Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sala á áskriftum
og Regnbogakorti
í fullum gangi!
TRYGGÐU ÞÉR GOTT VERÐ
OG SÆTI Í VETUR.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri ::: Damian Iorio
Einleikari ::: Erling Blöndal Bengtsson
Georges Enesco ::: Rúmensk rapsódía nr. 2
Aram Khatsjatúrjan ::: Sellókonsert
Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBERRauð #1
Hann Erling okkar
spilar einn af flottustu sellókonsertum 20. aldar
9. október 2003
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Truls Mørk
Ralph Vaughan Williams ::: Fantasía
um stef eftir Thomas Tallis
Hafliði Hallgrímsson ::: Sellókonsert
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 2
MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS
MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI!
Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Hádegistilboð
alla daga
Restaurant
Pizzeria
Gallerí - Café
ÓPERUVINIR – munið afsláttinn!
Stóra svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 4/10 kl 14 ,- UPPSELT
Su 5/10 kl 14 - UPPSELT
Su 5/10 kl 17 - UPPSELT
Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT
Su 12/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT
Su 19/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT
Su 26/10 kl 14- UPPSELT
Lau 1/11 kl 14, Su 2/11 kl 14
Lau 8/11 kl 14, Su 9/11 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 4/10 kl 20, Fö 10/10 kl 20
Fö 17/10 kl 20, Fö 24/10 kl 20
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
ÁSKRIFTARKORT OG AFSLÁTTARKORT. SÍÐASTA SÖLUVIKA.
Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. Kr. 9.900
Tíumiðakort: Notkun að eigin vali. Kr. 16.900
Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400
VERTU MEÐ Í VETUR
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR:
THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -
heimsfrumsýning
SYMBIOSIS eftir Itzik Galili
PARTY eftir Guðmund Helgason
FRUMSÝNING Fi 9/10 kl 20 - hvít kort
2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort
3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort
4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort
5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Fö 3/10 kl 20, Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20,
Su 26/10 kl 20
Ath. Aðeins þessar sýningar
Gríman 2003
„BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda
sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is
Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700
og sellofon@mmedia.is
IÐNÓ
fim 2. okt kl. 21, UPPSELT
lau 11. okt kl. 21, UPPSELT
mið 15. okt kl. 21, örfá sæti
.
eftir Kristínu Ómarsdóttur
5. sýn. fim. 2. okt.
Leikhúsumræður eftir sýningu
6. sýn. fös. 3. okt.
7. sýn. fös. 10. okt
Sýningar hefjast klukkan 20.
Ath! Takmarkaður sýningafjöldi
Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is
Mink
leikhús
erling
Lau 4.10. kl. 20 LAUS SÆTI
Fim 9.10. kl. 20 UPPSELT
Fös 10.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fim 16.10. kl. 20 LAUS SÆTI
Fös 24.10. kl. 20 LAUS SÆTI
Fös 31.10. kl. 20 LAUS SÆTI
Miðasala í síma 552 3000
Miðasala opin 15-18 virka daga
loftkastalinn@simnet.is
Einnig sýnt í Freyvangi
THE THRILLS –
SO MUCH FOR THE CITY
ÁKAFLEGA lífleg og skemmtileg
plata frá amerískustu Dyflinarbúum
sem komið hafa fram á sjónarsviðið
síðan U2 létu
mynda sig með
kaktusum. Dásam-
lega augljósir
áhrifavaldarnir
(The Beach Boys,
The Flying Burrit-
os Brothers, The Byrds, Gran-
daddy) gefa til kynna unga og yfir
sig áhugasama tónlistarmenn sem
kunna heilmikið fyrir sér í tónlist,
eru enn að leita að sínum eigin
hljóm og hafa mikið gaman af því.
STEREOPHONICS –
YOU GO THERE TO COME BACK
FRAMFÖR frá síðustu plötu sveit-
arinnar, sem voru bara leiðindi.
Ekki efast maður um hæfileika
Kelly Jones, en
hann semur allt,
syngur, leikur á
gítara og er að
þessu sinni upp-
tökustjóri ofan á
allt saman. Ennþá
er hann of upptekinn við að telja
okkur trú um að hann sé óskilgetið
afkvæmi Rods Stewarts og Bonnies
Tylers en þegar honum tekst vel
upp, eins og í smáskífunni „Maybe
Tomorrow“, þá á hann til að semja
fínustu lög og syngur þau með rödd
sem flestir væru til í að drepa fyrir.
Skarphéðinn Guðmundsson
Erlendar
plötur
ÞAÐ er lofsvert framtakið sem
Friðjón Jóhannsson og félagar hafa
staðið fyrir á hljómdiskum sínum.
Með markvissum
hætti hafa þeir leit-
ast við að koma á
framfæri lögum og
textum eftir svo-
kölluð alþýðuskáld,
fólk sem hefur dútl-
að við að setja þetta saman í hjáverk-
um í gegnum tíðina og lítt reynt að
koma efni sínu á framfæri. Þetta hef-
ur sveit Friðjóns gert á Austfirskum
staksteinum (’96) og Við tónanna klið
(’97) og hafa útgáfurnar mælst vel
fyrir og selst vonum framar.
En að efninu sjálfu og listrænu
gildi þess. Sá þáttur er allt önnur
Ella og ég verð að vera ósammála
þeirri staðhæfingu Friðjóns í upplýs-
ingabæklingi að „fullyrða má að gíf-
urlegur fjöldi fólks vítt og breitt um
landið á mikið magn af verulega góðu
efni…“. Fæst laganna hér a.m.k. eru
sérstaklega burðug, sæmileg í besta
falli. Það er ekkert drasl hérna en
fátt sem hreyfir sérstaklega við
manni.
Nærfellt öll lögin eru tilbrigði við
hina skandinavísku gömludansa-
sveiflu sem listamenn eins og Geir-
mundur Valtýsson hafa tileinkað sér.
Ekkert athugavert við það svosem,
ef lögin væru bara ekki svona keim-
lík öll. Það er helst að það þurfi að
leita til hefbundins dauðarokks til að
finna slíka einsleitni. Getur það verið
að allir höfundarnir séu svona sam-
taka í dufli sínu við söngvagyðjuna?
Er þetta vegna þess að allir eru þeir
frá Austfjörðum? Er hægt að tala um
„Austfjarða-hljóm líkt og talað er um
„Nashville-hljóm“ í sveitatónlistinni?
Eða er þetta vegna útsetninga Frið-
jóns og hans manna? Hver sem skýr-
ingin kann að vera verður þreytandi
að hlusta á „sama“ lagið trekk í
trekk.
Blessunarlega eru þó undantekn-
ingar frá þessu. „Þú ert ung (þekk-
ing heimsins)“ eftir Gylfa Gunnars-
son (texti eftir Valgeir Sigurðsson)
er eftirminnilegt og vel sungið af
Sesselju Ósk Friðjónsdóttur.
Skemmtilegt gítarstef ljær laginu
sterkt sérkenni. Smíðin er frá 1964
og réttlætir björgunarstarf Friðjóns
og félaga fullkomlega. Sumum lag-
anna er líka lyft upp með lúðra-
blæstri eða píanóleik og forðar þeim
frá hreinum leiðindum. Þess má þá
geta að Friðjón sjálfur er með góða
rödd, seiðandi baritónninn fallegur
og sannfærandi. Spilamennska öll er
þá með ágætum. En eins og áður
segir er efnið allt marrandi í kring-
um meðalmennskuna.
Margir textanna hérna eru ótta-
legt hnoð og alveg jafnslakir og vin-
sælustu ball/dægurtónlistarsveitirn-
ar nota. Andlaust hjal um drauma,
ást, vonir og þrár. Ég geri mér grein
fyrir því að þegar um létta dansiball-
tónlist er að ræða er ekki hægt að
gera kröfur um að skáldin nái hæð-
um Shakespears og Dantes. En fyrr
má nú vera þar sem margir textarnir
eru næstum óþolandi einfeldnings-
legir og klisjukenndir. Upplýsinga-
bæklingur er efnismikill og tæm-
andi. Allir textar fylgja og upp-
lýsingar eru um sögu sérhvers lags.
Verra er með skreytinguna framan á
sem er afspyrnu ljót – nánast fæl-
andi.
Að lokum vil ég taka það skýrt
fram að mér finnst átak það sem
Friðjón stendur að merkilegt og
nauðsynlegt. En það breytir þó engu
um hið kalda, listræna mat sem hér
hefur komið fram.
Tónlist
Virðingar-
verðar
björgunar-
aðgerðir
Danshljómsveit
Friðjóns Jóhannssonar
Austfirskir staksteinar II
Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar/
Staksteinar gefur út
Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar
skipa Friðjón Ingi Jóhansson (bassi,
söngur), Daníel Friðjónsson (trommur,
slagverk, klarinett) og Árni Jóhann Óð-
insson (gítar, söngur). Til aðstoðar við
hljóðfæraleik eru þau Ágúst Ármann Þor-
láksson, Bjarni Freyr Ágústsson, Bryn-
leifur Hallsson, Davíð Þór Jónsson, Einar
Bragi Bragason, Gunnar Ringsteð, Hlyn-
ur Guðmundsson og Karl Petersen. Þá
syngja þær Aðalheiður Borgþórsdóttir,
Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir og Sess-
elja Ósk Friðjónsdóttir. Lög og textar eru
eftir 17 austfirska laga- og textahöf-
unda. Fyrir utan þá eiga Ralph Siegel og
Birni Dam sitt hvort lagið. Upptaka og
hljóðblöndun var í höndum Brynleifs
Hallssonar.
Arnar Eggert Thoroddsen
Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur austfirska alþýðutónlist.