Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur RafnGuðmundsson fæddist í Reykjavík 19. september 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjón- in Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Húnakoti í Þykkvabæ, f. 16.1. 1885, d. 7.2. 1981, og Guðmundur Kristjánsson frá Borg- artúni í Þykkvabæ, f. 23.6. 1882, d. 23.7. 1950. Systkini Guðmundar eru: 1) Kristinn Ólason, f. 28.1. 1910, d. 14.5. 1992, maki Svava Ingv- arsdóttir, látin. 2) Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1914, d. 2.2. 1998, maki Aðal- steinn Gíslason, látinn. 3) Jón S. Guðmundsson, f. 17.6. 1919, d. 30.12. 2002. 4) Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f. 12.3. 1926, maki Jóhannes Ólafsson. 5) Kristjana Vilhelmína Guðmundsdóttir, f. 20.10. 1927, maki Kjartan Bjarna- son, látinn. Guðmundur Rafn kvæntist 15.10. 1959 Guðrúnu Pétursdótt- ur, f. 28.10. 1928, d. 22.4. 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Ás- dís Magnúsdóttir, f. 18.12. 1906, d. 18.12. 1955, og Pétur J. Hoffmann Magnússon, f. 14.11. 1894, d. 28.5. 1963. Börn Guð- mundar og Guðrún- ar eru: 1) Ásdís, f. 9.1. 1960, maki Jón Bjarnarson, f. 6.7. 1951. Sonur þeirra er Björn f. 23.8. 1996. 2) Pétur, f. 24.1. 1962, maki Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, f. 11.5. 1962. Börn þeirra eru: Ómar Sigurvin, f. 21.12. 1984, Pétur Freyr, f. 28.10. 1990 og Guðrún, f. 5.2. 1995. 3) Guðmundur Krist- ján, f. 20.5. 1966, maki Svanlaug Sigurðardóttir, f. 23.4. 1968. Börn þeirra eru: Guðmundur Rafn, f. 24.3. 1994, Oddný Guð- rún, f. 24.3. 2000, og Bjarki, f. 8.4. 2002. Að loknu barnaskólanámi stundaði Guðmundur meðal ann- ars byggingarvinnu, var til sjós og til margra ára í millilandasigl- ingum. Hann fékk meistarabréf í málaraiðn árið 1965 og vann við þá iðn alla tíð síðan. Útför Guðmundar Rafns verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kæri Guðmundur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Hólmfríður Lillý. Einstakur. Það er orðið sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Einstakur maður, hjartahlýr og gefandi. Þú varst alltaf brosandi, hlæjandi og í góðu skapi. Þú varst einfaldlega þannig gerður að þegar þú hlóst hlógu allir í kringum þig, þar sem þú hafðir dillandi og smitandi hlátur. Þú hlóst svo innilega og óheft að mað- ur gat bara ekki setið á sér að hlæja með. Þú varst góður maður, með alveg sérstaka útgeislun og þín verður sárt saknað á heimili okkar en þangað komstu oft í heimsókn eftir að Guðrún lést. Þá var sama hvað var í matinn, hvort sem það var skyr og brauð eða hamborgar- hryggur, alltaf hældirðu mömmu minni jafn mikið fyrir matinn en þú varst mikill matmaður. Það var alltaf mikil kátína í kringum þig og því þótti mér mjög erfitt að horfa upp á þig í veikindum þínum. Veik- indin komu eins og þruma úr heið- skíru lofti, en þú áttir bókaða ferð til Kína í maí í fyrra og veiktist í mars. Á okkar síðasta fundi vissi ég að nú færi að koma að kveðjustund og því kvaddi ég þig almennilega og sagði þér að mér þætti vænt um þig. Þegar ég var búinn að segja þetta, þá horfðirðu beint í augun á mér og ég sá að þú varst að kveðja mig líka. Daginn eftir kvaddir þú þennan heim. Nú er þrautagöngu þinni lokið og nú veit ég að þú hef- ur loksins hitt Guðrúnu þína aftur og nú sitjið þið saman yfir okkur, þú segir henni allar ferðasögurnar þínar og þið hlæið saman. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér, Guðmundur, hvíl í friði, Ómar Sigurvin. Guðmundur var kjarkmikill bjartsýnismaður. Eftir að hann varð fyrir því slysi fyrir u.þ.b. ári, sem síðan leiddi hann til dauða, kom ekkert annað til greina í hans huga en að berjast og ná heilsu á nýjan leik. Eftir erfiða höfuðaðgerð fór honum ótúlega vel fram á þeim vikum og mánuðum sem eftir fylgdu með hjálp starfsfólks sjúkrahússins og dyggri aðstoð barna sinna. Ég held því að það hafi orðið honum mikil vonbrigði þegar ljóst varð að lokinni endur- hæfingu að hann gat ekki snúið aft- ur til síns heima eins og hann hafði vonast eftir. Komu þá vel í ljós þeir brestir sem í heilbrigðiskerfinu eru hvað varðar vistun sjúkra aldraðra einstaklinga. Þegar hér var komið var eins og lífið í hans huga hætti að hafa tilgang, og þegar vonin deyr vill oft verða stutt í endalokin og ég held að þegar hér var komið hafi Guðmundur verið sáttur við að deyja enda fjarri öllu hans lífs- munstri að vera hnepptur í fjötra. Guðmundur fæddist og ólst upp á Bókhlöðustíg 6b í Reykjavík. Hann var yngstur 6 systkina en faðir hans var verkamaður og sjó- maður hér í Reykjavík. Þetta var á kreppuárunum og hefur því vafalít- ið ekki verið mulið undir börnin í veraldlegum skiningi en öll hafa systkini hans komist vel til manns til vitnis um gott atlæti í æsku. Þegar Guðmundur var 13 ára gamall varð hann fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að félagi hans á svipuðu reki var skotinn við hlið hans af bandarískum hermanni, en þeir vinirnir höfðu verið að leika sér í kampinum sem var á planinu milli Ingólfsstrætis og Bergstaða- strætis eins og títt var meðal barnanna í hverfinu. Frá þessu er skýrt í Öldinni okkar en aldrei var réttað í þessu máli. Enginn veit hve áhrif slíkur atburður hefur á óþroskaðan ungling en víst er að þetta hefur grópast í minni Guð- mundar, sem reyndar minntist aldrei á þetta þar til skömmu eftir lát konu sinnar fyrir 3 árum að hann lýsti þessum atburði fyrir okkur í smáatriðum. Að loknu barnaskólanámi í Mið- bæjarbarnaskólanum fór Guð- mundur fljótlega að vinna við það sem til féll bæði til sjós og lands. Hann ætlaði sér að verða flugmað- ur eins og margir ungir menn á þeim árum. Hann vann fyrir námi sínu og var kominn með einkaflug- mannspróf þegar hann missti flug- skírteinið í eitt ár eftir að hafa brotlent á ísi lögðu Elliðavatni eftir fulldjarfa loftfimleika. Það var ekki í skaphöfn Guðmundar að bíða. Hann venti sínu kvæði í kross og fór í siglingar á norskum fragtskip- um og var á þeim í nokkur ár. Hann var ekki margmáll um þær ferðir en hann sigldi um öll heims- ins höf, m.a. til frönsku Indókína (Viet Nam) og Hong Kong en þar keypti hann fyrir móður sína for- láta matar- og kaffistell sem nú er ættargripur afkomenda hans. Síð- an þegar heim kom lærði Guð- mundur málaraiðn og starfaði við það alla tíð eftir það og nú hefur yngsti sonur hans Guðmundur tek- ið við því starfi. Það var mikið gæfuspor bæði fyrir Guðmund og konu hans Guð- rúnu þegar þau gengu í hjónaband í kirkjunni á Eyrarbakka 1959. Þau voru á margan hátt ólíkir einstak- lingar en slípuðu og bættu hvort annað upp. Guðmundur var glað- sinna, hláturmildur svo af bar, bjartsýnn og fljóthuga en Guðrún alvarleg, ígrunduð og róleg. Þau áttu fallegt listrænt heimili og eignuðust þrjú börn sem öll hafa spjarað sig eins og best verður á kosið. Miðað við þá miklu ástúð og hugulsemi sem þau sýndu föður sínum í veikindum hans hljóta þau að hafa fengið ástúðlegt uppeldi. Síðustu árin áttu Guðmundur og Guðrún sumarbústað við Skorra- dalsvatn þar sem þau nutu þess að dvelja þegar færi gafst og höfðu vonað að geta eytt þar meiri tíma þegar um hægðist. Það var því mikið áfall þegar Guðrún féll frá fyrir rétt rúmum þrem árum, í þann mund sem Guðmundur hafði hætt störfum. Eftir það varð Guð- mundur mjög eirðarlaus um tíma og undi ekki í bústaðnum. Hann var þó að jafna sig og farinn að ferðast innanlands og utan, þegar hann varð fyrir því slysi sem að lokum yfirbugaði hann. Það er enginn sá mannlegur mælikvarði til sem vegur og metur líf manna og sýn mannsins á til- veruna er eins margbrotin og mennirnir eru margir. Með sinni bjartsýni og dugnaði vann Guð- mundur vel úr sínu lífshlaupi. Hann kynntist öllum hliðum mann- lífsins af eigin raun og fátt kom honum á óvart. Hann var ekki að sýta það sem honum fannst betur mega fara en gerði gott úr og hélt sínu striki. Úr hugsunum, orðum og athöfn er unnið í lífsins þráð. Vér fáum á örlaga akri það eitt, sem til er sáð. (Sig. Kristófer Pétursson.) Megi minningin um góðan dreng lifa sem lengst. Magnús Karl Pétursson. Glaðlegt viðmót, áhugi, örlæti og tími eru þau orð sem fyrst koma upp í huga okkar þegar við minn- umst Guðmundar. Guðmundur, pabbi Péturs vinar okkar, var sérstakur maður og okk- ur minnistæður frá því að við vor- um ungir strákar í Breiðholtinu. Guðmundur tók alltaf vel á móti okkur félögunum og gaf sér góðan tíma til að spjalla við okkur um allt milli himins og jarðar. Hann hafði einlægan áhuga á því sem við vor- um að gera og sýndi okkur mikinn skilning. Það var okkur mikils virði, ekki síst á unglingsárunum þegar uppátæki okkar félaganna mættu ekki miklum skilningi ann- ars staðar. Áhugi hans á félaga- hópnum hélst fram á síðustu daga. Við gleymum seint örlæti hans eftir að við fengum bílpróf, því aldrei stóð á Guðmundi að lána okkur bíl- inn sinn. Það var mikils metið hjá ungu mönnunum. Við dáðumst að Guðmundi fyrir kraft hans og ýms- ar skemmtilegar uppákomur. Fráfall Guðmundar er mikill missir fyrir fjölskyldu hans, börn, tengdabörn og barnabörn. Við vott- um þeim okkar innilegustu samúð. Ásgeir Ásgeirsson, Axel Ólafsson. GUÐMUNDUR RAFN GUÐMUNDSSON ✝ Sæmundur Ein-arsson fæddist á Staðafelli í Vest- mannaeyjum 27. apr- íl 1919. Hann lést 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Elín Björg Þor- valdsdóttir, f. 29. ágúst 1894, d. 10. sept. 1973, og Einar Sæmundsson bygg- ingameistari, f. 9.12. 1884, d. 14. des. 1974. Sæmundur var næstelstur sjö systk- ina. Eftir lifa þeir Óskar, búsettur í Kópavogi, og Einar, búsettur í Reykjavík. Einnig átti hann einn hálfbróður sem er látinn. Sæmundur ólst upp í Vestmannaeyjum framan af ævi, en var einnig allmörg ár á Hofi í Öræfum. Eftir fermingu kom hann aftur til Vest- mannaeyja og bjó þar lengst af. Hann aflaði sér skipstjórn- arréttinda og einnig vélstjóraréttinda og stundaði lengi vel sjó, bæði á fiskibát- um og togurum. Hér í Reykjavík hefur hann átt heima hin síðari ár. Sæmundur var ókvæntur og barnlaus. Útför Sæmundar fór fram 17. september, í kyrrþey að ósk hans. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ.) Með þessum orðum langar mig að kveðja gamlan Eyjapeyja en þó Sæmundur hafi í allmörg ár búið hér á fastalandinu og léti sér nægja að fylgjast með atburðum þaðan í fjarlægð þá var hann alltaf Eyja- maður í hjarta sínu, enda kom mað- ur ekki að tómum kofunum hjá hon- um varðandi Eyjarnar, útgerð eða fiskvinnslu og maður fann hlýjuna þegar hann talaði um Vestmanna- eyjar. Ég spurði hann stundum hvort hann langaði ekki í heimsókn þangað. Hann svaraði: „Ég er flutt- ur en ég hitti marga sem segja mér fréttir.“ Þetta lýsir Sæmundi vel, fáorður, nægjusamur og ákveðinn. Jón maðurinn minn kynntist Sæ- mundi þegar þeir voru ungir menn á togaranum Elliðaey frá Vest- mannaeyjum. Þeir urðu góðir vinir og talaði hann oft um að hann hefði sjaldan verið með eins duglegum og kjarkmiklum manni eins og Sæ- mundur var. Vestmannaeyjar skip- uðu stóran sess í huga Jóns. Oft sagði hann að það væri einn besti staður sem hann hefði verið á og minntist ætíð þess tíma með hlýju og eignaðist þar marga góða vini. Leiðir þeirra vinanna skildu í mörg ár er Jón sneri til heimabyggðar sinnar á Ísafirði, en Sæmundur varð eftir í Eyjum. Fyrir tuttugu árum fluttum við hjónin hingað til Reykjavíkur og keyptum okkur litla matvöruverslun í Laugarnes- hverfi. Ekki leið á löngu þegar fóru að birtast gamlir félagar Jóns frá Vestmannaeyja-árunum. Einn þessara manna var Sæmundur og endurnýjuðust þá gömul kynni. Ég get ekki sagt að ég hafi kynnst hon- um fyrr en við vorum flutt hingað á Seltjarnarnesið. Þá höfðum við hætt verslunarrekstri og hann varð strax mikill heimilisvinur okkar. Hann var um margt sérstakur mað- ur, vildi helst ekkert þiggja neitt af neinum, alltaf nýbúinn að borða eða sagði: „Ég á kaffi heima.“ Þó kom fyrir að það var hægt að freista hans með pönnukökum. Síðustu árin var hann þó aðeins farinn að þiggja matarbita og borða með okkur um hátíðar. Fyrsta skipti sem hann var hjá okkur á að- fangadagskvöld sagðist hann aldrei hafa verið annars staðar en heima hjá sér eða á sjónum á þessu kvöldi. Heilsan var farin að bila hjá þeim báðum og voru þeim því samveru- stundirnar mjög mikilvægar, fóru í bíltúra og gönguferðir meðan Jón hafði heilsu til. Sæmundur var eig- inmanni mínum ómetanlegur styrk- ur meðan hann var hérna heima. Kom næstum á hverjum degi, sat og spjallaði og lífgaði þannig upp á lífið og tilveruna hjá Jóni sem var orðinn hjálparvana og mjög sjúkur síðustu æviárin sín. Lengi var Sæ- mundur hálffeiminn við mig, enda mjög dulur maður, en með tíman- um breyttist það og ég ávann mér vináttu hans og trúnað. Fór hann þá að ræða ýmislegt við mig, spyrja mig hvað ég væri að gera og segja mér hvernig ég ætti að gera hlutina eins og að rækta kartöflur sem ég taldi mig kunna en maður þrætti ekki við Sæmund. Hann sagði okk- ur margt frá Hofi í Öræfum þar sem hann dvaldi mörg ár sem ung- ur drengur. Það mun hafa verið lærdómsríkur tími hjá Sæmundi að mörgu leyti. Samgöngur voru þá með allt öðrum hætti en nú er og lífið þar olíkt því sem var við sjáv- arsíðuna. Sæmundur greindist með krabbamein í ristli fyrir nokkrum árum en fékk nokkra bót á því. En stuttu síðar greindist hann með hjartasjúkdóm og þurfti að fara í aðgerð. Kvöldið fyrir aðgerðina kom ég í heimsókn til hans og sá þá í fyrsta sinn kvíða hjá honum og tár á hvarmi. Vissi ég þá að honum var illa brugðið, en hann tókst á við veikindi sín af krafti og sagðist aldrei gefast upp. Hann náði sæmi- legri heilsu eftir þessi veikindi. Hann fór í langar gönguferðir hvernig sem viðraði. Í einni slíkri gönguferð lenti hann í miklu hvass- viðri og hreinlega fauk, en það vildi honum til happs að vegfarandi fann hann af tilviljun og kom honum undir læknishendur en þetta er til marks um hörkuna sem Sæmundur beitti sjálfan sig alla tíð. Eftir andlat Jóns hélt hann áfram að koma í heimsókn til okk- ar, fannst gaman að fylgjast með boltanum í sjónvarpinu með sonum okkar og einnig þegar þeir voru að vinna hérna við húsið kom hann ævinlega og lagði ýmislegt til mál- anna. Hann fylgdist vel með hvern- ig börnum okkar vegnaði og hvern- ig syni okkar fyrir vestan gengi að fiska. Yngsti sonur okkar Jón og Sæmundur náðu vel saman og vitj- aði Jón hans alltaf þegar hann kom því við eða hringdi til hans. Eftir að hann giftist hefur hann komið meira á hans heimili og hefur tengst Önnu konu hans. Honum fannst mikilvægt að geta búið í íbúðinni sinni eins lengi og hann gæti. En síðasta ár talaði hann þó um að þetta væri ekki nógu mikið öryggi ef hann yrði lasinn. Daginn sem hann lést kom ég á Rauða kross deildina til að hitta hann en hann var þá látinn. Farinn í ferðina sem við förum öll að lokum. Sæ- mundur var jarðsettur frá Foss- vogskapellu 17. september síðast- liðinn – í kyrrþey að eigin ósk. Ég og börnin mín þökkum honum sam- fylgdina. Ættingjum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Megi öld- urnar vagga honum blítt við fjar- læga strönd. Er vindur lék í voðum og vængir lyftu gnoðum þeir höfðu byr hjá boðum á blíðvinafund. En þeir fiskinn fanga við Flúðir, Svið og Dranga, þó stormur strjúki vanga það stælir karlmannslund. (Ási í Bæ.) Far þú í friði, kæri vinur. Sigríður Aðalsteins. SÆMUNDUR EINARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.