Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KYNFERÐISBROTUM, auðgun- arbrotum og umferðarlagabrotum fjölgaði milli áranna 2001 og 2002 og þá hefur fíkniefnabrotum fjölgað gríðarlega frá árinu 1998. Fjöldi of- beldisbrota, eignaspjalla, áfengis- lagabrota og brota gegn valdstjórn- inni er undir meðaltali síðustu fjögurra ára en aðra sögu er að segja um kynferðisbrot, fíkniefna- brot, auðgunarbrot, skjalafals, brot gegn friðhelgi einkalífs, nytjastuld og umferðarlagabrot. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglu- stjóra um afbrotatölfræði 2002. Fram kemur að 114.545 brot og verkefni hafi verið skráð í málaskrá lögreglu árið 2002 sem er rúmlega 11% aukning frá 2001. Skráðum brotum fjölgaði um 9%, þar af fjölg- aði hegningarlagabrotum um 4,6%, umferðarlagabrotum um 10,5% og öðrum sérrefsilagabrotum um 8,7%. Auðgunarbrotum fjölgaði um 8%, þar af innbrotum um 12% og þjófn- uðum um 5%. Flest auðgunarbrot miðað við 10 þúsund íbúa urðu í Reykjavík og Kópavogi. 15% aukning kynferðisbrota Kynferðisbrotum fjölgaði um tæplega 15% milli 2001 og 2002 en frá árinu 1999 hefur tilkynningum um nauðganir fjölgað um 54%. Árið 2002 voru 324 kynferðisbrot skráð, sem er nokkur aukning frá 2001 þegar 282 brot voru skráð. Mest hafa aukist tilkynningar vegna brota gegn börnum yngri en 14 ára og vegna sifjaspells. Árið 1999 voru skráð 8 brot vegna brota gegn börn- um yngri en 14 ára en voru komin upp í 29 í fyrra. Þá fjölgaði nauðg- unarbrotum úr 48 í 74 á sama tíma. Kærum vegna alvarlegra líkams- meiðinga hefur fækkað um rúmlega 28% frá 1999. Flest ofbeldisbrot miðað við 10 þúsund íbúa árið 2002 voru skráð á Ólafsfirði og í Bolung- arvík. Meiriháttar líkamsárásum fækkaði úr 69 í 38 milli 2001 og 2002 en voru 58 árið 1999. Alls voru skráð 1.330 manndráp og líkamsmeiðingar árið 2002 sem er tæplega 9% fækk- un frá 2001. Fimm manndráp voru skráð árið 2000 og 4 í fyrra. Þá hefur minniháttar líkamsárásum fækkað úr 255 í 147 milli 2001 og 2002. Frá árinu 1998 hefur brotum vegna innflutnings fíkniefna fjölgað um 169%, en í fyrra var hald lagt á 57 kg af hassi, 7 kg af amfetamíni, 2 kg af kókaíni og 814 e-töflur. Skráð fíkniefnabrot voru 713 árið 1998 en voru komin upp í 994 í fyrra. Mest er aukningin á sviði innflutngs, en brotum á þessu fjögurra ára tímabili fjölgaði úr 45 í 121. Hvað snertir smygl á hassi á árunum 2001 og 2002 virðast smyglarar hafa skipt um smyglaðferð með því að skipta úr póstsmygli yfir í skipasmygl. Þannig fundust 10,6 kg af hassi í pósti árið 2001 en aðeins 820 grömm árið eftir. Hins vegar fannst aðeins 2,1 kg í skipum árið 2001 en nærri 30 kg árið eftir. Mest er þó smyglað með flugi og fundust 34 kg af hassi í fyrra sem smygla átti flugleiðina til landsins. Smygl á kókaíni og amfeta- míni flugleiðina jókst töluvert milli 2001 og 2002 eða úr rúmlega hálfu kg árið 2001 í nærri 2 kg árið eftir. Gríðarleg aukning varð í amfeta- mínsmygli á þessu tímabili, sem sýn- ir sig í því að haldlagt amfetamín fór úr 1 kg upp í 7 kg. Umferðarlagabrot er viðamesti brotaflokkurinn hér á landi og er 74% allra brota. Þessum brotum fjölgaði um 10,5% milli 2001 og 2002. Ölvunarakstursbrotum fækkaði úr 2.482 í 1.859 frá 2000 til 2002 en hraðakstursbrotum fjölgaði hins vegar úr 19.718 í 27.561 á sama tímabili. Ný skýrsla ríkislögreglustjórans um afbrotatölfræði 2002 Kynferðisbrotum og fíkni- efnabrotum fer fjölgandi    " #     -  " #     $ %    % %    # &  ' ' %     )'  '. /$ .   0 - " #  " #   % # (    %    '#   &'   ' %    1 " 2" 3   4 2  4 5  4'   SUN Jiazheng, menningar- málaráðherra Kína, kom í gær til landsins í opinbera heimsókn en ráðherrann er hingað kominn í boði Tóm- asar Inga Olrich mennta- málaráðherra en þeir munu funda í dag í Ráðherrabú- staðnum. Dagskrá heimsóknar Jiazheng verður fjölþætt og mun hann m.a. skoða sýningu á íslenskum miðaldarhand- ritum í Þjóðmenningarhúsinu, sýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Íslands og sýningar í Lista- safni Reykjavíkur. Einnig mun ráðherrann heimsækja Alþingi og sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Farið verður í ferð um Suður- land með viðkomu í Ár- bæjarsafni og Nesjavalla- virkjun, gengið um Þingvelli og Gullfoss og Geysir skoð- aðir. Lýkur ferðinni í Húsinu á Eyrarbakka þar sem Byggðasafn Árnesinga er til húsa. Sun Jiazheng heldur af landi brott ásamt föruneyti á laugardaginn. Menning- armálaráð- herra Kína í opinberri heimsókn ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lagði áherslu á nýjar hug- myndir BSRB í skattamálum í setningarræðu sinni á 40. þingi bandalagsins í gær, en kjörorð þingsins er: Réttlátir skattar – undirstaða velferðar. Stefna BSRB í skattamálum var kynnt sl. vor en enn er unnið að þróun hugmynd- anna. „Það er fráleitt annað en að sama skatthlutfall gildi um allar tekjur, óháð uppruna,“ sagði Ög- mundur. „Þar vísa ég bæði í skatta á fyrirtæki og á fjármagn. Í sam- félagi samtímans byggir fjölmenn- ur hópur afkomu sína nær einvörð- ungu á arðgreiðslum eða tekjum af fjármagni. Finnst mönnum eðlilegt að mismuna í skattlagningu launa- tekjumanninum í óhag? Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir því hve háir fjármagnstekjuskattar eru í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Algengt er að sama skattprósenta gildi um laun og fjármagn en sums staðar eru skattar á arðgreiðslur eftir öðru hlutfalli.“ Ögmundur minnti á að hér væri skattur á vexti og arð 10% en í Nor- egi væri hann t.d. 28%, í Danmörku 43% og í Sviss 42,4%. „Allt tal um að hækkun fjármagnstekjuskatts myndi þýða stórfelldan fjármagns- flótta úr landinu er gjörsamlega út í hött. Það færi ekki króna úr landi, einfaldlega vegna þess að jafnvel hækkun íslenska fjármagnstekju- skattsins um helming, um 100%, þýddi að eftir sem áður væri hann angri. Þetta kennir okkur að sam- takamáttur og þrotlaus barátta skilar jafnan árangri.“ Að lokum má geta ummæla Ög- mundar um lífeyrissjóðakerfið. Sagði hann m.a. að mikilvægt væri að skoða með hvaða hætti hægt væri að gera kerfið sveigjanlegra, en nú er, til að mæta óskum ein- staklinganna. Í því sambandi væri t.d. hægt að tryggja þeim hlutfalls- lega hærri greiðslur á fyrstu árum lífeyristöku en síðar á æviskeiðinu. „Þetta er nokkuð sem mjög er rætt um innan lífeyrissjóða nú,“ sagði hann. Þá sagði Ögmundur að lífeyris- sjóðunum beri að leggja sitt af mörkum til að stuðla að jafnvægi í efnahagskerfinu, t.d. með því að halda fjármagnskostnaði niðri. Hann sagði ennfremur að ekki mætti leggja of þungar vaxtabyrð- ar á heimilin og atvinnulífið. „Líf- eyrissjóðunum ber skylda til þess að stuðla að eins lágu vaxtastigi og kostur er.“ dýrum ferðalögum ráðamanna. Ef ríkisstjórnin hefði lagt til að fyrstu þrír dagar í ferðalögum ráð- herranna væru án dagpeninga, þá hefði mönnum þótt stórmannlega hugsað. En það gildir sannarlega ekki um áformin í málefnum at- vinnulausra.“ Heilbrigðisvottorð fyrir Hæstarétt Í ræðu sinni vék Ögmundur einnig að nýlegum dómi Hæsta- réttar í öryrkjamálinu svokallaða. Sagði hann dóminn vera öllum þeim sem starfa á vettvangi verka- lýðsbaráttunnar fagnaðarefni. „Dómurinn er vissulega ákveðið heilbrigðisvottorð fyrir Hæstarétt Íslands. Í sjálfu sér má þó segja að það eigi að liggja í hlutarins eðli að Hæstiréttur taki á því þegar stjórnarskrá landsins er brotin eins og gert hefur verið. Það sem hlýtur að gleðja hjörtu okkar er að þrotlaus barátta Öryrkjabanda- lagsins hefur skilað öryrkjum ár- lægstur hér á landi samanborið við nánast öll lönd sem tíðkast að bera Ísland saman við. Þeir aðilar sem þegar hafa leitað í skattaskjólin á Ermarsundinu, Gíbraltar og víðar fara sínu fram, algjörlega óháð skatthlutfallinu hér á landi.“ Hvar eru rökin? Ögmundur fjallaði einnig um at- vinnuleysisbætur í ræðu sinni og sagði að ekki yrði séð hvað vakir fyrir ríkisstjórninni að vilja skerða kjör atvinnulauss fólks. „Atvinnu- leysisbætur eru nú 77.449 kr en þriggja daga skerðing eins og fé- lagsmálaráðherra hefur talað fyrir myndi lækka þessa fjárhæð um 10.722 kr. fyrsta mánuðinn í at- vinnuleysi,“ útskýrði hann. „Ríkisstjórnum hættir stundum til að vilja sýna vald sitt. Og spyrja má: Er þetta einhvers konar mann- dómsvígsla fyrir nýjan félagsmála- ráðherra, er hann að sýna hvað í honum býr eða hver gæti tilgang- urinn annars verið? Er fyrirmynd- in kannski komin frá útlöndum? Og ef svo er, hver eru rökin? Þau hafa engin komið fram. Er það virkilega álit ríkisstjórnarinnar að skerðing- aráformin komi í veg fyrir að fólk verði atvinnulaust? Telja menn að fólk leiki sér að því að verða at- vinnulaust? Það gerir enginn. En ef þetta er hugsað sem letjandi gagnvart atvinnuleysinu, kæmi þá ekki til greina að byrja á öðrum vígstöðvum? Stundum hefur verið talað um að nauðsynlegt væri að reisa einhverjar skorður við rán- Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, setur 40. þing sambandsins Segir óeðlilegt að mis- muna í skattlagningu Ríflega 200 manns sitja 40. þing BSRB sem nú fer fram í Reykjavík. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, setti þingið en hann gefur áfram kost á sér sem formaður. Morgunblaðið/Ásdís BSRB heldur þing sín á þriggja ára fresti. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, setti þingið í gær og verður störfum haldið áfram í dag. Í DRÖGUM að ályktun 40. þings Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) um kjaramál er þess krafist að tekjuteng- ing við laun maka öryrkja og lífeyrisþega verði afnumin. Þá er þess krafist að at- vinnuleysisbætur og bætur almannatrygg- inga verði stórlega auknar og að skerð- ingar undangenginna ára verði bættar. Þessar tillögur sem og fjöldi annarra til- lagna, sem lagðar hafa verið fyrir þingið, verða ræddar í dag og á morgun, en setn- ing þingsins fór fram í gær. Í drögum að ályktun um kjarasamninga fagnar þingið því að nú skuli fara fram endurskoðun á lögunum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna nr 94/1996 í samvinnu við BSRB. „Lögin íþyngja þeim sem undir þau heyra langt umfram það sem Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 gera og er ljóst að á þeim þarf að gera breytingar,“ segir í drög- unum. Þá segir að þingið treysti því að engar breytingar verði gerðar á lögunum án samráðs og samþykkis BSRB. Í drögum á ályktun um starfsöryggi leggur þingið áherslu á að uppsagn- arfrestur lengist með tilliti til þjón- ustualdurs og starfsaldurs. Þá krefst þingið þess að sett verði lög með það að markmiði að fólk sé ekki látið gjalda ald- urs síns á vinnustað, hvorki með upp- sögnum né mismunun í starfi. Ennfremur leggur þingið áherslu á að ekki verði heimilt að segja upp starfsmanni í veik- indaleyfi. Réttur skerðist ekki í sumarorlofi Í drögum að ályktun um fæðingarorlof fagnar þingið þeim árangri sem náðst hef- ur í því að bæta réttindi til fæðing- arorlofs. Beinir þingið því þó til rík- isstjórnarinnar og Alþingis að gangast fyrir lagabreytingu sem tryggi öllum þeim sem nýta sér rétt sinn til fæðing- arorlofs óskertan rétt í sumarorlofi. Þá krefst þingið þess að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði. Að lokum má nefna drög að ályktun um mannréttindi en þar beinir þingið því til stjórnar bandalagsins að hlutast til um það, í samvinnu við önnur samtök launa- fólks og félagsmálaráðuneytið, að tryggja að útlendingar sem starfa lengur eða skemur hér á landi njóti réttinda og starfskjara sem þeim beri. Drög að ályktunum 40. þings BSRB Tekjutenging verði afnumin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.