Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 55

Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 55
Amy og fjölskylda. SKJÁR einn endursýnir þessa dag- ana þættina um dómarann með gullhjartað, Amy Gray, sem gætir réttlætisins um leið og hún heldur utan um nokkuð óhefðbundið fjöl- skylduform. Amy, sem skildi við eiginmann sinn og flutti til Connecticut ásamt dóttur sinni, býr hjá móður sinni og ungum frænda sem er óvirkur fíkill og geysisnjall læknanemi. Fjölskyldan, sem stendur saman í gegnum þykkt og þunnt, starfar eins og hún leggur sig við það að bjarga því sem bjargað verður þeg- ar brestir verða í lífi fólks. Amy sit- ur sem dómari í unglingadómstól, þar sem hún glímir við það erfiða verkefni að úrskurða um framtíð ungs fólks sem misstígur sig í lífinu, og nýtur við það aðstoðar sérdeilis ágæts aðstoðarmanns síns, Bruce van Exel. Móðir Amy, Maxine, berst fyrir lífi barna í barnaverndarstofu og frændinn Kyle hjálpar ungling- um á götunni að koma aftur undir sig fótunum með góðu eða illu. Í þáttunum er tekið á fjölmörgum siðferðisspurningum sem upp koma á þessum mismunandi vinnustöðum og sjaldnast um algóða kosti að ræða. Að sjálfsögðu flækjast síðan ýmiss konar tilfinningamál inn í daglegt líf sögupersónanna og húmorinn er aldrei langt undan, sérstaklega þar sem hin léttruglaða en bráðgáfaða vinkona fjölskyld- unnar Donna er á ferðinni. Með helstu aðalhlutverk fara Amy Brenneman, Tyne Daly, Rich- ard T. Jones, Jillian Armenante og Kevin Rahm. Amy dæmir börnin Judging Amy er á dagskrá Skjás eins í kvöld klukkan 22.00. Réttlátur dómari í kreppu VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 55                                                                       ! "#$ %  #" & #'  !" #$ ! ) ) %& (  ! #$   ( (  ! %&     ( ! %$'( ) %*+)' ,- % ( .(/-* (& ( ( ( (      (  (  (  (  (  (  (  #$$ !  ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       *+" " ##  " ,,-#"  !" #'" ."   #/   . 0 (& 0##,,-#"  !" #')  -#"!"   (        )012*,$-   !"# $        #!  $%   & '        (  %'   &    )  * "+       012*-3$&**!$ 12"",,-#" + !& #'( 45 &( 45 &( 45 &( 60#$7*0 89(/-$7*0 0(6 -$& 0#("3#$ $/:$6/ ;((0 ;$$($< =%+> 8-/ ? $( !$//$+   03-  "#(.(3( "##" /' 3-  3-  3-  3-  3/ .(3( 3-  "##" 900+%!( @/0 (" $-9A 9/,9/ $* !,$! $/0 @$!"9 8*/ */ -$7 3-  "#(.(3( 03-  3-  3-  3-  "##" "##" 3-  :$$-$ $$!$ 8$B9/$ :$9B$ %! /6#$ C// - :9/$ @$$D ;A 5+B$-9 $/,9    3-  03-  3-  3-  3-  3-  3-  3-  3/ 3-  03-  3-  !!(,$-( + ")4 %)##- #!  #4 %#!  #  #' .'"(5"##"  #') .6    #'(*  ")#3# .'"( >(,$-( 7!  "!"#4 2''0)# 0  #4!" # #'( *"!" " !##  #'##!   #(        :&70(,$-( 8   " " $ 2" !"'. "##" /'3) #/ 3!.9  #'(* ")  #!    #'(",,- ",," ",,. //* ",-, //. ",+*            * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is EINHVERRA hluta vegna dettur mér ekki annað í hug en að velta mér upp úr veru- leikaþáttum í þessu rýnis- horni. Þetta skýrir kannski vinsældir þessa þátta, þeir virðast einkar vel fallnir til heilabrota. Við og við „dettur“ maður inn í þessa þætti og það er einstaklega erfitt að horfa ekki á þá. Það er líka svo skrýtið, svipað og með Dall- as á sínum tíma, að margir vilja vart viðurkenna að þeir horfi á þetta og segja frá því með skömmustubrosi á vör. Svo virðist sem tvenns konar tilfinningar brjótist um í fólki og takist þar á, annars vegar sú vissa að botninum sé náð í fölskvalausum að- gerðum sjónvarpsstöðva til að ná sér í áhorf en hins vegar undarleg, dýrs- leg hvöt sem rekur mann sí og æ að skjánum. Það virðist nefnilega tilfell- ið, með þætti eins og Strandaglópa (Survivor) og Piparsveininn, að mað- ur er eðlislæga forvitinn um raun- veruleg viðbrögð venjulegs fólks. Sama er að gerast með Stjörnuleit- ina á Stöð 2 (Idol), þar sem Jón og Gunna úti í bæ fetta sig og bretta áhorfendum til ómældrar ánægju. Ég horfði á Piparsveininn síðasta fimmtudagskvöld. Þetta er þriðja þáttaröðin og heitir sá íðilfagri Andr- ew Firestone og er af efnamikilli fjöl- skyldu í Bandaríkjunum (Firestone- dekkin). Ég verð að segja að ég er eiginlega ánægðastur með þennan piparsvein, þar sem hann er eitthvað svo strákslegur. Hinir voru heldur klobbalegir og „amerískir“. Sá síð- asti með kjálkabein dauðans og sá fyrsti allt of veimiltítulegur. Nei, Andrew er okkar maður, alltént sá „mannlegasti“ til þessa. En hvað um það, þessi þáttur sem ég sá var inngangsþáttur, sá þáttur þar sem tuttugu og fimm vonbjartar meyjar eru leiddar fyrir piparsvein- inn. Og það er eitthvað sjúklegt við það, þegar hver limósínan á fætur annarri rennur í hlað og stúlkurnar tipla vandræðalega hver af annarri í átt að hinum glaðbeitta Andrew. Það er eins og það sé verið að leiða lömb til slátrunar. Konur sem kjötvörur? Ó, já. Tilgangur lífsins er að gifta sig og að vera á lausu fram undir þrítugt er hið alvarlegasta mál. Hvað veruleikaþætti varðar svo almennt er „handritakenningin“ að verða vinsæl. Hún fékk byr undir báða þegar framleiðendur Stranda- glópa urðu uppvísir að því að nota áhættuleikara í einhver atriði. Og eru viðbrögð og blaður þessara kvenna og þessa blessaða pipar- sveins ekki dálítið „óraunveruleg“. Setningar sem ýta undir spennu og stemningu koma liggur við á færi- bandi. Tvær til þrjár fara að grenja; aðrar gefa hinum illt auga og það leið yfir eina í fyrstu þáttaröðinni. „Komm on“! Og síðasta umkvörtunin: Af hverju var þessi asíska aldrei í mynd? Ég er að hugsa um að vanda mig við það að fylgjast ekki með þessum Piparsveini. Það þarf lagni við, ég veit það, enda eins og áður segir stutt í dýrið í manni og það rekur mann miskunnarlaust að skjánum ef maður heyri inngangsstefið. En ég hef líka góða og gilda ástæðu fyrir því að fylgjast ekki með í þetta skipt- ið. Ég veit nefnilega hver verður sú heppna … LJÓSVAKINN Arnar Eggert Thoroddsen Leiddar til slátrunar Andrew Firestone er Piparsveinninn. ÚTVARP/SJÓNVARP Tískuvöruverslun Laugavegi 25 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.