Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hluthafafundur í SÍF hf. ver›ur haldinn mi›vikudaginn 15. október 2003 í a›alstö›vum félagsins a› Fornubú›um 5, Hafnarfir›i og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Kjör tveggja stjórnarmanna. 2. Tillögur um breytingar á samflykktum. Stjórn félagsins leggur fram tillögurnar um breytingar á samflykktum félagsins. Lúta flær a› flví a› stytta samflykktirnar og einfalda en helstu efnisbreytingar eru: a) Hluthafafundir ver›i lögmætir án tillits til fundarsóknar. b) Vi› stjórnarkjör flurfa frambjó›endur a› tilkynna frambo› sitt skriflega til stjórnar 5 sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Tillögur stjórnarinnar um breytingar á samflykktunum geta hluthafar kynnt sér á vefsí›u félagsins, www.sif.is, e›a á a›alskrifstofu félagsins flar sem flær liggja frammi. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á fundinum skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir fundinn. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til s‡nis sjö dögum fyrir fundinn. Ennfremur er hægt a› nálgast flær á vefsí›u félagsins. A›göngumi›ar, atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent á fundarsta› frá kl. 15.00 fundardaginn. Stjórn SÍF hf. Athygli hluthafa er vakin á n‡jum fundarsta›. SÍF HF. HLUTHAFAFUNDUR N O N N I O G M A N N I | Y D D A • N M 1 0 4 1 2 / s ia .i s FRANSKA flugfélagið Air France og hollenska flugfélagið KLM hafa ákveðið að sameinast um eignarhald á félögunum. Ekki er um eiginlegan samruna félaganna að ræða og verða þau áfram rekin hvort í sínu lagi. Hins vegar mun nýtt eignarhalds- félag, Air france-KLM, reka bæði flugfélögin og þeirra leiðarkerfi und- ir einum hatti. Félögin telja að með þessu verði til ýmsir hagræðingar- möguleikar en hafa tekið fram að starfsfólki flugfélaganna verði ekki sagt upp. Stærra en British Airways Samstæðan verður sú stærsta í flugrekstri í Evrópu og slær þar með British Airways við hvað stærð varð- ar. Áætlaðar tekjur samstæðunnar eru 19,2 milljarðar evra á ári, eða sem svarar til rúmlega 2.000 millj- arða íslenskra króna, en tekjur BA voru 12,4 milljarðar evra í fyrra (um 1.350 milljarðar króna). Gert er ráð fyrir að samstæðan muni flytja 58,8 milljónir farþega á ári til 226 áfanga- staða um allan heim. Það kemur til með að reka 540 flugvéla flota og hafa um 106 þúsund manns í vinnu. Forstjóri KLM, Leo van Wijk, sagði á blaðamannafundi um málið að fullljóst væri að núverandi skipan á flugmarkaði í Evrópu yrði að breytast. Sá háttur að reka flugfélög í ríkiseigu í hverju landi fyrir sig væri að hverfa. Jean-Cyril Spinetta, stjórnar- formnaður Air France og yfirmaður nýju samstæðunnar sagði núverandi rekstur Air France ekki skapa hlut- höfum félagsins nægar tekjur og tími væri kominn til breytinga þar á. „Þetta eru þáttaskil fyrir KLM og Air France og mikilvægur tíma- punktur fyrir flugrekstur í Evrópu,“ sagði Spinetta. Franska ríkið verður stærsti hlut- hafinn í Air France-KLM með 44% hlut, aðrir hluthafar Air France eignast 37% og hluthafar í KLM fá 19% hlutafjár í hinu nýja eignar- haldsfélagi. Gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá samningum félaganna á næstu vikum og vinnu við sam- þættingu flugfélaganna á að vera lokið í apríl á næsta ári. Alitalia vill hlut að máli Þá hefur ítalska flugfélagið Alit- alia undirritað þríhliða samstarfs- samning við félögin tvö og tilkynnt um að það muni hefja viðræður um að ganga til liðs við nýju samstæð- una um leið og ítalska ríkið láti stjórnun félagsins af hendi. Air France og KLM saman í eina sæng Reuters Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður Air France, og Leo van Wijk, for- stjóri KLM, á blaðamannafundi sem haldinn var á Schiphol-flugvelli í gær. Segja núverandi skipan á flugmark- aði í Evrópu verða að breytast og rík- isrekin flugfélög muni hverfa ICELANDAIR ehf. braut gegn ákvæðum samkeppnislaga með kynn- ingu og sölu á flugfargjöldunum vor- smellum að upphæð 14.900 krónur. Viðskiptavinum félagsins stóðu þessi fargjöld til boða fyrir ferðatímabilið frá 1. mars til 15. maí 2003 á flugleið- unum milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar, annars vegar, og milli Keflavíkur og Lundúna, hins vegar. Þetta er úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem birtur var í gær. Áfrýjunarnefndin hefur þar með staðfest ákvörðun Samkeppnisráðs varðandi þetta sama mál frá því í júlí síðastliðnum. Eins og fram kemur í niðurstöðum úrskurðar áfrýjunarnefndar sam- keppnismála snýst þetta mál um það hvort Icelandair hafi sem markaðs- ráðandi fyrirtæki beitt svonefndri skaðlegri undirverðlagningu við markaðssetningu fargjalda sinna. Slík verðlagning er talin fela í sér mis- notkun. Iceland Express fór fram á það að áfrýjunarnefnd samkeppnismála beitti Icelandair stjórnvaldssektum vegna þessa máls, sem Samkeppnis- ráð hafði ekki gert. Nefndin varð ekki við þessari kröfu Iceland Express. Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, segir um úrskurð áfrýjunarnefndar: „Þetta staðfestir að þessir vorsmellir hafi verið ólöglegir og Flugleiðir hafi brot- ið gegn samkeppnislögum hvað það varðar. Þetta er í raun óbreytt nið- urstaða frá úrskurði Samkeppnis- ráðs.“ Hann segist munu kynna sér úrskurðinn nánar á næstu dögum. Veita aftur vildarpunkta Í tilkynningu sem barst frá Ice- landair í gær segir að Icelandair fagni úrskurði áfrýjunarnefndar sam- keppnismála, þar sem „áfrýjunar- nefndin hnekkir í meginatriðum ákvörðun Samkeppnisráðs frá því 15. júlí.“ Þá segir að með úrskurði sínum staðfesti áfrýjunarnefndin „að Ice- landair var heimilt að kynna og selja Netsmelli og viðskiptafargjöld sem Samkeppnisráð hafði talið brot á sam- keppnislögum.“ Ennfremur segir að Icelandair muni nú aftur veita vild- arpunkta með lægstu Netsmellum. „Úrskurðarnefndin tekur í aðalat- riðum undir sjónarmið Icelandair og fellir úr gildi úrskurð Samkeppnis- ráðs í tveimur af þremur áfrýjunarlið- um. Það er jafnframt ánægjuefni að mati félagsins að áfrýjunarnefndin hafnar öllum kröfum Iceland Express, sem allar miðuðu að því að takmarka samkeppni og halda uppi verði flugfargjalda. Icelandair mun nú íhuga viðbrögð við þeirri niður- stöðu nefndarinnar að félagið hafi með Vorsmellum brotið gegn sam- keppnislögum. Þeir voru tímabundið tilboð fyrir afmarkaðan hóp við- skiptavina og ótengdir almennri verð- stefnu félagsins,“ segir í tilkynning- unni. Báðir aðilar kærðu Bæði Icelandair og Iceland Express kærðu í ágúst síðastliðnum ákvörðun Samkeppnisráðs, sem tekin var 4. júlí 2003. Í hinni kærðu ákvörð- un taldi Samkeppnisráð að með kynn- ingu og sölu á tilteknum fargjöldum hefði Icelandair brotið gegn 11. grein samkeppnislaga nr. 8/1993. Jafnframt bannaði Samkeppnisráð fyrirtækinu, með vísan til samkeppnislaga, að kynna og selja umrædda netsmelli og vorsmelli. Ennfremur ógilti Sam- keppnisráð verðlækkun Icelandair á viðskiptafargjöldum. Icelandair krafðist þess að hin kærða ákvörðun Samkeppnisráðs verði felld úr gildi. Af hálfu Iceland Express var þess krafist að áfrýjun- arnefnd samkeppnismála taki til end- urskoðunar einstaka þætti í forsend- um og niðurstöðum hinnar kærðu ákvörðunar, sem og að Icelandair verði gert að greiða sektir á grund- velli samkeppnislaga. Samkeppnisráð krafðist þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun ráðsins, sem og var gert. Ásgeir Einarsson, yfirlög- fræðingur Samkeppnisstofnunar, segir að stofnunin sé í öllum aðalatrið- um ánægð með úrskurð áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Tilboð á sömu flugleiðum Forsaga þessa máls er sú að hinn 9. janúar 2003 hóf Iceland Express starfsemi sína hér á landi. Verð á ódýrustu flugmiðum félagsins milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar, annars vegar, og milli Keflavíkur og Lundúna, hins vegar, fram og til baka, var 14.460 krónur. Í lok janúar 2003 kynnti Icelandair tilboð sem kallað var vorsmellir, þar sem félagið bauð að sögn þúsundir sæta á sömu flugleiðum á 14.900 krónur. Það vakti athygli Samkeppnis- stofnunar að tilboð Icelandair náði að- eins til sömu flugleiða og Iceland Express sinnti. Var fyrirtækinu til- kynnt að stofnunin myndi hefja athugun á því hvort tilboðið kynni að brjóta gegn 11. grein samkeppnis- laga. Einnig barst Samkeppnisstofn- un erindi frá Iceland Express þar sem farið var fram á að stofnunin tæki ákvörðun til bráðabirgða í þessu máli. Ekki kom til þess þar sem Icelandair lýsti því yfir að fyrirtækið myndi hætta sölu á vorsmellum eða sam- bærilegum fargjöldum og halda að sér höndum við markaðssetningu og kynningu á ódýrum netsmellum til Kaupmannahafnar og Lundúna. Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Samkeppnisráðs Icelandair braut gegn samkeppnislögum KANADÍSKI álframleiðandinn Alcan, sem meðal annars á Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, mun samkvæmt frétt FT.com leggja fram yfirtökutilboð í franska álfyrirtækið Pechiney á næstu dögum. Alcan fékk grænt ljós á yfirtökuna frá evrópskum og bandarískum samkeppnisyfirvöld- um sl. mánudag að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Alcan þarf m.a. að selja annað hvort 50% hlut sinn í Alunorf álverksmiðjunni og verk- smiðjurnar í Göttingen og Nachterstedt, eða verksmiðjur Pechiney í Neuf-Brisach í Frakk- landi, Rugles verksmiðjuna og Annecy verksmiðjuna. Bandarísk yfirvöld settu það skilyrði að Alcan seldi verksmiðju Pechiney í Vest- ur-Virginíu. Verðmæti yfirtökutilboðsins er 4,6 milljarðar Bandaríkjadala eða 350 milljarðar íslenskra króna. Alcan fékk grænt ljós á Pechiney HORFUR eru á mun betri afkomu af rekstri Íslandsbanka hf. á árinu 2003 en gert hafði verið ráð fyrir. Bankinn hefur tilkynnt um að bráða- birgðatölur fyrir þriðja ársfjórðung bendi til þess, að hagnaður fyrstu níu mánuði þessa árs verði talsvert meiri en var allt árið í fyrra. Hagnaður Ís- landsbanka á fyrstu 9 mánuðum árs- ins 2002 nam 2.359 milljónum króna en hagnaður ársins í heild var 3.407 milljónir. Útlit er því fyrir að hagn- aður fyrstu níu mánaða ársins í ár verði a.m.k. 1 milljarði króna hærri en á sama tímabili í fyrra. Í sex mánaða uppgjöri 2003 sem birt var í lok júlí sl. sagði að Íslands- banki gerði sem fyrr ráð fyrir meiri hagnaði ársins 2003 en á síðasta ári og aukinni arðsemi eigin fjár á milli ára, að gefnum forsendum um áframhaldandi stöðugleika í efna- hagslífinu og aukna innlenda eftir- spurn. Horfur á betri afkomu Íslandsbanka LANDSBANKI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra innlána og útlána frá og með 1. október. Ástæðan er sögð batnandi lausafjárstaða bankans og vaxtaþróun á markaði. Mest er lækkunin á óverðtryggð- um skuldabréfum en vextir þeirra lækka um 0,4% og eru 8,50%. Á inn- lánahlið er helsta breytingin sú að vextir Vaxtareiknings og Kjörbóka lækka um 0,15% og eru á bilinu 2,50%-5,05%. Vextir á lífeyrisbók verða hins vegar óbreyttir. Til samanburðar eru kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hjá Ís- landsbanka 8,40% og 8,45% hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Vextir verðtryggðra reikninga hjá Íslands- banka eru á bilinu 4,20% til 4,80%. Landsbankinn lækkar vexti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.