Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 21 Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 Sérblað um heilsu, útivist og næringu að hausti kemur út sunnudaginn 12. október nk. Auglýsendur! Í blaðinu verður fjallað um skotveiði og hestamennsku, haustlitaferðir, fjallgöngur og aðra útiveru, skoðað hvernig best sé að verja sig fyrir vatni og vindum og í kjölfarið ágangi kvefs, hálsbólgu og leiðum umgangspestum. Ennfremur verður fjallað um dæmigert hráefni í haustmatargerð, til dæmis villibráð, nýslátrað lambakjöt og fleira. Efnistök verða af öllu landinu. Þeir sem hafa áhuga á því að auglýsa og koma á framfæri efni í blaðið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins. Pöntunar- og skilafrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 7. október. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is EITT af því sem kemur for-eldrum ungra barna í upp-nám eru starfsdagar á leik- skólum. Á starfsdögum eru leikskólar lokaðir og foreldrar verða að finna annað dvalarúrræði fyrir barnið til þess að geta stundað sitt nám, eða vinnu. Það er auðvitað upp og ofan hversu auðveldlega það gengur og upp og ofan hvernig for- eldrar taka þessum starfsdögum. Sumir skilja ekki tilgang þeirra og finnst þeir jafnvel óþarfir. „Starfsdaga nýtir starfsfólk leik- skólanna til þess að undirbúa starf- ið,“ útskýrir Helga Hansdóttir, að- stoðarleikskólastjórinn á Álftaborg. „Við fáum tvo starfs- daga á vetri, annan á haustönn, hinn á vorönn. Hér á Álftaborg reynum við að halda annan starfsdaginn um mán- aðamótin september/ október og hinn um mánaðamótin janúar/ febrúar. Það er hins vegar allur gangur á því hvenær þeir eru haldnir á hinum ýmsu leikskólum. Sumir vilja halda þá í lok annar – en mark- miðið með þeim er að skipuleggja skólastarfið næstu önn á eftir.“ Ekki frí hjá starfsfólkinu Þótt börnin eigi frí frá leikskól- anum þennan dag, er þó síður en svo að starfsfólkið eigi frí. Starfsdagur á leikskóla skiptist yfirleitt í tvennt. „Við spjöllum saman um hvaða verk- efni við ætlum að taka fyrir á önn- inni, veljum úr þeim og ákveðum hvernig við ætlum að skipuleggja starfið. Seinni hluta dagsins höldum við síðan deildarfundi þar sem við skipuleggjum hverja deild fyrir sig, segir Helga og bætir við að stundum fari starfsmenn á aðra leikskóla til þess að kynna sér starfið hjá öðrum. Hún segir að einn dagur á önn nægi ekki til að skipuleggja allt leikskóla- starfið, en dugi þó til að leggja meg- inlínurnar. „Starfsfundir eru síðan á leik- skólatíma þar sem við skipuleggjum starf deildanna enn frekar. Þá fund- ar ein deild í einu og við skiptumst á að líta eftir börnunum. Þeir standa aðeins í um það bil klukkustund.“ Helgu finnst nauðsynlegt að halda starfsdaga, vegna þess að alltaf sé mikið að gera á leikskólum og starfs- menn fái ekki mörg tækifæri til að ræða saman um starfið. „Auðvitað væri hægt að taka laugardag eða sunnudag í starfsdag en Reykjavík- urborg er ekki tilbúin til þess að greiða okkur fyrir þann aukadag. Alltaf verið að spara aukavinnu Þar er alltaf verið að spara auka- vinnu – og kannski alveg skiljanlegt, vegna þess að það er mikill fjöldi af starfsfólki sem vinnur á leikskólum borg- arinnar. Hins vegar fer fram skipulagt skóla- starf á leikskólum og við þurfum tíma til að sinna því skipulagi. Það tekur aðeins lengri tíma en einn dag. Við fáum greiddan einn starfsmannafund í hverjum mánuði og sá fundur er haldinn að kvöldi til, eða þegar börn- in eru farinn heim. Hver starfsmaður fær greidda tíu aukavinnutíma á ári vegna þessara starfsmannafunda, en það er ekki ætlast til að þeir séu haldnir á sumrin.“ Helga bendir á að þeir sem vinna á leikskólunum fái ekki sömu frí og þeir sem kenna, til dæmis, í grunn- skólum. Hvorki lengra jólafrí, né páskafrí – og ekki lengra sumarfrí en almennir launþegar. „Þannig að við verðum að finna aðrar leiðir til þess að skipuleggja starfið. Nám í leikskóla er orðið við- urkennt nám og það væri full þörf á meiri tíma til þess að skipuleggja það.“. Undirbúningur slíks náms segir Helga vera inni í skólastarfinu og alla leikskólakennara fá fjóra til fimm tíma á viku til þess að undirbúa verkefni. „Þá reynum við að hafa skipulagið þannig að hver starfs- maður fái tiltekinn morgun til þess að undirbúa sig og inn á leikskólana er ráðið afleysingafólk vegna þessara undirbúningstíma okkar,“ segir Helga.  STARFSDAGAR | Ekki frí hjá starfsfólki leikskólanna Tveir dagar í skipulagningu Morgunblaðið/Árni Sæberg Líf og fjör: Á Álftaborg er mikið að gera og starfsmenn þar fá ekki, frekar en á öðrum leikskólum, mörg tækifæri til að ræða saman um starfið. Margir foreldrar kom- ast í uppnám þegar haldnir eru starfsdagar á leikskólum barna þeirra. Súsanna Svav- arsdóttir spurði Helgu Hansdóttur, aðstoð- arleikskólastjóra á Álftaborg, um tilgang og tíðni slíkra daga. Þegar leik- skólum er lokað þurfa foreldrar að finna börnum sínum annan samastað Fallegt í eldhúsgluggann Laugavegi 63 • sími 551 2040i í i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.