Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞEGAR sólin lækkar á lofti getur hún teiknað skrýtnar og skemmti- legar myndir með skuggunum. Trjánum fjölgar, einn maður verð- ur sem tveir menn og allt endur- varpast þetta í nýjum myndum á næsta húsvegg eða annars staðar þar sem pláss er fyrir þessi sjálf- virku listaverk. Morgunblaðið/Kristinn Nýjar myndir með skugganum SIF Vígþórsdóttir, skólastjóri Hall- ormsstaðarskóla, segir það lán fyrir skólann að fötluð börn skuli vera þar í námi og leggur jafnframt áherslu á að hver nemandi fái menntun við hæfi og öðlist jákvætt viðhorf til menntunar. „Við erum svo heppin að vera með fötluð börn í skólanum sem fá okkur enn frekar til að beina sjónum að því að hvert barn er einstakt, enda eru orðin „Nemendur eru einstakir“ ein- kunnarorð skólans,“ segir Sif. Í skólanum fer fram nám sem er lagað að þörfum hvers barns og áhersla lögð á sjálfsmyndina. Að sögn Sifjar skilar sjálfsöryggið þeim vonandi vellíðan í framtíðinni. Fleiri fréttum fer af skólastarfi á landsbyggðinni því Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og Verk- menntaskólinn IT IS Giorgi í Mílanó hafa myndað með sér samstarf og nú í september hafa tíu ítalskir ungling- ar dvalið hér á landi. Í ferðinni lögðu nokkrir hugrakkir úr hópnum fram- andi fæðu sér til munns, nefnilega hákarl. Einnig fóru Ítalirnir í réttir þar sem tveir þeirra fengu að kynn- ast þeirri hefð að draga fé í dilka. Frá Hafnarfirði berast einnig fréttir af Menntaskólanum Hrað- braut sem er að hefja sitt fyrsta starfsár. Skólastjórinn, Ólafur Haukur Johnson, segir nemendum ganga vel, en meðaleinkunn eftir fyrstu námslotuna var 7,4. Í blaðinu í dag er sagt frá kennara í Glerárskóla sem nýtir sér tæknina með því að tala í hátalarakerfi í kennslunni. „Mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverri kennslustofu eftir að hafa nýtt mér þessa tækni,“ segir Guðrún Þóra Björnsdóttir. „Ég finn mikinn mun á mér og þarf ekkert að vera að mis- beita röddinni, heldur get ég hækk- að og lækkað í tækinu eftir þörfum.“ „Heppin að vera með fötluð börn í skólanum“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hrefna Egilsdóttir kennari og Rut Karlsdóttir í sjöunda bekk Hallorms- staðarskóla fara yfir námstilhögun næstu daga og vikna.  Minn staður/16–21 UNGUR selur sem skreið upp á bryggjur á Seyðisfirði á flóði í gær sýndi engin merki mann- fælni er sex ára snót, Elísa Björk, heilsaði upp á hann. Bærði hann sig vart þótt mannfólkið kæmi nálægt. Hann greip þó tækifærið er flæddi að til að láta sig hverfa í hafið á ný. Mannblend- inn selur Ljósmynd/Einar Bragi Bragason KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI hefur eignast 30,35% hlutafjár í finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia Oyj sem skráð er í kaup- höllinni í Helsinki. Kaupþing-Bún- aðarbanki fer með 54,44% atkvæð- isréttar í félaginu. Bankinn greiðir fyrir Norvestia með útgáfu 33,2 milljóna nýrra hluta og er andvirði kaupanna um 5,5 milljarðar króna. Gengi á hlutunum sem bankinn gefur út er meðalgengi Kaupþings- Búnaðarbanka síðustu þriggja mánaða, eða 167. Seljandi hlutanna er sænska fjárfestingarfélagið Havsfrun AB sem skráð er á O-lista Kauphallarinnar í Stokk- hólmi. Havsfrun á enga hluti í Norvestia eftir söluna. Starfsemi á öllum Norðurlöndunum Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings-Búnaðarbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin á Norvesta hefðu fengið já- kvæðar viðtökur hjá öðrum hlut- höfum Norvesta. „Þau skilaboð sem við fáum frá stærstu eigendum í minnihluta er að þeir líta á þetta sem mjög jákvæða þróun fyrir Norvesta,“ sagði Hreiðar Már. Hann sagði að næst á dagskrá í Finnlandi væri að auka eigið fé Kaupþings Sofi, sem á næstunni verður breytt í Kaupþing Bank Finland, og sækja síðan um banka- leyfi. Hann sagði að viðskiptahug- mynd bankans væri að reka banka á öllum Norðurlöndunum og sú umgjörð sem félagið hefði skapað sér í Svíþjóð í dag, þar sem búið er að byggja upp fjölþætta banka- þjónustu, væri sú umgjörð sem ætti að skapa í Helsinki, Osló og Kaupmannahöfn. „Hugmyndin er að reka alhliða fjármálafyrirtæki á Íslandi og reka síðan fjárfesting- arbanka í Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. Kaupþing-Búnaðarbanki fjárfestir í finnsku fjárfestingarfélagi Greiðir 5,5 milljarða fyrir hlutinn  Kaupverðið/12 VERIÐ er að rannsaka hvort kind af bæ í Hrunamannahreppi sé sýkt af riðuveiki. Reynist grunurinn á rök- um reistur verður fjárstofninum fargað. Þrisvar áður hefur greinst riða í Hrunamannahreppi, í öllum til- vikum á sömu slóðum. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir að við aðra leit á af- rétti hafi komið fram veik kind. Bændur væru á varðbergi því áður hefði greinst riða á þessu svæði. Kindin var felld og sýni tekin til rannsóknar í tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum. Sigurður á von á að endanlegar niðurstöður liggi fyrir eftir um það bil tvo daga. Hann segir að ef þetta reynist riðuveiki verði leitað eftir samkomu- lagi við ábúendur um að farga öllu fé á bænum og því fé sem gengið hafi saman við það. Því fylgi að fjárlaust verði á bænum í að minnsta kosti tvö ár. Sigurður segir ekki tímabært að segja hvort víðtækari niðurskurður á svæðinu komi til greina, það fari eftir aðstæðum og um það verði haft samráð við heimamenn. Fjórða tilfellið Þrisvar hefur greinst riða í Hrunamannahreppi á síðstu fimm- tán árum, síðast fyrir rúmum tveim- ur árum, og í öllum tilvikum á sama svæði og grunaða kindin er af. Reynist þessi grunur réttur er þetta fjórða riðutilfellið á landinu í ár. Áður hefur komið upp riða á bæj- um í Víðidal, Ölfusi og Svarfaðardal. Á árinu 2002 voru tvö riðutilfelli og eitt árið á undan. Grunur um riðu- smit á bæ í Hreppum FRUMSÝNING leikhópsins Vest- urports á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í Young Vic-leik- húsinu í Lundúnum var um tíma í uppnámi vegna ágreinings leik- hópsins og öryggisráðgjafa leik- hússins en flóknir loftfimleikar eru snar þáttur í sýningunni. Málum var þó miðlað og frumsýningin verður annað kvöld. Að sögn Ólafs Egils Egilssonar, sem leikur í sýningunni, leist ör- yggisráðgjöfunum, hópi atvinnu- manna á sviði loftfimleika ytra, ekki á blikuna. „Þeir stungu við fót- um og tjáðu okkur af breskri hátt- vísi að þó að það gæti vel verið að við hefðum komist klakklaust í gegnum okkar 60 sýningar með þessum útbúnaði gætu þeir ekki gengið í ábyrgð fyrir næstu 60 sýn- ingar nema við sættum okkur við að nota þeirra flugkerfi, sverari víra, öryggislínur og fleiri afar sjónmengandi fyrirbæri. Um stund virtist vandamálið óyf- irstíganlegt og það var ekki fyrr en forsprakki leikhópsins, Gísli Örn Garðarsson, tefldi á tæpasta vað og bjóst til þess að blása sýninguna af ef ekki yrði sest að einhvers konar samningum um málamiðlun að stífl- an brast. Leikhússtjórinn sjálfur, öðlingurinn David Lan, var kall- aður til og settur inn í málið, allir mögulegir kostir tíndir til og hafist var handa við að finna einhverja úr- lausn sem allir gætu sæst á. Nokkr- um tímum síðar lá lausnin fyrir; ís- lensku áhöldin – með bresku öryggi og allt skyldi þrautreynt í umfangs- miklu tæknirennsli sem hefði for- gang fram yfir aðrar æfingar.“ Loftfimleikar fóru fyrir brjóstið á öryggisráðgjöfum Gísli Örn Garðarsson í loftunum í hlutverki Rómeós í Young Vic. Litlar áhyggjur/25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.