Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COMSkonrokk FM 90.9 Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM Yfir 43.000 gestir! Sýnd kl. 8 og 10. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á BRESKUM BÍÓDÖGUM SÝNDAR ÁFRAM. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Kl. 10.15.kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar E INS og segir í kynn- ingu vakti myndin Rannsókn á huliðs- heimum (Enquête sur le monde in- visible) gríðarlega athygli á hinni virtu kvikmyndahátíð í Toronto sem nú er nýliðin. Myndin er tek- in hérlendis, er alfarið á íslensku og áhorfendur í Toronto horfðu þannig í forundran á venjulega Ís- lendinga lýsa kynnum sínum af álfum og huldufólki eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í kvöld verður myndin frumsýnd hérlendis í Há- skólabíói og er leikstjórinn, Jean Michel Roux, kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýn- inguna. Mun hann ennfremur sitja pallborðsumræður um myndina kvöldið eftir. Í spjallinu hér á eftir kemur m.a. fram að Roux er afar spenntur að sjá hverjar viðtökur Íslendinga sjálfra verða við þess- ari nýstárlegu heimildamynd hans. Bíður í ofvæni „Það var franska sendiráðið, með Sebastien Nollet í broddi fylkingar, sem barðist fyrir því að fá myndina hingað,“ er það fyrsta sem Roux segir og er sýnilega kampakátur en um leið spenntur yfir því að sýning hér á landi skuli vera að bresta á. Með honum er hans hægri hönd í verkefninu og aðstoðarleikstjóri, Mireya Samper, og biðja þau blaðamann innvirðu- legast að gleyma ekki að nefna tökumanninn þeirra, Jean Louis Viallard. „Í kvöld verður viðstatt fullt af fólki sem rætt var við í myndinni, og er það að fara að sjá hana í fyrsta skipti. Sama gildir um aðila sem hjálpuðu okkur að gera hana.“ Roux segist bíða í ofvæni eftir að sjá hvernig Íslendingar bregð- ist við mynd sem fjallar um þenn- an þátt í menningu þeirra. Roux kom hingað árið 1990 er hann var að vinna að mynd byggðri á vísindaskáldskap. „Sólveig Anspach leikstjóri hjálpaði mér mikið hérlendis (mynd hennar, Stormviðri, er nú sýnd hérlendis). Henni þótti það skondið að vera að hjálpa manni sem hafði einungis fengist við skáldað efni fram að því, en þá fékkst hún við heimildamyndagerð og lýsti hálfgerðu frati á leiknar kvikmyndir. Mér finnst því dálítið fyndið að við tvö erum að sýna í sömu vikunni myndir okkar þar sem hlutverk okkar tveggja hafa snúist við (hlær).“ Skapandi heimildamynd Það sem er hvað athyglisverðast við Rannsókn á huliðsheimum sem heimildamynd er áferð hennar. Tökur eru mjög listrænar og per- sónulegt handbragð Roux er yfir og allt um kring í draumkenndum senunum. Dulræn tónlist norska raftónlistarmannsins Biosphere eykur svo á töframáttinn, að ekki sé talað um ansi magnaðar lands- lagssenur héðan. „Ég nota ýmsar brellur til að ná fram anda þess um er rætt,“ út- skýrir Roux. „Mér fannst afar mikilvægt að ná fram ákveðnum myndrænum áhrifum sem myndu fara vel með því sem fólk er að tala um, þ.e. álfum, draugum og tröllum.“ Roux segir að gerð heim- ildamynda sé oft ansi hefðbundin og sköpunin sem formið geti boðið upp á sé of oft fjarri. Hægt sé að undirstrika efnistök með ýmsum þáttum án þess að fara út fyrir sanna og rétta heimildavinnu. Með þetta að markmiði lagðist Roux t.d. í miklar rannsóknir hvað tónlistarval áhrærði. Hann hefði að sjálfsögðu viljað nota sem mest af íslenskri tónlist en endaði ein- ungis á að nota tvennt; verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og kvæðasöng af Röddum. „Og eins falleg og tónlist Sigur Rósar er, þá er hún einfaldlega of falleg. Hún er heil kvikmynd í sjálfri sér og drekkti því atrið- unum. En tónlist Geirs Jensen (norskur raftónlistarmaður sem hljóðritar undir listamannsnafninu Biosphere) var alveg fullkomin. Áhrifamikil án þess að kæfa efn- ið.“ Filman sjálf er einnig draum- kennd ef svo mætti segja, líkt og þunn, hvít slæða liggi yfir henni. „Við urðum að beita brögðum til að ná þessu fram. Allt er svo „hreint“ í dag, margt lítur út eins og auglýsingar. Við sóttumst eftir kornóttari áferð.“ Gagnrýni Eins sjálfsagðar og álfabyggðir þykja hérlendis er ekki talað um þetta í Frakklandi. Roux var ger- samlega heillaður af því hversu opinskátt er talað um þetta hér, fannst eins og hann hefði uppgötv- að hálfgert fjölskylduleyndarmál. Hann var efins í fyrstu en er hann sá hversu einlægt fólkið var, og sú staðreynd að þetta voru Jónar og Gunnur úti í bæ, sannfærðist hann um hversu sterkar rætur þessi trú hefði hér. Í myndinni koma m.a. fram Vigdís Finnbogadóttir, sr. Þórhallur Heimisson, Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri, Magnús Gunnarsson fyrrverandi bæj- arstjóri Hafnarfjarðar og Ragnar „skjálfti“ Stefánsson og segja sín- ar sögur af þessum málefnum. „Ég vildi komast að því af hverju þetta væri svona,“ segir Roux og hnyklar brýrnar. „Af hverju fólk, sem væri algerlega heilt á geðsmunum, væri að segja svona sögur. Hvaða merkingu hef- ur þetta?“ Roux segir að í heimalandi sínu hafi hann mætt töluverðri gagn- rýni vegna þessa efnisvals. Þar sé engin hefð fyrir þessu og honum hafi m.a. annars verið brigslað um að setja þetta á svið. „En ég hef hins vegar enga ástæðu til að gera það og ég nálg- aðist þetta viðfangsefni af virðingu og alvöru. Ég er mjög stoltur af þessari mynd minni og tel að mér hafi tekist að koma á framfæri einlægninni sem þetta fólk býr yf- ir. Það var ekki auðvelt fyrir marga viðmælendur að segja frá þessari reynslu. Fyllstu aðgátar þurfti því að gæta og sýna fólkinu fram á að okkur væri alvara með þessu.“ Eru álfar kannski … Morgunblaðið/ÞorkellJean Michel Roux. Franska myndin Rannsókn á huliðsheim- um, sem fjallar um trú Íslendinga á álfa og huliðsheima, vakti gríðarlega athygli á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við leikstjórann, Jean Michel Roux, um tilurð myndarinnar. Atriði úr Rannsókn á huliðsheimum. Rannsókn á huliðsheimum verð- ur frumsýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 20.30. Næstu sýningar verða í Háskólabíói föstudaginn 3. október kl. 22.20, sunnudag- inn 5. október kl. 18.00 og mánudaginn 6. október kl. 20.00. Ráðstefna um myndina með Jean Michel Roux og hluta þátttakenda í myndinni (miðlar, vísindamenn) verður haldin á morgun kl. 20.00 í nýju hús- næði Alliance Française við Tryggvagötu 14. Leiðandi um- ræðna er Gérard Lemarquis. Fundurinn fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. www.lemondeinvisible.com. arnart@mbl.is Háskólabíó sýnir Rannsókn á huliðsheimum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.