Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 33
✝ Anna Árnadóttirfæddist á Bakka
á Kópaskeri 19. jan-
úar 1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 24. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ást-
fríður Árnadóttir, f.
í Þistilfirði 4. desem-
ber 1881, d. 5. júlí
1960, og Árni Ingi-
mundarson, f. á
Brekku í Núpasveit
25. október 1874, d.
3. júlí 1951. Systkini
Önnu eru Ingunn, f.
8. nóvember 1899, d. 22. mars
1983, Unnur, f. 15. desember
1900, d. 12. apríl 1987, Jón, f. 9
október 1902, d. 12. ágúst 1962,
Hólmfríður, f. 19. september
1904, d. 17. júlí 1992, Sabína, f.
27. maí 1908, d. 18. febrúar 1993,
Guðrún, f. 26. september 1911, d.
31. maí 2003, Aðalheiður, f. 23.
október 1913, Árni, f. 15. nóv-
ember 1915, d. 31. júlí 1987, Ingi-
ríður, f. 19. janúar 1918, Sigurð-
ur, f. 16. júlí 1919, d. 29. mars
2002, og Ingimundur, f. 28. júní
1922.
Anna giftist 1. júlí 1940 Odd-
geiri Péturssyni, f. 29. desember
1915, d. 27. nóvember 1989.
Anna eignaðist sex börn og
einn fósturson. Þau eru: 1) Gígja
Friðgeirsdóttir, f. 14. jan. 1939.
Maki Örn Erlends-
son. 2) Árni Hrafn
Árnason, f. 10. okt.
1943. Maki Hlín P.
Wíum. 3) Örlygur
Örn Oddgeirsson, f.
1. sept. 1945. Maki
Jóhanna Hauksdótt-
ir. 4) Þorbjörg Odd-
geirsdóttir, f. 15.
apríl 1948. Maki
Óttar Geirsson. 5)
Auður Oddgeirs-
dóttir, f. 13. des.
1952. Maki Árni
Viðar Árnason. 6)
Pétur Oddgeirsson,
f. 13. des. 1952. Maki Kristrún
Tómasdóttir. 7) Sigurgeir Odd-
geirsson, f. 4. apríl 1955.
Barnabörnin eru 18 og barna-
barnabörnin 12.
Anna ólst upp á Kópaskeri.
Þau Oddgeir bjuggu fyrstu árin á
Kópaskeri en hófu búskap á ný-
býlinu Vatnsenda sem þau
byggðu úr landi Oddstaða á Mel-
rakkasléttu, um áramót 1949–50.
Þau bjuggu þar til 1957 en
brugðu þá búi og fluttu til
Reykjavíkur. Þar störfuðu þau
við ýmis störf. Anna vann einkum
við prjóna- og saumaskap með
heimilisstörfunum, lengst hjá
Belgjagerðinni.
Útför Önnu fer fram frá Breið-
holtskirkju í Mjódd í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Mamma.
Svo undarlegt sem það er, þá er
maður aldrei viðbúinn andláti kærs
ættingja eða vinar, jafnvel þó að
viðkomandi hafi þráð að fá að deyja
og maður sjálfur hafi séð að hvíldin
var það besta, úr því sem komið
var. Mamma mín fékk hægt andlát
að morgni 24. september.
Minningar og myndir streymdu
fram í hugann þegar ég sat við
rúmið hennar síðustu næturnar
sem hún lifði.
Ein fyrsta myndin er af henni að
spila á orgelið heima í stofunni á
Bakka og við tekur hver minningin
af annarri, þar sem mamma eða
systur hennar leika á orgelið,
Daddi frændi spilar á harmónikk-
una og allir syngja og dansa og
kenna mér danssporin, 3–5 ára
krakkanum. Allar minningarnar frá
bernskuheimilinu á Bakka, með
afa, ömmu, mömmu, pabba og
systkinum mömmu eru bjartar og
glaðar.
Og enn sé ég mömmu við hljóð-
færið, nú erum við flutt í læknisbú-
staðinn Ás. Pabbi hafði komið frá
Akureyri með píanó í farteskinu,
svo nú er spilað og sungið í stof-
unni í Ási. Kidda á loftinu kemur
niður og þær mamma æfa tvísöng.
Pabbi og Kidda syngja og mamma
spilar undir.
Enn var flutt, nú austur í Vatns-
enda á Melrakkasléttu og áfram
var sungið og spilað. Ef nágrann-
arnir komu einhverra erinda, Siggi
Finnboga, mágur pabba, eða
Brynki, mágur mömmu, var farið
inn í stofu og lagið tekið. Mamma
kenndi raddirnar og þeir sungu,
pabbi og Brynki eða pabbi og
Siggi. Einhvern tíma bættist Árni
Pétur Lund í hópinn og þá var æfð-
ur kvartett. Ég sé Brynka og
pabba fyrir mér þar sem þeir
syngja Gunnar og Njáll og Gunnar
og Kolskeggur við undirleik
mömmu og enda á að syngja Sól-
seturrsljóðin úti á hlaði, á björtu
sumarkvöldi. Alla sína ævi hafði
mamma yndi af söng og hljóðfæra-
leik, þó að hún lærði aldrei meira
en að þekkja nóturnar og æfði sig
svo sjálf.
Eftir að við fluttum til Reykja-
víkur urðu mamma og pabbi bæði
að vinna úti til að hafa í og á sína
stóru fjölskyldu, svo minni tími
gafst til hljóðfæraleiks.
Þegar mamma hætti að vinna fór
hún að syngja með kór aldraðra í
Gerðubergi og síðar á Vesturgötu
og hafði ómælda ánægju af því.
Af öllum þessum söng lærði ég
mörg lög og ljóð en mest lærði ég
þó þegar mamma sat með krakka-
hópinn í kringum sig á dimmum
vetrarkvöldum, stoppandi í sokka
eða prjónandi einhverja flík á okk-
ur, lét mig vera með Vasasöngbók-
ina og fletta í gegnum hana. Hún
söng hvert einasta lag og þannig
kenndi hún okkur lögin og ljóðin.
Hún kenndi mér líka að vinna. Af
því að ég var elst af barnahópnum
og lærði ég allt um heimilishald og
barnaumönnun af henni.
Eftir að við systkinin stofnuðum
heimili og eignuðumst okkar börn,
var hún boðin og búin að passa þau
og rétta hjálparhönd hvenær sem
var. Mamma var mikil hannyrða-
kona og saumaði og prjónaði lengi
fatnað á krakkahópinn sinn. Hún
var mjög umhyggjusöm amma og
langamma, enda voru öll börnin
mjög elsk að henni og dáðu hana.
Eftir að hún var orðin veik og átti
erfitt um mál var hún enn að
spyrja um þau.
Hún var svo lánsöm að geta lesið
fram undir það síðasta, fékk reglu-
lega sendan bókakassa frá Borg-
arbókasafninu, þökk sé þeim þar.
Hún var mjög minnug og mundi
allt sem hún las. Oft endursagði
hún okkur heilu bækurnar.
Síðastliðið vor flutti hún á
Hjúkrunarheimilið Skjól. Hún var
farin að finna sig heima þar og var
ánægð, enda allir góðir við hana.
Starfsfólkið annaðist um hana og
hjúkraði frábærlega vel til hinstu
stundar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Gígja.
Léttstíg hljóp Anna með öðrum
krökkum í fjörusandinum neðan við
æskuheimilið á Bakka. Í fjörunni, á
sjónum og út um holt og móa á
Kópaskeri var vettvangur bernsku
og uppvaxtaráranna. Á stóru heim-
ili, í litlu húsi rétt við fjöruborðið
mótaðist Anna. Þar lærði hún og
stóri systkinahópurinn að tileinka
sér tillitssemi og nægjusemi, þar
lærði hún og þau öll að gera litlar
kröfur, til annarra en sjálfra sín.
Hún var ekki há í loftinu þegar
hún fór að hjálpa til, jafnt utan
húss sem innan, jafnt á sjó og
landi. Hún náði vart upp fyrir borð-
stokkinn á uppskipunarbátnum
Kára þegar hún var búin að ná ára-
laginu og saman nutu þær Ída tví-
burasystir hennar og krakkarnir
allir, frelsis og fegurðar og héldu
að það væri sjálfsagður hlutur öll-
um, alls staðar.
Lífið kenndi henni, eins og öðr-
um, að það er ekki alltaf sól og
sæla. Hún þurfti, eins og flestir af
hennar kynslóð að hafa fyrir lífinu.
Hún fékk að kynnast fátækt og erf-
iði, myrkri og illviðrum, veikindum
og einangrun. En hún naut líka
andstæðunnar. Ekkert jafnast á við
sumarlanga, nóttlausa undraveröld
Sléttunnar, ekkert á við samsöng
vina og nágranna á frostkyrru vetr-
arkvöldi, ekkert á við vorkvöld í
Reykjavík. Alls þessa naut Anna í
ríkum mæli. Hún naut líka unaðar
og ástúðar og nú, þegar ævin er öll,
deyr hún rík. Hún skilur eftir sig
mikla auðlegð sem er þrotlaus
vinna alla ævi og fjöldi þakklátra
afkomenda sem hún hlúði að alla
tíð á alla lund. Fyrir það var hún
elskuð og virt og verður eftirsjá
okkur öllum, sem þekktum hana
best, eins lengi og við lifum.
Guð blessi Önnu og okkur öll.
Örn Erlendsson.
Elsku amma mín.
Það er erfitt að sætta sig við það
að þú sért farin frá okkur, en þú
skilur eftir svo margar minningar.
Ég man alltaf eftir því að maður
fékk alltaf ís hjá þér, ef maður vildi
ekki ís þá varstu alltaf að gefa okk-
ur eitthvað annað að borða. Ég
man eftir dótinu sem þú áttir í
gamladaga sem ég og Anna systir
lékum okkur að. Áður en mamma
fór að vinna í Hagkaup kom hún
alltaf á föstudögum og verslaði fyr-
ir þig og ég kom með til að hitta
þig og síðan alltaf á sunudögum.
Eftir mamma fór að vinna þá hitti
ég þig alltaf á sunnudögum og eins
oft og ég gat þess á milli. Nú er svo
erfitt að hafa þig ekki til að heim-
sækja, en ég kom eins oft og ég gat
eftir að þú veiktist og það besta
sem ég gat var að vera hjá þér. Ég
bað til Guðs að hann tæki á móti
þér svo þér liði betur. Það var gott
að þú varst tilbúin að fara, elsku
amma mín. Ég mun aldrei gleyma
þér.
Arnrún Árnadóttir.
ANNA
ÁRNADÓTTIR
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík,
sími 587 1960, fax 587 1986.
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
Bauganesi 44,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 27. september, verður jarðsungin
frá Áskirkju föstudaginn 3. október kl. 13.30.
Margrét Kristín Jónsdóttir,
Helgi Jónsson, Jytte Marcher,
Sveinn Jónsson, Ásta Jónsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Finn Larsen,
Bjarnþór Gunnarsson, Hanna Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURLÍN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hringbraut 15,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn
29. september síðastliðinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gústaf Magnússon, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir,
Alfreð Guðmundsson, May R. Opina,
Lilja Ágústa Guðmundsdóttir, Ingólfur Sverrisson,
Guðmundur Gunnar Guðmundsson, Steinunn Jónsdóttir,
Ársæll Guðmundsson, Ragnheiður Birna Kristjánsdóttir,
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Atli Þór Ólason.
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
SIGRÍÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Hvassaleiti 37,
Reykjavík,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
3. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minn-
ingarsjóð Kjartans B. Kjartanssonar læknis hjá
Geðverndarfélagi Íslands.
Þórarinn B. Kjartansson,
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, Jónas Gunnar Einarsson,
Kjartan J. Kjartansson, Lilja Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
GUÐRÚN HALLDÓRA RICHARDSDÓTTIR,
Lækjarkinn 26,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara-
nótt mánudagsins 29. september.
Jóhannes C. Klein,
Áslaug Skúladóttir, Jónas Gunnar Allansson,
Trausti Skúlason, Brynja Steinarsdóttir,
Emilía Ósk Bjarnadóttir,
Richard Jónsson, Erla Þórðardóttir,
Þórdís Richardsdóttir, P.O. Sylwan,
Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALMA ÁSMUNDSDÓTTIR,
Álfheimum 36,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti
föstudaginn 26. september.
Bára Benediktsdóttir,
Edda Guðgeirsdóttir,
Baldur Guðgeirsson, Björg Kristinsdóttir,
Iðunn Guðgeirsdóttir, Guðmundur Þórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.