Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BER MIKINN KOSTNAÐ Fólk með giktarsjúkdóma raðast í lægri tekjuþrep og ber mikinn kostnað vegna sjúkdómsins sam- kvæmt niðurstöðum könnunar á högum gigtsjúkra sem framkvæmd hefur verið fyrir Gigtarfélag Ís- lands. Þórshöfn ekki með ADSL Þórshafnarbúar eiga ekki kost á því að vera með ADSL-tengingar í húsum sínum, þar sem Síminn telur að byggðin sé of fámenn til þess að það svari kostnaði að veita þessa þjónustu. Kaupa ekki Boeing 757 Flugleiðir hafa náð samningum við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar um að falla frá samningi um kaup á nýrri Boeing 757-þotu, sem átti að afhenda félaginu í mars 2005. Sama skatthlutfall Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vill að sama skatthlutfall gildi um allar tekjur, jafnt launatekjur og fjármagnstekjur. Skattur á vexti og arð er 28% í Noregi, 43% í Dan- mörku, 42,4% í Sviss, en 10% hér á landi. Skýrsla um kúgun í N-Kóreu Allt að 200.000 Norður-Kóreu- mönnum er haldið í þrælkunar- búðum þar sem algengt er að fólk sé pyntað eða tekið af lífi, auk þess sem margir svelta þar heilu hungri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mann- réttindanefndar Bandaríkjanna. Hún segir að mörg dæmi séu um að vanfærar konur í búðunum séu neyddar í fóstureyðingu eða látnar horfa á verði drepa börnin þeirra. Deilt um konu í dái Baráttan um líf eða dauða konu, sem hefur verið í dái frá 1990, tók nýja stefnu í fyrradag þegar þing Flórída samþykkti að henni skyldi gefin næring í æð, en því hafði verið hætt sex dögum áður samkvæmt dómsúrskurði. Þingið var sakað um að hafa brotið stjórnarskrána með þessari ákvörðun, það er regluna um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds. 23. október 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Bætt afkoma í rækjuvinnslu byggist á nýjum mörkuðum, deilt um skipa- skoðun og smábátar í bryggjuspjalli. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu FISKVEIÐINEFND Eystrasaltsins hefur ákveðið að minnka leyfilegan þorskafla í Eystrasalti um 13.400 tonn á næsta ári og dregst hann því saman úr 75.000 tonnum í 61.600. Síldarkvótinn verður sá sami en veiðar á brislingi verða auknar. Laxakvótinn í Botníu- flóa verður sá sami en minni í Finnskaflóa. Þótt nefndin hafi náð samstöðu um þessa kvóta eru umhverfisverndarsinnar óánægðir og telja að leyft verði að veiða allt of mikið af þorski og segja að stjórnmálamennirnir hafi hunzað ráðleggingar vísindamannanna. Ráð- gjafarnefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins hafði lagt til að þorskaflinn í Eystrasalti færi ekki yfir 42.600 tonn á næsta ári. Nú verður leyft að veiða ríflega 143.000 tonn af síld á helztu veiðisvæðunum, en árið 2000 var leyfi- legur síldarafli þar 405.000 tonn. Á öðrum svæðum verður leyft að veiða 61.200 tonn, en ástand síldarinnar í Rigaflóa er talið gott. Brislingskvótinn var aukinn úr 310.000 tonn- um í 420.000 tonn og hefur hann ekki verið svo mikill síðustu árin. Nú verður leyft að veiða 460.000 laxa á öðr- um stöðum en Finnskaflóa og er það sami kvóti og á þessu ári. en árin þar áður var leyft að veiða 450.000 fiska. Kvótinn í Finnskaflóa verður 35.000 fiskar á næsta ári, en á þessu ári má veiða 50.000. Árið 2000 var kvótinn þar 90.000 fiskar. Hlutur Dana í þorskveiðunum í Eystrasalti verður um 17.000 tonn á næsta ári, en það er niðurskurður um tæp 18% miðað við árið í ár. Hlutur Pólverja á næsta ári lækkar um 20% og verður nú alls 61.000 tonn. Mestur er nið- urskurðurinn í þorski. Minnka þorskkvótann í Eystrasaltinu ÚTFLUTNINGUR saltaðra grásleppu- hrogna á fyrstu 8 mánuðum ársins var um 7.000 tunnur sem er um 60% aukning frá sama tíma síðasta árs. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir gott útlit væri fyrir verðhækk- un á grásleppuhrognum á næstu vertíð. Grásleppuvertíðin gekk víðast hvar vel og þarf að fara aftur til ársins 1997 til að vinna meiri veiði en veiðin í ár skilaði sam- tals 13 þúsund tunnum. Best var veiðin í utanverðum Eyjafirði og í vestanverðum Skjálfandaflóa. Mest aflaðist hinsvegar á Bakkafirði af einstökum stöðum en þar var saltað í 1.100 tunnur og á Húsavík var salt- að í 990 tunnur. „Í upphafi vertíðar gaf LS út lágmarks- viðmiðunarverðið 888 evrur eða um 70 þús- und krónur fyrir hverja fulluppsaltaða tunnu. Ekki var annað að heyra á framleið- endum en þeir tækju verðinu vel. Það kom því mjög á óvart þegar tveir framleið- endur, Vignir Jónsson og ORA, tóku upp á því að tilkynna mönnum verðlækkun um 10 þúsund krónur á tunnu aftur í tímann sem var að sögn grásleppuveiðimanna án til- efnis,“ segir Örn. Hann segir grásleppuveiðimenn hafa brugðist hart við þessari lækkun og for- dæmt framleiðendur fyrir að dreifa ósönn- um fullyrðingum um veiðar og verð í ná- grannalöndunum. Hann segir hinsvegar óljóst hvaða áhrif þessi uppákoma eigi eftir að hafa til langframa. Engu að síður sé ljóst að veiðimenn muni hugsa sig tvisvar um áður en ákvörðun yrði tekin um fram- tíðarviðskipti við þessa aðila. Frá veiði- mönnum heyrist einnig að þeir hafi nú haf- ið viðskipti við erlendan aðila sem gæti þróast í framtíðarviðskipti. „Allt útlit er fyrir að góður markaður sé fyrir grásleppuhrogn á næstu vertíð. Heimsveiðin var innan þeirra marka sem kaupendur óskuðu eftir að kaupa og mikil spenna var hjá þeim að ná síðustu tunn- unum. Það má því búast við einhverri verð- hækkun en reynslan sýnir okkur að best er að fara varlega í þeim efnum,“ sagði Örn. 60% aukning á útflutningi hrogna Útlit fyrir verðhækkun á hrognum á næstu grásleppuvertíð enda veiðin í heiminum í jafnvægi Morgunblaðið/RAX Síðasta grásleppuvertíð var íslenzkum sjómönnum hagstæð. ALLS starfa um 5 þúsund manns við fiskvinnslu hér á landi og hefur fækkað um helming á rúmum ára- tug. Mikil tæknivæðing í öllum vinnslugreinum og flutningur vinnslu út á sjó eiga þar stærstan þátt. Engu að síður hefur erlendum starfsmönnum fjölgað mikið og nú er áætlað að hér starfi um 800 er- lendir starfsmenn í fiskvinnslu. Þannig er meira en helmingur starfsmanna í fiskiðjuveri Granda hf. í Norðurgarði í Reykjavík af er- lendum uppruna, frá nærri 20 lönd- um hvaðanæva úr heiminum. Þessi fjölþjóðlegi mannauður hefur að sögn orðið til þess að efla starfsand- ann hjá fyrirtækinu. Morgunblaðið/Þorkell Fjölþjóðlegur mannauður SKIPVERJAR á Arnari ÁR 55 komu á dögunum með stærsta skötusel, sem veiðzt hefur við Ís- land, til hafnar í Vestmannaeyjum. Kykvendið er 145 sentímetra hrygna og veiddist í dragnót við Sandagrunn á 55 faðma dýpi. Skip- verjar færðu Fiska- og nátt- úrugripasafni Vestmannaeyja fer- líkið að gjöf og verður fiskurinn væntanlega stoppaður upp. Skötu- selurinn getur orðið 200 sentímetra langur. Skötuselurinn er afar kjaft- stór ránfiskur og étur nánast allt sem að kjafti kemur, jafnvel fugla sem eru að kafa eftir æti. Ófrýnilegt ferlíki Morgunblaðið/Sigurgeir Skötuselurinn er afar kjaftstór og á meðal annars til að gleypa fugla sem eru að kafa eftir æti. VINSÆLASTI fisk- réttur Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis SÍF í Bandaríkjunum, er „Big Bob’s Belly Buster“, eða bumbu- sprengjan svokallaða. Rétturinn er unninn úr hvítfisk- flökum og selst betur en nokkur önnur vara frá ISC í tonnum talið. Flökin í bumbusprengjunni eru óvenju stór og ná út fyrir venjulega matardiska. Heitir bumbu- sprengjan í höfuðið á einum starfs- manna fyrirtækisins, Bob Mizek, sem þykir víst frekar stór um sig og frekur til matarins. Byrjað var að selja réttinn í janúar á síðasta ári. Í fyrstu fór markaðs- setningin rólega af stað, en vinsældir bumbusprengjunnar komu fljótlega í ljós og fyrirtækið brást við með miklu markaðs- átaki, sem hefur aukið vinsældir bumbusprengjunnar enn frekar. Bumbusprengjan slær í gegn PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 SIGURJÓN Þorvaldur Árna- son, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki sé öðrum en bönk- unum til að dreifa á íslenskum fjármálamarkaði til að leiða um- breytingaferli í atvinnulífinu. Hlutverk þeirra sé í raun sögu- legt og sé afleiðing af þeim breytingum sem gerðar hafi ver- ið innanlands og þeirri þróun sem átt hafi sér stað erlendis. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi Verslunarráðs Íslands í gær þar sem rætt var um þær sviptingar sem eiga sér stað á fjármálamarkaði og framtíðar- sýn nýrrar kynslóðar. Á fundinum rakti Sigurjón breytingarnar aftur til kvóta- kerfisins snemma á níunda ára- tugnum og breytinga á fjármála- markaðnum og einkavæðingu á síðasta áratug. Breytingarnar hér væru einnig í takt við er- lenda þróun, svo sem landnám markaðsaflanna í Austur-Evr- ópu, aukið viðskiptafrelsi og byltingu í upplýsingatækni. Allt mótaði þetta framtíðarsýnina og leiddi til útrásar vegna þess að skilyrði viðskiptalífsins hér og erlendis hefðu verið samræmd, sem hjálpaði okkur til að sækja út og keppa á jafnréttisgrund- velli. Mikil áhersla hefði áður verið lögð á að fá erlenda fjárfesta inn í landið. Það hefði helst heppn- ast í áliðnaðinum, en þrátt fyrir áhuga á að fá erlenda fjárfesta inn í bankana eða Símann hefði það ekki tekist svo nokkru næmi. Fjármagnið sem streymt hefði inn í innlend fyrirtæki hefði komið fyrir tilstuðlan inn- lendra aðila og útrásin hefði síð- an verið framtak einstaklinga í samvinnu við fjármálafyrirtækin. Sigurjón sagði styrka þátttöku innlends fjármálamarkaðar og vilja fjármálafyrirtækjanna til að styðja við þessa umbreyt- ingaþróun hafa skipt miklu máli. Vel heppnuð samvinna Hann sagði útrás þeirra fyrir- tækja sem unnið hefðu þétt með fjármálafyrirtækjum hafa gengið betur en annarra. Sú staðreynd að útrásarfyrirtæki hefðu unnið misjafnlega náið með fjármála- fyrirtækjum kynni að vera skýr- ingin á að útrásin hefur heppn- ast misjafnlega vel og hann sagði hægt að fullyrða að árang- urinn hefði ekki orðið mestur á því sviði þar sem við ættum að hafa mesta hlutfallslega yfir- burði, þ.e. í sjávarútvegi. Sigurjón sagðist telja stöðuna á innlendum fjármálamarkaði í dag nákvæmlega eins og að hefði verið stefnt. Bönkunum hefði verið breytt í einkafyrir- tæki sem hefðu arðsemi að leið- arljósi og lögum hefði verið breytt til að sameina viðskipta- bankaþjónustu og fjárfestingar- bankaþjónustu og til að sameina verðbréfafyrirtæki bankanna við bankana sjálfa. Þetta væri í samræmi við þróun erlendis. Allt hefði þetta líka verið nauðsyn- legt til að gera bankana að þokkalega sterkum einingum. Sigurjón sagði að til að hafa fjárfestingarbanka og viðskipta- banka undir einum hatti þyrfti lagaramminn að vera í samræmi við það, og hann væri það. Laga- ramminn væri tiltölulega þröng- ur og eftirlitsaðilum væri ætlað stórt hlutverk sem þeir sinntu vel og þeir hefðu styrkst á síð- ustu árum í að sinna þessu hlut- verki sínu. Hann sagði ósann- gjarnt þegar því væri haldið fram að aðskilnaður ólíkra þátta bankanna væri ekki nægjanleg- ur og Kínamúrar héldu ekki. Engin málefnaleg rök væru til að halda slíku fram. Bönkunum falið hlutverk Sigurjón telur að aðstæður séu þannig að öðrum en bönkunum sé ekki til að dreifa nú til að leiða umbreytingarferli í at- vinnulífinu. Ekki sé æskilegt að ríkið taki það hlutverk að sé og lífeyrissjóðir eigi erfitt með að hafa forystu um slíkt. Erlendis séu það oft sérstakir sjóðir sem taki þetta hlutverk að sér og sú staða sé ef til vill að koma upp hér á landi. Straumur sé að hasla sér völl á þessum vett- vangi, Burðarás verði hugsan- lega slíkur sjóður og sama kunni að eiga við um Meið, sem er stærsti hluthafi Kaupþings Bún- aðarbanka. Sigurjón sagði ekki skrýtið þótt einhverjum þætti of geyst farið þegar miklar umbreytingar ættu sér stað, en þegar þetta væri sett í víðara samhengi mætti sjá að þetta væri eðlileg afleiðing þess sem breytt hefði verið í umhverfinu á síðustu ár- um og áratugum og í samræmi við það sem hefði verið að gerast erlendis. Bönkunum hefði með breyt- ingum síðustu ára verið falið það hlutverk að leiða þróun um- breytinga í atvinnulífnu og ákaf- lega mikilvægt væri að þeim tækist að leysa það verkefni á farsælan hátt. Sögulegt hlutverk Bankastjóri Landsbankans segir bönkunum hafa verið falið ákveðið hlutverk og þátttaka þeirra á fjármálamarkaðnum sé í samræmi við það AP Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir það ósanngjarnt þegar því er haldið fram að aðskilnaður ólíkra þátta bankanna sé ekki nægjanlegur og að Kínamúrar haldi ekki. Engin málefnaleg rök séu til að halda slíku fram. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS PENINGAR eru drifkraftur breytinga, en án þekkingar eru þeir til lítils og þekk- ingin stýrir flæði fjármagnsins, að því er Þórður Már Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins Straums, sagði á fundinum í gær. Hann sagðist telja að fjármagnsflæði á markaðnum muni fara vaxandi og að fjármagnsmarkaðurinn muni dýpka og seljanleiki aukast. Þórður Már sagði nýja kynslóð á fjár- málamarkaði gera aukna kröfu um arðsemi fjárfestinga í stað annarra markmiða. Ákvörðunartaka verði skilvirkari í framtíð- inni en áður hafi verið og yngra fólk muni treysta síður á opinbert fjármagn en áður var. Þá muni vægi menntunar og símennt- unar aukast. Hann sagði ekki mikla vaxtarmöguleika innanlands og fjármagnið í bönkunum yrði þess vegna að hluta til notað til útrásar. Jafnframt væri þó mikilvægt að gleyma ekki innlendum markaði og feta varlega út á við. Þórður Már telur miklu skipta hvernig staðið er að útrás, að sérþekking sé vel nýtt og orðsporið sé gott. Hann sagðist ekki líta á hugtakið heimamarkað banka sem land- fræðilegt heldur sé heimamarkaður sá markaður þar sem fyrirtæki hafi sérþekk- ingu, svo sem sjávarútvegur. Hann sagði of snemmt að segja til um ár- angur af útrás íslenskra fyrirtækja, en ljóst sé að bankarnir séu að læra, því fylgi ákveðinn kostnaður sem muni skila sér til hluthafa síðar. Þórður Már segir að fjármagnsmark- aðurinn hafi breyst að því leyti að verið sé að fást við stærri tölur en áður. Markaður- inn hafi búið til fleiri aðila sem taki virkan þátt á markaðnum og þátttakendum sé því að fjölga og þar með dýpki markaðurinn. Þórður Már telur ekki að hlutabréfa- markaðurinn hér á landi sé að verða veikari eins og stundum hafi komið fram í um- ræðunni, en þó þurfi að huga að nokkrum atriðum til að efla hann. Hann sagði að fjölga þyrfti nýskráningum fyrirtækja í Kauphöllinni og leita eftir því að fá erlend fyrirtæki til að skrá sig hér á landi. Til þess þyrfti að skapa umhverfi, til að mynda í gegnum skatta eða með því að hafa sér- stakan markað fyrir sjávarútveg. F J Á R M Á L Peningar og þekking S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Tilboð í Flugstöðina Hópur fjárfesta vill kaupa Flugstöðina 2 Lesið í ormafár Ormar og vírusar sífellt algengari í tölvum 9 SUMARHÚSAMÓDELIÐ Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Erlent 12/15 Minningar 34/38 Höfuðborgin 17 Skák 38 Akureyri 18 Bréf 48 Suðurnes 19 Kirkjustarf 38 Landið 21 Dagbók 42/43 Neytendur 22/23 Fólk 48/53 Listir 24/26 Bíó 50/53 Umræðan 27/33 Ljósvakar 54/55 Forystugrein 28 Veður 55 * * * SEXTÁN þúsund manns nýttu sér þjónustu tíu kirkna í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra vikuna 5.– 11. október sl. Alls fóru 1.865 í messu og nánast sami fjöldi sótti út- farir, sem voru tíu þessa tilteknu viku. Af þessum sextán þúsund sóttu tæplega sex þúsund helgihald og at- hafnir kirkjunnar, rúm 2.500 barna-, unglinga- og fjölskyldustarf, 2.250 fullorðinsfræðslu og hópastarf og rúmlega 1.800 tónlistarstarf, þar með talið kóræfingar. Ferðamenn sem komu í kirkjur prófastsdæm- isins voru 3.415 og þar af fóru 3.290 í Hallgrímskirkju. Þetta kemur fram í könnun sem Reykjavíkurprófastsdæmi vestra lét gera. Séra Pálmi Matthíasson sagði við upphaf kynningarfundar í Bú- staðakirkju í gær presta ekki hafa haft nein haldbær gögn sem sýndu að það væri alrangt að kirkjur stæðu tómar. Það hefði verið kveikj- an að þessari könnun. „Við viljum í eitt skipti fyrir öll mótmæla því kröftuglega að kirkj- urnar okkar séu tómar,“ sagði séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur í erindi sínu. Í svipaðan streng tók Björn Bjarnason kirkjumálaráð- herra og sagði þjóðkirkjuna ekki þurfa að vera í varnarbaráttu þegar rætt væri um stöðu hennar hér á landi. Hún höfðaði til flestra og töl- urnar sem fram kæmu í könnuninni sýndu að hún stæði traustum fótum. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði kirkjuna gegna veigamiklu hlutverki í að auka lífsgæði fjöl- skyldna í Reykjavík. Svo margt teld- ist til lífsgæða eins og aðbúnaður ungmenna, heilnæmt og öruggt um- hverfi og fjölbreytt þjónusta. „Ef þeir einir eru taldir sem taka þátt í safnaðarstarfinu með einum eða öðrum hætti þá eru það rúm- lega 20% borgarbúa á einni viku. Tólf þúsund manns á viku í þessum tíu söfnuðum, sem þýðir 50 þúsund á mánuði og þá yfir 500 þúsund á ári, svo við leikum okkur að þessum töl- um,“ sagði Jón Dalbú. Hann segir ástæðurnar meðal annars þær að helgihaldið sé orðið mun fjölbreyttara, m.a. í messu- haldi. Þar að auki sé boðið upp á fjölmargar mjög mismunandi og fjölbreyttar athafnir. Kirkjusókn í 10 kirkjum í Reykjavík könnuð í október Morgunblaðið/Árni Sæberg Séra Pálmi Matthíasson, séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur, Þórólfur Árnason borgarstjóri og Björn Bjarna- son kirkjumálaráðherra fjölluðu um niðurstöður nýrrar talningar kirkjugesta í gær. 16 þúsund gestir á viku                                     ! "#"   $%  &$    '$   " '  ()*&)+(, &  !  FLUGVIRKJAR á Keflavíkurflug- velli hafa boðað vinnustöðvun frá 27. október nk. Guðjón Valdimarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að flugfloti Icelandair muni stöðvast komi til vinnustöðvunar flugvirkja. Samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær og lauk fundinum án árangurs um kvöldmat- arleytið. Boðað hefur verið til nýs fundar í dag. Samningar flugvirkja voru lausir 15. september sl. Frá þeim tíma hafa samninganefndir hist á nokkrum fundum og er málið nú hjá ríkissátta- semjara. Með því að boða vinnu- stöðvun er verið að þrýsta á samn- ingsaðila fyrir 27. október að sögn Guðjóns. Kristján Kristinsson, einn samn- ingamanna flugvirkja, segir ekki mikið vanta upp á að samningar ná- ist. Svolítið snúið sé að hnýta lausa enda. Hann vonar að ríkissáttasemj- ari leggi fram sáttatillögu fljótlega og ekki komi til vinnustöðvunar. Fundur var í gær og er búist við stíf- um fundahöldum næstu daga. Aðspurður segir Kristján deilt um hækkun launa almennt og hann vilji ekki fara út í nákvæm atriði. Að- dragandinn að þessari ákvörðun hafi verið langur og Icelandair ætti því að vera við öllu búið. Hins vegar hafi samninganefndin heimild til að fresta eða blása vinnustöðvunina af sjái hún fram á að samningar náist. Komi til stöðvunar er óvíst hversu lengi hún gæti staðið. Flugvirkjar Icelandair boða vinnustöðvun ÞJÓÐFRÆÐINGURINN Jón Jónsson frá Kirkjubóli á Ströndum var valinn ferðafrömuður ársins af hálfu útgáfufélagsins Heims í tilefni af 40 ára afmæli tímaritsins Iceland Rewiew. Hann fær útnefninguna fyrir að hafa staðið að margvísleg- um verkefnum í tengslum við ferða- þjónustu í heimabyggð. Jón er eigandi og framkvæmda- stjóri Sögusmiðjunnar sem hefur miðlun sögu og þjóðfræða að meg- inmarkmiði. Sögusmiðjan vann t.d. með Strandamönnum að uppsetn- ingu sögusýningar um galdra og galdramenn. Jón sér einnig um rekstur og hefur yfirumsjón með upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík þar sem umhverfismálin eru í fyr- irrúmi. Hann sá jafnframt um gerð Vestfjarðavefjarins fyrir At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða. María Guðmundsdóttir, ritstjóri hjá útgáfufélaginu Heimi, sat í dómnefnd ásamt Sævari Skafta- syni, framkvæmdastjóra Ferða- þjónustu bænda, og Svanhildi Kon- ráðsdóttur, framkvæmdastjóra Höfuðborgarstofu. María segir að þau hafi ákveðið að velja úr gras- rótinni með það að markmiði að hvetja þá sem geri vel. Ritstjóri tímaritsins Iceland Re- view er Jón Kaldal en stofnandi og útgefandi blaðsins í 37 ár var Har- aldur J. Hamar. Valinn ferðafröm- uður ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útgefandi Iceland Review valdi Jón Jónsson ferðafrömuð ársins. ORRI Vigfússon athafnamaður hef- ur, fyrir hönd hóps fjárfesta, óskað eftir því við framkvæmdanefnd um einkavæðingu, að taka yfir verslun- arrekstur fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Guðjón Jónsson hjá GJ fjármálaráðgjöf hefur sent bréf í umboði annars hóps fjárfesta til ráðherranefndar um einkavæð- ingu, þar sem lýst er áhuga á að kaupa Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Orri keypti hlut ríkisins í Íslensk- um markaði ásamt nokkrum fram- leiðendum árið 1998. Hann segist telja að það fari best á því að versl- unarrekstur í fríhöfninni og Íslensk- um markaði fari saman. Þess vegna hafi hann ásamt öðrum fjárfestum lýst áhuga á því að yfirtaka versl- unarrekstur fríhafnarinnar. Haft hafi verið samband við fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu fyr- ir nokkrum mánuðum vegna þessa. Síðar hafi verið lögð fram formleg ósk um að gengið yrði til samninga. Orri vill ekki gefa upp á þessu stigi hverjir standa að tilboðinu með hon- um. Guðjón Jónsson segir að hópur fjárfesta, sem hafa lýst áhuga á að kaupa Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hafi sérstakan áhuga á að bæta rekstur flugstöðvarinnar, viðskipta- vinum hennar af öllu tagi til hags- bóta. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hverjir eru í þessum hópi. Áhugi á fríhöfninni og flug- stöðinni  Hópur fjárfesta/B2 HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Slóvakíu er staddur hér á landi í opinberri heimsókn til að kynna sér íslenska heilbrigðiskerfið. Ráðherrann, sem heitir Rud- olf Zajac, kom hingað til lands í gær ásamt fylgdarliði og dvelur hér á landi til næstkomandi sunnudags. Zajac mun meðal annars heimsækja heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og land- lækni, skoða heilsugæslustöð- ina í Lágmúla og fara í heim- sókn á Landspítala – háskólasjúkrahús meðan á heimsókninni stendur. Kynnir sér heil- brigðis- kerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.