Morgunblaðið - 01.10.2003, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
A
ÐGANGI að einkaskjalasafni Halldórs Lax-
ness hefur verið lokað, en samkvæmt samn-
ingi aðstandenda Halldórs við forsætisráðu-
neytið var safnið vistað á handritadeild
Landsbókasafns. Fjölskylda nóbelskáldsins
segir að á meðan safnið er ekki fullskráð sé eðlilegt að
óviðkomandi hafi ekki aðgang að því.
Safn Halldórs var formlega afhent handritadeild Lands-
bókasafns Íslands án kvaða á degi íslenskrar tungu árið
1996.
Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar
Landsbókasafns, segir þá grundvallarreglu sjálfsagða og
eðlilega þegar tekið er á móti einkaskjalasöfnum til varð-
veislu, að fólk sem það gerir setji þær aðgangsreglur sem
það sjálft vill. Jafnframt sé það ekki einsdæmi að reglum
um aðgang og umgengni sé bætt við eftir á og söfnum sem
hafa verið opin einhvern tíma sé lokað. „Þetta er gert til að
hvetja fólk til að skila slíku efni til okkar, – efnið er þá kom-
ið inn á opinbera varðveislustofnun, og það er okkur mik-
ilvægt.“
Ögmundur segir höfundarréttinn hvíla á þessu efni eins
og öðru og hann er afdráttarlaus. „Höfundarrétturinn nær
til 70 ára eftir andlát viðkomandi einstaklings, og það er
enginn smátími. Þótt gögnin séu varðveitt í opinberri
stofnun er höfundarrétturinn eins og hver önnur landslög,
þannig að aðstandendur og rétthafar ráða öllu um aðgang
að gögnunum. Séu engar kvaðir á einkasöfnum af þessu
tagi lítum við svo á að allir megi skoða þau, en engu að síð-
ur þarf fólk að virða höfundarréttinn. Það má varla vitna í
meira en eina línu án leyfis höfundar eða eigenda höfund-
arréttarins, og fólk getur ekki nýtt sér þetta efni til útgáfu
án leyfis, meðan höfundarréttur hvílir á því.“
Landsbókasafnið hefur frumkvæði að því að eignast
einkaskjalasöfn og leitar eftir gögnum, til dæmis við andlát
fólks sem talið er eiga merkar heimildir í fórum sínum. Ög-
mundur segir að mjög misjafnt sé hvernig staðið er að
samningum um afnot. „Flestir sem koma með einkasöfn til
okkar segja þau kvaðalaus af sinni hálfu. Aðrir vilja hafa
söfnin lokuð í einhvern tíma. Við erum með fulla skápa af
efni sem almenningur hefur ekki aðgang að, en 90% af
einkasöfnum eru þó opin án kvaða.“
Dæmi eru um að höfundar hafi innsiglað hluta skjala
sinna í kössum og kistum, og ekki leyft að efnið væri skoð-
að fyrr en að tilgreindum tíma liðnum. Árið 2000 var kassi
Erlendar í Unuhúsi opnaður með viðhöfn, en hann hafði
verið innsiglaður í 20 ár. Kista með gögnum Jóns Leifs var
einnig lokuð árum saman, en opnuð þegar ekkja Jóns af-
létti þeirri kvöð. „Oft eru þetta sendibréf sem fólk hefur
haft áhyggjur af og ekki viljað birta á sínu
ig dagbækur og fleira sem ekki hefur átt
heldur birta strax.“
Þannig getur hluti einkaskjalasafna ve
annað efni þeirra sé aðgengilegt. Þegar e
uð er algengast að fulltrúi rétthafa sjái
staklingum leyfi til að skoða þau. Þegar s
hafa verið opin er lokað geta ástæður þ
Ögmundur nefnir dæmi um að efni úr slík
notað í tímaritsgrein án þess að heimilda
verið getið. Í því tilfelli hafi ættingjar h
beðið um að því yrði lokað öðrum en þeim
sérstakt leyfi.
Þá er einnig talsvert um það að hand
séu varðveitt á handritadeild Landsbó
setja þá sjálf þá fyrirvara á notkun þeirra
Slakað á kröfum vegna ág
Skjalasafn Halldórs Laxness er gríðar
en með fjögur stöðugildi hefur handrita
fullnægjandi burði til að sökkva sér í skrá
höfum þó verið að vinna í því og reyna að g
legt. Það er sjaldan að við fáum efnið fullk
sorterað.“
Ögmundur segir að áður fyrr hafi ekki
því að gögn væru aðgengileg til skoðunar m
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Forstöðumaður handritadeildar, Ögmundur Helgason, seg
Mikilvægt að ré
takmörkunar sé
Spurningar um vistun og skrán-
ingu einkaskjalasafna hafa verið
í umræðu síðustu daga. Samn-
ingar um vistun slíkra safna hjá
Landsbókasafni geta verið mjög
mismunandi, eftir þeim kvöðum
sem rétthafar leggja á þau.
Bergþóra Jónsdóttir ræddi við
forsvarsmenn Landsbókasafns
og fræðimenn sem hafa aug-
ljósra hagsmuna að gæta.
Guðmundur Hálfdán-
arson prófessor.
Hannes Hó
Gissurarso
Ögmundur Helgason, forstöðumaður han
landsbókavörður (til hægri) taka við eink
úr hendi Lilju Sólveigar Kristjánsdóttur.
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sa
Einkaskjalasafn Halldórs Laxness var afh
STYTTING
FRAMHALDSSKÓLANS
Tómas Ingi Olrich menntamála-ráðherra kynnti í fyrradag til-lögur verkefnisstjórnar, sem
skoðaði leiðir til að stytta námstíma
til stúdentsprófs. Verkefnisstjórnin
leggur til að námsárum framhalds-
skólans verði fækkað úr fjórum í þrjú,
en skólaárið lengt sáralítið á móti;
þannig verði kennsludögum fjölgað
um tíu á ári en prófadögum á móti
fækkað um fimm, þannig að skólaárið
lengist aðeins um fimm daga.
Þetta hefði í för með sér að
kennslustundum til stúdentsprófs
myndi fækka úr 2.707 í 2.170, sem er
um 20% fækkun. Kennslustundafjöldi
yrði þá ekki ósvipaður því, sem gerist
í hinum norrænu ríkjunum sem Ís-
land ber sig ævinlega saman við. Í
skýrslu verkefnisstjórnarinnar kem-
ur fram að slíkt leiðir óhjákvæmilega
af sér að draga þarf úr möguleikum
nemenda á sérhæfingu í náminu með
því að velja sér fög; hlutfall kjarna-
greina á borð við stærðfræði, ís-
lenzku og ensku mun m.ö.o. vaxa á
kostnað valgreina.
Markmið breytingarinnar, sem
lögð er til, er að nemendur ljúki stúd-
ensprófi ári fyrr en verið hefur, ljúki
þannig háskólanámi fyrr og komist að
sama skapi fljótar út á vinnumarkað-
inn. Um það verður varla deilt að það
er æskilegt markmið. Af hverju ættu
íslenzk ungmenni að útskrifast með
stúdentspróf tvítug, þegar í flestum
nágrannalöndunum nær fólk þessum
árangri átján eða nítján ára?
Margir hafa lengi verið þeirrar
skoðunar að tíminn, sem líður frá því
að börn hefja skólagöngu og þar til
þau taka stúdentspróf, sé of illa nýtt-
ur. Hins vegar má spyrja, hvort það
eigi aðallega við um framhaldsskól-
ann. Undanfarinn hálfan annan ára-
tug hefur bætzt bekkur við grunn-
skólann, með því að sex ára börn urðu
skólaskyld, auk þess að skólaárið hef-
ur lengzt talsvert. Hvorugt hefur orð-
ið til þess að börn ljúki grunnskóla-
námi fyrr. Það má þess vegna færa
rök fyrir því að tækifærið til að stytta
nám til stúdentsprófs liggi ekki síður
og jafnvel mun fremur í grunnskól-
anum en í framhaldsskólanum.
Verkefnisstjórnin kemst hins veg-
ar að þeirri niðurstöðu að fara þurfi
eins einfalda leið og hægt er, með lág-
marksbreytingu og tilkostnaði, og
þess vegna beri eingöngu að horfa til
styttingar framhaldsskólanámsins.
Í skýrslunni segir m.a.: „Engar
augljósar forsendur eru fyrir því að
stytta skólaskyldu eða færa bóknám á
yngri nemendur þannig að það komi í
stað leiks.“ Þetta er umdeilanleg
staðhæfing – margir foreldrar telja
að nota mætti betur tækifærin til að
kenna börnum á þeim tíma, sem þau
eru hvað fróðleiksfúsust og móttæki-
legust fyrir lærdómi. Það er t.d. um-
hugsunarefni hvað tungumála-
kennsla hefst seint í grunnskólanum.
Verkefnisstjórnin bendir jafnframt
á að það sé ekki æskilegt á dreifbýlis-
svæðum að nemendur þurfi að fara
yngri og óþroskaðri að heiman en nú
er til að sækja framhaldsskóla. Jafn-
framt sé ljóst að verði gerðar breyt-
ingar á skipulagi leikskóla eða grunn-
skóla kalli það á endurskoðun
verkaskiptingar milli ríkis og sveitar-
félaga. Þetta eru hvor tveggja gild
rök, en spurning hvort þau vega
þyngra en þau tækifæri, sem blasa
við til að nota betur tímann í grunn-
skólum landsins.
Jafnframt hlýtur að þurfa að skoða
hvað sú fækkun kennslustunda og
niðurskurður á námsefni framhalds-
skóla, sem boðaður er í skýrslunni,
leiðir af sér. Boðað er að sérhæfing
minnki og meiri áherzla verði lögð á
kjarnagreinar. Það getur verið góðra
gjalda vert, en hafa verður í huga að
háskólar landsins hafa á undanförn-
um árum kvartað undan því að stúd-
entar komi of illa undirbúnir til há-
skólanáms, bæði í þeim sérgreinum
sem þeir hyggjast leggja stund á og
ekki síður í kjarnanum, íslenzku,
stærðfræði og ensku. Ýmsir fram-
haldsskólar hafa þó lagt upp úr því að
fólk geti bæði sérhæft sig, t.d. búið
sig undir raungreinanám í háskóla,
og um leið öðlazt breiðan, almennan
grunn. Það er mikilvægt að sá mögu-
leiki verði áfram fyrir hendi. Jafn-
framt skiptir miklu máli að sá fjöl-
breytileiki, sem hefur þrifizt innan
framhaldsskólakerfisins, annars veg-
ar með fjölbrautaskólum og hins veg-
ar með hefðbundnum, almennum
menntaskólum með bekkjakerfi,
verði varðveittur en ekki gengið
lengra á þeirri varhugaverðu braut
að steypa alla framhaldsskólana í
sama mót.
Eins og verkefnisstjórnin bendir
raunar sjálf á þarf að gefa mjög ræki-
lega gaum að inntaki framhaldsskóla-
námsins, þurfi að stytta það eins og
lagt er til. Jafnframt þarf að huga að
þeim möguleika að lengja fremur
skólaárið en draga svo mjög úr
kennslu. Sú spurning vaknar t.d.
hvernig það geti farið saman að
fækka prófdögum og taka um leið upp
samræmd próf í framhaldsskólunum,
eins og nú hefur verið ákveðið.
Ekkert er hins vegar enn afráðið í
þessum efnum. Það vekur raunar sér-
staka athygli og er hrósvert, hvernig
staðið er að ákvarðanatöku um þetta
stóra mál af hálfu menntamálaráð-
herra. Opnað hefur verið umræðu-
þing um málið á vefnum menntagatt-
.is, þar sem almenningur og fagfólk
getur tjáð sig um tillögur verkefnis-
stjórnar ráðuneytisins. Eins og Borg-
ar Þór Einarsson, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, benti á er til-
lögurnar voru kynntar markar þessi
aðferð nokkur tímamót, þar sem al-
menningi gefst nú kostur á að taka
þátt í skoðanaskiptum, sem tekið
verður tillit til í lokaundirbúningi
málsins.
Hér er um stóra breytingu að ræða,
sem þarf að undirbúa vel. Það er ekki
endilega eftirsóknarverðast að fara
einföldustu og fljótlegustu leiðina í
málinu. Markmiðið á að vera að veita
íslenzkum ungmennum betri mennt-
un, gera þau betur í stakk búin til að
takast á við æ flóknari verkefni á
vinnumarkaðnum og samkeppnis-
hæfari við jafnaldra sína erlendis.
Það eru ekki hagsmunir eða þægindi
stjórnmálamanna, embættismanna,
skólastjórnenda eða kennara, sem
eiga að sitja í fyrirrúmi við slíka
breytingu, heldur hagsmunir nem-
endanna.