Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hyundai í halarófu Hyundai-jeppaeigendur efndu til hópferðar á fjöll Bílar 8 Íslenskir huliðsheimar Jean Michel Roux rannsakar álfatrú Íslendinga Fólk 48 Snarpt haustþing Þingmenn koma saman í dag við setningu 130. löggjafarþings 10 ORKUVEITA Reykjavíkur hefur fest kaup á 55 trjám í Svíþjóð. Verður þeim plantað við höfuðstöðvar OR á Bæjarhálsi 1, meðal ann- ars framan við innganginn þar sem greinar hlyntrjáa eiga að breiða úr sér og mynda lauf- þak eins og í gömlum hallargörðum í Evrópu. Hingað komin kosta trén um 4 milljónir. Orkuveitan kaupir 10 garðahlyni og 45 seljureyni frá gróðrarstöð á Hallandi í Sví- þjóð. Trjáútflutningurinn til Íslands vakti at- hygli sænska blaðsins Hallandsposten sem birti frétt um málið í gær. Fram kemur þar að trén eru allt að 15–20 ára gömul og þau stærstu sex til sjö metra há. Kristinn Þorsteinsson, garðyrkjustjóri OR, segir að von sé á trjánum í nóvember. Hlyn- irnir verði gróðursettir framan við inngang höfuðstöðva fyrirtækisins. Þegar trén verði orðin hæfilega há, kannski um sjö metrar, verði toppurinn klipptur þannig að greinarn- ar breiði úr sér og myndi laufþak sem fólk gengur undir þegar það fer inn í húsið eða yf- irgefur það. Segir Kristinn að þetta fyrir- komulag sé þekkt í Evrópu, meðal annars í hallargörðum. Segir hann að trén verði gömul og standi vonandi þarna í 400 til 500 ár. Spurður um ástæðu þess að trén eru flutt inn frá Svíþjóð en ekki ræktuð hér segir Kristinn að valdar hafi verið trjátegundir sem verði mjög gamlar í sínum heimkynnum. Ekki sé hægt að fá tré af þessari gerð og stærð hér á landi. Reykjavíkurborg hafi flutt inn tré frá þessari gróðrarstöð í Svíþjóð, með- al annars til að gróðursetja á Ingólfstorgi, og hafi þau reynst afbragðs vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðahlynunum er ætlað að mynda laufþak framan við aðalinngang höfuðstöðva Orku- veitu Reykjavíkur. OR flytur inn sænsk hall- argarðstré GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti gaf í gær starfsmönnum Hvíta hússins fyrirmæli um að veita dómsmálaráðuneytinu allar upplýsingar sem kynnu að tengjast rannsókn ráðuneytisins á því hvort einn eða fleiri embættismenn í Hvíta húsinu hefðu brotið lög með því að nafn- greina einn af starfsmönnum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. „Ég vil að sannleikurinn verði leiddur í ljós,“ sagði forsetinn á fundi í Chicago. Ef einhverjir af embættismönnum hans hefðu lekið nafninu yrði tekið á því máli af festu, sagði hann. Áhrifamiklir öldungadeildarþingmenn úr röðum demókrata sögðu í gær að skipa bæri sérstakan óháðan rannsóknardómara til að kanna málið. Rannsóknin yrði þá trúverðugri; hæpið væri að láta John Ashcroft dómsmála- ráðherra, sem Bush skipaði sjálfur í embætti, Níger í Afríku byggðust á fölsuðum skjölum. Scott McClellan, talsmaður Bush forseta, sagði í gær að ásökunin um lekann væri „mjög alvarlegt mál“. Hann neitaði því hins vegar að embættismenn forsetans eða Dicks Cheneys varaforseta hefðu lekið upplýsingunum í fjöl- miðla. Hann nefndi Karl Rove, einn helsta ráð- gjafa Bush, sérstaklega í þessu sambandi og sagði að það væri „fáránlegt“ að bendla hann við málið. Fréttamaðurinn Robert Novak skýrði frá starfi Plame í blaðagrein í júlí. Hann er einn af stjórnendum þáttarins Crossfire hjá CNN- sjónvarpsstöðinni og segist í samtali við stöð- ina ekki hafa fengið upplýsingarnar um Plame hjá embættismanni í Hvíta húsinu heldur hjá manni er starfi hjá CIA. Novak neitar að greina frekar frá heimildarmanni sínum. hafa umsjón með rannsókninni á lekanum. Starfsmönnum Hvíta hússins var skýrt frá því í tölvupósti í gær að dómsmálaráðuneytið hefði hafið „allsherjar glæparannsókn“ á mál- inu, ekki aðeins forrannsókn eins og venja er. Alberto R. Gonzales, lögmaður Hvíta hússins, sagði í tölvupósti til starfsmanna að þeir ættu að „geyma öll gögn sem kynnu með einhverjum hætti að tengjast rannsókn ráðuneytisins“ og átti væntanlega m.a. við tölvupóst, skrifleg skilaboð, skrár yfir símtöl og önnur skjöl. Rannsóknin var hafin að beiðni yfirmanns CIA eftir að því var lekið í fjölmiðla að Valerie Plame, eiginkona Josephs C. Wilsons, fyrrver- andi sendiherra í Afríkuríkinu Gabon, væri meðal starfsmanna leyniþjónustunnar. Wilson upplýsti í fyrra að fullyrðingar breskra stjórn- valda um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Starfsmenn Hvíta hússins sakaðir um að nafngreina CIA-njósnara Allsherjar glæpa- rannsókn hafin á leka Washington. AP, AFP. UMDEILDUR öryggismúr, sem Ísraelar eru nú að reisa milli landsins og Vesturbakkans, jafn- gildir því að palestínskt landsvæði sé með ólöglegum hætti innlimað í Ísrael og ríki heims ættu því að fordæma hann, segir í nýrri skýrslu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Mið-Aust- urlöndum, Johns Dugards. Múr- inn liggur sums staðar talsvert inn á palestínsk svæði og umlykur þannig nýjar byggðir um 200 þús- und landtökumanna úr röðum gyðinga. „Tími er kominn til að fordæma múrinn sem merki um ólöglega innlimun á sama hátt og innlimun Ísraela á Austur-Jerúsalem og Gólanhæðum hefur verið for- dæmd sem ólögleg,“ sagði Dugard. Ísraelar segja nauðsynlegt að reisa múrinn til að hindra palest- ínska hryðjuverkamenn í að laum- ast inn í Ísrael. Fulltrúar stjórnar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, vísuðu niðurstöðu Dugards umsvifalaust á bug og sökuðu hann um hlutdrægni. Þeir sögðu hann m.a. hunsa algerlega þá staðreynd að um 900 Ísraelar hefðu fallið í árásum hryðjuverka- manna undanfarin þrjú ár. Bandaríkjamenn hafa lýst and- stöðu sinni við múrinn og segja, eins og Palestínumenn, að honum sé greinilega ætlað að afmarka endanleg landamæri. William Burns, sem er aðstoðarutanríkis- ráðherra og fer með málefni Mið- Austurlanda, varaði á ráðstefnu á mánudag Ísraela við því að halda áfram að treysta í sessi og stækka landtökubyggðirnar. Hann benti á tölur um mannfjöldaþróun sem sýndu að árið 2020 yrðu Palestínu- innlima palestínsku svæðin gæti það því á endanum ógnað „framtíð Ísraels sem lýðræðisríkis gyð- inga“. menn en ekki Ísraelar í meirihluta á samanlögðu svæði þjóðanna tveggja, þ.e. Ísrael, Vesturbakk- anum og Gaza. Ef reynt væri að Mannréttindafulltrúi SÞ í Mið-Austurlöndum Múrinn ólögmætur Genf, Jerúsalem, Gaza. AP, AFP. Reuters Palestínumaður gægist út um glufu á múr sem skilur að Austur- Jerúsalem og eina af borgum Palestínumanna, Abu Dis. TANNHEILSA barna í Nor- egi, heimalandi Karíusar og Baktusar, hefur versnað mjög síðustu árin og í héraðinu Heiðmörk eru nú um 66% fimm ára barna með holur, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Árið 1997 var hlutfallið aðeins 28%. Gosþambi og tímaskorti foreldra sem bursti ekki tenn- ur barna nógu oft er kennt um. Annað sem skýrir þróunina er vaxandi hlutfall barna innflytj- enda, að sögn Carls Christians Blich, forseta tannlækna- sambandsins norska. Flest börnin sem rannsökuð voru reyndust hafa verið með svo slæmar skemmdir að tann- læknir þurfti að setja fyllingar í þær. Rannsóknir í Ósló og Bergen sýna að þar er þriðja hvert þriggja ára barn með eða hefur verið með holur. „Tölurnar valda okkur áhyggjum,“ segir Blich. „Þeg- ar meðhöndla þarf svo lítil börn erum við smeykir um að þau fái tannlæknahræðslu sem vari allt lífið. Þau vita ekki al- veg hvað er að gerast og þess vegna verða þetta algerar pyntingar,“ segir Blich. Nýjar rannsóknir sýna sem fyrr að menntun og uppruni foreldranna skipta máli. Tíðni tannskemmda er mun hærri hjá börnum innflytjenda en al- mennt meðal þjóðarinnar. Um 60% innflytjendabarna í Ósló eru með holur en aðeins 24% barna innfæddra Norðmanna. Segir Blich að skilningur á nauðsyn forvarna eins og tannburstunar og rétts mat- aræðis sé líklega minni í röð- um innflytjenda. Karíus og Baktus á heimavelli HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur verið til- nefnd til evrópsku MTV-verðlaunanna fyrir myndband sitt við lagið „Ónefnt 1“ sem tek- ið er af plötunni ( ) sem út kom í fyrra. Myndbandinu leik- stýrir Ítalinn Floria Sigismondi sem hef- ur unnið með lista- mönnum eins og Robert Plant, David Bowie, Leonard Cohen, Marilyn Manson og Björk. Fjórir listamenn aðrir eru tilnefndir; rapparinn Missy Elliot, rokksveitirnar White Stripes og Queens of the Stone Age og raf/danssveitin U.N.K.L.E. Verðlaunin verða afhent í Edinborg 6. nóvember. Sigur Rós til- nefnd til evr- ópsku MTV- verðlaunanna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.