér að „lánsmanninum“ til að fá hjá
honum upplýsingar um markaskor-
ara. „Já, það voru Baddi, Siggi, Óli
og...“ Þá versnaði í því. Hann mátti
vitaskuld ekki gefa upp rétt nafn og
mundi ekki fyrir sitt litla líf hvað
maðurinn sem „lánaði“ honum nafn-
ið hét. Nú voru góð ráð dýr. Og í fát-
inu datt aumingja manninum aðeins
eitt í hug. Hann sá félagana í liðinu
ganga sigurreifa til búnings-
herbergja í fjarska. Og hrópaði á eft-
ir þeim: „Strákar, hvað heiti ég?“
Engum sögum fer af viðbrögðum
blaðamannsins.
x x x
STJÖRNULEITIN er hafin áStöð 2. Víkverji hefur lítið séð af
þættinum ennþá en sýnist þarna
gott sjónvarpsefni á ferð. Sér-
staklega framan af meðan misgóðir
söngvarar láta ljós sitt skína. Sumir
með skemmtilegar ranghugmyndir
um eigið ágæti. Það er bara ein at-
hugasemd: Er fært að alíslenskur
sjónvarpsþáttur heiti Idol?
Nigel Hawthorne og Paul Edding-
ton í Já, ráðherra.
LÁRÉTT
1 durtur, 4 beiskur, 7
áleit, 8 skurðurinn, 9 tók,
11 skelin, 13 forboð, 14
sjúkdómur, 15 málm-
vafning, 17 sár, 20
ókyrrð, 22 áhaldið, 23
dreng, 24 þröngi, 25
rekkjurnar.
LÓÐRÉTT
1 úldna, 2 ösla í bleytu, 3
ástundunarsöm, 4 brjóst,
5 kvaka, 6 glerið, 10
hagnaður, 12 tek, 13
tjara, 15 varkár, 16
kvabbs, 18 peningum, 19
ber, 20 guði, 21 mynni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fullhugar, 8 fagur, 9 angan, 10 kið, 11 syrgi, 13
sárni, 15 groms, 18 sterk, 21 tól, 22 labba, 23 apans, 24
aðkreppta.
Lóðrétt: 2 uggur, 3 lerki, 4 unaðs, 5 angur, 6 ofns, 7
unni, 12 góm, 14 ást, 15 gölt, 16 ofboð, 17 staur, 18
slapp, 19 efast, 20 kúst.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
ÞJÓRSÁRVER sunnan
Hofsjökuls eru óumdeilan-
lega ein af perlum hálend-
isins. Þetta hafa heima-
menn í Gnúpverjahreppi
lengi vitað.
Um miðja síðustu öld
varð þetta heiminum kunn-
ugt með rannsóknum Bret-
ans Peter Scotts og Finns
Guðmundssonar fuglafræð-
ings. Samtímis því sem
Scott og Finnur færðu
heiminum fréttir af nátt-
úruundrum í Þjórsárverum
komu fram hugmyndir um
að nýta mætti vatnið á
svæðinu til hagkvæmrar
raforkuframleiðslu. Í um
hálfa öld hafa sjónarmið
verndunar og virkjunar
tekist á.
Undanfarið hefur eink-
um verið litið til Þjórsár-
vera sem raunhæfs virkjun-
arkosts til að afla orku fyrir
stærra álver í Hvalfirði. Svo
mátti lengi skilja að raf-
magn úr Þjórsárverum
væri forsenda þess að
stækka mætti álver
Norðuráls. Fjölmargir
náttúruverndarsinnar og
sveitarstjórn í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi gátu ekki
fallist á framkomnar til-
lögur um lón í 581, 578, 575
eða 568 m. y.s. Þessir sömu
aðilar voru hins vegar
reiðubúnir að una við til-
lögu um lón í 566 m.y.s. sem
kynnt var með úrskurði
Jóns Kristjánssonar, sem
viðunandi sátt í málinu, í
þeim tilgangi að koma ekki í
veg fyrir vöxt og viðgang ál-
vers í Hvalfirði. En því er
ekki að leyna að jafnvel lón í
566 m.y.s. mun hafa nei-
kvæð áhrif á náttúru og
landslag í Þjósárverum og
vatnafar í fögrum fossum í
Þjórsá.
Nú hefur komið fram að
Hitaveita Suðurnesja og
Orkuveita Reykjavíkur
geta séð álveri fyrir orku og
ekki þarf að hrófla við
Þjórsárverum í þeim til-
gangi. Það er því deginum
ljósara að virkjun í Þjórs-
árverum er ekki forsenda
stækkunar álversins í Hval-
firði. Það er því rík ástæða
til að fagna; virkjun í Þjórs-
árverum er óþörf þar sem
mæta má eftirspurn eftir
orku með öðrum hætti. Það
er því tímabært að leggja á
hilluna öll áform um mann-
virkjagerð á þessu svæði,
stækka friðlandið og
tryggja verndun svæðisins.
Bæði áhugamenn um stór-
iðju og náttúruvernd hafa
því ríka ástæðu til að fagna
nýrri stöðu í þessu erfiða
deilumáli.
Tryggvi Felixson,
framkvæmdastjóri
Landverndar.
Hungry Jack og
Legenb Chevy
GETUR einhver sagt mér
hvar Hungry Jack-kart-
öflumúsin fæst í Reykjavík?
Og veit einhver hvar hægt
er að fá prjónagarnið Leg-
enb Chevy? Þeir sem gætu
gefið upplýsingar um þetta
hringi í síma 431 4250.
Góð þjónusta
ÉG vil koma á framfæri
ánægju minni með Bón-
usvideó í Drafnarfelli.
Starfsfólkið þar er alveg
frábært, þar er ódýrt og svo
góð þjónusta.
Ingibjörg.
Óviðeigandi auglýsing
ÉG sá auglýsingu í Frétta-
blaðinu nýverið þar sem
veitingahús eitt auglýsir
hvolpafillet. Að vísu kemur
fram í smærra letri að not-
að sé lambakjöt í þennan
rétt en mér finnst þessi
auglýsing mjög óviðeig-
andi.
Hvað finnst öðrum um
svona auglýsingar?
Hundavinur.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
BRÚN sjóngleraugu, Dies-
el, týndust laugardags-
kvöldið 20. september, ann-
aðhvort við Bollagarða á
Seltjarnarnesi eða í Eski-
hlíð. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 862 1819.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Þjórsárverum
loks borgið
Morgunblaðið/RAXÚr Þjórsárverum.