Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 41 HJÁ norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad hafa menn nú áhyggj- ur af því að Ríkharður Daðason verði valinn í íslenska landsliðið sem mætir Þjóðverjum í Hamborg 11. október. Þeir eru stoltir yfir því að eiga möguleika á að eignast sinn fyrsta A-landsliðsmann í 17 ár en á móti kemur að daginn eftir leikinn í Hamborg á Fredrikstad að leika einn af úrslitaleikjunum um sæti í norsku úrvalsdeildinni. Liðið leikur gegn Hönefoss hinn 12. október en þessi tvö félög eru nú í tveimur efstu sætum 1. deildarinnar. „Við verðum að sjá hvað setur. Það er að sjálfsögðu ekkert víst að ég spili með landsliðinu, en það er hæpið að ég hafi orku til að spila tvo erfiða leiki á tveimur dögum. En ég yrði þó allavega kominn heim frá Þýskalandi í tæka tíð,“ sagði Ríkharður á heimasíðu fé- lagsins. Knud Thorbjörn Eggen, þjálfari Fredrikstad, er hæstánægður með frammistöðu Ríkharðs á sunnudag- inn en hann skoraði þá tvívegis í 4:1 sigri á öðru toppliði, HamKam. „Nú vitum við að við erum með tvo góða markaskorara sem skora mörk, jafnvel þótt liðið spili illa. Ríkharður virtist tilbúinn að spila 90 mínútur, samvinna hans við Markus Ringberg var stórkostleg og hann gerði hreint ótrúlegt mark,“ sagði Eggen um nýja sókn- armanninn sinn. Hafa áhyggjur af vali Ríkharðs  DEAN Martin var útnefndur besti leikmaður úrvalsdeildarliðs KA í knattspyrnu í ár á lokahófi um sl. helgi. Pálmi Rafn Pálmason var út- nefndur efnilegasti leikmaður liðs- ins. Þorvaldur Örlygsson og Slobod- an Milisic voru heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til knattspyrnunn- ar hjá KA en þeir hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna.  ÓLAFUR Ingi Skúlason, leikmað- ur 21 árs landsliðsins, sem lék með Fylki í sumar, fékk hrós fyrir frammistöðu sína með varaliði Ars- enal sem gerði 0:0 jafntefli við Charlton í fyrrakvöld. Arsenal tefldi fram mjög ungu liði þar sem margir varamanna fóru með aðalliðinu til Moskvu fyrr um daginn. Charlton var hins vegar með marga reynda leikmenn í sínu liði, á borð við Jonat- an Johansson, Jason Euell, Richard Rufus og Stephen Hughes.  ÓLAFUR Ingi, sem vanalega leik- ur á miðjunni, var færður í stöðu miðvarðar og Eddie Niedzwiecki, þjálfari varaliðsins, sagði á heima- síðu Arsenal að hann hefði verið mjög klókur í leik sínum og sterkur í skallaeinvígjum.  GÍSLI Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR í handknatt- leik, skoraði 4 mörk og krækti í tvö vítaköst þegar lið hans, Fredericia HK, vann Ringsted, 33:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið.  TOMAS Kavolius, litháískur landsliðsmaður í handknattleik, er kominn til liðs við Víkinga og verður væntanlega með þeim þeir þeir mæta Stjörnunni í bikarkeppninni í kvöld. Kavolius er 23 ára, rétthent skytta og samkvæmt heimasíðu Vík- ings hefur hann leikið undanfarin þrjú ár með A-landsliði Litháens. FÓLK Flest önnur knattspyrnulið á Eng-landi berjast í bökkum vegna samdráttar og gífurlegra launa- krafna leikmanna en United, sem er ríkasta knattspyrnufélag heims, virðist hins vegar dafna ágætlega. Þrátt fyrir þessa góðu stöðu var af- koman lítillega lakari en reiknað hafði verið með og munar þar mestu um afskriftir við sölu Juan Sebastian Verons til Chelsea en hann féll í verði 1,8 milljarða á þeim árum sem hann var hjá félaginu. Salan á Beckham og Veron gaf vel í kassann Sala á David Beckham til Real Madrid og Juan Sebastian Veron skilaði talsverðum fjármunum í sjóði félagsins. Þá runnu samningar Davids Mays og Laurents Blancs út en í staðinn voru Tim Howard, Eric Djemba Djemba, David Bellion, Kleberson og Cristiano Ronaldo keyptir. Með- allaun leikmanna félagsins hafa samt lækkað en launakostnaður hjá félag- inu er um 46% af tekjum. Þess má geta að á síðasta rekstr- arári seldur 2,5 millj. stykkja af keppnispeysum félagsins, af þeim seldur 40% þeirra utan Bretlands- eyja. Áætlað verðmæti félagsins eru 500 milljónir punda, um 65 milljarð- ar króna. Gríðarlegur hagnaður á Old Trafford HAGNAÐUR enska knattspyrnu- liðsins Manchester United nam 39,3 milljónum punda, jafnvirði um 5 milljarða króna, fyrir skatta á síðasta rekstrarári, samkvæmt tilkynningu frá fé- laginu. Þetta er 22% aukning frá árinu á undan. Reuters Manchester United fékk góðan pening í kassann fyrir að selja David Beckham til Real Madrid. ÞREMUR íslenskum sundmönnum stendur til boða að æfa með finnska landsliðinu í sundi í byrjun næsta árs. Þetta eru Jakob Jóhann Sveins- son, Ægi, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, ÍA, og Örn Arnarson, ÍRB. Reiknað er með því að það skýrist upp úr miðjum þessum mánuði hvort þau taki boðinu. Jakob og Örn halda til Svíþjóðar 17. október og taka þátt í sterku móti þar í landi, helgina 18. og 19., en það er einn liður í undirbúningi þeirra fyrir EM í 25 m laug sem fram fer í Dublin í desember. Í Svíþjóð hitta þeir fé- lagar forráðamenn finnska liðsins og þá kemur í ljós hvort þeir æfi með finnska landsliðinu eða ekki. Sundmenn fá boð frá Finnlandi PÉTUR Hafliði Marteins- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á æfingu hjá liði sínu, Hammarby í Svíþjóð, og spilaði ekki með því þegar það vann Enköping, 7:0, í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. „Ég tognaði á ökkla í samstuði á æfingu á föstu- daginn. Þetta var alls ekki slæmt og ég æfði létt á mánudag en tók enga áhættu á því að spila. Þetta var heimaleikur gegn botnliðinu og hann vannst með glæsibrag,“ sagði Pétur við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að meiðslin hefðu engin áhrif á þátttöku sína í lands- Pétur Hafliði Marteinsson meiddist á æfingu leiknum mikilvæga gegn Þjóðverjum í Hamborg hinn 11. október. „Ég verð kominn á fulla ferð í vik- unni, spila með gegn Gautaborg næsta mánu- dag og fer síðan til Þýska- lands á miðvikudeginum,“ sagði Pétur. Hann fór til Hammarby frá Stoke um síðustu mánaðamót en hefur til þessa aðeins spil- að einn leik af þremur frá þeim tíma. Þá lék hann á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Halmstad, 1:0, með skalla eftir hornspyrnu. Hammarby er í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Djurgården og einu á eftir Malmö, þegar þremur umferðum er ólokið. Pétur Hafliði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.