Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 47
ÓLAFUR Örn Bjarnason,
landsliðsmaður í knatt-
spyrnu og fyrirliði
Grindvíkinga, fékk í gær
samningstilboð frá
norska úrvalsdeildarlið-
inu Brann í Björgvin.
Forráðamenn Brann
hrifust mjög af Ólafi
þegar þeir sáu hann í
leik Íslendinga og Þjóð-
verja á Laugardalsvelli
fyrr í mánuðinum og í kjölfarið
buðu þeir honum til viðræðna og
að skoða aðstæður hjá félaginu
„Ég sat fund með stjórnar-
mönnum Brann í dag (í gær) og
þar fékk ég í hendur tilboð frá
félaginu sem hljóðar upp á
þriggja ára samning. Ég ætla að
nota næstu dagana til að
skoða málið vandlega en
helst vill ég draga fram
yfir landsleikinn að gefa
þeim svar. Mér líst mjög
vel á allt sem félagið
hefur upp á bjóða og það
kemur sterklega til
greina að fara til
Brann,“ sagði Ólafur
Örn við Morgunblaðið í
gær.
Samningur Ólafs við Grindavík
rennur út um áramótin en Grind-
víkingar hafa þegar boðið honum
nýjan þriggja ára samning.
Ólafur heldur í dag yfir til
Englands þar sem hann kemur til
með að æfa með Stoke fram að
landsleiknum við Þjóðverja.
Ólafur Örn Bjarnason
með tilboð frá Brann
Ólafur Örn
TOBIAS Rau leikmaður Bay-
ern München verður ekki með
Þjóðverjum þegar þeir taka á
móti Íslendingum á Stadium
Hamburg þann 11. október
næstkomandi. Rau tognaði á
læri og verður frá æfingum og
keppni næstu þrjár vikurnar.
Hann tók ekki þátt í leiknum
við Íslendinga á Laugardals-
vellinum í byrjun þessa mán-
aðar vegna leikbanns en hann
var í byrjunarliði Þjóðverja í
stöðu vinstri bakvarðar þegar
þeir höfðu betur á móti Skot-
um, 2:1, á Westfalen í Dort-
mund fjórum dögum eftir leik-
inn við Íslendinga.
Tobias Rau
ekki með
gegn Ís-
lendingum
LITHÁAR hafa tilkynnt 26 manna
landsliðshóp sinn fyrir átök við
Skota í Evrópukeppni landsliða í
Glasgow 11. október. Litháar hafa
sett stefnuna á sigur og ef þeir taka
stig af Skotum eru Íslendingar
öruggir með annað sætið í fimmta
riðli EM þó svo að Ísland myndi tapa
fyrir Þýskalandi í Hamborg sama
dag. Leikirnir fara fram samtímis –
kl. 15 að íslenskum tíma. Litháar
lögðu Skota að velli í fyrri viðureign
þjóðanna – 1:0 í Kaunas í apríl. Með
sigri í Glasgow myndi Litháen ná
þriðja sæti í riðlinum.
Landsliðshópur Litháen er þann-
ig:
Markverðir: Gintaras Stauce
(Kallithea GS), Gytis Padimansksas
(FC Kaunas) og Eduardas Kurskis
(FC Kaunas).
Varnarmenn: Ignas Dedura
(Skonto Riga), Rolandas Dziaukstas
(Torpedo-Metallurg Moskva), Vidas
Alunderis (FC Vetra), Tomas
Zvirgzdauskas (Halmstad), Darius
Regelskis (FC Kaunas), Nerijus
Barasa (Spartak-Alania Vladi-
kavkaz), Nerijus Radzius (Chern-
omorets) og Andrius Skerla
(Dunfermline).
Miðjumenn: Vadimas Petrenko
(FC Kaunas), Deividas Cesnauskis
(Dynamo Moskva), Orestas Buitkus
(Skonto Riga), Igoris Morinas
(Mainz), Donatas Vencevicius
(Marsaxlokk), Tomas Razanauskas
(Akratitos Aþenu), Andrius Gedg-
audas (FC Kaunas), Arturas Stesko
(Zalgiris Vilnius), Eimantas Poderis
(FC Kaunas), Andrius Ksanavicius
(Skonto Riga) og Deimantas Bicka
(Ventspils).
Sóknarmenn: Ricardas Beniusis
(FC Kaunas), Edgaras Jankauskas
(Porto), Dmitrijus Guscinas (Osna-
brück) og Robertas Poskus (Krylya
Sovietov Samara).
Litháar stefna á sigur í Glasgow
MANCHESTER United sækir
Leeds heim í þriðju umferð ensku
deildabikarkeppninnar en dregið var
um helgina.
Þá mæta núverandi deildabikar-
meistarar Liverpool lærisveinum
Graeme Souness í Blackburn á
Ewood Park, en síðasti leikur lið-
anna þótti nokkuð harður þar eftir
lágu m.a. tveir leikmenn Liverpool
illa sárir.
Eiður Smári Guðjohnsen og sam-
herjar í Chelsea fá næstneðsta lið 2.
deildar, Notts County, í heimsókn,
en liðið er í greiðslustöðvun um þess-
ar mundir og því í afar ólíkri stöðu og
Lundúnaliðið þar sem smjör drýpur
af hverju strái um þessar mundir.
Leikir þriðju umferðar verða
þessir:
Bristol City – Southampton
Everton – Charlton
Nottingham Forest – Portsmouth
Blackburn – Liverpool
Bolton – Gillingham
Wigan – Middlesbrough
Wolves – Burnley
Blackpool – Crystal Palace
Chelsea – Notts County
QPR – Manchester City
Reading – Huddersfield
Aston Villa – Leicester
Tottenham – West Ham
Arsenal – Rotherham
Newcastle – West Brom
Leeds – Manchester United
Leikirnir fara fram í síðustu viku
október.
Liverpool
mætir
Blackburn
DAVID Beckham verður ekki með
Real Madrid þegar liðið mætir Porto
í Meistadeildinni annað kvöld. Beck-
ham meiddist á hægri fæti í leik Real
Madrid og Valencia um helgina og er
ekki leikfær. Þá er óvíst hvort fyr-
irliðinn Raúl geti verið með en hann á
við meiðsli að stríða í mjöðm.
ARSENAL á í nokkrum vandræð-
um fyrir leikinn á móti Dynamo
Moskva í Meistaradeildinni í dag.
Patrick Vieira og Frederik Ljung-
berg sem meiddust báðir í leiknum
við Newcastle á föstudagskvöld
verða ekki með og þá er ljóst að Sol
Campbell tekur ekki þátt í leiknum
en hann er enn að jafna sig eftir föð-
urmissi.
PETER Varney, framkvæmda-
stjóri Charlton, segir að forráða-
menn Tottenham skuli ekki láta sig
dreyma um að fá Alan Curbishley,
knattspyrnustjóra Charlton, til liðs
við sig. Curbishley hefur stýrt Charl-
ton í 12 ár með athyglisverðum ár-
angri og er sá knattspyrnustjóri sem
hefur verið næstlengst í starfi hjá
þeim liðum sem nú eru í úrvalsdeild-
inni. Aðeins Sir Alex Ferguson hefur
verið lengur hjá Manchester United.
VITAÐ er að forráðamenn Totten-
ham hafa haft Curbishley undir smá-
sjánni undanfarna daga eftir að þeir
leystu Glenn Hoddle frá störfum.
„Curbishley hefur skotið sterkum
rótum hjá Charlton og það þarf eitt-
hvað einstakt að koma upp til þess að
hann verði rifinn upp með rótum. Öll-
um fyrirspurnum frá Tottenham
verður vinsamlega vísað á bug,“
sagði Varney í gær.
SKOTAR urðu fyrir áfalli í gær
þegar í ljós kom að meiðsli framherj-
ans Stevens Thompsons eru það al-
varleg að hann verður frá í allt að sex
mánuði. Þar með er ljóst að hann
verður ekki með Skotum þegar þeir
taka á móti Litháum í undankeppni
EM á Hampden Park í Glasgow í
næsta mánuði en Skotar eiga í harðri
baráttu við Íslendinga og Þjóðverja
um tvö efstu sætin í 5. riðli EM.
FÓLK
Hermann hefur ekkert getað spil-að frá því í jafnteflisleiknum
gegn Þjóðverjum á Laugardalsvell-
inum þann 6. september en hann
varð fyrir því óláni að meiðast á æf-
ingu Charltonliðsins á fyrstu æfingu
eftir landsleikinn.
„Ég er allur að koma til og get
vonandi farið að æfa með liðinu á
miðvikudag eða fimmtudag. Það
kom rifa í liðband í
hnénu og það tekur sinn
tíma að jafna sig á því.
Ég hef samt getað
hlaupið og haldið mér í
formi en ég hef ekki get-
að sparkað. Ég reima á
mig takkaskóna í vik-
unni og þá kemur í ljós
hvernig ég er en ég verð
100% klár í leikinn við
Þjóðverja,“ sagði Her-
mann við Morgunblaðið
í gær.
Hermann á ekki von á
að hann spili með Charl-
ton á móti Portsmouth um næstu
helgi og þar nær hann ekki að spila
neinn leik fyrir leikinn þýðingar-
mikla á móti Þjóðverjum. „Vissulega
hefði verið gott að ná að
spila eitthvað fyrir
landsleikinn en það
verður víst ekki á allt
kosið í þessu. Ég tel
hæpið að ég komi inn í
liðið um næstu helgi þar
sem ég er rétt að skríða
saman; ekki nema að
meiri háttar meiðsl
verði í hópnum,“ sagði
Hermann sem sá félaga
sína vinna góðan sigur á
Liverpool á sunnudag-
inn. „Þetta var virkilega
sætur sigur og sárabót
fyrir tapið á móti Manchester Unit-
ed. Okkur tókst loks að vinna heima-
sigur og það var mikil gleði í okkar
herbúðum eftir leikinn.“
Hermann klár í
slaginn í Hamborg
HERMANN Hreiðarsson lands-
liðsmaður í knattspyrnu, sem
leikur með enska úrvalsdeildar-
liðinu Charlton, segir 100%
öruggt að hann verði klár í slag-
inn með íslenska landsliðinu
þegar það mætir Þjóðverjum í
undankeppni EM í Hamborg í
næsta mánuði.
Hermann
Hreiðarsson
AP
Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, fyrir miðju, fagnar marki sínu sem
tryggði Lyn sigur á PAOK í UEFA-leik í Grikklandi í sl. viku.