Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 15 Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 25 90 10 /2 00 3 BARÁTTAN um líf eða dauða konu, sem verið hefur í dái frá 1990, tók nýja stefnu í fyrradag þegar Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, fékk Flór- ídaþing til að samþykkja, að henni skyldi aftur gefin næring í æð en því hafði verið hætt fyrir sex dögum sam- kvæmt dómsúrskurði. Þykir sú ákvörðun þingsins mjög vafasöm enda gengur hún þvert á úrskurðinn og aðra slíka úrskurði í gegnum árin. Michael Schiavo, eiginmaður kon- unnar, Terri, fékk dómsúrskurð fyrir því, að næringarslöngur yrðu fjar- lægðar og sjálfur segir hann, að kona sín hafi sagt sér á sínum tíma, að hún vildi ekki, að sér yrði haldið lifandi með þessum hætti. Foreldrar hennar, Bob og Mary Schindler, eru hins veg- ar á öðru máli. Þau fengu Bush rík- isstjóra í lið með sér og hann fékk Flórídaþing til að ganga gegn dóms- úrskurðinum með nýjum lögum. Eins og vakningasamkoma Fréttamenn segja, að þingfundur- inn hafi meira líkst einhvers konar hópmeðferð eða vakningasamkomu en umræðu um alvarlegt mál. Hafi margir þingmenn vitnað ákaft um trú sína og kynni af dauðanum og sumir klökknuðu og máttu vart mæla er þeir lýstu dauðastríði ástvina sinna. Sumir þingmenn, sem vildu vísa málinu frá, segja, að þingið hafi brotið með alvarlegum hætti regluna um að- skilnað framkvæmdavalds og dóms- valds. Segjast þeir einnig skammast sín fyrir niðurstöðuna vegna þess, að ekki var haft fyrir því að kalla vitni og sérfræðinga fyrir þingið auk þess sem sumir þingmenn hafi lítið þekkt til málsins. Stephen Grimes, fyrrverandi dóm- ari við hæstarétt Flórída, segir, að upp sé komið lagalegt álitamál, sem hann viti engin dæmi um, og hann og aðrir segja, að þetta eigi eftir að draga mikinn dilk á eftir sér. Sögð hafa dáið heiladauða Terri Schiavo, sem er nú 39 ára gömul, hefur verið haldið á lífi síðan hjarta hennar stoppaði 1990 og læknar bera, að hún hafi dáið heila- dauða og eigi sér enga von. Foreldrar hennar hafa þó látið gera myndband af henni þar sem hún virðist brosa og stynja eitthvað sem andsvar við rödd móður sinnar en læknar segja, að um sé að ræða ósjálfráð viðbrögð þeirra, sem svona er komið fyrir, og bendi ekki til neinnar skynjunar. Nýju lögin voru samþykkt á met- tíma í báðum deildum Flórídaþings en sumir þeirra, sem studdu þau, voru þó ekki alveg vissir í sinni sök. „Ég vona svo sannarlega, að við höfum gert það, sem rétt er,“ sagði repúblikinn Jim King og forseti öld- ungadeildarinnar. „Ég get þó ekki bægt því frá mér, að hugsanlega hafi Terri verið á móti þessari samþykkt. Guð veri okkur náðugur.“ Líf eða dauða í Flórída Þingið sakað um stjórnarskrárbrot í máli konu sem hefur verið í dái frá 1990 AP Átökin um líf eða dauða Terri Schiavo hafa vakið mikla athygli í Banda- ríkjunum og láta margir það til sín taka, ekki síst ýmsir trúarhópar. Hér er maður á bæn fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Terri er og yfir honum borði þar sem skorað er á Jeb Bush ríkisstjóra að grípa í taumana. Clearwater. AP. ÁFENGIS- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks er ört vaxandi vandamál í Evrópu ef marka má skýrslu EMCDDA (European Moni- toring Centre for Drugs and Drugs Addiction). EMCDDA er eftirlits- stofnun á vegum Evrópusambands- ins á sviði vímuefna. Í skýrslunni kemur m.a. fram að áfengisneysla meðal ungmenna hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár og að „reyndum drykkjumönnum“ – þeim sem hafa orðið ölvaðir oft- ar en 40 sinnum á ævinni, fari fjölg- andi. Þá hafi þeim fjölgað sem neyti mikils magns í hvert skipti, fimm drykkja eða meira. Skýrslan sýnir einnig að viðhorfið til áfengisneyslu sé jákvæðara norð- ar í álfunni en í suðurhluta hennar. Þá hafa 89% danskra ungmenna á aldrinum 15–16 ára neytt áfengis en 36% ungmenna á sama aldri í Portú- gal. Á vef íslensku lögreglunnar kemur fram að hliðstætt hlutfall unglinga í 10. bekk hérlendis sé 79%, samkvæmt rannsókn frá árinu 2002. Skýrsla EMCDDA staðfestir að fyrir utan áfengi sé kannabis sem fyrr vinsælasta vímuefnið meðal ungs fólks í Evrópu, en 35% af 15–16 ára unglingum í Frakklandi, Bret- landi og Tékklandi hafi prófað efnið. Hér á landi er hafa 11% nemenda í 10. bekk prófað hass, samkvæmt töl- um frá lögreglunni. Í Frakklandi nota 14% átján ára ungmenna kannabisefni a.m.k. 20 sinnum í mánuði. Í skýrslu EMCDDA kemur fram að Evrópa sé enn stærsta markaðs- svæði kannabisefna í heiminum. Ungt fólk í Evrópu eyk- ur neysluna Strassborg. AFP. KOSTNAÐUR við rekstur emb- ættis landstjórans í Kanada stórjókst á síðasta ári og nam þá alls sem svarar rúmum tveim milljörðum íslenskra króna. Kemur þetta fram í gögnum sem kanadísk stjórnvöld hafa nýlega gert opinber, og greint er frá á fréttavef sjónvarps- stöðvarinnar CTV. Adrienne Clarkson, sem gegnt hefur landstjóraembætt- inu síðan 1999, var í opinberri heimsókn hér á landi fyrir skemmstu, og var Ísland síðasti áfanginn í ferð hennar og fjöl- menns fylgdarliðs til þriggja landa, Rússlands og Finnlands auk Íslands. Landstjórinn í Kanada er formlegur fulltrúi Bretadrottn- ingar í landinu, en hún er eig- inlegur þjóðhöfðingi Kanada, sem tilheyrir Breska samveld- inu. Landstjórinn hefur engin pólitísk völd, en er tilnefndur af ríkisstjórninni. Landstjóri Kanada Kostnaður stóreykst Adrienne Clarkson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.