Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Verð hækkar ekki | Framleiðsla á svína- kjöti og kjúklingum er farin að dragast saman. Framleiðslan í september var minni en í sama mánuði fyrir ári. Ingvi Stef- ánsson, formaður Svínaræktarfélags Ís- lands, segir að þrátt fyrir samdrátt hafi verð á svínakjöti ekki hækkað. Hann segir að meðalverð á svína- kjöti til bænda sé ná- lægt 120 kr./kg. Hann segir að það sé allt of lágt verð. Í síðasta mánuði nam framleiðsla á svínakjöti um 563 tonnum sem er 7,4% minna en í sama mán- uði í fyrra. Sé horft þrjá mánuði aftur í tím- ann er framleiðslan heldur minni en í sömu mánuðum í fyrra. Í september voru framleidd um 395 tonn af kjúklingum sem er 11,7% minna en í sama mánuði í fyrra. Neysla á kjúklingum í september var 74 tonnum meiri en fram- leiðslan, en það þýðir að gengið hefur á birgðir. Talsvert miklar birgðir af kjúkling- um söfnuðust fyrir fyrr á árinu þegar fram- leiðslan var sem mest. Ingvi Stefánsson sagði að samdráttur í framleiðslu svínakjöts hefði ekki enn leitt til hækkunar á verði. Svo virtist sem það ætl- aði að taka eitthvað lengri tíma fyrir mark- aðinn að ná jafnvægi. Hann sagði dæmi um að framleiðendur væru að selja svínakjöt á allt niður í 100 kr./kg. Hann sagðist ekki telja að það væri forsenda fyrir svo lágu verði. Það væri mikil framleiðsla á kjúkling- um og það hefði áhrif á verð til svínabænda. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Silungsveiði | Alls veiddust 380 fiskar í Seltjörn á Reykjanesi í sumar en í júlí var sleppt í vatnið eitt þúsund urriðum af svo- kölluðum ísaldarstofni. Af þeim sem veidd- ust var 300 sleppt og hefur því lítið gengið á stofninn, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar. Áætlað er að sleppa öðru þúsundi þegar líður á næsta vor. Reykjavík Adventure ehf. tók við rekstri vatnsins í júní. Veiði og aðsókn var lítil fram að sleppingu en þá tók hún vel við sér og hélst góð fram undir byrjun september. Veiði var hætt um miðjan september. Rekstraraðilar stefna að því að bæta að- stöðu við vatnið, auka samstarf við veiði- félög og auka markaðsstarf en einnig verð- ur svæðið og veiðistaðir merktir betur og lífríki vatnsins og uppbygging fiskistofns- ins rannsakað frekar. Raufarhöfn | GPG hóf vinnslu á léttsöltuðum, frystum þorskflökum á Raufarhöfn um síðustu mánaðamót og starfa um 20 manns við vinnsluna. Gunnar Jónasson, vinnslustjóri GPG á Rauf- arhöfn, segir á heimasíðu Útgerðarfélags Akureyr- inga í gær, að þessar fyrstu þrjár vikur hafi vinnslan gengið býsna vel. „Við höfum verið að vinna úr um það bil fjór- um tonnum á dag, en það er þó breytilegt eftir því hvernig hráefnið er. Við höfum að undanförnu verið að vinna fisk af línu- og færabátum hér heima og einnig fáum við fisk frá GPG á Húsavík,“ segir Gunnar. Gengur vel Laxamýri | Rekaviður er ekki einungis notaður í girð- ingarstaura heldur víða nýttur sem byggingarefni. Sjaldgæft er að hann sé notaður til klæðningar utan- húss en nýja fjósið að bænum Björgum í Útkinn í Þing- eyjarsveit hefur vakið athygli enda klætt rekaviði. Mik- il vinna er á bak við klæðningu sem þessa því fyrst er að sækja trén út að sjó, síðan fara með þau í sögun, bera á þau sérstakt fúavarnarefni og ekki síst að velja viðinn saman á veggina eftir breidd og kvistum. Þess skal geta að burðarviðir fjóssins eru einnig úr rekaviði þannig að segja má að ábúendum hafi tekist að nýta vel heimafengið efni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjós klætt með rekaviði Friðrik Stein-grímsson í Mý-vatnssveit orti vísu um Guðna Ágústsson þegar beljan sparkaði í hann: Frístund Guðni fær ei neina fæstra vanda leysa kann Sauðfjárbændur kvarta og kveina og kýrnar reyna að spark’í hann. Friðrik orti vegna konu, sem fór á hækjum að smala hestum og engu líkara en hækjurnar væru gengnar upp að hnjám: Margt er það sem miður fer og mönnum veldur pínu; hún var að smala á hækjum sér hestastóði sínu. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit tók eftir því að bresk stúlka kærði úr- valsdeildarleikmenn í knattspyrnu fyrir nauðg- un. Hann orti: Ýmsir fara villu veg og virðast rúnir heppni, soltið er nú sóðaleg svona riðlakeppni. Aumingja Guðni Búðardal | Sauðfjárslátrun er lokið í sláturhúsinu í Búðardal þetta árið. Þar sem Ferskar af- urðir tóku þá ákvörðun í haust að slátra ekki var brugðið á það ráð að stofna nýtt félag í kring- um rekstur sláturhússins Dala- lambs ehf., sem sá um rekst- urinn í haust. Alls hefur nú verið slátrað á þeirra vegum 11.403 dilkum. Óvissa ríkir um fram- hald slátrunar og kjötvinnslu í Dölunum í framtíðinni. Á mynd- inni eru þau Gísli og Drífa kjöt- matsmenn. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. Slátrun hætt fyrir fullt og allt? Kjötvinnsla Mývatnssveit | Fjárfestingafélagið Fjár- þing ehf. var formlega stofnað á mánudag- inn. Að félaginu standa öll sveitarfélög í Þingeyjarsýslum utan Tjörneshrepps. Auk þess nokkur atvinnufyrirtæki á svæðinu. Stofnhlutafé er ein milljón króna. Stærstu hluthafar eru Húsavíkurbær með 40%, Skútustaða- hreppur með 33,33%, Þingeyjarsveit með 7,33%, Vél- smiðjan Grímur og Skipaafgreiðsla Húsa- víkur með 4,0% hvort félag. Tilgangurinn með stofnun félagsins er að styðja með umtalsverðum hætti áform Promeks ASA um byggingu kísildufts- verksmiðju í Mývatnssveit. Slík verk- smiðja hefur verið í umræðu undanfarin misseri og tilraunaverksmiðja var keyrð í Glomfjorden í Noregi nokkur ár. Á fundi sem fulltrúar Promeks ASA, þeir Ásmundur Stefánsson og Hákon Björnsson, áttu með sveitarstjórnarmönn- um í héraðinu sem haldinn var á Húsavík lýstu þeir yfir því að tilrauninni í Noregi væri lokið og sýndi fram á að ferlið sem byggt er á gengur upp. Meiri tilraunir þyrfti ekki og væri þeim lokið. Jafnframt skýrðu þeir frá því að nokkuð skorti á að nægt fjármagn hefði fundist svo hefjast mætti handa með byggingu verksmiðju í Mývatnssveit. Þess vegna fóru þeir fram á stuðning sveitarstjórna í héraðinu við að hrinda áformum sínum í framkvæmd. Mikið af búnaði Kísiliðjunnar notað Kosin var nefnd til að vinna að málinu því mönnum hér er ljóst mikilvægi þess að atvinnustarfsemi komi í stað Kísiliðjunnar. Á Húsavíkurfundinum lýsti Ásmundur Stefánsson því yfir að vinnslu á kísilgúr úr Mývatni verði hætt í lok árs 2004, þó með hugsanlegri rekstrarframlengingu í allt að tvö ár ef söluaðili kísilgúrs óskar þess. Að- spurðir sögðu þeir félagar að hráefni til duftverksmiðju yrði sótt til Noregs og væri það kvarts, sama efni og Járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga notar. Mikið af búnaði núverandi kísiliðju verður notað og náðst hafa samningar um kaup á rafmagni og jarðgufu fyrir breytta starfsemi. Fjárþing stefnir að því að hluthafar láni félaginu allt að 150 milljónir króna í febr- úar 2005 í sömu hlutföllum og eign þeirra er í hlutafélaginu. Fjárþing mun síðan end- urlána Promeks ASA þessa upphæð til byggingar kísilduftsverksmiðju í Mývatns- sveit, náist um það viðunandi samningar. Fjárfestinga- félag vegna kísildufts- verksmiðju Þórshöfn | Vinna við hafn- armannvirki hér á Þórshöfn hef- ur staðið yfir síðan í ágúst og lýkur nú með haustinu. Það er Gáma- og tækjaleiga Austurlands frá Reyðarfirði sem er með verk- ið sem felst í að reka niður 209 metra stálþil ásamt fyllingu og frágangi kants með pollum og stigum. Samhliða þessu verki verður farið í varanlegar fram- kvæmdir við smábátaaðstöðu hafnarinnar en mikil þörf var orðin á endurbótum þar. Öll hafnaraðstaða verður hin besta að þessum framkvæmdum loknum og mikil andlitslyfting fyrir plássið í heild. Morgunblaðið/Líney Sigurðard. Hafnarframkvæmdir í gangi   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.