Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 19
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell
am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustund-
arakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta
Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er
að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a.
hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu
hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í
bænum sem og í næstu
bæjum.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.950
Salzburg, flugsæti og skattar.
Verð kr. 59.950
Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án
nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð
með morgunverð, m.v. 2 í herbergi.
· 31. jan.
· 7. feb.
· 14. feb.
Beint flug til Salzburg
Skíðaveisla Heimsferða
Austurríki
Zell am See – St. Anton - Lech
"
## $
%
#
$
%"
&'(()*'(
+, '(()*--
!
!. /
2, 3 0
0
123
,!+""
/
8
%
+
+
#$
%
"
%
%
"
*
*
0.4
5
9%
:
%:
%
#$
#
%
%
+
+
6
4
;
3
$:
5
.
4
7
,
1
" Krakkarnir í Njarðvíkurskóla eru
meðal þeirra sem eru duglegir að
nota strætisvagna í Reykjanesbæ.
Strætisvagninn fylltist þegar hópur
úr Njarðvíkurskóla steig upp í vagn-
inn á leiðinni til Innri-Njarðvíkur.
Flest létu þau vel af því að taka
strætó í og úr skóla.
Áslaug er í 6. bekk í Njarðvík-
urskóla. Hún er frá Innri-Njarðvík
og tekur strætó í skólann á hverjum
degi: „Það er ekkert svakalega
skemmtilegt, það er svo mikill troðn-
ingur.“ Eva og Maggi taka undir
þessi orð og segja að það sé svaka-
lega mikið af fólki á morgnana.
Maggi segist nota strætó til að kom-
ast í og úr skóla og tónlistarskóla, og
fer líka stundum með strætó þess á
milli til að heimsækja vini sína. Hon-
um finnst mikill munur að þurfa
ekki að borga, þá verður minni
troðningur, enginn gleymir kortinu
og allt gengur betur fyrir sig.
Það taka ekki allir strætó bara til
þess að komast milli staða. Bjarki
Már í 7. bekk býr í Ytri-Njarðvík en
fer stundum rúntinn til Innri-
Njarðvíkur með krökkunum sem
búa þar. „Það er svo skemmtilegt að
geta talað við vinina, við megum
ekki tala saman í tímum í skól-
anum,“ segir Bjarki.
Eldri krakkarnir nota líka strætó,
Margrét og Vaka eru í 10. bekk í
Njarðvíkurskóla, en sækja ensku-
tíma í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
nokkrum sinnum í viku. Þær eru
sammála um að það sé ágætt að taka
strætó í Reykjanesbæ, en það geti
verið svolítið troðið á morgnana
þegar allir eru að fara í og úr skóla
eða vinnu.
Margrét og Vaka: Taka strætó í
Fjölbrauta skóla Suðurnesja.
Pakkað af hressum krökkum í strætó þegar skólinn er búinn í Reykjanesbæ
Morgunblaðið/Brjánn Jónasson
Heim í strætó: Krakkar úr Njarðvíkurskóla fylltu vagninn á leið hans til Innri-Njarðvíkur og einn fór auka hring.
„Það er áberandi fjölgun á farþegum
síðan farið var að gefa frítt í strætó,“
segir Hjalti Gústavsson strætóbíl-
stjóri, sem keyrði krakkana úr Njarð-
víkurskóla heim. Hann segir alltaf
hafa verið visst vesen með strætó-
kortin sem krakkarnir höfðu, ein-
hverjir gleymdu þeim, týndu þeim
eða voru ekki með peninga. „Það er
mikill léttir að losna við þvargið sem
þessu fylgdi. Nú getur maður einbeitt
sér að því að keyra bílinn.“
Hjalti segir að krakkarnir séu allir
góðir krakkar, þótt stundum þurfi
hann að skamma þá fyrir að standa í
sætunum og vera með hjólabretti í
strætó. Hann er búinn að keyra
strætisvagn í Reykjanesbæ í fjögur
ár og segir þetta skemmtilega vinnu,
gjörólíka því að keyra vörubíl eins og
hann gerði áður.
Þó að krakkarnir séu duglegir að
taka vagnana segir Hjalti að eldri
borgarar, sem einnig fá ókeypis í
vagnana, mættu vera duglegri að
nýta sér þá. Hann segir skýringuna á
því að þeir geri það ekki ef til vill
helgast af því að þau séu ekki vön að
taka strætó.
Keyrir krakkana: Hjalti Gústavsson
keyrir strætisvagn í Reykjanesbæ.
Léttir að losna
við þvargið
Funda um ábyrgð | Bæjarstjóri
og lögmaður Sandgerðisbæjar
funduðu í gær með Fasteignamati
ríkisins um hvort fasteignamatið
eigi að taka þátt í 37 milljóna
króna kostnaði sem bæjarfélagið
lendir í vegna þess sem það segir
vera mistök Fasteignamats ríkisins.
„Við áttum ágætan fund og þetta
mál er í skoðun. Meira hef ég ekki
um það að segja,“ segir Haukur
Ingibergsson, forstjóri Fast-
eignamats ríkisins, en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið.
Haukur vildi hvorki greina frá
því hvort Fasteignamat ríkisins
bæri ábyrgð á málinu, né hvernig
yrði brugðist við.
Hann sagðist ekki geta sagt til
um hvenær niðurstaða væri vænt-
anleg í málinu.
Reykjanesbæ | Krakkarnir í Reykjanesbæ eru
hæstánægðir með að fá ókeypis í strætó, en frá
áramótum hafa börn að 18 ára aldri, eldri borg-
arar og öryrkjar fengið að ferðast ókeypis með al-
menningsvögnunum í Reykjanesbæ.
„Reynslan er einfaldlega mjög góð, þetta hefur
reynst mjög vel,“ segir Einar Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri SBK, rekstraraðila vagnanna.
„Krakkarnir eru orðnir svo vanir að nota stræt-
isvagnana, þau hoppa bara í og úr. Þetta er nátt-
úrulega mikið notað sem skólabíll. Það voru tímar
inn á milli þar sem vagnarnir voru minna notaðir
en það er farið að nýta þá betur á þeim tímum.“
Einar segir að ekki hafi verið teknar saman töl-
ur um aukna nýtingu vagnanna eftir áramót, en
segir aukninguna „mjög verulega“. Börn, eldri
borgarar og öryrkjar fá ókeypis í vagnana, en þeir
sem ekki fá ókeypis þurfa að greiða 100 kr. far-
gjald. Til samanburðar kostar 220 kr. í stræt-
isvagna á höfuðborgarsvæðinu.
Lærdómur fyrir önnur sveitarfélög
„Þetta er lærdómur sem önnur sveitarfélög
gætu dregið af þessu ef þau vilja draga úr notkun
einkabíla, t.d. hjá nemendum á framhalds-
skólastiginu,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ. Hann segir að tekjurnar hafi verið
litlar og vagnarnir illa nýttir fyrir áramót: „Það
liggur í augum uppi að almenningssamgöngur eru
niðurgreiddar en tekjurnar vegna strætisvagn-
anna voru svo litlar [fyrir áramót] að það var
freistandi að sjá hvort við gætum aukið nýtingu
vagnanna með því að bjóða ókeypis í strætó.“
Kostnaðurinn við að reka strætisvagna í
Reykjanesbæ er mikill, en í það fara um 37 millj-
ónir króna á ári. Þar af fást einungis um 400 þús-
und krónur til baka með fargjöldum. „Þetta sem
kemur inn í krónum er bara brotabrot af rekstr-
arkostnaði,“ segir Viðar Már Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá
Reykjanesbæ.
Ekki stendur til að draga úr þjónustu, og áfram
verður gefið ókeypis í strætó, í það minnsta út ár-
ið, segir Viðar. Jafnvel mætti hugsa sér að fara
einhverjar ferðir um helgar á vissum tímum.
Krakkarnir í Reykjanesbæ eru duglegir að nota strætó ókeypis alla daga
Nýtingin á strætó margfaldaðist