Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 47 Í TENGSLUM við 50 ára afmæli Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur það ákveðið að ráð- stafa 1 milljón svissneskra franska, um 57 milljónum íslenskra króna, til hvers aðildarsambands til að byggja sparkvelli. Eyjólfur Sverrisson mun hafa yfirumsjón með verkefninu hér á landi, sem felur einnig í sér út- breiðsluátak. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, vonar að með aðstoð ríkisvaldsins, fyrirtækja og bæjaryf- irvalda verði hægt að auka fjárhæð- ina upp í 150–200 milljónir króna. „Við sjáum fyrir okkur að geta komið upp 40–50 sparkvöllum úti um allt land. Við útvegum gervi- grasið og ásetningu þess en hlutverk bæjaryfirvalda verður að leggja undirlagið,“ segir Eggert en spark- vellina vill KSÍ staðsetja í námunda við skóla og er gert ráð fyrir að haf- ist verði handa strax á nýju ári. KSÍ hyggst með þessu hrinda af stað útbreiðsluátaki í knattspyrn- unni. Í dag eru iðkendur um 16.000 og segir Eggert að stefnan sé að þeir verði 25.000 árið 2007, en þá fagnar KSÍ 60 ára afmæli sínu. „Þetta er frábært framtak og já- kvætt og ég hlakka mikið til að fást við þetta. Ég tel mjög mikilvægt að koma þessum sparkvöllum upp eins víða og hægt er og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta á eftir að skila miklu fyrir fótboltann á kom- andi árum,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson. UEFA veitir 57 milljónir í sparkvelli EINAR Hólmgeirsson, örv- henta stórskyttan í hand- knattleiksliði ÍR-inga, lék ekki með félögum sínum gegn Haukum í gærkvöldi, þegar ÍR vann 36:30. Hann er meiddur á ökkla og verður að sögn forráðamanna ÍR lík- lega frá í einhverja leiki en þeir bíða enn niðurstöðu rannsókna á kappanum, sem fer í annað sinn til mynda- töku í dag. „Hann hefur eiginlega aldrei náð sér að fullu eftir að hann meiddist gegn Val fyrir tæpu ári,“ sagði Hólm- geir Einarsson, faðir Einars og formaður handknattleiks- deildar. „Læknarnir sjá að eitthvað er að en vita ekki nákvæmlega hvað og vilja skoða hann betur.“ Þrátt fyr- ir meiðslin hefur Einar spilað undanfarna leiki ÍR en ekki náð að beita sér að fullu. Ein- ar er 21 árs og hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Einar Hólm- geirsson meiddur en stemningin var stórkostleg, sem og völlurinn, og leikmenn Rangers gáfu allt sem þeir áttu,“ sagði Alex Ferguson, hinn skoski knattspyrnu- stjóri Manchester United, sem studdi Rangers í barnæsku og lék síðan með félaginu. Evrópumeistarar AC Milan töp- uðu óvænt fyrir Club Brugge á heimavelli, 0:1, og féllu niður í þriðja sæti H-riðils. Belgarnir felldu Ítalina á eigin bragði, spiluðu grimman varnarleik með einn leik- mann frammi og alla hina í vörn, Með sigrinum komst United uppfyrir Rangers í tvísýnni bar- áttu í E-riðlinum en Stuttgart, sem vann Panathinaikos, 2:0, er í efsta sætinu, með jafnmörg stig og ensku meistararnir. „Ósigurinn í Stuttgart í síðustu umferð setti aukna pressu á okkur og það er því mikill léttir að ná að knýja fram sigur hér í Glasgow. Rangers gafst aldrei upp, sýndi dæmigerða breska þrjósku leikinn á enda. Við erum því afar ánægðir, við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sem minnti á gamalkunna leikað- ferð ítalskra liða í gegnum tíðina. Real Madrid vann Partizan Bel- grad, 1:0, og er í þægilegri stöðu á toppi F-riðils. Raúl Gonzalez skor- aði sigurmarkið með skalla, hans 45. mark í Meistaradeild Evrópu. Hann vantar þá aðeins fjögur mörk í viðbót til að jafna metið sem Alf- redo di Stefano, hinn frægi leik- maður Real Madrid, setti á sjötta og sjöunda áratugnum þegar hann skoraði 49 mörk í Evrópukeppni meistaraliða. Reuters Phil Neville fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United í Glasgow í gærkvöld. Neville sá um Rangers EINSTAKLINGSFRAMTAK frá Phil Neville skildi að ensku og skosku meistarana í knattspyrnu í gærkvöld. Manchester United bar þá sigurorð af Glasgow Rangers, 1:0, í Meistaradeild Evrópu á Ibrox í Glasgow. Neville, sem er þekktur fyrir flest annað en að skora mörk, braust framhjá hverjum varnarmanni heimamanna á fætur öðrum strax á 5. mínútu leiksins og skoraði af miklu harðfylgi.  BJÖRN B. Jónsson var endurkjör- inn formaður Ungmennafélags Ís- lands, UMFÍ, á ársþingi félagsins um sl. helgi. Aðrir í stjórn eru Helga Guðjónsdóttir, varaformaður, Birgir Gunnlaugsson, Fjölni, Hringur Hreinsson, UMSE, Jóhann Tryggva- son, UÍA, Ingi Þór Ágústsson, HSV, Einar Jón Geirsson, UDN, Einar Karl Haraldsson, Keflavík, Anna R. Möller, UMSK, Ásdís Helga Bjarna- dóttir, UMSB, Björn Ármann Ólafs- son, UÍA, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.  SIGURBJÖRN Gunnarsson, gjald- keri UMFÍ lét af störfum í stjórn fé- lagsins eftir átján ára setu. Björn B. afhenti Sigurbirni þakkar- viðurkenningu í lok ársþingsins.  JÓN Arnór Stefánsson lék í átta mínútur með liði Dallas Mavericks í æfingaleik í fyrrinótt gegn Utah Jazz í Dallas, þar sem gestirnir fögnuðu sigri, 92:76. Jón Arnór skoraði tvö stig í leiknum, úr báðum vítaskotum sínum. Aðeins tíu leikmenn léku með Dallas að þessu sinni og var Dirk Nowitzki stigahæstur með 19 stig.  NORSKI skíðakappinn Kjetil André Aamodt slasaðist illa á æfingu í Sölden í Austurríki í gær – ökkla- brottnaði og verður frá æfingum og keppni í minnst þrjá mánuði. Fyrsta heimsbikarmót keppnistíma- bilsins 2003–2004 fer fram í Sölden um næstu helgi.  LYFJAEFTIRLIT ítalska íþrótta- sambandsins tilkynnti í gær að Mohamed Kallon, leikmaður Inter Mílanó, hefði fallið á lyfjaprófi sem hann gekkst undir eftir deildarleik á móti Udinese í síðasta mánuði. Leifar af nandrolone fundust í sýni leik- mannsins en eftir á að rannsaka B- sýni. Reynist það jákvætt á leikmað- urinn sem er frá Sierra Leone yfir höfði sér keppnisbann.  BRASILÍUMAÐURINN Giovane Elber, sem leikur með Lyon í Frakk- landi – fyrrverandi leikmaður Bayern München, var búinn að skora á Franz Beckenbauer, forseta Bayern, að veðja við sig – að Becken- bauer borgaði eina millj. ísl. kr. ef hann skoraði gegn Bayern í Evrópu- leikjunum tveimur sem liðin munu leika. Elber var öruggur á að hann myndi skora gegn sínum gömlu fé- lögum í Lyon. Það tókst honum ekki í leik sem endaði 1:1. Hann á eftir að leika við Bayern í München.  BECKENBAUER sagði í gær að Elber ætli að reyna allt til að fá eina milljón króna frá sér og hann ætli að láta peningana renna til heimilis- lausra barna í Brasilíu. „Hann mun fá peningana frá mér. Þó svo að hann nái ekki að skora gegn okkur. Hann fær peningana fyrir heimilislausu börnin,“ sagði Beckenbauer. FÓLK JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi og Íslandsmethafi í bringusundum, heldur um næstu helgi til Svíþjóðar og æfir með fremstu bringusundsmönnum Norð- urlandanna í eina viku. Æfingabúð- irnar verða í Stokkhólmi og undir stjórn sænsks þjálfara. Jakob hefur verið í hópi fremstu bringusunds- manna Norðurlanda undanfarin ár en hefur ekki fyrr verið boðið í æf- ingabúðir af þessu tagi. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jakob að boðið væri kærkomið. „Þarna gefst gott tækifæri til að kynnast því hvað aðrir eru að gera og læra af þeim og reyna þannig að bæta ýmis atriði sem betur mega fara hjá mér, svo sem í kafsundinu. Þá hefur það einn- ig mikið að segja að æfa með sterk- um mönnum og fá þannig keppni á æfingum,“ sagði Jakob. Fer einnig til Finnlands Jakob hefur einnig þegið boð um að æfa með finnska landsliðinu í sundi í byrjun næsta árs. Hann seg- ist reikna með að halda út 29. desem- ber og vera við æfingar í Finnlandi í þrjár og hálfa viku. „Það verður kærkomið að breyta aðeins til og æfa í öðru umhverfi,“ sagði Jakob sem stefnir ótrauður á að taka þátt í sundkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu á næsta sumri. Það er Petteri Laine, fyrrverandi yfirþjálfari hjá Ægi og núverandi framkvæmdastjóri finnska sund- sambandsins, sem bauð Jakobi að æfa með finnska landsliðinu. Jakob æfir með þeim bestu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.