Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á MINNISBLAÐI sem Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi
helstu samstarfsmönnum sínum efast hann
um þann árangur er náðst hafi í stríði Banda-
ríkjamanna gegn hryðjuverkaöflum í heim-
inum, og spyr hvort varnarmálaráðuneytið
(Pentagon) sé áreiðanlega rétta stofnunin til
að stýra baráttunni við al-Qaeda og önnur
hryðjuverkasamtök í heiminum.
Yfirvegunin í orðum Rumsfelds á minn-
isblaðinu þykir stangast á við þá sigurvissu
sem hann og aðrir háttsettir menn í stjórn
Georges W. Bush forseta hafa látið í ljósi op-
inberlega er þeir ræða framvindu stríðsins. Á
minnisblaðinu er vikið að leyniþjónustunni,
CIA, og henni gefin meðaleinkunn fyrir til-
raunir hennar til að hafa hendur í hári hryðju-
verkaleiðtoga. Spyr Rumsfeld hvort stofnunin
hafi þau forráð er hún þurfi til að sinna þessu
verkefni.
„Erum við að sigra eða tapa í stríðinu við
hryðjuverkamenn heimsins? Er svo komið, að
því meira sem við leggjum á okkur, því aftar
verðum við á merinni?“ spyr Rumsfeld á
minnisblaðinu, sem er dagsett 16. október og
var sent Richard B. Myers, hershöfðingja og
yfirmanni bandaríska herráðsins, Paul D.
Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra, Peter
Pace, hershöfðingja og aðstoðaryfirmanni her-
ráðsins, og Douglas J. Feith, undiraðstoð-
arvarnarmálaráðherra er sér um stefnumót-
un.
Það var bandaríska dagblaðið USA Today
sem fyrst fjölmiðla greindi frá minnisblaðinu á
miðvikudaginn. Skömmu síðar birti varn-
armálaráðuneytið það opinberlega, en emb-
ættismenn í ráðuneytinu gerðu lítið úr hug-
myndum um að minnisblaðið sýndi að
Rumsfeld væri svartsýnn á gang mála í Írak
og Afganistan og viðleitni Bandaríkjamanna
til að hefta hryðjuverkastarfsemi.
Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði
að á minnisblaðinu hefðu verið lagðar fram
spurningar sem nauðsynlegt væri að spyrja,
og markmið ráðherrans hefði verið að vekja
opinskáar umræður innan ráðuneytisins um
„stóru spurningarnar í hryðjuverkastríðinu“.
Talsmaður forsetaembættisins, Scott McClell-
an, sagði að minnisblaðið væri „nákvæmlega í
samræmi við það sem sterkum og hæfum
varnarmálaráðherra eins og Rumsfeld bæri að
gera“. Sagði McClellan að sigur hefði enn ekki
unnist í stríðinu við hryðjuverkaöfl heimsins,
en mikið hefði áunnist.
Rumsfeld er í hópi þeirra sem skipulögðu
stefnu ríkisstjórnar Bush í baráttunni við
hryðjuverkamenn í Írak, Afganistan og víðar.
Á minnisblaðinu spyr hann hvort stofnunin
sem hann nú stjórnar geti í framtíðinni háð
þessa baráttu. Ef til vill sé þörf á „nýrri stofn-
un“ til að heyja stríðið gegn hryðjuverkaöfl-
unum, vegna þess að það sé „ekki hægt að um-
breyta [varnarmálaráðuneytinu] nógu fljótt til
að það geti á árangursríkan máta barist gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum“.
Slíkri stofnun mætti koma á fót innan varn-
armálaráðuneytisins eða utan, en hún yrði að
„samræma snurðulaust verkefni ýmissa ráðu-
neyta og stofnana“ í hryðjuverkastríðinu,
skrifaði Rumsfeld. „Það er ljóst, að banda-
menn geta unnið sigur í Afganistan og Írak
með einum eða öðrum hætti, en þetta verður
langt og erfitt þramm,“ sagði ennfremur á
minnisblaðinu.
Spyr um árangur í hryðjuverkastríðinu
Washington. Los Angeles Times.
AP
Rumsfeld ræðir við fréttamenn.
’ Erum við að sigra eðatapa í stríðinu við hryðju-
verkamenn heimsins? ‘
RÍKISSTJÓRN George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefur bannað allar
myndatökur af líkkistum hermanna,
sem falla í Írak eða annars staðar, og
ekki er tekið á móti þeim með neinni
viðhöfn eins og tíðkast hefur. Ástæð-
an er ótti við að myndirnar muni
draga úr stuðningi almennings við
veru Bandaríkjahers í Írak.
Að því er fram kemur í Wash-
ington Post sendi varnarmálaráðu-
neytið tilkynningu þessa efnis til
bandarískra herstöðva í mars, rétt
áður en ráðist var inn í Írak. Segir
talsmaður ráðuneytisins, að þessi
stefna hafi raunar fyrst verið mörkuð
í nóvember 2000, á síðustu dögum
Clinton-stjórnarinnar, en henni hafi
ekki verið framfylgt fyrr en nú. Allt
fram á þetta ár birtu fjölmiðlar
myndir af líkkistum hermanna, sem
fallið hafa í Afganistan.
Gagnrýnendur Bush-stjórnarinnar
segja, að hún sé einfaldlega að reyna
að fela það sem er að gerast í Írak.
„Þessi ríkisstjórn gerir hvað hún
getur til að stýra upplýsingaflæðinu,“
sagði Joe Lockhart, fyrrverandi
blaðafulltrúi Bills Clintons, en hann
var oft með forsetanum er hann tók á
móti líkamsleifum fallinna hermanna.
„Þessir menn ákváðu þetta út frá sín-
um eigin pólitísku hagsmunum og
það er ekkert annað en hneyksli.“
Fram kom hjá talsmanni Hvíta
hússins, að Bush hefði ekki tekið þátt
í neinum minningarathöfnum um
fallna hermenn en aftur á móti hefði
hann hitt fjölskyldur nokkurra
þeirra.
Varnarmálaráðuneytið hefur áður
viðurkennt, að myndir af kistum með
líkum fallinna hermanna hafi mikil
áhrif á almenningsálitið. Árið 1999
sagði Henry H. Shelton, þáverandi
forseti herráðsins, að ákvörðun um
hernaðaríhlutun væri að hluta undir
því komin, að þau stæðust „Dover-
prófið“. Þá er átt við mat á því hvern-
ig almenningur muni bregðast við
mannfalli og myndum af líkkistum
hermanna.
Myndir af kist-
unum bannaðar
Bandaríkjastjórn
óttast áhrif mann-
fallsins í Írak á al-
menningsálitið
BRESK og írsk stjórnvöld vinna
nú að því hörðum höndum að fá
því framgengt að hægt verði að
greina nákvæmlega frá því hvaða
vopnum liðsmenn Írska lýðveldis-
hersins (IRA) förguðu fyrr í vik-
unni. Segir Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, að ef menn
vissu það sem hann vissi um um-
fang afvopnunarinnar myndu þeir
verða meira en sáttir.
Orðrómur er á kreiki um að IRA
hafi fargað allt að 70% vopna
sinna. Mun einkum hafa verið um
að ræða vopn sem smyglað var frá
Líbýu á níunda áratugnum, að því
er fram kom í blaðinu The Irish
Independent. Ef það er rétt, að
IRA hafi eytt svo miklum hluta
vopna sinna, var það vissulega rétt
hjá kanadíska hershöfðingjanum
John de Chastelain, sem stýrir af-
vopnunarnefndinni á Norður-Ír-
landi, að um verulega afvopnun
var að ræða, en þau ummæli lét
hann falla á þriðjudag.
Myndi segja af sér
Vandinn er hins vegar sá að de
Chastelain getur ekki greint ná-
kvæmlega frá því hvað hann sá,
þegar IRA-menn gerðu honum
grein fyrir aðgerðum sínum. IRA
vildi ekki að farið yrði út í smáat-
riði á lýsingum á því hverju yrði
fargað og var de Chastelain skylt
að fara að þeim vilja hersins í sam-
ræmi við samkomulag milli af-
vopnunarnefndarinnar og IRA.
Sögðu talsmenn de Chastelains í
gær að hann myndi segja af sér ef
reynt yrði að neyða hann til að
rjúfa trúnað við IRA.
Hvaða
vopnum
fargaði
IRA?
!
#
$
%
"& %
$'()*'+
,
- $
!
./0(1
-
2 .
3
556,
/7 * *+1
! " "! # !
$
%
ÁSTRALSKIR lögreglumenn bera á brott mótmælanda
og reyna að hafa hemil á miklum múg er safnaðist saman
fyrir utan bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Can-
berra í gær. Var fólkið að mótmæla heimsókn George W.
Bush Bandaríkjaforseta til Ástralíu, sem var síðasti við-
komustaður hans í ferð um Suðaustur-Asíu og nágrenni.
Í ávarpi á ástralska þinginu varði Bush innrásina í
Írak og hrósaði Áströlum fyrir frammistöðu þeirra við
að gæta öryggis í þessum heimshluta. Ástralar væru í
hlutverki „lögreglustjórans“ er hefði eftirlit með Suð-
austur-Asíuvígstöðvunum í hryðjuverkastríðinu. Tveim
þingmönnum var vísað úr þingsalnum eftir að þeir gerðu
hróp að Bush. Fyrir utan þinghúsið komu um fimm þús-
und manns saman og mótmæltu komu Bush.
Reuters
Harkaleg mótmæli í Ástralíu
HÓPUR evrópska vísindamanna
undir stjórn danska prófessorsins
Thomas Bjørnholm við Kaup-
mannahafnarháskóla hefur nú búið
til minnsta smára [transistor)],
sem til er í heiminum, að sögn
Berlingske Tidende. Hann er gerð-
ur úr einni, lífrænni sameind og er
sagður geta lagt grunn að nýjum,
örsmáum tölvum, farsímum og
öðrum tækjum.
Sagt verður frá smáranum nýja í
breska vísindatímaritinu Nature
sem kemur út í dag. Gripurinn er
hundrað sinnum minni en venju-
legur smári, lengdin um einn millj-
arðasti úr metra. Hann virkar
þannig að hann hleypir aðeins
einni elektrónu inn í einu. Kostur-
inn við að nota lífrænar sameindir í
stað kísilsameinda til að smíða
smára er m.a. sá, að hægt verður
að nota innbyggða hæfni sameind-
anna til að skipuleggja sjálfar nið-
urröðun sína og fá þær til að
mynda þær rásir sem nota þarf
hverju sinni.
„Ef við veltum t.d. fyrir okkur
tölvum verður hægt að nota milljón
sinnum fleiri smára í hverja tölvu,“
segir Bjørnholm. „Þetta merkir að
tölvan verður fljótvirkari og öflugri
og hún verður svo örlítil að fyrir-
ferðin skiptir í reynd engu máli.“
Örsmárinn fæddur