Morgunblaðið - 01.10.2003, Side 49

Morgunblaðið - 01.10.2003, Side 49
ur í Snot (eina plata Snot, Get Some frá 1997 er orðin að einhvers konar kaleik, en söngvari Snot, Lynn Strait, lést á voveiflegan hátt og var þungarokkssenunni á Vest- urströnd Bandaríkjanna mikill harmdauði). Platan var tekin upp í Bleiku höllinni (Pink Palace), húsi sem stendur hátt upp á Beverly Hills- hæðum. Plötusnúður sveitarinnar, DJ Lethal, tók þar þá ákvörðun að slaka á hipp-hoppinu, eitthvað sem alla tíð hefur verið stór partur í listsköpun Limp-liða. Gítarhetjan Durst? Og til að pumpa smá lífi í sig tóku Durst og félagar til við töku- lög og reyndu sig m.a. við „Total Eclipse of the Heart“ með Bonnie Tyler. Enda hins vegar á að tækla gamlan Who-slagara, „Behind Blue Eyes“ (glöggir muna kannski eftir grallaralegri útgáfu Limp-manna á „Faith“ George Michael sem finna má á fyrstu plötunni). Durst stóð þá lengi vel á gati hvað textasmíð varðaði og það var ekki fyrr en Britney gaf honum langt nef að flóðgáttin brast. Durst lætur hana heyra það í laginu „Just Drop Dead“ sem er þó ekki á plötunni. Hlutirnir fóru svo loks að rúlla þegar Snoop Dogg mætti í stúd- íóið, glaður og reifur af kampavíni og appelsínusafa. Þetta kom víst félögunum loksins í gott stuð. Og loks fannst gítarleikari eins og áð- ur segir, en Eddie Van Halen og Durst sjálfur voru m.a. búnir að taka í gítarinn! En látum gagnrýnendur um að meta hvort Limp Bizkit skipti enn máli og hvort að þar með sé enn líf í nýþungarokkinu sem þeir bera talsverða ábyrgð á að hafa skapað. Loksins er nýja Limp Bizkit-platan komin! Limp Bizkit í stuði: Durst er annar frá vinstri. HANN er umdeildur maður, hann Fred karlinn Durst, leiðtogi Limp Bizkit. Sumir segja hann markaðs- hóru með athyglissýki; syngi með hverjum sem er svo fremi að hann komist í miðlana og hann geri hvað sem er fyrir aurinn. Aðrir hampa honum sem glúrnum skemmti- krafti sem kunni vel að rokka sé því að skipta, og það sé hann sem tók við kyndlinum af Korn og færði nýþungarokkið inn á millj- ónir unglingaheimila og tendraði með því hamingjuglóð í hjörtum rokkþyrstra ungmenna. Hvað sem þeim vangaveltum líður stafar óneitanlega sjarmi frá strák, sem fetar einstigið milli trúðsháttar og alvörugefna rokkarans af mikilli list. Snoop Dogg kíkir í heimsókn Durst og félagar eru nánast búnir að lifa á loftinu undanfarið, það er tónlistar- og fjölmiðlalega séð. Biðin eftir nýju plötunni, sem loks er komin út og heitir Results May Vary, er búin að vera löng og ströng og hefur allt hrjáð sveitina sem hægt er að hrjá rokksveitir með sköpunarstíflu. Gítarleikarinn hætti á þessu tímabili (sjarmbróðir Durst, Wes Borland, og er missir að honum), ekkert var gerast í lagasmíðamálum og fyllt var upp í úgáfugat á meðan með ömurlegri endurhljóðblöndunarplötu sem er ekki þriggja dollara virði. Ofan á allt virtist Durst vera uppteknari af sjálfum sér en sveitinni og var m.a. að nuddast utan í Britney Spears og er hann víst enn að ná sér eftir það. Platan nýja er sextán laga og á meðal gesta eru m.a. Snoop Dogg og Head úr Korn. Nýi gítarleik- arinn er heldur enginn aukvisi, en hann heitir Mike Smith og var áð- Er líf í ný- þungarokkinu? arnart@mbl.is ÁLFABAKKI kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. KEFLAVÍK Kl. 8. AKUREYRI Kl. 6 og 8. KRINGLAN Kl. 6 og 8. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. . B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6.10. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KVIKMYNDIR.IS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 49 ÞAU eru fá lögin sem hljóma eins ótt þessa dagana á Popp Tíví og þeim út- varpsstöðvum sem leika nýja tónlist og hið léttrokkaða, ofurgrípandi og tilfinningaríka „In The Shadow“. Flytjendur lagsins, eins og sjá má í myndbandi, hata ekki svarta litinn, veigra sér ekki við þótt drengir séu að klína smá augnskugga á sig og leika í myndbandinu eins og þeir eigi lífið að leysa. Og kannski er það svo. Flytjandurnir kalla sig því sérkennilega nafni The Rasmus sem kemur rækilega upp um frá hvaða slóðum bandið er. Þeir eru nefnilega finnskir drengirnir. Ekki á hverjum degi sem leikin eru finnsk dægurlög á FM957! En grípandi lag er grípandi lag, sama hvaðan það kemur. Þótt nafnið sé nýtt í augum okkar Frónverja þá er The Rasmus búin að vera starfandi í næstum áratug síðan á skólaárunum. Lauri söngvari og að- allagasmiður og Pauli aðalgítarleikari og upptökustjóri hafa verið með frá upphafi en svo hafa þeir bæst í hópinn Aki og Eero. The Rasmus hefur gef- ið út fjórar plötur síðan 1996 og sú nýjasta heitir Dead Letter. Sveitin hef- ur verið sú allra vinsælasta í heimalandinu síðustu árin og með laginu „In The Shadow“ ná þeir fyrir alvöru til eyrna alheimsins. Ljósmynd/Nauska Liðsmenn finnsku sveitarinnar The Rasmus. Sjóðheitt! The Rasmus PLÖTUR LIMP BIZKIT -Three Dollar Bill Y’All (’97) -Significant Other (’99) -Chocolate Starfish and the Hotdog Flavored Water (’00) -New Old Songs [endurhljóð- blandanir] (’01) -Results May Vary (’03) STAÐREYNDIR UM FRED DURST  Rekur eigin útgáfu, Flawless Records sem hefur gefið út Puddle of Mud, The Revolution Smile og Ringside  Hefur m.a. sungið með Bono, DMX, Staind, Korn, Soulfly og ... já ... Britney Spears! (þó ólík- legt sé að það efni komi fyrir eyru almennings).  er alltaf hress!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.