Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 21 OPINBER TILKYNNING FRÁ UNITED STATES DISTRICT COURT FOR THE EASTERN DISTRICT OF NEW YORK, U.S.A. Hafir þú notað Western Union, Orlandi Valuta, eða Tex Mex til að senda peninga til eða frá Bandaríkjunum á tímabilinu 1. janúar 1995 til 31. desember 2002, gjörðu svo vel að lesa þessa opinberu tilkynningu. Þessi tilkynning kann að eiga við um þig hafir þú notað millifærsluþjónustu Western Union®, Orlandi Valutasm eða Tex Mex® til að senda peninga rafrænt annað hvort frá • Bandaríkjunum til annars lands eða umdæmis (að Mexíkó frátöldu) frá 1. janúar 1995 til 31. desember 2002, • Bandaríkjunum (að Kaliforníu frátaldri) til Mexíkó frá 1. september 1999 til 31. desember 2002, eða • annars lands eða umdæmis til Bandaríkjanna frá 1. janúar 1995 til 31. desember 2002. Hópmálsókn sem lögð er til á heimsvísu sem ber heitið In re: Western Union Money Transfer Litigation kann að hafa áhrif á réttarstöðu þína. Samþykki dómstóllinn sáttargjörðina sem lögð er til, gætir þú, sem aðili að hópnum, uppfyllt skilyrði til að fá afsláttarmiða á peningamillifærslur í framtíðinni eða aðrar bætur. Til að fá bætur eða til að verja rétt þinn varðandi færslur þínar, málsóknina og sáttargjörðina sem lögð er til VERÐUR þú að fá tilkynninguna um hópmálsóknina, sáttargjörðina sem lögð er til og réttarhöldin. Hafir þú ekki nú þegar fengið opinberu tilkynninguna með pósti, skaltu biðja um hana í dag. Til að biðja um að opinbera tilkynningin verði send þér í pósti: Þú getur hringt í síma: 001-941-906-4835 Eða farið á vefsíðu sáttargjörðarinnar: www.cruzlitigation.com Eða skrifað til: Western Union Money Transfer Litigation Settlement Information P.O. Box 8882 Melville, New York 11747-8882 U.S.A. Takið eftir þessum mikilvægu dagsetningum: 9. febrúar 2004 Frestur aðila að sáttargjörðarhópnum til að gera athugasemdir við, mótmæla eða segja sig frá sáttargjörðinni 9. apríl 2004 Réttarhöld til að ákvarða réttmæti sáttargjörðarinnar HAFIÐ EKKI SAMBAND VIÐ yfirmann dómstólsins, Western Union, Orlandi Valuta, Tex Mex eða neinn umboðsmann þeirra til að fá upplýsingar um sáttargjörðina. KYNNING á fimmtudag, föstudag og laugardag í Hygeu Smáralind. Gréta Boða veitir ráðgjöf og kynnir haust- og vetrarlínu CHANEL í förðun og ilmum. CHANEL útsölustaðir: • Clara Kringlunni • Hygea Kringlunni • Hygea Laugaveg • Hygea Smáralind • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Smáralind Akranesi | Mynd af trillusjómanni við bát sinn í flæðarmálinu varð hlutskörpust í ljósmynda- samkeppni sem Ljósmyndasafn Akraness hélt nýlega. Keppnina hélt safnið með stuðningi Skessu- horns og Pennans á Akranesi. Myndina tók Eiríkur Kristófersson og afhenti Friðþjófur Helgason, formaður dómnefndar, sig- urlaunin; Kodak CX4200 stafræna myndavél að verðmæti um 30.000 krónur. Mynd sem Gísli Páll Guð- jónson tók varð í öðru sæti og í þriðja sæti lenti mynd eftir Hörð Karlsson. Önnur og þriðju verð- laun voru Canon-vélar. Alls bárust 150 myndir sem hægt er að skoða á vef ljósmyndasafnsins: Skagamenn verðlauna mynd af trillukarli TENGLAR ..................................................... akranes.is/ljosmyndasafn. Árneshreppi | Árneskirkju er nú þjónað frá Hólmavíkurprestakalli af Sigríði Óladóttur, sóknarpresti á Hólmavík, eftir að séra Jóni Ís- leifssyni var sagt upp störfum fyrir Árnesprestakall í sumar. Sunnudaginn 19. október mess- aði séra Sigríður í fyrsta sinn fyrir sóknarbörn sín í Árneskirkju hinni nýju. Kirkjukór Árneskirkju söng og organisti var Gunnlaugur Bjarnason. Að sögn Sigríðar Óladóttur er þetta áttunda kirkjan sem hún þjón- ar allt frá Bitrufirði og vestur á Snæfjallaströnd, yfirferðin er mikil þótt sóknirnar séu ekki stórar segir hún. Nýr sóknar- prestur í Árnes- kirkju á Ströndum Sigríður Óladóttir Laugarvatni | Gengið hefur verið frá ráðningu Arinbjörns Vil- hjálmssonar í starf skipulagsfull- trúa uppsveita Árnessýslu og hóf hann störf hinn 1. september sl. Arinbjörn mun hafa yfirumsjón með framgangi skipulagsmála og samræma þau aðalskipulagi sveit- arfélaganna. Þessi sveitarfélög eru Blá- skógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Arinbjörn mun hafa aðsetur á sama stað og byggingarfulltrúi á Laugarvatni.    Snæfellsbæ | Verktakafyrirtækið Hagtak hefur undanfarið unnið að dýpkunarframkvæmdum í höfn- unum á Rifi og í Ólafsvík. Nú er framkvæmdum lokið í bili og kom færeyskur dráttarbátur til að sækja gröfuprammann. Hans næsta verk verður í Suðureyjum í Færeyjum. Hvammstanga | Örnefnastofnun Ís- lands og Forsvar ehf. hafa lokið skil- greindu samstarfsverkefni um tölvu- skráningu örnefna í Húnaþingi vestra. Gögnin byggjast á örnefna- skrám frá öllum sjö hreppum sem voru í Vestur-Húanvatnssýslu, ásamt heiðarlöndum. Verkefnið fékk stuðning frá IMPRU – átaki til at- vinnusköpunar, en einnig báru sam- starfsaðilar kostnað af verkinu. Skrásetjarar voru Sigurður Helgi Oddsson og Kristín Guðmunds- dóttir. Við verklok kom Svavar Sig- mundsson, forstöðumaður Örnefna- stofnunar, í heimsókn til Forsvars ehf. Farið var yfir verklag og árang- ur og voru báðir aðilar ánægðir og lýstu yfir vilja til frekara samstarfs. Þá hefur Þormóður Heimisson, líffræðingur frá HÍ, unnið að inn- færslu örnefna í fyrrum Kirkju- hvammshreppi á loftmyndir, sem hreppurinn hafði fest kaup á fyrir sameiningu 1998. Staðfærði hann fjölda örnefna á myndirnar, eftir heimsóknir og viðtöl við íbúa hreppsins. Það er Húnaþing vestra sem stendur fyrir þessu verkefni og eru myndirnar til sýnis í hinu nýja bókasafni sveitarfélagsins að Höfða- braut 6. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Tölvuskráning örnefna: Svavar Sigmundsson, Þormóður Heimisson og Kristín Guðmundsdóttir í Bókasafni Húnaþings vestra. Samstarf um tölvu- skráningu örnefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.