Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORFINNA
STEFÁNS-
DÓTTIR
✝ Þorfinna Stefánsdóttir fædd-ist í Ólafsfirði 28. apríl 1933.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 21. september síðast-
liðinn og var útför hennar gerð
frá Ólafsfjarðarkirkju 27. septem-
ber.
Við Þorfinna vorum vinnufélagar
fyrir rúmum 20 árum þegar ég bjó
í Ólafsfirði. Það voru forréttindi að
eiga hana að vini. Ég hef oft vitnað
í það þegar við vorum að vinna
saman á elliheimilinu, hversu gam-
an var. Allir hlutir gengu svo vel,
og átti hennar létta og ljúfa lund
ekki hvað síst þátt í því. Hún taldi
aldrei eftir sér að hlaupa til ef það
gat glatt gamla fólkið. Mörg voru
faðmlögin, kossarnir og vinalegt
klapp á kinn sem hún gaf.
Ég minnist þess þegar við fórum
í grasaferð upp á Lágheiði og var
Stebbi Villi með í þeirri ferð. Mikið
var hlegið og gert að gamni sínu.
Það var þvílíkt rok að við vorum
orðin vindbarin er þau frændsystk-
in drógu upp úr pússi sínu konfekt
og harðfisk. Ég man líka hvað hún
hló að mér þegar við vorum að ösla
snjóinn eftir næturvaktir. Hún
sagði að ég kynni ekki að vaða
snjó. Eða þegar Þröstur kom á
snjósleðanum að sækja mömmu
sína, og það var hlaðið svo á sleð-
ann að þegar farið var á stað þá sat
einn eftir í skaflinum. Ég verð að
segja það, að það hefur enginn far-
ið í sporin hennar Þorfinnu. Hún
gerði alla hluti vel, það var alveg
sama hvað hún tók sér fyrir hend-
ur, allt var svo ótrúlega fallegt. Ég
hef t.d. aldrei séð jafnfallega raðað
í skápa eins og hjá henni. Maður
minnist nú ekki á geymsluna, ég
grínaðist stundum með það að
sennilega sneru allir naglar eins.
Þetta lýsir henni einmitt, því allt
sem hún tók sér fyrir hendur gerði
hún af alúð og kærleika. Fjölskyld-
an var henni allt og talaði hún um
þau af mikilli ástúð.
Að leiðarlokum þá get ég sagt að
Þorfinna er ein sú besta og heið-
arlegasta manneskja sem ég hef
kynnst, og er ég ríkari fyrir. Hún
hafði hjarta úr gulli og var svo
sönn í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Við Palli sendum fjölskyld-
unni samúðarkveðjur og biðjum al-
góðan guð að blessa minningu
hennar.
Margrét Thorsteinson.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin verður
gerð og klukkan hvað. Ætlast
er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN FRIÐBJÖRN ÁSGEIRSSON
(Dengsi),
Hringbraut 128C,
Keflavík,
áður til heimilis á Ísafirði,
sem lést sunnudaginn 21. september, verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00.
Lína Þóra Gestsdóttir,
Páll Þór Kristinsson, Ólafía Halldórsdóttir,
Ásgeir Haraldur Kristinsson, Julie Kristinsson,
Ingibjörg Lára Kristinsdóttir, Per Kristinsson,
Ásta Guðríður Kristinsdóttir, Friðbert Jón Kristjánsson,
Kristinn Þór Kristinsson, Hafrún Ebba Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNU ÞÓRUNNAR VIGFÚSDÓTTUR
frá Stóru Hvalsá,
síðar búsett á Selfossi.
Haukur Arnarr Gíslason,
Gunnþór Gíslason,
Vígsteinn S. Gíslason,
Þorbjörg S. Gísladóttir,
Einar Þór Gíslason,
Ragnar Gíslason
og fjölskyldur.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA J.G. BETÚELSDÓTTIR
frá Görðum, Aðalvík,
Furugerði 13,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. október kl. 15.00.
Þorkell Guðmundsson,
Erna K. Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Hildur Þorkelsdóttir, Atli V. Jónsson,
Gerður Þorkelsdóttir, Torfi E. Kristjánsson,
Fanney Þorkelsdóttir, Hafsteinn Þ. Hilmarsson,
barnabörn og langömmubarn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNAS M. LÁRUSSON,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 23. september, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkapellu fimmtu-
daginn 2. október kl. 15.00.
Rannveig Jónasdóttir Fagerås, Trygve Fagerås,
Lára Jónasdóttir, Birgir K. Johnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Engey í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis á Hásteinsvegi 53,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
þriðjudaginn 23. september, verður jarðsung-
inn frá Landakirkju laugardaginn 4. október
nk., kl. 14.00.
Ægir Sigurðsson,
Arnþór Sigurðsson,
Guðlaug Björk Sigurðardóttir,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma okkar,
ERNA ERLENDSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
sem lést að kvöldi laugardagsins 20. septem-
ber sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 3. október kl. 13.30.
Bjarni Ólafsson Alda Magnúsdóttir,
Haukur Ólafsson, Björg Friðriksdóttir,
Hrefna Ólafsdóttir,
Ólafur Árni Bjarnason,
Erna Björg Bjarnadóttir,
Markús Bjarnason,
Bryndhildur Hauksdóttir,
Margrét Hauksdóttir,
Bjarni Haukur Þórsson
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, systir og amma,
ESTHER FINNBOGADÓTTIR,
Tjarnargötu 10,
Innri-Njarðvík,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 19. sept-
ember, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur-
kirkju föstudaginn 3. október kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gylfi Pálsson,
Guðmundur Kr. Sigurðsson,
Guðfinna Finnbogadóttir
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum
þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og
ómetanlega aðstoð við andlát og útför okkar
ástkæra sonar, bróður, barnabarns og barna-
barnabarns,
ANDRA SNÆS ÓÐINSSONAR.
Óðinn Kristjánsson, Hulda Sæland Árnadóttir,
Sveinbjörn Kristinn Óðinsson, Guðlaug Hartmannsdóttir,
Aníta Óðinsdóttir,
Sigríður Sæland Óðinsdóttir,
Breki Þór Óðinsson,
Árni Sverrir Erlingsson, Sigríður Sæland Eiríksdóttir,
Hulda Gústavsdóttir Sæland.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRIR BENEDIKT SIGURJÓNSSON
fyrrv. deildarstjóri,
er lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar-
daginn 27. september sl., verður jarðsunginn
frá Fossvogskrikju fimmtudaginn 2. október
kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Barnaspítala Hringsins.
Ásta S. Þorkelsdóttir,
Steinunn Þórisdóttir, Björn S. Jónsson,
Björgvin Þórisson, Helga Jónatansdóttir,
Unnur B. Morgan,
Björg H. Björgvinsdóttir, Valdimar Karlsson,
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN STEFÁNSSON
fyrrverandi yfirverkstjóri,
til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð,
áður Einholti 6c,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 3. október kl. 13.30.
Valgerður Jónasdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Júlíus Kristjánsson, Svanhildur Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.