Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S AMSKIPTI Íslands og Banda- ríkjanna voru í uppnámi fram eftir sumri vegna deilna ríkjanna um framtíð varnar- stöðvarinnar og fleiri mál. Bandaríkin höfðu þá um nokk- urt skeið þrýst á um að róttækar breytingar yrðu gerðar á starf- semi varnarstöðvarinnar er meðal annars fælust í því að orrustuþoturnar fjór- ar, sem þar eru nú staðsettar, yrðu færðar annað. Raunar má segja að þau sjónarmið hafi verið að finna í bandaríska stjórnkerfinu, ekki síst innan flughersins, allt frá fyrri hluta síðasta áratugar. Var ákveðið með bókun við varnarsamninginn árið 1994 að fækka þotunum í fjórar. Var því þá lýst yf- ir af hálfu Íslendinga að það væri lágmarksviðbún- aður út frá sjónarmiði Íslands. Vildu þoturnar burt Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi tilkynnti Davíð Oddssyni forsætisráðherra á fundi 2. maí að til stæði að gera breytingar á starfsemi varnar- stöðvarinnar innan nokkurra vikna. Ákveðið hefði verið að F15-þoturnar færu frá Íslandi strax mán- uði síðar. Eftir samtal sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti við Colin Powell 6. maí var þó ákveðið að fresta brottför vélanna þótt ákvörð- un væri enn í gildi um að þær skyldu kallaðar burt frá Íslandi. Í byrjun júní kom hingað til lands sendinefnd á vegum Bandaríkjastjórnar þar sem forsætisráð- herra var afhent bréf frá George W. Bush Banda- ríkjaforseta þar sem ítrekað var að Bandaríkin vildu fara nýjar leiðir í varnarsamstarfi ríkjanna. Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sagði að loknum fundinum að Ísland væri „ákaflega náinn“ bandamaður Bandaríkjanna og að Bandaríkin vildu finna leiðir til að halda varnarsamstarfinu áfram „á uppbyggi- legan hátt“. Bréfi Bandaríkjaforseta var svarað af Davíð Oddssyni síðar í júní, þar sem sjónarmið Íslands voru ítrekuð, og í júlí greindi bandaríska dagblað- ið The Washington Post frá því að málefni Íslands hefðu verið rædd meðal helstu ráðgjafa Banda- ríkjaforseta og áhersla verið lögð á mikilvægi þess að leggja aukna áherslu á viðræður við íslensk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld lögðu ekki síst áherslu á að ekki væri hægt að hefja samningaviðræður á með- an fyrir lægi ákvörðun um að þoturnar færu á brott. „Það er stefnt að viðræðum í náinni framtíð en ég fyrir mitt leyti hef talið að þær viðræður eigi ekki að hefjast fyrr en menn sjái fram á einhverja þá lausn sem báðir gætu fellt sig við. Ég hef alltaf talið að viðræður sem gengju út á að Íslendingar væru í raun að taka þátt í að fjalla um ákvörðun sem hinn aðilinn hefði þegar tekið væru viðræður sem við ættum ekki að fara í,“ sagði forsætisráð- herra er hann ræddi við blaðamenn 23. júlí. Nokkrum dögum áður hafði forsætisráðherra rætt við Condoleezu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um stöðuna en hún hafði hringt í hann að beiðni Bandaríkjaforseta. „Bandaríkjamenn telja að þeir geti varið landið með öðrum aðferðum með fullnægjandi hætti en við höfum talið að svo sé ekki. Þannig að það er einhvers staðar á þessu breiða svæði sem þarna er á milli sem menn þurfa að finna niðurstöðu,“ sagði forsætisráðherra á þessum fundi. Sigur fyrir sjónarmið Íslands Nokkrum vikum síðar eða 14. ágúst fékk Davíð annað símtal frá Rice. Þar greindi hún honum frá því að Bush Bandaríkjaforseti hefði afturkallað fyrirmæli um að þoturnar færu. Ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð þeirra en málið yrði ekki lengur skoðað einangrað heldur í samhengi við heildarendurskoðun á uppbyggingu herafla Bandaríkjanna, ekki síst í Evrópu, sem nú fer fram. „Ég er ekki að segja að endanlega hafi verið fallið frá því að F-15-þoturnar muni fara en það verður ekki í bráð. Þetta er mikill léttir og mikill léttir á þeirri pressu sem verið hefur. Umræð- urnar geta nú farið fram með eðlilegum hætti. Ég tel að Bandaríkjaforseti hafi svarað mínu bréfi með mjög jákvæðum hætti og hann á miklar þakk- ir skildar,“ sagði forsætisráðherra við Morgunblaðið eftir símtalið við Rice. Sama dag átti Halldór Ásgrímsson samtal við Colin Powell þar sem ákvörðun Bandaríkjastjórnar var formlega tilkynnt. Það er ljóst að þessi ákvörðun Bush var mikill sigur fyrir sjónarmið Íslendinga og ekki síður fyr- ir Davíð Oddsson persrónulega. Háttsettir emb- ættismenn í Washington segja að tvennt hafi ráðið því að fallið hafi verið frá fyrri ákvörðun. Annars vegar hið áratugalanga og trausta samband Bandaríkjanna og Íslands og hins vegar náið og gott samband er myndast hefur á milli forsætis- ráðherra Íslands og Bandaríkjaforseta. Ekki síst er það sagt vera Bandaríkjaforseta minnisstætt að á fyrsta NATO-fundinum þar sem Bush mætti eftir að hann tók við embætti hafi einungis tveir þjóðarleiðtogar tekið undir málflutning hans, ann- ars vegar Davíð Oddsson og hins vegar Vaclav Havel þáverandi forseti Tékklands. Frekari viðræður um framtíðarskipulag varn- arstöðvarinnar munu nú eiga sér stað í samhengi við þær víðtæku breytingar sem Bandaríkin hyggjast ráðast í víðs vegar um heiminn þótt jafnframt séu stöðugar óformlegar viðræður og skoðanaskipti í gangi milli Bandaríkjanna og Ís- lands. Breytingar en ekki brotthvarf Óháðir varnarsérfræðingar sem rætt var við í Washington lögðu áherslu á að Ísland gegndi áfram mikilvægu hlutverki vegna stöðu sinnar ef horft væri fram í tímann. Einn ítrekaði sérstak- lega nálægð Íslands við mikilvægar siglingaleiðir yfir Atlantshafið. Sú staðreynd myndi ekki breytast um ókomna tíð og því mikilvægt fyrir Bandaríkin að hafa áfram viðveru á Íslandi. Ann- ar taldi að ekki mætti gleyma því að Ísland og Bandaríkin ættu það sameiginlegt að vera bæði aðilar að NATO en ekki að Evrópusambandinu. Slíkt hefði pólitíska þýðingu í framtíðinni. Þá liggur fyrir að Ísland þjónar mikilvægum tilgangi í hinu hernaðarlega samhengi NATO enda má segja að hvergi sé betra að fylgjast með kafbátaumferð á Atlantshafi en frá Íslandi. Bandaríkin vilja því gera breytingar á varnarvið- búnaðinum en alls ekki leggja varnarstöðina nið- ur sem slíka. Á síðasta áratug voru það fyrst og fremst spurningar er snertu kostnað við Keflavíkurstöð- ina og kostnaðarskiptingu sem mótuðu sjónar- mið Bandaríkjanna í viðræðum við Íslendinga. Slík sjónarmið voru ekki bundin við Ísland ein- vörðungu. Að kalda stríðinu loknu var stefnt að því af hálfu Bandaríkjanna að draga heraflann saman þar sem hægt væri og nýta hluta þeirra fjármuna sem varið hafði verið til hermála til annarra mála- flokka. Meðal annars kom til tals að Íslendingar tækju að sér rekstur þyrlusveitarinnar á Keflavíkurflug- velli í auknum mæli. Af því hefur hins vegar ekki orðið þótt verulega hafi orðið ágengt á öðrum sviðum, t.d. með breytingu á verktöku og aukn- um útboðum. Þegar ríkisstjórn Bush tók við í byrjun ársins 2001 var áherslan áfram á aukinn sparnað og skilvirkni við rekstur heraflans. Þetta breyttist allt ellefta september árið 2001. Viðhorf Bandaríkjastjórnar taka nú fyrst og fremst mið af því sem kallað er hið nýja ör- yggisumhverfi og áformum um að bregðast við nýjum ógnum með nýjum leiðum. Vissulega er enn rík áhersla á að nýta fjármuni með sem skil- virkustum hætti og þá þannig að farnar séu nýjar leiðir í varnarmálum. Innan bandaríska stjórnkerfisins eru þau sjónarmið uppi að meta verði allar varnarskuld- bindingar Bandaríkjanna upp á nýtt og tryggja Bandaríkin endurmeta varnarviðbúnað sinn um alla Viðræ við rót F16-þota á æfingaflugi yfir Pentagon, bandaríska v vélar ef upp kemur svipuð staða og ellefta septemb Öllum þáttum öryggismála umturnað YTRA FORM OG INNIHALD Talsverðar umræður fara fram umaðskilnað ríkis og kirkju þessadagana, m.a. í tilefni kirkjuþings, sem nú stendur yfir. Í þessum umræðum ber talsvert á tveimur röksemdum; ann- ars vegar að skilnaður sé nauðsynlegur til að tryggja trúfrelsi á Íslandi, hins vegar að greiðslur ríkisvaldsins til þjóð- kirkjunnar á fjárlögum þýði að trúfélög- um sé mismunað fjárhagslega. Um fyrra atriðið er það að segja, að torvelt er að benda á dæmi þess að ekki ríki trúfrelsi á Íslandi. Rétturinn til að stofna trúfélög er frjáls og mörg önnur trúfélög starfandi en þjóðkirkjan. Al- mennt má telja að Íslendingar séu um- burðarlyndir í trúarefnum. Á þetta benti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra í ræðu sinni við upphaf kirkju- þings, þar sem hann sagði m.a.: „Engin rök eru fyrir því, að ekki ríki trúfrelsi á Íslandi. Skráð trúfélög í landinu eru nú að nálgast 30 en tæp 90% landsmanna eru í þjóðkirkjunni og hefur hún því yf- irburðastöðu. Allt frá því kristni var lög- tekin á Íslandi hefur það verið þráður í trúariðkun okkar, að sýna þeim, sem að- hyllast annan sið skilning. Íslendinga- sögur og gamlar frásagnir geyma lýsing- ar á því, hvernig tekið var á viðfangsefnum þeirra tíma, sem nú yrðu kennd við fjölmenningu.“ Hvað síðari röksemdina varðar, um fjárhagsleg tengsl kirkju og ríkis, má það ekki gleymast að öllum trúfélögum eru tryggðar tekjur með því að ríkið tek- ur að sér að innheimta sóknar- eða fé- lagsgjöld þeirra. Beint framlag ríkisins til þjóðkirkjunnar felst í því að greiða laun fastákveðins fjölda presta og starfs- manna biskupsstofu. Þessar greiðslur byggjast á samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997, um að ríkið eignist allar hinar fornu kirkjujarðir, að frátöldum prests- setrum. Þessar eignir voru gífurlegar og stóðu allt til ársins 1907 undir launum presta, en þá tók ríkið að sér umsýslu þeirra. Önnur trúfélög hafa ekki afhent ríkinu eignir sínar með sambærilegum hætti. Kirkjumálaráðherra sagði í ræðu sinni að hin fjárhagslegu tengsl ríkis og kirkju byggðust á skýrum málefnalegum forsendum og finna yrði lausn, byggða á sambærilegum forsendum, á ágreiningi um prestssetrin. Því miður er hins vegar stundum meira rætt um form en innihald þegar samband ríkis og kirkju er til umræðu. Í ræðu sinni á kirkjuþingi vakti Björn Bjarnason athygli á því að í greinargerð með þingsályktunartillögu Samfylking- arinnar um að skoða breytingu á stjórn- arskrárákvæðum um samband ríkis og kirkju, segði: „Aðskilnaður ríkis og kirkju er þannig orðinn að ferli, sem er á verulegri hreyfingu. Kirkjan hefur sjálf gert sér mæta vel grein fyrir þessu. Það birtist með skýrum hætti í ræðu hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups í upp- hafi kirkjuþings árið 2002 þar sem bisk- upinn orðaði það svo að skilnaður hefði þegar orðið að borði og sæng og kirkjan þyrfti nú að búa sig undir lögskilnað.“ Björn benti m.a. á að tengsl ríkis og þjóð- kirkju grundvölluðust á sögulegri hefð. Stjórnarskrárákvæðið um stuðning við þjóðkirkjuna staðfesti, að þjóðskipulag Íslendinga byggðist á kristnum gildum. „Með kristnitökuhátíðinni árið 2000 var áréttað gildi samheldni í Íslandssög- unni undir merkjum kristinnar trúar, frá því að sáttargjörðin mikla var kynnt á Lögbergi. Þá voru einnig ítrekuð meg- inviðhorfin, sem eru þjóðinni helst til heilla um ókomin ár. Kristnitakan lagði hinn trausta grunn, sem ekki hefur haggast í aldanna rás og stendur af sér allar stefnur og strauma,“ sagði kirkju- málaráðherra. „Ef þetta meginviðhorf er ekki lagt til grundvallar í umræðum um samband ríkis og kirkju heldur aðeins litið á hið ytra form, má túlka orð herra Karls Sigurbjörnssonar biskups á þann hátt, sem gert er í greinargerð þings- ályktunartillögu Samfylkingarinnar. Ég leyfi mér hins vegar að skilja orðin þann- ig, að biskup hafi verið að lýsa þróun undanfarinna ára til aukins sjálfstæðis kirkjunnar og var sú skoðun mín staðfest í setningarræðunni, sem hann flutti nú í upphafi þessa kirkjuþings.“ Björn rifjaði jafnframt upp orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, um að fyrir þúsund árum hefði Alþingi Ís- lendinga trúlofazt kristinni kirkju á Þingvöllum og það hafi verið gæfuspor. Björn orðaði það svo að meira fyrirheit um gott samband fælist í því að trúlofast en skilja að borði og sæng. Að þessu mættu þeir gefa meiri gaum, sem ræða um aðskilnað ríkis og kirkju; hvert innihald og merking núverandi sambands er. Hvernig viljum við áfram treysta hinn kristna gildagrundvöll, sem m.a. velferðar- og samhjálparhugsun ís- lenzks þjóðfélags byggist á og snýr að öllum, burtséð frá trú eða trúfélagsað- ild? KÍNA LÆTUR TIL SÍN TAKA Fyrsta mannaða geimferð Kínverja,sem farin var í síðustu viku, hefur ekki síður pólitíska þýðingu en tækni- lega. Með geimferðinni vilja kínversk stjórnvöld sýna að Kína geti látið til sín taka í heiminum og standi jafnfætis gömlu geimveldunum, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikil áform Kínverja um geimferðir á næstu árum verða óneitanlega til þess að menn rifja það upp þegar Kennedy Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í ræðu vorið 1961 að Bandaríkin ættu að stefna að því að koma manni til tunglsins fyrir lok sjöunda áratugarins. Segja má að þetta hafi orðið takmark allrar banda- rísku þjóðarinnar næstu árin og hafði gífurleg áhrif á framfarir í tækni og vís- indum. Geimferðaáætlunin var auðvit- að svar við afrekum Sovétmanna í geimferðum, en þeir sendu fyrsta gervihnöttinn, Spútnik, á loft árið 1957 og fyrsti maðurinn, sem flaug í geimn- um, var Sovétmaðurinn Júríj Gagarín, sem fór í geimferð sína nokkrum vikum áður en Kennedy hélt hina frægu ræðu. Kínversk stjórnvöld vonast til að með sama hætti og ræða Kennedy fyllti Bandaríkjamenn þjóðarstolti og bar- áttumóði, verði geimferðaáætlun þeirra sjálfra nú til að efla þjóðarstolt og stuðning við stjórnina. Hvort það tekst, er önnur saga; samband kínversks al- mennings við harðstjórnina í Peking er harla ólíkt sambandi Bandaríkjamanna við lýðkjörin stjórnvöld sín. Hins vegar fer ekki á milli mála að kínverskum stjórnvöldum vex ásmegin og sjálfs- traust og með því að bætast í hóp geim- veldanna gera þau tilkall til meiri virð- ingar og áhrifa í hópi ríkja heims. Ekki er langt síðan Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, lýsti því yfir að Indverjar ættu að stefna að því að koma manni til tunglsins. Nú er raunar hafið eins konar geimferðakapphlaup milli þessara tveggja vaxandi Asíu- velda, sem í krafti örrar efnahagsþró- unar og æ fleiri íbúa krefjast þess að vera tekin alvarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.