Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku litla ljósið. Þú hefðir orðið 2 ára í dag, ef Guð hefði lofað okkur að hafa þig lengur. Við eigum þó nokkuð margar góð- ar minningar um þig þrátt fyrir að þú hafir verið mjög oft í einangrun. Það er til dæmis ferðin í tívolíið sl. sumar. Það var yndislegt að sjá þig í rólunni sem fór með þig hring eftir hring. Þú skellihlóst og skemmtir þér konunglega. Ég var bara hrædd um að þú myndir detta úr rólinni en þú hélst þér bara fast eins og þú hefðir aldrei gert neitt annað en að róla. Svo þegar ég fór með þig að horfa á Oliver trúð á leikstofunni upp á spítala, það var frábært hvað þú tókst mikið þátt í gleðinni þrátt fyrir að vera með miklar umbúðir á ann- arri hendinni. Þú notaðir bara lærið á mér þegar þú varst að klappa. Við erum alltaf að rifja upp hvað þú varst dugleg stelpa þrátt fyrir veikindin þín. Þér tókst alltaf að brosa í gegn- um tárin og sýna þó nokkuð margar DAGMAR HRUND HELGADÓTTIR ✝ Dagmar HrundHelgadóttir fæddist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 23. október 2001. Hún lést á Astrid Lindgren-sjúkrahús- inu í Stokkhólmi í Svíþjóð 8. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 19. september. myndir það. Við eigum lítil myndbrot á Sony vélinni okkar sem sýna þig vera að gantast með mömmu þinni heima hjá ömmu Ásu. Þú ert að halla þér aft- urábak á meðan mamma þín situr með þig í fanginu og leyfir þér að leggjast á fæt- urna sínar og kitlar þig. Þú ert alveg skellihlæj- andi eins og svo oft áð- ur og það var eins og að þú værir hreinlega liða- mótalaus í bakinu. Eydís Ása og Kristófer sakna þín alveg rosalega mikið og tala mikið um þig. Við förum oft upp að leiði til að tala við þig og það er eins og þú sért alltaf hjá okkur. Það er líka mik- il huggun að vita af afa Gauja hjá þér, því hann var alltaf svo mikill barnakarl. Vildi alltaf hafa okkur barnabörnin og barnabarnabörnin nálægt sér. Elsku Dagmar Hrund, í samein- ingu skuluð þið afi passa vel uppá pabba þinn, mömmu þína og Bjart Þór. Þau þurfa á styrk ykkar að halda. Láttu ljós þitt skína. Ástarkveðja. Sigríður Helga og Þórður. Elsku litla Dagmar Hrund, í tilefni þess að þú hefðir orðið tveggja ára í dag langar mig að minnast þín með þessum fátæklegu orðum. Við hittumst nú ekki oft vegna veikinda þinna en ég talaði við mömmu þína nánast á hverjum degi til að fylgjast með og fá fréttir af þér og í þau skipti sem ég hitti þig kom mér það alltaf á óvart hversu skýr og þroskuð hugsun þín var. Þú sagðir ekki margt en skildir allt, til dæmis í einni af heimsóknum mínum til ykk- ar varstu með eitthvað ofan í þér og mamma þín sagði „hóstaðu“ og að sjálfsögðu gerðir þú það en það dugði ekki til svo mamma þín sagði „já hóstaðu betur“ og þú hóstaðir að- eins meira og kröftugar. Ég sat þarna í sófanum og var eins og eitt spurningarmerki í framan og sagði „bíddu, hóstar hún bara eftir pönt- un?“ Mömmu þinni fannst þetta nú ekkert tiltökumál því hún vissi nú al- veg hvað litla stelpan hennar gat. Mér fannst bara einhvern veginn, vegna þess hversu lítil og nett þú værir, ættir þú hreinlega ekki að geta skilið allt þetta. Það sýndi sig nú fljótt hversu skýr þú varst þegar þú bentir bara með litlu fingrunum þín- um á staðina sem þú vildir fara á og notaðir þín hljóð til að koma þér þangað sem þú vildir fara. Þú átt yndislega fjölskyldu, góða og samheldna fjölskyldu sem stóð þétt saman í veikindum þínum. Þú átt stóran bróður sem dýrkaði þig og dáði og stendur sig eins og hetja í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Elsku litla prinsessa, nú ertu laus úr viðjum sjúkdómsins og komin á stað þar sem þér líður örugglega bet- ur. Við hin eigum í hjarta okkar góða minningu um fallega litla stelpu sem bræddi hug og hjörtu þeirra sem náðu að kynnast henni. Elsku Bryn- dís, Helgi, Bjartur Þór, Ása, Rúnar, Alla og Gunni, minning Dagmarar Hrundar lifir í hjörtum okkar, megi Guð vera með ykkur. Erla Dröfn Baldursdóttir. Okkur bekkjar- félaga hans Krissa úr grunnskólanum á Reykhólum langar til að minnast þessa góða drengs með nokkrum orðum. Þegar ungur maður í blóma lífs- ins er hrifinn svo snögglega á brott, eins og raunin var með Krissa bekkjarbróður okkar, hugs- ar fólk ósjálfrátt hversu lífið getur verið ósanngjarnt. Af hverju er ungt fólk sem á eftir að upplifa svo margt í þessu jarðlífi tekið í burtu? Þótt við höfum ekki haft mikið samband svona í seinni tíð er eins og missirinn sé jafn sár þrátt fyrir það. Við áttum okkar stundir sam- an og minningarnar sitja eftir. KRISTJÁN VIÐAR HAFLIÐASON ✝ Kristján ViðarHafliðason fædd- ist í Reykjavík 2. júní 1973. Hann lést af slysförum 25. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garpsdalskirkju 30. ágúst. Við minnumst þess þegar Krissi kom í bekkinn á Reykhólum, ótrúlega brosmildur strákur, lífsglaður og eðlilegur. Hann var jákvæður gagnvart öllum hlutum og létt yfir honum. Eins minnumst við þess að Krissi var alltaf rjóður í kinnum og honum fannst gaman að fífl- ast og tuskast með strákunum. Hann var eiginlega alltaf að flýta sér og í minning- unni gekk hann aldrei hægt en var yfirleitt með hendur í vösum. Ef hann hafði áhuga á einhverju þá var hann ekkert að draga af sér. Eitt sinn vorum með veitingasölu á árshátíð hjá grunnskólanum þar sem við seldum vöfflur og heima- tilbúnar pítsur. Krissi stóð í eld- húsinu með stelpunum heilt kvöld og hjálpaði til við að útbúa píts- urnar. Það hefðu nú ekki allir strákar gert, en Krissi hafði gaman af því enda var hann allt í öllu í undirbúningnum að árshátíðinni. Það sem var mest einkennandi fyrir Krissa var hvað hann hafði mikinn áhuga á bílum og því stærri því betra. Það gekk ekki alltaf þrautalaust að eiga stóra bíla, var alltaf eitthvað að bila og brotna. Hann var með í öllum fjallaferðum og ef það sprakk eða bilaði hjá ein- hverjum var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Hann keyrði okkur einnig á all- nokkur böllin og hafði gaman af þó svo það hafi stundum verið erfitt að smala fólki saman til heimferðar eftir ballið. Hann vildi fá svör við öllu og hætti ekki fyrr en hann fékk svar við spurningum sínum, „af því bara“ var aldrei nóg. Á reiðnám- skeiði vildi hann fá að vita af hverju hestarnir í útlöndum væru stærri en á Íslandi. Já, hann vildi fá að vita allt. Krissi var góður drengur, hug- rakkur, hreinskiptinn og ástríkur. Hann var ákafur og kraftmikill. Hann elskaði fjölskylduna sína, hann vildi öllum vel. Við minnumst hans líka fyrir að hafa staðist það mótlæti sem hann mátti þola á skólaárunum og að hafa alltaf hald- ið höfði. Við munum eftir okkur litlum að velta fyrir okkur upptaln- ingu ýmissa eiginleika í lestrarbók og hvaða eiginleikum við vildum helst búa yfir, hann vildi vera sterkur sem naut. Í dönskutíma áttu allir að setja saman eina setn- ingu, hans setning var „jeg elsker min far“. Við minnumst Krissa á skellinöðrunnni sinni, keyrandi upp um fjöll og firnindi. Krissi náði að gera margt af því sem hann ætl- aði sér, t.d. verða nautsterkur og keyra stóran vörubíl, sem var alltaf draumur hans. Krissi var eitt sinn spurður að því hvort ekki væri draugalegt að hafa kirkjugarðinn svona nálægt húsinu heima í Garpsdal, hvort hann gæti nokkuð sofið fyrir hræðslu við drauga? Nei, hann trúði að allir færu til himna og væru þar til að passa okkur, af hverju þá að vera hræddur? Við munum eftir traustum fé- laga, góðum dreng sem mikill miss- ir er að. Við sendum Erlu, Aroni Viðari og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Einar Þór Þórarinsson, Ólöf Elísabet Þórðardóttir, Sara Dögg Jónsdóttir, Unnur Ólöf Halldórsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES G. TÓMASSON stýrimaður, elliheimilinu Grund áður Hofsvallagötu 59, sem lést þriðjudaginn 14. október, verður jarð- sunginn frá Neskirkju föstudaginn 24. október kl. 13.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sverrir Hannesson, Helga V. Björgvinsdóttir, Tómas Hannesson, Hannes Sverrisson, Sigurlaug Sverrisdóttir. Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR myndlistarmaður, Auðarstræti 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík föstudaginn 24. október kl. 15.00. Ólafur H. Torfason, Jón Gunnar Gylfason, Solveig Edda Vilhjálmsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. JÓNSSON, Brekkubraut 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 24. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkra- hús Akraness. Guðrún Karítas Albertsdóttir, Dís Níelsdóttir, Albert Jónsson, Herdís Karlsdóttir, Petrína Jónsdóttir, Pálmi Þór Ævarsson, Þórður Jónsson, Sigurður Jónsson, Kolbrún Sandra Hreinsdóttir, Karítas Jónsdóttir, Hörður Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR MÁR HANSSON rafvirkjameistari, Aðalgötu 19, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 25. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Félag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Louise Kristín Theodórsdóttir, Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir, Karl Eskil Pálsson, Hans Ragnar Ragnarsson, Kristín Pálsdóttir, Laufey Theodóra Ragnarsdóttir, Gísli Sigurðsson, Særún Hrund Ragnarsdóttir, Ingi Geir Sveinsson, afabörn og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ÞORBERGSSON, Háeyrarvöllum 48, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 25. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Sólvelli, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka, njóta þess. Valgerður Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.