Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR
54 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RÚMENINN Ion Geolgau er ofarlega á blaði
hjá Frömurum yfir mögulega þjálfara knatt-
spyrnuliðs þeirra fyrir komandi keppn-
istímabil. Geolgau er í hópi um 35 erlendra
þjálfara sem sótt hafa um starfið hjá Fram og
að sögn Brynjars Jóhannessonar, fram-
kvæmdastjóra Fram, Fótboltafélags Reykja-
víkur, þykir Geolgau einna álitlegastur.
„Hann hefur þjálfað lengi á þessum slóðum
og veit hvað knattspyrnan hérna gengur út á,
auk þess sem hans ferilskrá lítur mjög vel út.
Við munum ræða við hann innan tíðar,“ sagði
Brynjar en Geolgau þjálfaði lið HB í Fær-
eyjum árin 1998 til 2002.
Umsóknir frá enskum þjálfurum hafa
streymt til Framara síðustu daga og um 20
slíkir eru búnir að sækja um starfið. Þá hafa
komið sex umsóknir frá Hollandi, fimm frá
Danmörku og tvær frá Þýskalandi.
Rúmeni líkleg-
astur hjá Fram
REGINA Jacobs, sem hefur keppt
undanfarin ár með góðum árangri í
millivegalengdum í frjálsíþróttum, er
ein þeirra sem hefur notað hið nýja
THG-steralyf en það var Washington
Post sem greindi frá því að Jacobs
hefði fallið á lyfjaprófi. Jacobs er fer-
tug og hefur unnið bandaríska meist-
aramótið 15 sinnum í ýmsum vega-
lengdum en hún varð fyrst kvenna til
þess að hlaupa 1500 metra undir 4
mínútum innandyra. Á heimsmeist-
aramótinu í Birmingham hljóp hún á
3.59.98, mín. Bandaríska lyfjaeftirlitið
hefur sagt að fjórir íþróttamenn hafi
fallið á lyfjaprófi vegna THG en fram
að þessu hafa aðeins nöfn kúluvarp-
arans Kevin Toth og Jacobs verið
nefnd.
Jacobs sögð
hafa fallið
ÓLAFUR Jóhannesson og Leifur S. Garðarsson verða
áfram þjálfarar karlaliðs FH í knattspyrnu. Samningar
þeirra runnu út eftir tímabilið og undanfarna daga hafa
þeir verið í viðræðum við FH-inga sem lauk í gær með því
að þeir gerðu nýjan eins árs samning við liðið. Ólafur og
Leifur náðu mjög góðum árangri með Hafnarfjarðarliðið
á nýliðinni leiktíð en FH-ingar urðu í öðru sæti á Íslands-
mótinu og komust í bikarúrslitin þar sem þeir töpuðu fyr-
ir ÍA.FH-ingar hafa sömuleiðis gengið frá samningum við
alla þá leikmenn sem léku með liðinu í sumar að und-
anskildum Dananum Allan Borgvardt sem hyggst reyna
fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Takist það hins vegar ekki
hefur Borgvardt gefið FH-ingum þau svör að hann leiki
með þeim á næstu leiktíð.
Jóhann til FH-inga?
Jóhann Þórhallsson leikmaður Þórs á Akureyri gæti
verið á leið til FH en hann hefur verið í viðræðum við for-
ráðamenn FH-liðsins undanfarna daga.
Ólafur og Leifur
um kyrrt hjá FH
STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Read-
ing, sagði í gær að talsverðar líkur væru
á að Ívar Ingimarsson færi beint í byrj-
unarlið sitt í kvöld en liðið sækir þá Shef-
field United heim í ensku 1. deildinni. Ív-
ar skrifaði undir samning við Reading í
gær til vorsins 2006 en félagið keypti
hann af Wolves fyrir 13 milljónir króna.
„Vörnin hefur verið þunnskipuð hjá
okkur síðan ég kom og Ívar færir okkur
því aukna vigt þar. Ég vona að honum
líði vel hjá okkur og þróist hratt í þann
leikmann sem ég veit að hann getur orð-
ið. Ég vann með Ívari í heilt ár hjá Brent-
ford og hann lék þar frábærlega í stöðu
miðvarðar. Síðan styrkti hann okkur
mikið hjá Brighton í fyrravetur,“ sagði
Coppell á heimasíðu Reading eftir að
samningurinn var undirritaður.
Ívar beint í lið
Reading?
FÓLK
ÁSTHILDUR Helgadóttur, fyrir-
liði landsliðsins í knattspyrnu, kom
Malmö FF á bragðið með marki
þegar liðið lagði Landvetter í und-
anúrslitum bikarkeppni kvenna í
Svíþjóð, 3:1. Ásthildur og samherj-
ar mæta Umeå í úrslitum.
JÓHANNES Harðarson, knatt-
spyrnumaður frá Akranesi, er kom-
inn til IFK Gautaborg í Svíþjóð þar
sem hann verður til reynslu í viku.
Jóhannes hefur verið í herbúðum
hollenska úrvalsdeildarliðsins
Groningen frá haustinu 2001 en að-
eins spilað þrjá deildaleiki með því.
ZORAN Panic, knattspyrnumað-
ur frá Serbíu-Svartfjallalandi sem
hefur leikið með HK undanfarin
þrjú ár, er genginn til liðs við 1.
deildarlið Hauka. Panic, sem er 32
ára miðjumaður, skoraði 7 mörk
fyrir HK í 1. deildinni í sumar, sex
þeirra úr vítaspyrnum.
ÞÝSKU blöðin Berliner Zeitung
og Kicker nefnir nafn Ásgeirs Sig-
urvinssonar, sem einn af þeim sem
hafa komið til tals sem þjálfari
Herthu Berlín, ef Huub Stevens
missir starf sitt. Norðmaðurinn
Kjetil Rekdal, 34 ára, sem er fyrr-
verandi leikmaður Herthu, hefur
einnig verið nefndur.
ÁSGEIR Sigurvinsson sagði í við-
tali við Kicker að hann hafi ekkert
heyrt frá Herthu og hann væri
samningsbundinn sem landsliðs-
þjálfari Íslands til ársins 2005.
EIRÍKUR Önundarson gat ekki
leikið með ÍR gegn Hamri í úrvals-
deildinni í körfubolta í gærkvöld
vegna veikinda.
TYRKNESKI knattspyrnumaður-
inn Alpay var í gær leystur undan
samningi sínum við enska úrvals-
deildarfélagið Aston Villa, en hann
átti að renna út næsta vor. Alpay
lenti í útistöðum við David Beck-
ham í landsleik Tyrklands og Eng-
lands fyrr í þessum mánuði og er af
þeim sökum afar óvinsæll í Eng-
landi.
KURT Jara, þjálfara Hamburger
SV, hefur verið leystur frá störfum.
Klaus Toppmöller, fyrrverandi
þjálfari Bayer Leverkusen hefur
verið ráðinn í stað Jara.
PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen-
al, verður frá æfingum og keppni
næstu tvær vikurnar, í það
minnsta. Arsene Venger, stjóri
Arsenal, segist ekki vita hvað hrjái
fyrirliðann en að meiðsli hafi tekið
sig upp og ljóst sé að hann verði frá
næstu vikurnar.
MINDAUGAS Andriuska, lithá-
íski handboltamaðurinn sem lék
með ÍBV 2001–2002, hefur verið
leigður frá Bjerringbro í Dan-
mörku til sænska úrvalsdeildarliðs-
ins IFK Malmö til áramóta. Þar
leysir hann af hólmi örvhentu
skyttuna Bastian Andersson, sem
er frá keppni fram í janúar vegna
meiðsla.
HANDKNATTLEIKUR
Íslandsmót karla, RE/MAX-deild, suður-
riðill:
Selfoss: Selfoss - HK.............................19.15
Norðurriðill:
Seltjarnarn.: Grótta/KR - Víkingur.....19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:
Grindavík: UMFG - KFÍ ......................19.15
Keflavík: Keflavík - Breiðablik ............19.15
Þorlákshöfn: Þór Þ. - UMFN...............19.15
1. deild karla:
Ásgarður: Stjarnan - Árm./Þróttur .....19.15
Í KVÖLD
KÖRFUKNATTLEIKUR
KR - Snæfell 73:84
DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersport-
deildin, fimmtudagur 23. október 2003.
Gangur leiksins: 7:0, 9:2, 9:7, 16:10, 20:12,
24:16, 26:19, 34:25, 40:30, 45:38, 49:40, 55:46,
59:50, 63:54, 63:64, 63:66, 67:72, 73:79, 73:84.
Stig KR: Chris Woods 20, Steinar Kaldal 12,
Helgi R. Guðmundsson 9, Baldur Ólafsson 8,
Hjalti Kristinsson 8, Skarphéðinn Ingason
8, I. Magni Hafsteinsson 8.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Stig Snæfells: Dondrell Whitmore 20, Corey
Dickerson 19, Hlynur Bæringsson 12, Sig-
urður Þorvaldsson 11, Hafþór Gunnarsson
10, Andrés Heiðarsson 7, Lýður Vignisson 5.
Fráköst: 9 í vörn, 19 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Eggert
Þór Aðalsteinsson.
Áhorfendur: Um 220.
Hamar - ÍR 94:90
Hveragerði:
Gangur leiksins: 4:0, 17:16, 17:25, 22:25,
30:28, 38:38, 40:48, 48:54, 53:59, 66:59, 66:66,
68:68, 74:80, 84:81, 86:85, 91:85, 93:89, 94:90.
Stig Hamars: Faheem Nelson 26, Chris
Dade 17, Svavar Pálss. 17, Hallgrímur
Brynjólfss. 11, Marvin Valdimarss. 9, Lárus
Jónss. 8, Pétur Ingvarss. 4, Óskar Péturs. 3.
Fráköst: 24 í vörn - 12 í sókn.
Stig ÍR: Kevin Grandberg 20, Reggi Jessie
19, Ómar Sævarsson 18, Ólafur Guðmunds-
son 11, Ólafur Sigurðsson 8, Ólafur Þórisson
8, Benedikt Pálsson 4, Fannar Helgason 2.
Fráköst: 31 í vörn - 12 í sókn.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Ósk-
arsson.
Áhorfendur: Um 300.
Tindastóll - Haukar 99:70
Sauðárkrókur:
Gangur leiksins: 2:3, 6:5, 18:5, 24:10, 29:10,
33:20, 39:22, 46:27, 48:31, 53:33, 60:41, 65:45,
70:53, 77:55, 86:60, 91:66, 99:70.
Stig Tindastóls. Kristinn Friðriksson 23,
Adrian Parks 21, Clifton Cook 21, Nick
Boyd 17, Axel Kárason 9, Helgi Rafn
Viggósson 6, Einar Örn Aðalsteinsson 2,
Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn..
Stig Hauka: Sævar Haraldsson 17, Mike
Manciel 15, Kristinn Jónasson 11, Þórður
Gunnþórsson 8, Marel Guðlaugsson 5, Vil-
hjálmur Steinarsson 4, Sigurður Einarsson
4, Predrag Bojovic 4, Kjartan Kjartansson 2,
Fráköst Hauka: 23 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Að-
alsteinn Hjartarson, slakir.
Áhorfendur: 360.
Staðan:
Tindastóll 3 2 1 296:268 4
Snæfell 3 2 1 238:223 4
Grindavík 2 2 0 170:165 4
Þór Þorl. 2 2 0 203:191 4
Haukar 3 2 1 237:253 4
Keflavík 2 1 1 207:183 2
Njarðvík 2 1 1 182:182 2
ÍR 3 1 2 307:313 2
Hamar 3 1 2 239:268 2
KR 3 1 2 266:258 2
KFÍ 2 0 2 187:201 0
Breiðablik 2 0 2 180:207 0
ÚRSLIT
Auk Björgvins valdi Guðmundurnafna sinn Hrafnkelsson sem
markvörð og þá kallaði hann í Reyni
Þór Reynisson, markvörð úr Vík-
ingi, en Reynir hefur ekki verið val-
inn í landsliðið í tvö ár, eða frá vin-
áttulandsleikjunum við Norðmenn
hér heima. „Reynir hefur einfald-
lega staðið sig best af þeim mark-
vörðum sem leika hér heima í deild-
inni,“ sagði Guðmundur spurður um
valið á markvörðunum en mörgum
kom á óvart að Birkir Ívar Guð-
mundsson, markvörður Hauka, var
ekki valinn. Guðmundur sagði Birki
einfaldlega ekki hafa staðið sig sem
skyldi í deildinni og í Meistaradeild-
inni til að réttlætanlegt hefði verið
að taka hann fram yfir Reyni Þór, að
þessu sinni.
Guðmundur segir að Brynjar Þór
hafi vakið athygli sína á Íslands-
mótinu til þessa, bæði hafi hann
staðið sig vel í sókninni og eins sé
ljóst að hann væri upprennandi
varnarmaður. „Það má segja að með
valinu á Björgvini og Brynjari haldi
ég áfram á þeirri braut sem ég
markaði þegar ég tók við landslið-
inu, að velja unga og efnilega leik-
menn í flest verkefni landsliðsins og
gefa þeim tækifæri á að kynnast
vinnubrögðum okkar og fá nasaþef-
inn af því að vera í landsliðinu,“
sagði Guðmundur. „Ásgeir Örn
[Hallgrímsson] flokkast einnig í
þennan hóp ungra og efnilegra þótt
hann hafi meiri reynslu en Björgvin
og Brynjar.“
Aron Kristjánsson og Patrekur
Jóhannesson gátu ekki gefið kost á
sér að þessu sinni en báðir glíma
þeir við meiðsli í hné. Patrekur er á
góðum batavegi eftir aðgerð. Öðru
máli gegnir um Aron sem er að
kljást við mun erfiðari meiðsli og lík-
lega verður hann ekki klár í slaginn
fyrr en í lok þessa árs. „Aron hefur
leikið afar vel með íslenska landslið-
inu á undanförnum stórmótum og ég
vonast því svo sannarlega eftir að
hann verði orðinn góður þegar að
EM kemur en um það er ekkert
hægt að fullyrða á þessu stigi máls-
ins,“ sagði Guðmundur sem á ný
valdi Ragnar Óskarsson, leikmann
Dunkerque í Frakklandi, í landslið-
ið. Nærri tvö ár eru liðin síðan
Ragnar lék með íslenska landsliðinu
síðast. Hann var með á EM í Svíþjóð
fyrir tveimur árum en sleit kross-
band í hné fyrir rúmu ári og var úr
leik af þeim sökum á síðasta vetri.
„Vegna meiðsla Patreks og Arons
gefst öðrum mönnum kostur á að
sýna hvað í þeim býr. Þess vegna
meðal annars valdi ég Ragnar í hóp-
inn, hann og Snorri Steinn [Guð-
jónsson] koma til með að leika á
miðjunni gegn Pólverjum ásamt
Degi Sigurðssyni.
Spurður sagðist Guðmundur einn-
ig hafa ákveðið að velja ekki Gunnar
Berg Viktorsson, leikmann Wetzlar
í Þýskalandi, í hópinn að þessu sinni.
„Gunnar hefur fengið sín tækifæri
með landsliðinu og hann er einn
þeirra manna sem verður að sýna
mér eitthvað meira en hann hefur
gert til þess að verða valinn.
Auðvitað loka ég engum mögu-
leikum og það er ljóst að nokkrir
leikmenn koma til greina. Enginn
leikmaður getur gengið út frá því
vísu að halda sæti í íslenska lands-
liðinu og um leið þá útiloka ég ekki
Guðmundur Þ.
kallar á tvo nýliða
TVEIR nýliðar eru í átján
manna landsliðshópi í hand-
knattleik sem Guðmundur Þ.
Guðmundsson landsliðsþjálf-
ari tilkynnti í gær, en lands-
liðið leikur þrjá landsleiki við
Pólverja hér á landi um aðra
helgi. Nýliðarnir eru þeir
Björgvin Gústavsson, mark-
vörður HK, og Brynjar Þór
Hreinsson, hornamaður úr
Gróttu/KR. Leikirnir eru fyrsti
liðurinn í undirbúningi ís-
lenska landsliðsins fyrir Evr-
ópumótið sem hefst í Slóveníu
22. janúar nk.
Morgunblaðið/Golli
Ragnar Óskarsson er ekki tekinn neinum vettlingatökum í leik
gegn Marokkó í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 2001.
nokkurn mann frá því heldur,“ sagði
Guðmundur Þ. Guðmundsson lands-
liðsþjálfari.
Leikið við Pólverja í Ólafsvík
EINN þriggja vináttulandsleikjanna við Pólverja um aðra helgi fer
fram í Ólafsvík. Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur í handknatt-
leik verður leikinn þar í bæ. Hafa bæjaryfirvöld lagt sig alla fram
um að gera umgjörð leiksins sem besta eftir því sem fram kom í
máli forsvarsmanna Handknattleikssambands Íslands á blaða-
mannafundi í gær.
Fyrsti leikurinn við Pólverja verður háður í Kaplakrika í Hafn-
arfirði föstudaginn 31. október, daginn eftir verður leikið í Ólafs-
vík og á sunnudaginn 2. nóvember mætast þjóðirnar í Laugardals-
höll.
Heimsókn pólska landsliðsins nú er til að endurgjalda heimsókn
íslenska landsliðsins til Póllands í árslok 2001, en þá voru þjóðirnar
einnig að búa sigur undir EM í Slóveníu.
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson,
K./Östringen
Reynir Þór Reynisson, Víkingi
Björgvin Gústavsson, HK
Línu- og hornamenn:
Guðjón Valur Sigurðsson, Essen
Brynjar Hreinsson, Gróttu/KR
Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener
Einar Örn Jónsson, Wallau
Sigfús Sigurðsson, Magdeburg
Róbert Sighvatsson, Wetzlar
Róbert Gunnarsson, Århus GF
Útileikmenn:
Dagur Sigurðsson, Bregenz
Jaliesky Garcia, Göppingen
Snorri Guðjónsson, Grosswallstadt
Rúnar Sigtryggsson, Wallau
Heiðmar Felixson, Bidasoa
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Ragnar Óskarsson, Dunkerque
Ásgeir Hallgrímsson, Haukum
Hópurinn