Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kælir 180 sm
Electrolux
1805456
Verð
64.900 kr.
Uppþvottavél á borð
Electrolux
1830620
Verð
39.990 kr.
Kælir / frystir 150 sm
Electrolux
1835903
Verð
49.990 kr.
0
1
/1
0
/0
3
Loksins
kominn aftur!
Þriggja ára ábyrgð
á öllum Electrolux
vörum sem
keyptar eru í
Húsasmiðjunni
Gunnar vinur minn sagði mér þessar ánægjulegu fréttir. Ég er kominn til að ná í ykkur.
Táknmálstúlkar við setningu Alþingis í dag
Túlkað fyrir
alþingismann
GERÐUR SjöfnÓlafsdóttir verðurað hafa hraðar
hendur næstu vikurnar
þegar hún túlkar umræð-
ur úr ræðustól Alþingis
fyrir þingmann Frjáls-
lynda flokksins, Sigurlín
Margréti Sigurðardóttur.
Þetta er í fyrsta skipti sem
heyrnarlaus einstaklingur
sest á þing og hefur verið
nóg að gera undanfarna
daga við að skipuleggja
táknmálstúlkun fyrir Sig-
urlín. Þá situr hún við
sama borð og aðrir þing-
menn í umræðu þingsins,
sem sett verður í dag.
Gerður segir verkefnið
mjög krefjandi og undan-
farna daga hafa túlkarnir
verið að tileinka sér orða-
forða og venjur sem viðhafðar eru
á Alþingi. Verkefnið krefjist gíf-
urlegs undirbúnings og túlkarnir
reyni að setja sig vel inn í þau mál
sem rædd verða. Þar sem hraðinn
sé mikill verði þetta örugglega oft
erfitt.
Gerður vinnur hjá Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra og heyrn-
arskertra og munu þrír túlkar
koma þaðan auk hennar. Til við-
bótar verða einnig túlkar frá
Hröðum höndum.
Hvernig verður fyrirkomulagið
á Alþingi?
„Við túlkum yfirleitt ekki leng-
ur en 20 mínútur í einu þegar
verkefnið tekur lengri tíma en
klukkustund. Þá erum við venju-
lega tvær og skiptum svona ört.
Eftir 20 mínútur fer athyglin að
dala og við getum misst upplýs-
ingar. Til að ná fram sem bestri
mögulegri túlkun gerum við þetta
svona.“
Gerður og aðrir túlkar munu
sitja inni í herbergi í Alþingishús-
inu þar sem þær heyra hvert ein-
asta orð úr ræðustól þingsins.
Fyrir framan þær er vefmynda-
vél og tölvuskjár þar sem Sigurlín
sést í þingsætinu sínu. Hún sér
túlkinn á sínum tölvuskjá og get-
ur átt samskipti við hann í gegn-
um vefmyndavél á sínu borði.
Þegar ræðumaður stígur í pontu
horfir Sigurlín á tölvuskjáinn þar
sem túlkurinn kemur orðunum til
skila. Samskiptin eru því gagn-
virk.
Nú er mikið talað á Alþingi.
Túlkið þið hvert einasta orð?
„Túlkun er að hluta til túlkun á
merkingu. Ég segi ekki að hvert
einasta orð sé túlkað en allt sem
sagt er er túlkað. Það er aldrei
um beina þýðingu að ræða heldur
túlkun og allri merkingu er komið
til skila. Það sem út úr túlkuninni
kemur er að öllu leyti það sama
og sagt er.“
Hún segir ekki endilega sam-
ræmi á milli talaðra orða og
tákna. Málin séu ólík og stundum
tekur langan tíma að túlka styttra
mál en lengra. Stundum sé þessu
öfugt farið og táknmálið einfald-
ara en talaða málið. Allt fari þetta
eftir orðum og merkingu.
Erfiðast er að túlka
þegar talmálið byggist
á flóknum og tæknileg-
um þáttum. Gerður
segir þetta svipað og
að þýða af erlendu máli
á íslensku. Túlkurinn verður að
skilja orðið til að geta komið
merkingunni til skila. Því betur
sem túlkarnir eru inni í málunum
því auðveldara er fyrir þá að túlka
umræðuna. Þetta, auk hraðans á
Alþingi, gerir þessa túlkun á köfl-
um erfiða.
Gerður er með sex ára starfs-
reynslu í táknmálstúlkun og segir
góða þjálfun mikilvæga í verkefni
eins og að túlka umræður á Al-
þingi. Á Samskiptamiðstöðinni
yrði ekki nýútskrifaður tákn-
málstúlkur sendur í slíkt verk-
efni.
Er tungutakið á Alþingi erfitt?
„Það er geysilegur hraði þarna
og svo eru alls konar siðareglur
sem eru viðhafðar og við þurfum
að tileinka okkur. „Háttvirtur
fjórði þingmaður“ og slíkt sem
ekki er notað í venjulegu talmáli,“
segir hún. Túlkarnir hafa samt
ekki hlustað á gamlar ræður frá
Alþingi til að æfa sig. Mikilvæg-
ast sé, eins og áður sagði, að
þekkja málin vel. Gamlar ræður
verða ekki fluttar aftur og því
ástæðulaust að hlusta á þær. „Svo
reynum við að lesa þau skjöl og
gögn sem fyrir liggja svo við
verðum betur undirbúnar.“
Gerður segist ekki óttast að
geta ekki túlkað þrátt fyrir hrað-
ann og annan orðaforða alþing-
ismanna. „Við höfum verið að
túlka fyrir alþingiskosningar. Þar
er mikill hraði en hann kemur
með þjálfuninni. Þess vegna erum
við alltaf tvær því við höldum ekki
fullri einbeitingu nema í 20 mín-
útur. Þá getum við tapað athygl-
inni, hraðinn minnkar og við
missum af orðum. Ef við erum
tvær bjóðum við upp á bestu
mögulega túlkun sem við erum
færar um að veita.“
Er þetta erfiðasta verkefni sem
þú hefur fengið?
„Það er erfitt að segja hvað er
erfitt og hvað er létt
fyrirfram. Við getum
gefið okkur að þetta á
Alþingi verður stremb-
ið vegna hraða og fólk
talar hratt þarna.
Mörg önnur verkefni geta samt
verið miklu erfiðari, t.d. lítið
verkefni hjá lækni,“ segir Gerður.
Túlkar séu stundum eins og að-
skotahlutir við aðstæður þar sem
annars væru bara tveir einstak-
lingar eða nákomnir ættingjar.
Er mikið að gera í túlkun?
„Mjög mikið. Við getum ekki
annað eftirspurn eins og staðan
er í dag.“
Gerður Sjöfn Ólafsdóttir
Gerður Sjöfn Ólafsdóttir
fæddist 1963 á Patreksfirði en
ólst upp á Tálknafirði. Hún fór í
Héraðsskólann á Laugarvatni og
þaðan lá leiðin í Kvennaskólann í
Reykjavík. Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti tók þá við og lauk hún
þaðan stúdentsprófi. Hún út-
skrifaðist úr táknmálsfræði við
málvísindaskor Háskóla Íslands
1997. Í dag hefur hún starfað í
sex ár sem táknmálstúlkur á
Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra og heyrnarskertra og tek-
ur einnig að sér túlkun fyrir
daufblinda. Gerður er gift og
eiga þau hjón þrjá stráka.
Eins og að
þýða erlent
tungumál