Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 51
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert glaðlynd/ur og kannt að njóta lífsins. Þú átt þó einnig þínar alvarlegri hliðar og hættir jafnvel til full- komnunaráráttu. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að líta inn á við og íhuga alvarleg málefni. Notaðu tækifærið til að ná sambandi við þinn innri mann. Naut (20. apríl - 20. maí)  Á næstu vikum muntu fá góð tækifæri til að útskýra hlutina fyrir maka þínum og nánustu vinum. Þetta er rétti tíminn til að ræða erfiðleika í sam- böndum þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt auðvelt með að einbeita þér og því hentar dagurinn vel til erfiðrar nákvæmnisvinnu. Þú ættir að nota næstu vik- urnar til að ræða vandamál og deilur við samstarfsfólk þitt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er létt yfir þér og þig langar til að leika þér og stríða fólkinu í kringum þig. Getur verið að þú sért ást- fangin/n? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu til við breytingar og endurbætur á heimilinu. Þú munt eiga mikilvægar sam- ræður við fjölskylduna á næstu vikum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er ekki rétti tíminn til að vera heima og taka það ró- lega. Það er mikið að gera hjá þér og þú munt njóta þess að sinna því sem fyrir liggur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert óvenju upptekin/n af fjármálum og viðskiptum. Á sama tíma ertu óvenju eyðslu- söm/samur. Haltu öllum kvitt- unum til haga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Bæði sólin og merkúr eru í merkinu þínu og því hefurðu mikla þörf fyrir að tala við aðra. Nú er góður tími til að koma skoðunum þínum á framfæri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfri/um þér og sökkva þér niður í rannsóknir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu óhrædd/ur við að deila hugsunum þínum með öðrum. Þú munt að öllum líkindum fá hjálplegar athugasemdir frá þeim sem þú segir frá vonum þínum og framtíðardraumum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gerðu áætlanir varðandi starfsframa þinn. Endurskoð- aðu það sem þú hefur verið að gera og íhugaðu hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. Hugaðu síðan að öðrum leið- um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Næstu vikurnar henta ein- staklega vel til náms og rann- sókna. Þú ert fróðleiksfús og leitar svara við spurningum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK SVÍARNIR ungu, Nyström og Bertheau, voru í góðu formi í leiknum við Pólverja í bikarkeppni bridsklúbba í Róm. Hér vinna þeir vel saman til að skapa stór- sveiflu: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ D3 ♥ 10 ♦ ÁD10982 ♣K842 Vestur Austur ♠ 92 ♠ 104 ♥ ÁD6 ♥ KG9742 ♦ K7543 ♦ -- ♣Á65 ♣DG73 Suður ♠ ÁKG8765 ♥ 83 ♦ G6 ♣109 Vestur Norður Austur Suður Nyström Wojcick Bertheau Poletylo 1 grand Pass 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar Dobl Pass Pass Pass Nyström vekur á 12–14 punkta grandi og Bertheau stekkur beint í fjögur hjörtu. Baráttan endar svo í fimm spöðum dobluðum. Eftir þessar sagnir gat Nyström lagt niður hjarta- ásinn í byrjun. Bertheau vildi tígul og ekkert annað, og „öskraði“ í litnum með því að láta hjartakónginn undir ásinn! Nyström lét ekki segja sér þá sögu tvisv- ar: hann spilaði smæsta tígl- inum, fékk lauf til baka og gaf makker aðra stungu. Tveir niður og 500 til Sví- anna. Á hinu borðinu fengu Sylvan og Sundelin að spila fjóra spaða og vinna: Vestur Norður Austur Suður Kwiecien Sylvan Pszczola Sundelin 1 tígull Pass 1 hjarta 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Vestur kaus að trompa út og þá var vandalaust fyrir Sundelin að taka ellefu slagi. 650 og 15 IMPar til Svía. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA LÍKAMI Líkami þessi leiðist mér, svo lengi sem ég hjari. Honum kenni’ eg allt, sem er illt í mínu fari. Væri’ hann farinn fjandans til, flygi sálin mín í gegn um freistinganna fellibyl sem fugl í gegnum þoku og regn. Páll Ólafsson LJÓÐABROT 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Dd3 0-0 11. Rbd2 f5 12. exf6 Rxf6 13. a4 Hb8 14. axb5 axb5 15. Ha6 Dd7 16. Rg5 Bb6 17. Rxe6 Dxe6. Staðan kom upp í Evr- ópukeppni landsliða. Hinn gamalreyndi áskorandi, Andrei Sokolov (2.584) hafði hvítt gegn Glenn Fle- ar (2.516). 18. Re4! Vinnur peð og nokkru síðar skák- ina. 18. – Dxe4 19. Dxe4 Rxe4 20. Bxd5+ Kh8 21. Bxe4 Re5 22. Be3 Bxe3 23. fxe3 Hxf1+ 24. Kxf1 Rc4 25. Ke2 Rxb2 26. Hc6 g6 27. Hxc7 b4 28. cxb4 Hxb4 29. Bd5 Ra4 30. e4 Rb6 31. Ke3 g5 32. Be6 h6 33. Kf3 Ra4 34. Kg4 og svartur gafst upp. Fyrri hluti Ís- landsmóts skákfélaga hefst í Menntaskólanum í Hamrahlíð í kvöld kl. 20. Allir skákáhugamenn eru hvattir til að koma og fylgj- ast með þessari miklu skákhátíð. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 24. október, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Guðrún M. Kristjánsdóttir og Þorvaldur Snæbjörnsson, Kotárgerði 18, Akureyri. Þau eru stödd í Portúgal. 90 ÁRA afmæli. 30.október nk. verður níræður Sveinn Stefánsson, fv. lögregluþjónn, til heim- ilis að Hlíðarhúsum 5, Reykjavík. Í tilefni afmæl- isins tekur hann á móti vin- um og vandamönnum sunnudaginn 26. október kl. 15 í sal Flugvirkjafélagsins að Borgartúni 22, 3. hæð. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 24. októ- ber, er sjötugur Guð- brandur Þórðarson, Sunnu- braut 8, Búðardal. Hann tekur á móti gestum laug- ardaginn 25. október kl. 15– 18 í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 24. októ- ber, er sjötug Hulda G. Sig- urðardóttir, aðstoð- arskólastjóri, Gauksási 2, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Finn- bogason, stýrimaður. Hún verður að heiman á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 24. októ- ber, er sjötug Helga Karls- dóttir hjúkrunarkona, Of- anleiti 19, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Gunnar Ingimarsson, taka á móti gestum í félagsheim- ili Rafveitunnar í Elliðaár- dal í dag milli kl. 18 og 20. Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu Melhaga, á morgun kl. 13-17 í Lyf og heilsu Kringlu. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum 20% afsláttur í Domus föstudag www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. ÍBÚÐAREIGENDUR Í BREIÐHOLTI Ég hef verið beðinn um að leita eftir 4ra–5 herb. íbúð í Breiðholti. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi að utan. Verðhugmynd 11,0-12,5 millj. Áhuga- samir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju. KYNNINGARFUNDUR UM BORGARALEGA FERMINGINGU Kynningarfundur fyrir unglinga, sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 2004 og aðstandendur þeirra, verður haldinn laugardaginn 25. október kl. 11.00 - 12.00 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu á 1. hæð. Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 Buxur áður 4.990 nú 2.990 Stærðir S-3XL Gallabuxur 2.990 Þú nefnir þetta ekkert við manninn minn. Hann er svo hræði- lega afbrýðisamur …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.