Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 11 ÞÓRSHAFNARBÚUM leiðist biðin eftir ADSL- tengingu en að mati Símans er byggðin of fámenn til að það svari kostnaði að veita henni þessa þjón- ustu. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, seg- ir að hann hafi fyrir hönd Þórshafnarbúa barist fyr- ir því að fá ADSL-tengingu á svæðið undanfarin misseri án árangurs. Upphaflega hafi samstarfs- aðili Þórshafnar, sem hafi verið í samskiptum við Símann, borið þau boð frá Símanum að íbúafjöldi þyrfti að vera 500 manns til að hægt yrði að fá þessa tengingu, en ef hægt yrði að safna ákveðnum fjölda notenda myndi Síminn koma tengingunni á. Til- teknum notendafjölda hefði verið safnað en þá hefði samstarfsaðilinn sagt að Síminn hefði farið fram á fleiri notendur. Þegar legið hefði fyrir að hægt yrði að ná þessum fjölda hefðu þau skilaboð borist að þetta væri tilgangslaust því ekki stæði til að koma þessari tengingu á. „Við erum mjög óhress með þetta,“ segir Björn og vísar til þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sé rætt um að stefnt skuli að því að allir hafi jafnan aðgang til náms. Þar sé meðal annars talað um að efla möguleika á fjarnámi. „Fjarnám yrði væntanlega helst nýtt í þessum dreifðari byggðum landsins, en það er hins vegar varla valkostur ef þú átt ekki kost á þessari tækni,“ segir Björn. „Þetta er svolítið mótsagnarkennt. Annars vegar á að efla fjarnámið. Fjarnámið mun væntanlega mest vera nýtt í hinum dreifðari byggðum en þær eiga ekki að eiga aðgang að þessari þjónustu. Þetta verða menn bara að gjöra svo vel að leysa ef þeir ætla að standa við svona loforð.“ Björn segist hafa skrifað Símanum vegna þessa í vor sem leið og fengið svar í september þess efnis að tengingin væri ekki gerleg vegna íbúafjöldans en 413 manns búa á Þórshöfn. Hann hefði þá farið nán- ar yfir málið með fulltrúa Símans og þá hefði aðeins verið dregið í land og rætt um að málið yrði skoðað. Björn segir mikilvægt að fjarskiptatæknin sé í lagi. Þegar ungt fólk komi í sína heimabyggð geri það kröfu um það að það gangi að sömu hlutum og það hafi vanist annars staðar og ekki sé hægt að ætlast til að það sé hvatt til að koma og setjast að séu þessir hlutir ekki í lagi. „Það er mjög mislukkuð byggðastefna sem gerir þetta ekki kleift. Besta byggðastefnan er að koma þessum hlutum í lag og þá sjáum við sjálf um afganginn, ef við sitjum við sama borð. En við erum óhress með gang mála og kyngjum ekki þessum rökum um kostnað.“ Uppbyggingu lokið Eva Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Símans, segir að þegar stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um útbreiðslu ADSL-kerfisins í fyrrasumar hafi verið miðað við 500 íbúa í ákveðinni fjarlægð frá hverri símstöð og uppbyggingu í þeim bæjarfélög- um, sem uppfylli þessi skilyrði, sé lokið. „Áður en ákvörðun um uppsetningu í hverju bæjarfélagi er tekin er litið til hagkvæmnissjónarmiða, meðal ann- ars kostnaðar við uppbygginguna svo og fjölda við- skiptavina. Vegna eðlis tækninnar og kostnaðar við uppsetningu er ekki hægt að bjóða ADSL-þjón- ustuna í sveitum landsins,“ segir hún, en bætir við að kröfur séu á stærri framleiðendur að koma með ódýrari lausnir fyrir minni bæjarfélög og Síminn fylgist grannt með því. Að sögn Evu er víðast hvar í nágrannalöndunum verið að byggja upp ADSL-þjónustu þar sem 2.000 símnotendur séu tengdir við símstöð að lágmarki á meðan Síminn þjónusti svæði með fleiri en 500 íbúa. Póst- og fjarskiptastofnun leggi ákveðna kvöð á Símann um alþjónustu, en til alþjónustu teljist tal- símaþjónusta, handvirk þjónusta, þjónusta við ör- yrkja og gagnaflutningsþjónusta með 128 kb flutn- ingsgetu. Síminn uppfylli alþjónustukvöðina sem feli í sér að allir notendur skuli eiga rétt á alþjón- ustu, óháð staðsetningu. Þetta uppfylli Síminn með ISDN sem nái til um 99% þjóðarinnar. Þórshafnarbúum leiðist biðin eftir ADSL-tengingu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir FYRSTI vetrardagur er á laugardaginn kemur og þessar rjúpur eru farnar að skríðast þeim búningi sem þeirri árstíð hæfir. Þær höfðu kom- ið sér makindalega fyrir á þaki húss í Grímsnes- inu og hafa eflaust af hyggjuviti ákveðið að halda sig nærri mannabyggðum þar sem með- höndlun skotvopna er ólögleg. Aftur á móti er allsendis óvíst að þær viti af því að umhverf- isráðherra hefur bannað alla rjúpnaveiði næstu þrjú árin og þær því algerlega óhultar fyrir byssukjöftum hvar sem þær ákveða að tylla nið- ur fæti. Rólegar rjúpur í Grímsnesinu Ljósmynd/Einar Gunnlaugsson FLUGLEIÐIR hafa náð sam- komulagi við Boeing-flugvéla- verksmiðjurnar um að falla frá samningi um kaup á nýrri B757-þotu sem átti að afhenda félaginu í mars 2005. Með breyttum aðstæðum síðustu misserin hefur þörfin verið endurmetin og í framhaldi af því ákveðið að leita eftir ofan- greindu samkomulagi. Í langtímaáætlun Flugleiða- samstæðunnar er ráðgert að nota áfram 757-þotur en Boeing hefur nýverið tilkynnt að framleiðslu þeirra verði hætt eftir rúmt ár. Verksmiðj- urnar munu þó þjóna áfram þeim 55 flugrekendum sem alls hafa um eitt þúsund 757-þotur í rekstri. Í frétt frá Boeing kemur fram að ástæðan fyrir því að hætt er framleiðslu á 757-þot- um sé m.a. sú að nýjustu gerðir 737-þotunnar geti að mestu komið í stað 757. Flugleiðir og dótturfélög starfrækja nú 16 þotur í milli- landaflugi. Af þeim eru 14 757- þotur og á félagið 6 þeirra en leigir 8. Tvær þotur eru af gerðinni 767 og eru í rekstri hjá Loftleiðum, dótturfélagi Flug- leiða, sem stundar leiguflug á alþjóðamarkaði. Flugleiðir hætta við þotukaup ÍSLENSKA líftæknifyrirtækið Prokaria hefur undirritað samning um samstarf við þýska fyrirtækið JFC - Jülich Fine Chemicals GmbH, sem sérhæfir sig í framleiðslu og hagnýtingu lífhvata (ensíma). Jakob Kristjánsson, forstjóri Prokaria, segir þennan samning eitt af mest spennandi tækifærum í sögu fyrirtækisins. „JFC er fyrirtæki sem er í því að þróa efni sem síðan eru notuð í lyfjagerð og við erum komnir í samstarf við þá um að leita að og þróa nýja efnahvata til að framleiða efni af þessari gerð. Svo ég skýri vissan bakgrunn að þessu samstarfi, þá koma öll efni í náttúrunni fyrir í að minnsta kosti tveimur formum, vissum speglunum. Eins og hægri höndin fer ekki í vinstri hanskann verða efni sem not- uð eru í lyf að vera af annarri hvorri gerðinni og efnafræðilegar aðferðir greina ekki þar á milli.“ Jakob segir sígilt dæmi um slíka skörun efni sem kallast taledómíð. Vaxandi tækifæri „Það var einu sinni gefið þunguð- um konum og leiddi til vansköpunar á börnum. Þetta var vegna þess að við framleiðslu lyfsins var blandað mismunandi gerðum sama efnis. Slík blöndun er ekki leyfð lengur við lyfjagerð og var lyfið að lokum bann- að. Lífhvatar eru mjög æskilegir við lyfjaþróun og framleiðslu, því þeir skila af sér hreinum efnum. Vegna hinna ströngu krafna við lyfjagerð eru vaxandi tækifæri fyrir lífhvata í þessum geira efnaiðnaðarins.“ JFC er sérhæft í efnafræði og Prokaria í rannsóknum á lífhvötum og hyggjast fyrirtækin leggja saman ólíka kunnáttu og þekkingu og vinna saman að því að þróa nýja lífhvata á þessu sviði. „Þetta bandalag fyrir- tækjanna eykur mjög á þau sóknar- færi sem við eigum inn á þennan markað, því JFC er vel tengt inn í hann og þetta er lykill að mörgum góðum viðskiptatengslum.“ Prókaría í samstarf um þróun efnahvata EKKI er ástæða til að ætla að heilsu- farsleg hætta stafi af fjarskiptamöstr- um fyrir GSM-síma, en frekari rann- sókna er þörf, að sögn Sigurðar Emils Pálssonar, eðlisfræðings og sviðs- stjóra hjá Geislavörnum ríkisins. „Rannsóknir, sem hafa verið gerð- ar varðandi þau farsímakerfi sem eru í notkun núna, hafa ekki sýnt neina hættu með óyggjandi hætti en al- mennt hefur verið hvatt til varfærni,“ segir Sigurður Emil. Mismunandi niðurstöður Niðurstöður rannsókna hafa verið mismunandi í þessu efni. Í danskri skýrslu í sumar kom fram að geislun frá farsímum og farsímamöstrum hefði engin áhrif á fólk en í nýlegri hollenskri skýrslu var því haldið fram að geislun frá loftnetum þriðju kyn- slóðar farsíma (3G), sem enn er ekki farið að setja upp hér á landi, hafi í raun áhrif á menn. Sigurður Emil segir að samkvæmt hollensku rannsókninni virðist ein- hver áhrif greinanleg fyrir þetta nýja hátíðnikerfi, en sér virðist sem um sé að ræða könnun á vellíðan fólks en ekki lífeðlisfræðilega mælingu. Könn- unin sé samt gerð með viðurkenndum hætti og því hafi geislavarnastofnanir sýnt henni áhuga, en niðurstöðurnar séu m.a. aðgengilegar á vef Geisla- varna ríkisins, www.gr.is, þar sem stofnunin hafi birt frétt um málið. „Almenn stefna er að það þurfi frekari rannsóknir til þess að varpa ljósi á hvort hér sé um raunveruleg áhrif að ræða. Miðað við þá lífeðlis- fræðilegu þekkingu sem við höfum núna er ekki búist við áhrifum,“ segir hann og bendir á að þetta sé í sam- ræmi við yfirlýsingu bresku geisla- varnanna um hollensku skýrsluna. „Hins vegar er líklegt að þessi rann- sókn hafi áhrif á umræðuna um upp- setningu á þessum þriðju kynslóðar kerfum,“ segir Sigurður Emil, „en það hefur ekkert nýtt komið fram með afgerandi hætti.“ Hræðsluáróður ástæðulaus Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að um- ræðan hafi vaknað nú vegna þess hve fjarskiptamöstur séu orðin algeng og möstur vegna þriðju kynslóðar far- síma þurfi að vera miklu þéttari en í GSM-kerfunum auk þess sem fleiri byggi á þessum búnaði. Ástæðulaust sé að vera með hræðsluáróður, því ekki hafi vísindalega verið sýnt fram á að umrædd geislun valdi skaða. Póst- og fjarskiptastofnun hafi meðal ann- ars fengið fyrirspurn frá borgaryfir- völdum, sem vilji hafa þessi mál á hreinu varðandi til dæmis hönnun nýrra íbúðahverfa. Póst- og fjar- skiptastofnun deili út tíðnum til notk- unar í þráðlausum fjarskiptum, en aðrir hafi annað á sinni könnu. „Við heimilum fyrirtækjum að hafa þessa tíðni í notkun á þessum stað og af þessum styrkleika,“ segir hann og bendir á að samningar um möstur og skipulagshætti séu síðan á milli við- komandi fjarskiptafyrirtækis og borgaryfirvalda. Geislavarnir ríkisins sjái síðan um að meta og hafi skoðun á því hvort geislun sé skaðleg fyrir mannslíkamann, þar með talin radíó- geislun. „Við höfum ekki mannskap og þekkingu á samspili geislunar og áhrifa á mannslíkamann, en okkar skylda er að sjá til þess að farið sé að alþjóðlegum stöðlum,“ segir Hrafn- kell. Frekari rannsóknir á geislahættu nauðsynlegar „ÞAÐ ER réttlætissjónarmið að menn hafi að- gang að þessari þjónustu,“ segir Björn Ingi- marsson sveitarstjóri. „Það eru mjög mörg ár síðan tekin var upp jöfnun á skrefagangi en fyrir þann tíma greiddum við hærra fyrir lang- línusamtal. Þannig tel ég að landsbyggðin hafi í rauninni greitt inn í eigið fé Símans til jafns við aðra. Okkur hefur verið bent á að þetta kosti mikið, sé dýrt, en ef þetta sjónarmið hefði alltaf gilt værum við enn þá morsandi á milli.“ „Værum enn þá morsandi á milli“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.